Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 64
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD
AUSTURSTRÆTI 22
INNSTRÆTI, SiMI 113*0
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45 - 23.30
AUSTURSTRÆTI 22
INNSTRÆTI, SlMI 11633
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Til Akureyrar
fyrir hálfvirði
— með „stand-by“ fargjöldum Flugleiða
FLUGLEIÐIR hyggjast bjóða
upp á svokölluð „stand-by“-
fargjöld milli Reykjavíkur og
Akureyrar í byrjun næsta
mánaðar. Með því móti verð-
ur hægt að komast á milli
staðanna fyrir hálfvirði —
Byggingavísitalan:
Hækkun
milli mán-
aða 0,45%
VÍSITALA byggingakostnaðar
hækkaði um 0,45 % frá júní til
júlí í ár, skv. áætlun Hagstofu
íslands. Reyndist vísitalan
fyrir júlí vera 164,60 stig en
var 163,87 stig í síðasta mán-
uði. Visitala byggingarkostnað-
ar er áætluð fyrir þá mánuði,
sem hún er ekki reiknuð lög-
formlega, skv. ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar.
f fréttatilkynningu frá Hag-
stofunni er tekið fram, „að við
uppgjör verðbóta á fjárskuld-
bindingar samkvæmt ákvæðum
í hvers konar samningum um,
að þær skuli fylgja vísitölu
byggingarkostnaðar, gilda hinar
lögformlegu vísitölur, sem
reiknaðar eru á þriggja mánaða
fresti. Áætlaðar vísitölur fyrir
mánuði inn á milli lögákveðinna
útreikningstíma skipta hér ekki
máli,“ segir í fréttatilkynning-
unni.
þ.e. ef farþegar vilja hætta á
að mæta á flugvelli og fá far
séu laus sæti í vélinni.
Sæmundur Guðvinsson,
fréttafulltrúi Flugleiða, sagði í
samtali við blaðamann Mbl. í
gærkvöld að verið væri að
ganga frá reglum um fram-
kvæmdahlið málsins. Væri
reiknað með að nýbreytnin yrði
tekin upp fljótlega eftir versl-
unarmannahelgi.
Fullt fargjald aðra leið milli
Reykjavíkur og Akureyrar kost-
ar nú liðlega 1.500 krónur. Sæ-
mundur sagði að „stand-by“-
fargjöldin myndu væntanlega
kosta 750—800 krónur og um
500 krónur fyrir börn yngri en
tólf ára.
Skálholtshátíð
Skálholtshátíð var haldin í Skálholti á sunnudaginn. Meðal dagskráratriða var helgileikur í þremur þáttum, sem
Sönderjydsk Forsogsscene flutti, og tók Ijósmyndari Mbl. Árni Sæberg þessa mynd af flutningi helgileiksins.
Fjórar eggjaflokkunar-
stöðvar í undirbúningi
Setning reglugerðar um sölu eggja ekki í verkahring landbúnaðarráðuneytisins
A NÆSTUNNI hefja tvær eggjaOokk-
unarstöðvar starfrækslu, sú þriðja
kemst í gagnið í haust og fleiri verða
væntanlega stofnaðar ef kröfur um
framleiðslu, flokkun og sölu eggja
verða auknar. Nefnd á vegum land-
búnaðarráðuneytisins vann f vetur að
samningu reglugerðar um sölu eggja
og fleira, en tillögur nefndarinnar
liggja nú í heilbrigðisráðuneytinu þvf á
einhverjum stigum málsins í landbún-
aðarráðuneytinu kom í Ijós að reglu-
gerðarsetning um slíkt væri ekki í
verkahring landbúnaðarráðuneytisins,
heldur heilbrigðisráðuneytisins.
Eggjadreifingarstöð Sambands
eggjaframleiðenda að Vesturvör 27 í
Kópavogi tekur til starfa á næstunni
að sögn Eyþórs Elíassonar fram-
kvæmdastjóra félagsins. Vélar eru
komnar í húsnæðið og er stofnkostn-
aður við stöðina áætlaður 8 milljón-
ir, allt lánsfé, þar á meðal 3 milljónir
sem Samband eggjaframleiðenda
fékk að láni úr kjarnfóðursjóði. Geir
Gunnar Geirsson eggjabóndi á Vallá
er einnig langt kominn með að setja
upp fullkomna vélasamstæðu sem
þvær, flokkar og pakkar eggjum.
Tekur Geir Gunnar stöðina í notkun
um eða uppúr næstu mánaðarmót-
um. Holtabúið á Rangárvöllum hef-
ur pantað vélar til flokkunar eggja
en þar hafa verið vélar til gegnum-
lýsingar eggja um 10 ára skeið.
