Morgunblaðið - 24.07.1984, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 24.07.1984, Qupperneq 64
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SiMI 113*0 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Til Akureyrar fyrir hálfvirði — með „stand-by“ fargjöldum Flugleiða FLUGLEIÐIR hyggjast bjóða upp á svokölluð „stand-by“- fargjöld milli Reykjavíkur og Akureyrar í byrjun næsta mánaðar. Með því móti verð- ur hægt að komast á milli staðanna fyrir hálfvirði — Byggingavísitalan: Hækkun milli mán- aða 0,45% VÍSITALA byggingakostnaðar hækkaði um 0,45 % frá júní til júlí í ár, skv. áætlun Hagstofu íslands. Reyndist vísitalan fyrir júlí vera 164,60 stig en var 163,87 stig í síðasta mán- uði. Visitala byggingarkostnað- ar er áætluð fyrir þá mánuði, sem hún er ekki reiknuð lög- formlega, skv. ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. f fréttatilkynningu frá Hag- stofunni er tekið fram, „að við uppgjör verðbóta á fjárskuld- bindingar samkvæmt ákvæðum í hvers konar samningum um, að þær skuli fylgja vísitölu byggingarkostnaðar, gilda hinar lögformlegu vísitölur, sem reiknaðar eru á þriggja mánaða fresti. Áætlaðar vísitölur fyrir mánuði inn á milli lögákveðinna útreikningstíma skipta hér ekki máli,“ segir í fréttatilkynning- unni. þ.e. ef farþegar vilja hætta á að mæta á flugvelli og fá far séu laus sæti í vélinni. Sæmundur Guðvinsson, fréttafulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöld að verið væri að ganga frá reglum um fram- kvæmdahlið málsins. Væri reiknað með að nýbreytnin yrði tekin upp fljótlega eftir versl- unarmannahelgi. Fullt fargjald aðra leið milli Reykjavíkur og Akureyrar kost- ar nú liðlega 1.500 krónur. Sæ- mundur sagði að „stand-by“- fargjöldin myndu væntanlega kosta 750—800 krónur og um 500 krónur fyrir börn yngri en tólf ára. Skálholtshátíð Skálholtshátíð var haldin í Skálholti á sunnudaginn. Meðal dagskráratriða var helgileikur í þremur þáttum, sem Sönderjydsk Forsogsscene flutti, og tók Ijósmyndari Mbl. Árni Sæberg þessa mynd af flutningi helgileiksins. Fjórar eggjaflokkunar- stöðvar í undirbúningi Setning reglugerðar um sölu eggja ekki í verkahring landbúnaðarráðuneytisins A NÆSTUNNI hefja tvær eggjaOokk- unarstöðvar starfrækslu, sú þriðja kemst í gagnið í haust og fleiri verða væntanlega stofnaðar ef kröfur um framleiðslu, flokkun og sölu eggja verða auknar. Nefnd á vegum land- búnaðarráðuneytisins vann f vetur að samningu reglugerðar um sölu eggja og fleira, en tillögur nefndarinnar liggja nú í heilbrigðisráðuneytinu þvf á einhverjum stigum málsins í landbún- aðarráðuneytinu kom í Ijós að reglu- gerðarsetning um slíkt væri ekki í verkahring landbúnaðarráðuneytisins, heldur heilbrigðisráðuneytisins. Eggjadreifingarstöð Sambands eggjaframleiðenda að Vesturvör 27 í Kópavogi tekur til starfa á næstunni að sögn Eyþórs Elíassonar fram- kvæmdastjóra félagsins. Vélar eru komnar í húsnæðið og er stofnkostn- aður við stöðina áætlaður 8 milljón- ir, allt lánsfé, þar á meðal 3 milljónir sem Samband eggjaframleiðenda fékk að láni úr kjarnfóðursjóði. Geir Gunnar Geirsson eggjabóndi á Vallá er einnig langt kominn með að setja upp fullkomna vélasamstæðu sem þvær, flokkar og pakkar eggjum. Tekur Geir Gunnar stöðina í notkun um eða uppúr næstu mánaðarmót- um. Holtabúið á Rangárvöllum hef- ur pantað vélar til flokkunar eggja en þar hafa verið vélar til gegnum- lýsingar eggja um 10 ára skeið. Gunnar Jóhannsson sagði að flokk- unarvélin yrði líklega tekin I notkun í september. Nesbúið á Vatnsleysu- strönd er einnig með í