Morgunblaðið - 06.09.1984, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984
I’eningamarkaAur Morgunblaðsins
er á bls. 35 í blaðinu í dag.
Versnandi
staða á ál-
markaði og
birgðasöfnun
í Straumsvík
HEIMSMARKAÐSVERÐ á áli er
komið niður í um 1.190 dollara tonn-
ið, en það var á sama tfma í fyrra á
milli 1.600 og 1.700 dollarar. Nokk-
ur birgðasöfnun á sér nú stað hjá
álverinu í Straumsvík, en sala fyrri
hluta þessa árs var að sögn Ragnars
Halldórssonar forstjóra ÍSAL eðli-
leg. Hann sagði ennfremur að ekki
hefði verið dregið úr framleiðslunni
í Straumsvík, þó svo mörg erlend
fyrirUeki hefðu þegar gripið til þess
ráðs vegna versnandi markaðsstöðu.
Ragnar Halldórsson sagði í við-
tali við blaðamann Mbl., að
ástæða hins lækkandi álverðs
væri annars vegar sú, að markað-
urinn hefði veikst og hins vegar
styrkari staða Bandaríkjadollars.
Dollarinn hefði til dæmis styrkts
um 10% gagnvart franka.
f nýjum tölum frá ÍJtflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins kemur
fram að útflutningur áls og ál-
melmis mánuðina janúar til júni
þessa árs nam 37.830 tonnum á
móti 58.500 tonnum sömu mánuði
í fyrra. Aðspurður sagði Ragnar
aðaiástæðu þessa vera þá, að mik-
ið hefði selst af uppsöfnuðum
birgðum á fyrri hluta síðasta árs.
Salan fyrri hluta þessa árs hefði
verið eðlileg, en nú hefði dregið úr
henni. Kvað hann birgðir í
Straumsvík vera um 4.000 tonnum
meiri en þeir teldu æskilegt.
Álverð á heimsmarkaði hefur
orðið lægst um 900 dollarar tonnið
og sagði Ragnar Halldórsson for-
stjóri ÍSAL í lokin, að ómögulegt
væri að segja til um framhaldið á
þessu stigi.
c*rr*f
Skrúfur
á báta
og skip
Allar stœröir trá 10O0—4500
mm og allt aö 4500 klló.
Efni: GSOMS—57—F—45
Eöa: GNIALBZ—F—60.
Fyrir öll klössunarfélög.
Skrúfuöxlar oftir teikningu.
\
Vesturgótu 1 6,
Sími 14680.
Rás 2 kl. 15:
Ennþá brenn-
ur mér í muna
Á dagskrá rásar tvö kl. 15 í
dag er þátturinn Ennþá brenn-
ur mér í muna. Þar munu verða
ieikin ýmis lög sem eiga það
sameiginlegt að hafa náð hátt á
bandaríska og breska vinsæld-
arlista, en sungin á öðrum
tungumálum.
Meðal hljómsveita og
söngvara sem við sögu koma
er Nena, Spliff, Syngjandi
nunnurnar og japanski
söngvarinn Sakamoto. Aldur
laganna er misjafn, allt frá
síðasta ári til ársins 1952
Hljómsveitin og söngkonan Nena sem verður á dagskrá þáttarins Ennþá brennur mér í muna.
Útvarp kl. 20.30:
Ég veit hvað það er sem þú þarft
Fimmtudagsleikrit útvarpsins í
dag nefnist „Ég veit hvað það er
sem þú þarft“, og er byggt á sam-
nefndri smásögu bandaríska rit-
höfundarins Stephen King. Leikrit-
ið flytja þriðja árs nemar í Leiklist-
arskóla íslands, og er leikgerðin
eftir Hallmar Sigurðsson sem er
jafnframt leikstjóri.
Leikritið fjallar um Liz, unga
og myndarlega skólastúlku. Dag
nokkurn hittir hún ungan og sér-
kennilegan mann á bókasafni
skólans. Pilturinn sýnir henni
afar mikinn áhuga og veitist Liz
erfitt að losna við hann úr huga
sér. Samband þeirra verður æ
nánara og pilturinn virðist geta
lesið hug Liz eins og opna bók.
Er kærasti Liz lætur lífið í bfl-
slysi tekur herbergisfélaga
hennar að gruna að eitthvað sé
bogið við piltinn og að tilgangur
hans með sambandinu við Liz sé
ekki á allan hátt heiðarlegur.
Eftirgrennslanir hennar leiða
ýmislegt dularfullt í ljós. Leik-
endur eru: Jakob Þór Einarsson,
Rósa Þórsdóttir, Alda Arnar-
dóttir og Þröstur Leó Gunnars-
son.
Útvarp kl. 23.00:
Tvíund
Þátturinn Tvíund er á dagskrá út-
varps í kvöld kl. 23.00. Þar munu
tveir söngvarar verða kynntir, það
eru þau Sylvia Sass og Hákon Hage-
gird.
Sylvia Sass er ungversk söng-
kona, fædd 1951. Hákon Hagegárd
er Svíi og mun hann syngja lög úr
ýmsum áttum á sænsku þar á með-
al er Papageno úr Töfraflautunni,
kínversk ljóð og úr Tannháuser
eftir Wagner. Sylvia söng fyrst á
sviði er hún var aðeins 14 ára og
var 21 árs er hún söng á sviði óper-
unnar í Búdapest. Hún mun flytja
þætti úr Tosca og Madam Butter-
fly. Einnig mun hún syngja ljóð
eftir Wagner. Allt er þetta leikið
af plötum sem nýlega hafa verið
teknar upp.
