Morgunblaðið - 24.07.1984, Side 42

Morgunblaðið - 24.07.1984, Side 42
42 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 Shultz og afstaðan til þriðja heimsins í tilefni þess að Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið að gefa kost á sér til endurkjörs, birtir Morgunblaðið hér frásögn af fundi, þar sem George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi heimsmálin við ýmsa frammámenn í kaupsýslu og stjórnmálum í Georgíuríki. Ræða Shultz snerist í meginatriðum um mikilvægi þess að Bandaríkin aðstoðuðu sem mest þau ríki Þriðja heimsins við að koma fótunum undir efnahag sinn og stjornarfarslegt frelsi. Um 800 manns sátu hádegis- verð í Hyatt Regency-hót- elinu í Atlanta til heiðurs George Shultz, en þangað var hann kominn í boði félagsskapar- ins Southern Center for Intern&t- ional Studies. Var þar margt merkismanna úr Georgíu: Jimmy Carter, Dean Rusk, Andrew Young og aðrir framámenn í póli- tík og athafnalifi í þessu Suður- ríki. Að loknum málsverði sté And- rew Young í pontu og hældi hann Shultz á hvert reipi: kvaðst hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá þeim manni og svo hefði sér fyrst dottið í hug að leika tennis þegar hann sá Shultz eitt sinn spreyta sig í þeirri íþrótt! Young fullyrti að Bandaríkjamenn væru gæfu- samir að hafa slikan mann i emb- ætti utanríkisráðherra — en fannst svo rétt að þagga niður í sjálfum sér, því það mætti ekki spyrjast að hann héldi langar lof- ræður um mann í Reagan-stjórn- inni! George Shultz er meðalmaður á vöxt, en þykkur undir hönd og lot- inn; stilltur í framgöngu og gæða- legur á svip, en augun ötul. Hann er ákveðinn í málflutningi, en eng- inn ræðuskörungur og þrátt fyrir ákveðnina sér hann margar hliðar á málum og ræðir tillögur, en gef- ur ekki svör. I upphafi ræðu sinnar tilgreindi Shultz fjögur megineinkenni á utanríkismálastefnu Reagans Bandaríkjaforseta, sem hann kvað vera: raunsæi, styrk, samnings- vilja og bjartsýni. Hann sagði: „Raunsæi er fyrsta skilyrði árangursríkrar stefnu í utanrík- ismálum. Ef við ætlum okkur að bæta heiminn, þá er frumskilyrði að gera sér grein fyrir honum. Ástandið í heimsmálunum er ótryggt, en að lýsa hlutunum eins og við sjáum þá, svo sem Reagan forseti hefur kappkostað, má ekki leggja út á þann veg að verið sé að efna til æsinga og ófriðar, heldur er slíkt raunsæi mikilvægt spor til friðvænlegri framtíðar. Þess vegna köllum við ofbeldi og kúgun sínum réttu nöfnum og afneitum hefðbundnu loðmæli. Það er ekki hægt að horfa fram- hjá því sem gerst hefur i Afghan- istan og Póllandi — og við höfum leynt og ljóst komið Sovéttum í skilning um að það slaknar ekki á spennunni í alþjóðamálum nema þeir fylgi orðum sínum eftir í breytni. Við höfum meira að segja beitt bandamenn okkar viðskipta- þvingunum til að árétta þetta sjónarmið. Raunsæi er afar mik- ilvægt í alþjóðamálum og það er skoðun okkar að skýr og ákveðin stefna sé forsenda fyrir lausn vandamála. Ekki er síður mikilvægt að styrkurinn sé nægur: hernaöar- styrkur, e/nahagsstyrkur og póli- tískur styrkur. Reagan forseti hef- ur aukið framlag okkar til varn- armáia, svo Bandaríkin, banda- menn þess og vinir geti varið sig og treyst þann frið sem ríkt hefur á Vesturlöndum frá lokum seinna stríðs. Það er óumdeilanlegt að kreppa síðustu ára hefur dregið úr styrk okkar og enda þótt bjartara sé framundan, þá hefur þessi kreppa markað djúp spor: mikið atvinnu- leysi er í flestum rfkjum heims og skuldabyrði margra ríkja þriðja heimsins er risavaxin. Það er frumskilyrði fyrir lausn á þessum efnahagsvanda að ná tökum á verðbólgunni. Ég trúi að bjart sé framundan hjá Bandarlkjunum, en við verðum að hafa náið sam- ráð við önnur iðnríki til að auka fjárfestingu og framleiðni. t En forsendan fyrir veldi Banda- ríkjanna er pólitfskur styrkur okkar: málfrelsi og ritfrelsi, frjáls verkalýðsfélög, frjáls stjórnmála- starfsemi og óháð löggjafarvald. Og þar eð við búum við slík rétt- indi, þá krefjumst við þeirra til handa öllum mönnum og viðgang- ur lýðræðis í heiminum endur- speglar okkar eigin styrk. Þessir fjórir þættir, sem ég tel einkenna stefnu Reagan-stjórnar- innar í alþjóðamálum — raunsæi, styrkur, samningsvilji og hófleg bjartsýni — ráða afstöðu okkar til Sovétríkjanna, Austur-Evrópu- ríkja og bandamanna okkar í Evr- ópu. Og þeir ráða einnig ferðinni f skiptum okkar við þjóðir hins svonefnda Þriöja heims, en að honum beini ég nú máli mfnu. Eg fullyrði að það verður ekki varanleg velmegun f þessu landi án efnahags- vaxtar í Þriðja heiminum. Og ör- yggi okkar og sá friður sem við höfum búið við verður ekki tryggður án stöðugleika og friðar í þróunarlöndunum. Hin seinni ár, eða þar til núverandi kreppa tók að segja til sín, hafa þróunarlönd- in vaxið hraðar en Bandaríkin og ríki Vestur-Evrópu. Og með aukn- um vexti hafa þessi lönd gerst mikilvægari viðskiptavinir okkar og annarra iðnríkja. Árið 1980 keyptu þróunarlönd um 40% alls bandarísks útflutnings, eða meira heldur en Evrópulönd, Sovétríkin og Kína keyptu til samans. Við- skipti okkar við þróunarlönd hafa staðið fyrir meira en helmingnum i aukningu bandarísks útflutnings síðan 1975. Og nú standa mál svo að einn af hverjum tuttugu verka- mönnum í Bandaríkjunum fram- ieiðir fyrir markað Þriðja heims- ins og allar landbúnaðarafurðir okkar af einni ekru af hverjum fimm fara beint til Þriðja heims- ins. í heimskreppu sfðustu ára hafa þessi viðskipti komist í brennidep- il, því kreppan hefur dregið mjög úr aukningu þeirra og nú er svo komið að útflutningur okkar til þessara þjóða, sem jókst um 30% á ári í lok sjöunda áratugarins, stendur í stað. Við hvern milljarð sem útflutn- ingstekjur okkar dragast saman um, þá þurrkast út 60 til 70 þús- und störf í bandarískum fram- leiðslugreinum. Dágóður partur atvinnuleysingja nútfmans er okkur því lifandi áminning um að velmegun okkar er tengd velmeg- un ríkja Þriðja heimsins. I innflutningnum blasa sömu staðreyndir við. Um 40—45% þeirra hráefna sem við flytjum inn árlega fyrir verksmiðjur okkar koma frá löndum Þriðja heimsins. Enda þótt við séum flestum iðnvæddum þjóðum rfkari af málmefnum f jörðu, þá leggja þriðja heims rfki okkur til meira en helming þess sem við notum af ýmsum mikilvægum málmefnum, t.d. kóbalt, tini og boxít. Þá má nefna að allt sem við notum af ýmsum afurðum, svo sem gúmmí, kaffi, kakó er flutt inn frá Þriðja heiminum." Shultz sagði að viðskipti iðn- ríkja og þróunarlanda myndu aukast næstu tvo áratugina og þvf afar nauðsynlegt að vestræn ríki ykju framlag sitt til Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, svo sem Reagan for- seti hefði gert, til að hjálpa þess- um vanþróuðu rfkjum að létta á þungri skuldabyrði. Shultz varaði mjög við hvers kyns höftum í viðskiptum þjóða, en sagði svo: „Rétt eins og það er okkur mik- ilvægt að