Morgunblaðið - 24.07.1984, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.07.1984, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLl 1984 Carrington lávarður og Geir Hallgrímsson, utanrikisráöherra, kveðjast á Keflavíkurflugvelli. MorgunblaðiB/Árni Sæberg Carrington lávarður kveður OPINBERRI heimsókn Carrington lávarðar, fram- kvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, og konu hans, lauk á laugardaginn. Árdegis þann dag fóru þau til Þingvalla ásamt fylgd- arliði og snæddu þar hádeg- isverð í boði Halldórs Ás- grímssonar og konu hans, Sigurjónu Sigurðardóttur, en Halldór fer með embætti forsætisráðherra í fjarveru Steingríms Hermannssonar. Eftir hádegisverðinn á Þingvöllum var haldið til Keflavíkurflugvallar, þar sem Ronald E. Narmi, flota- foringi og yfirmaður varn- arliðsins á Keflavíkurflug- velli, tók á móti gestunum arliðsins, áður en hann hélt og átti Carrington lávarður heimleiðis með þotu Flug- fund með yfirmönnum varn- leiða. Carrington lávarður á tali við yfirmann varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Ronald E. Narmi, flotaforingja. Til hægri er Glenn Sutton, herráðsforingi. Skagaströnd: „Hið yillta vestur er hér“ Og auðvitað var svo slegið upp balli, þar sem m.a. Hallbjorn tók lagið. Skagaxtrönd, 23. júlí. ÞAÐ MÁ MEÐ sanni segja, að bæjarbragurinn hér hafi breyst nú um helgina. Mikið var af aðkomu- fólki og allir voru í hátíðarskapi. Ástæðan var að sjálfsögðu fyrsta kántríhátíðin sem haldin hefur ver- ið hér á landi, en hún fór fram á Skagaströnd um nýliðna helgi. Hallbjörn „kántríkóngur" Hjartarson stóð fyrir hátíðinni með aðstoð nokkurra aðila frá Akureyri, en framkvæmdastjóri hennar var Pálmi Guðmundsson. Hátíðin hófst síðastliðinn föstu- dag og stóð fram á sunnudag. Á föstudag fóru að streyma hingað bílar og fólk fór að tjalda á há- tíðarsvæðinu. Um kvöldið var útiskemmtun og dansleikur. Á skemmtuninni komu fram, við góðar viðtökur viðstaddra, kántrísöngvararnir Hallbjörn Hjartarson og Johnny King. Hljómsveitin Gautar lék síðan fyrir dansi til klukkan þrjú um nóttina. Á laugardag hófst svo dagskráin upp úr hádegi með hópreið hestamanna þar sem kántríkóngurinn reið í farar- broddi um hátíðarsvæðið. Síðan voru sýndir ameriskir, „átta gata“ bílar og fólk á svæðinu kaus fallegasta bilinn. Þar á eftir hófst keppni i ýmsum hesta- íþróttum, tunnuboðhlaupi, kappreiðum og fleiru. Hápunktur hátiðarinnar var síðan „ródeó- keppni" þar sem knapar reyndu að snara kálfa. Var þetta mjög vel heppnað atriði og vakti gif- urlegan fögnuð áhorfenda, sem fögnuðu sérstaklega þegar Hall- björn reið sjálfur inn í hringinn og reyndi að snara kálfana. Kálf- arnir sáu þó við kántrikóngnum þvi eftir nokkurn eltingarleik stukku þeir út úr hringnum og forðuðu sér inn á tjaldstæðið. Þeir voru handsamaðir eftir nokkurn eltingarleik. Á laugar- dagskvöldið var svo haldinn stuðdansleikur i Fellsborg þar sem hljómsveitin Týrol lék fyrir dansi. Fellsborg var troðfull af Loks náðist kálfurinn. Morgunblaðið/Olaíur BernMuaaon. fólki, sem fagnaði ákaft þegar þeir skemmtu á ný, Hallbjörn, Johnny King og Siggi Helgi. Þá fór fram á dansleiknum hæfi- leikakeppni, þar sem nokkrir söngvarar létu ljós sitt skína. Tókust þessi atriði hvert öðru Ródeó á Skagaströnd. Hallbjörn Hjartarson „kántrikóngur" sveiflar slöngunni á kálfana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.