Rás 2 kl. 16:
Rokkrásin
I Rokkrásinni, sem er á
dagskrá rásar tvö í dag, verður
fjallað um bresku hljómsveit-
ina Class.
Leikin verður tónlist af
plötum sem komið hafa út
frá því hún var stofnuð árið
1976.
Þar á meðal verða ýmsar
sjaldgæfar upptökur sem
sjaldan eða aldrei hafa náð
eyrum landsmanna. Þar á
meðal eru upptökur frá tón-
leikum sem ekki hafa komið
fram áður.
Útvarp Reykjavík
V
FIM41TUDIkGUR
6. septcmber
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
í bítið. 7.25 Leikfími.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: — Sigurlaug
Bjarnadóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Snigillinn og randaflugan“ eft-
ir Kjartan Stefánsson. Heiðdís
Norðfjörð les.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynn-
ir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veóurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
11.00 „Ég man þá tíð“. Lög frá
liðnum árum. Umsjón: Her-
mann Ragnar Stefánsson.
11.30 „Skapadægur“, smásaga
eftir Ingólf Pálmason. Erlingur
Gíslason les.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
SÍDDEGIO
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar
14.00 „Daglegt líf í Grænlandi"
eftir Hans Lynge. Gísli Krist-
jánsson þýddi. Stína Gísladóttir
les (5).
14.30 A frívaktinni. Sigrún Sigurð-
ardóttir kynnir óskalög sjó-
manna.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. Alicia de
Larrocha leikur á píanó Capricc-
io í a-moll op. 33 nr. 1 og Variat-
ions serieuse í d-moll op. 54 eft-
ir Felix Mendelssohn/Barry
Tuchwell og Vladimir Ashken-
azy leika Sónötu í Es-dúr op. 28
fyrir hom og píanó eftir Franz
Danzi.
17.10 Síðdegisútvarp
Tilkynningar
KVðLDID__________________________
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Stjórnandi
Sólveig Pálsdóttir.
20.00 Sagan: „Júlía og úlfarnir"
eftir Jean Graighead George.
Geirlaug Þorvaldsdóttir les þýð-
ingu Ragnars Þorsteinssonar
(10).
20.30 Leikrit: „Ég veit hvað það er
sem þú þarft“ eftir Stepben
King. Nemendaverkefni Leik-
listarskóla íslands 1984. Leik-
gerð og leikstjórn: Hallmar Sig-
urösson. Leikendur: Þór Ein-
arsson, Rósa Þórisdóttir, Alda
Arnardóttir og Þröstur Leo
Gunnarsson.
21.10 Einsöngur í útvarpssal.
Svala Nielsen syngur íslensk
þjóðlög. Ólafur Vignir Alberts-
son leikur á píanó.
21.30 Forn vinátta. Hermann
Pálsson prófessor flytur erindi.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Suðurnesjaljóð og lög frá
liðnum árum eftir Kristin Reyr.
Flytjendur: Höfundurinn, Jón-
ína H. Jónsdóttir, Árni Tryggva-
son, Jón Sigurbjörnsson o.fl.
SKJÁNUM
FÓSTUDAGUR
7. september
19.35 Umhverfls jörðina á áttatíu
dögum. 18. Þýskur brúðu-
myndaflokkur. Þýöandi Jó-
hanna Þráinsdóttir. Sögumaóur
Tinna Gunnlaugsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á láknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Á döfinni.
Umsjónarmaður Karl Sigtrygga-
son. Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
20.45 Grinmyndasafnió.
Chaplin á flækingi. Skopmynda-
syrpa frá árum þöglu mynd-
anna.
21.00 Handan mánans
Bresk heimildamynd gerð í til-
efni af því að 15 ár eru liðin
síöan mcnn stigu fæti á tungiiö.
Þessi merki áfangi er rifjaður
upp en síðan er fjallaö um
þróun geimvísinda og framtíð
þeirra næsta áratuginn. Þýó-
andi og þuhir Bogi Arnar Finn-
bogason.
22.10 Eina von hvítu mannanna
(The Great White Hope)
Bandarísk híómynd frá 1970.
Leikstjóri Martin Ritt. AðaF
hlutverk: James Earl Jones,
Jane Alexander og Lou Gilbert.
Myndin er byggð á sögu Jack
Johnsons sem fyrstur blökku-
manna varð heimsmeistari (
hnefaleikum í þungavigt árið
1908. I>ýðandi Björn Baldurs-
son.
23.50 Fréttir í dagskrárlok.
23.00 Tvíund. Þáttur fyrir söng-
elska hlustendur. Umsjónar-
menn: Jóhanna V. Þórhallsdótt-
ir og Sonja B. Jónsdóttir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
6. september
10.00—12.00 Morgunþittur
Fyrstu þrjátíu mínúturnar helg-
aðar íslenskri tónlist. Kynning
á hljómsveit eða tónlistar
manni. Viðtöl ef svo ber undir.
Ekki meira geflð upp.
Stjórnendur: Jón Olafsson og
Sigurður Sverrisson.
14.00—15.00 Eftir tvö
Létt dægurlög.
Stjórnendur: Jón Axel Ólafs-
son.
15.00—16.00 Ennþá brennur mér
í muna. Kynntir söngvar sem
eiga það sameiginlegt að hafa
ekki enska texta en hafa þó náð
ótrúlegum vinsældum. Stjórn-
endur: Sveinn Guönason og
Imrður Magnússon.
16.00—17.00 Rokkrásin
Kynning á hljómsveit eða tón-
listarmanni. Stjórnendur: Skúli
Helgason og Snorri Skúlason.
17.—18.00 Einu sinni áður var
Vinsæl lög frá 1955 til 1962 _
Rokktímabilið.
Stjórnandi: Bertram Möller.