nokkur velmegun ríki í löndum Þriðja heimsins, þá er ekki síður mikilvægt að þar ríki stöðugleiki og friður. Frá því á. fimmta áratugnum hefur heims- friðnum stafað mest hættan af ófriði f þriðja heims löndum og hinni skefjalausu útþenslu komm- únismans þar. Þau átök eru okkur flest í fersku minni: Árið 1950 var það Kórea, árið 1954 Dienbienphu, 1956 kom svo Súezdeilan, Kúbu- deilan f upphafi sjöunda áratugar- ins og svo nú á seinni árum: Iran, Angóla, Afghanistan, Kampútsea, E1 Salvador og Eþíópía ... Sovéttar hafa notað hvert tæki- færi sem þeim gefur gefist til að auka ftök sfn og áhrif i Þriðja heiminum og ekki vílað neitt fyrir sér i útþenslu sinni. Nútimatækni í hergagnaframleiðslu hefur gert þeim þetta auðveldara. Að undan- skildum þeim löndum sem Sovétt- ar hafa beint og krókalaust lagt undir sig, þá styðja þeir 870 þús- und manna herlið í Norður-Kóreu, en það er 60% fjölmennara lið heldur en Suður-Kóreumenn hafa; Sovéttar halda vfetnamska hern- um uppi og sá her hefur 180 þús- und manna lið rétt við landamæri Thailands; Sovéttar standa á bak við 55 þúsund manna lið Kúbana f Angóla, Eþíópfu og Mósambikk, en þeir, Sovéttar, selja þrisvar sinnum fleiri skriðdreka, orrustu- flugvélar og fallbyssur til ríkja Þriðja heimsins heldur en Banda- ríkjamenn gera. Það er ekki hægt að horfa framhjá svo alvarlegum staðreyndum. Við þurfum að treysta stöðu okkar f Þriðja heiminum og það gerist ekki nema við reynumst vinir vina okkar. Við verðum ávallt að vera reiðubúnir að leggja þessum þjóðum lið við að byggja upp varnarkerfi sitt og að rétta við efnahag sinn. Það er óþarft að hafa um það mörg orð, hversu afdrifarík bein íhlutun okkar f þessum heimshlutum get- ur orðið. Frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar höfum við 185 sinnum sent herlið til vanþróaðra ríkja til að stilla til friðar, en f 185 skipti hefur sannast að slfkt er ekki vænlegasta ráðið. Við þurfum langtímaáætlun til að koma á friði f þessum rfkjum og auka velmeg- un þeirra — og sú áætlun er til. Hún ber heitið: Áætlun Banda- ríkjanna um samvinnu f öryggis- og þróunarmálum. Allir forsetar Bandaríkjanna frá þvf Harry Truman gegndi því embætti hafa fylgt þessari áætlun í meginatrið- um. Markmið þessarar áætlunar er að skapa skilyrði til vaxtar og viðgangs, öryggis og lýðfrelsis í þróunarlöndunum og það mark- mið þjónar hverjum Bandaríkja- manni. í þessari áætlun er mest áhersl- an lögð á frið í Mið-Austurlönd- um. Sá friður er ekki aðeins í þágu hins strfðshrjáða fólks f þessum heimshluta, heldur myndi hann draga mjög úr hættunni á heims- stríði. En friðarviðleitnin verður að birtast í fleiru en viðræðum, jafn mikilvægar og þær eru. Það verður að vera efnahagslegur upp- gangur í Egyptalandi, ísrael og Jórdan. Það þarf að koma útlend- um her á brott úr landi Líbana; það þarf að opna vegi þeirra, endurreisa rafveitu þeirra og koma efnahagshjóli þeirra af stað; gera þetta land á ný að traustu og vinsamlegu riki f þessum heims- hluta. Þessi ríki verða einnig að vera fær um að verja sig sjálf. Þess vegna er það, að við og fleiri lönd leggjum þessum löndum til bæði efnahags- og hernaðarað- stoð. Sú aðstoð er mikilsvert framlag til friðar í heiminum." Shultz vék nokkrum orðum að áætlun Bandaríkjanna til að hjálpa þjóðum Þriðja heimsins við að bregðast við offjölgunarvandanum. Mannfjöldi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.