undirbúningi íslenzk kona uppgötvar efni til greiningar á sykursýki — allt að tveimur árum áður en venjuleg einkenni koma í ljós ÍSLENZK kona, Steinunn Bække- skov, sem gift er f Danmörku og vinnur á Hagedorn-rannsóknastof- unni f Kaupmannahöfn, hefur upp- götvað efni, sem gefur til kynna hvort viðkomandi maður er haldinn sykursýki allt að tveimur árum áður en sjúkdómseinkennin gera vart við sig. Sagt er frá þessari uppgötvun í danska blaðinu Aktuelt nýlega. Hagedorn-rannsóknastofan er meðal hinna fremstu í heimi á sviði sykursýkisrannsókna og hef- ur þar meðal annars verið unnið að því, að finna mótefni í blóðinu, sem gæti gefið til kynna hvort um syk- ursýki á frumstigi sé að ræða. Það var Steinunn Bækkeskov, sem heiðurinn á af því að finna efnið, að sögn Aktuelt. Það er eitt af þeim mótefnum, sem líkaminn framleiðir sjálfur, ef allt er með felldu, til að verja sig gegn utanað- komandi eggjahvítuefnum. 1 ljós hei'ur komið, að efni þetta getur Rannsóknamenn Hagedorn-rannsóknastofunnar, sem leitað hafa nýrra leiða til að greina sykursýki: Ake Lnrnmark (t.v.), Steinunn Bækkeskov og Thomas Dyrberg. einnig ráðist gegn frumum I líkam- anum sjálfum, meðal annars frum- um þeim I briskirtlinum, sem framleiða insúlln. Á Hagedorn-rannsóknastofunni hafa menn sýnt fram á, að fyrr- nefnt mótefni getur verið í blóði fólks allt að tveimur árum áður en einkenni um sykursýki koma í ljós. Sykursýki hafði greinzt í ungum Dana og þar sem hann var tvíburi, var álitið að tvíburabróðir hans ætti einnig á hættu að verða syk- ursjúkur. Því tóku læknar á Niels Steensens-sjúkrahúsinu blóðprufu úr heilbrigða bróðurnum og sendu hana Hagedorn-rannsóknastofn- uninni, sem vinnur í tengslum við sjúkrahúsið. 1 blóði hans fannst mótefnið, en tvö ár liðu þar til hann fékk venjuleg einkenni syk- ursýki. Rannsóknamennirnir Thomas Dyrber^ og Áke Lornmark hafa ásamt Steinunni sýnt fram á það, að sama mótefni verður einnig til I rottum, sem fá sykursýki og að það myndist talsverðu áður en hún brýzt út. að setja upp flokkunarstöð. Fleiri munu hafa hug á því samkvæmt heimildum Morgunblaðsins en hinkra við eftir „eggjareglugerð- inni“. Nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði vann f vetur að samningu reglugerðar um framleiðslu, flokkun og sölu eggja. Skilaði nefndin áliti þar sem gerðar eru tillögur að efnis- þáttum í reglugerð sem hún lagði til að sett yrði en einn nefndarmanna mun hafa skilað séráliti. Það kom síðan upp á einhverju stigi f land- búnaðarráðuneytinu að ef til vill væri það ekki í verkahring landbún- aðaráðuneytisins að setja slfka reglugerð og heilbrigðisráðuneytinu, sem setur reglur um matvælaeftirlit á grundvelli laga um heilbrigðiseft- irlit, sent bréf þar sem lagt var til að viðræður færu fram á milli ráðu- neytanna um þessi mál. Að sögn Jóns Ingimarssonar skrifstofustjóra f heilbrigðisráðuneytinu er erindið nú til athugunar hjá Matthíasi Bjarnasyni heilbrigðisráðherra og þess ekki að vænta að um það verði fjallað fyrr en með haustinu. Álagning á byggingar- vörur gef- in frjáls? ÁLAGNlNG á byggingarvörur og stein- steypu verður að ölium Ifkindum gefín frjáls í næsta mánuði. Formleg ákvörð- un, sem er í hendi verðlagsráðs, liggur ekki fyrir, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður fundur í ráð- inu í næstu viku, þar sem fjallað verður um málið. Frelsi f álagningu á byggingarvör- um er á stefnuskrá ríkisstjórnarinn- ar, en áður hefur álagning á matvöru og bíla og bílavarahluti verið gefin frjáls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.