Gunnar Jóhannsson sagði að flokk-
unarvélin yrði líklega tekin I notkun
í september. Nesbúið á Vatnsleysu-
strönd er einnig með í undirbúningi
íslenzk kona uppgötvar efni
til greiningar á sykursýki
— allt að tveimur árum áður en venjuleg einkenni koma í ljós
ÍSLENZK kona, Steinunn Bække-
skov, sem gift er f Danmörku og
vinnur á Hagedorn-rannsóknastof-
unni f Kaupmannahöfn, hefur upp-
götvað efni, sem gefur til kynna
hvort viðkomandi maður er haldinn
sykursýki allt að tveimur árum áður
en sjúkdómseinkennin gera vart við
sig. Sagt er frá þessari uppgötvun í
danska blaðinu Aktuelt nýlega.
Hagedorn-rannsóknastofan er
meðal hinna fremstu í heimi á
sviði sykursýkisrannsókna og hef-
ur þar meðal annars verið unnið að
því, að finna mótefni í blóðinu, sem
gæti gefið til kynna hvort um syk-
ursýki á frumstigi sé að ræða. Það
var Steinunn Bækkeskov, sem
heiðurinn á af því að finna efnið,
að sögn Aktuelt. Það er eitt af
þeim mótefnum, sem líkaminn
framleiðir sjálfur, ef allt er með
felldu, til að verja sig gegn utanað-
komandi eggjahvítuefnum. 1 ljós
hei'ur komið, að efni þetta getur
Rannsóknamenn Hagedorn-rannsóknastofunnar, sem leitað hafa nýrra
leiða til að greina sykursýki: Ake Lnrnmark (t.v.), Steinunn Bækkeskov
og Thomas Dyrberg.
einnig ráðist gegn frumum I líkam-
anum sjálfum, meðal annars frum-
um þeim I briskirtlinum, sem
framleiða insúlln.
Á Hagedorn-rannsóknastofunni
hafa menn sýnt fram á, að fyrr-
nefnt mótefni getur verið í blóði
fólks allt að tveimur árum áður en
einkenni um sykursýki koma í ljós.
Sykursýki hafði greinzt í ungum
Dana og þar sem hann var tvíburi,
var álitið að tvíburabróðir hans
ætti einnig á hættu að verða syk-
ursjúkur. Því tóku læknar á Niels
Steensens-sjúkrahúsinu blóðprufu
úr heilbrigða bróðurnum og sendu
hana Hagedorn-rannsóknastofn-
uninni, sem vinnur í tengslum við
sjúkrahúsið. 1 blóði hans fannst
mótefnið, en tvö ár liðu þar til
hann fékk venjuleg einkenni syk-
ursýki. Rannsóknamennirnir
Thomas Dyrber^ og Áke Lornmark
hafa ásamt Steinunni sýnt fram á
það, að sama mótefni verður einnig
til I rottum, sem fá sykursýki og að
það myndist talsverðu áður en hún
brýzt út.
að setja upp flokkunarstöð. Fleiri
munu hafa hug á því samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins en
hinkra við eftir „eggjareglugerð-
inni“.
Nefnd sem landbúnaðarráðherra
skipaði vann f vetur að samningu
reglugerðar um framleiðslu, flokkun
og sölu eggja. Skilaði nefndin áliti
þar sem gerðar eru tillögur að efnis-
þáttum í reglugerð sem hún lagði til
að sett yrði en einn nefndarmanna
mun hafa skilað séráliti. Það kom
síðan upp á einhverju stigi f land-
búnaðarráðuneytinu að ef til vill
væri það ekki í verkahring landbún-
aðaráðuneytisins að setja slfka
reglugerð og heilbrigðisráðuneytinu,
sem setur reglur um matvælaeftirlit
á grundvelli laga um heilbrigðiseft-
irlit, sent bréf þar sem lagt var til að
viðræður færu fram á milli ráðu-
neytanna um þessi mál. Að sögn
Jóns Ingimarssonar skrifstofustjóra
f heilbrigðisráðuneytinu er erindið
nú til athugunar hjá Matthíasi
Bjarnasyni heilbrigðisráðherra og
þess ekki að vænta að um það verði
fjallað fyrr en með haustinu.
Álagning á
byggingar-
vörur gef-
in frjáls?
ÁLAGNlNG á byggingarvörur og stein-
steypu verður að ölium Ifkindum gefín
frjáls í næsta mánuði. Formleg ákvörð-
un, sem er í hendi verðlagsráðs, liggur
ekki fyrir, en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins verður fundur í ráð-
inu í næstu viku, þar sem fjallað verður
um málið.
Frelsi f álagningu á byggingarvör-
um er á stefnuskrá ríkisstjórnarinn-
ar, en áður hefur álagning á matvöru
og bíla og bílavarahluti verið gefin
frjáls.