Morgunblaðið - 06.09.1984, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984
Friðarbarátta og friðarhorfur.
Friðarþing
— eftirArnór
Hannibalsson
f árslok 1979 uppfylltu Sovét-
ríkin bróðurskyldur sínar við
Flokkinn í Afganistan og fóru með
óvígan her yfir landamærin. Til
voru þeir menn í heiminum, sem
töldu þetta sovétstjórninni til
álitshnekkis. Þar við bættist, að
einmitt í desember 1979 höfðu
Atlantshafsríkin ákveðið viðbrögð
við friðarsókn í Evrópu. Eitthvað
varð til bragðs að taka.
Um viðbrögðin má lesa í frétta-
blöðunum Pravda og Ísvéstía síð-
ustu dagana í september 1980. Þar
segir frá því, að dagana 23.-27.
september 1980 sátu á rökstólum í
höfuðborg Búlgaríu, Sófíu, 2.260
friðarbardagamenn frá 137 þjóð-
löndum. Þarna voru þingmenn,
verkalýðsleiðtogar, krataforingj-
ar, rithöfundar, fulltrúar „þjóð-
frelsishreyfinga", kvenfélaga, Al-
kirkjuráðsins, æskulýðsfélaga og
83 kommúnistaflokka. Aðsókn fór
fram úr björtustu vonum skipu-
leggjendanna, hins svokallaða
Heimsfriðarráðs. Það var nefni-
lega búizt við að aðeins 1.500
hlýddu kalli, og talið nóg. Ráð-
stefnan hafði verið undirbúin af
kappi „í meira en ár“ — að sögn
formanns undirbúningsnefndar.
(Pravda, 29.9. ’80.) Undirbúning-
urinn hófst því í þann mund sem
sovézka herstjórnin var með
mestu leynd að undirbúa innrás-
ina í Afganistan. Einræðisherra
Búigaríu, félagi Ziffkoff, lýsti því
svo yfir á þinginu, að í maí 1980
hefði stjórnmálaráð Varsjár-
bandalagsins tekið ákvörðun um
friðarráðstefnu. Sú ákvörðun var
svo staðfest af miðstjórn Komm-
únistaflokks Sovétríkjanna í júní
1980. Það fer þá að verða ljósara,
hversvegna „friðarsóknin rnikla"
hófst að áliðnu ári 1980, og ná-
kvæmlega þá.
Hvað var svo borið á borð á
þessari Alfriðarráðstefnu heims-
ins? Félagi Ziffkoff lýsti því yfir
með undrun í röddinni, að „árás-
aröfl Bandaríkjanna" skyldu ekki
vilja viðurkenna og skilja, að þau
eru dæmd af sögunni til ósigurs,
og samt voguðu þau sér að neita
að líta á vígbúnað Sovétríkjanna
sem lið í friðarbaráttunni. Og fé-
lagi Ziffkoff fordæmdi þá furðu,
að frjáls ríki skyldu bregðast við
innrásinni í Afganistan með gagn-
ráðstöfunum.
Þingið samþykkti verkefnaskrá,
sem sett var fram í ræðu félaga
Ponomarjoffs, áróðursstjóra
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna.
Þar í var þetta, að þingið for-
dæmdi „áróðurslygar fyrir vígb-
únaðarkapphlaupi", en það þýðir á
venjulegu mannamáli, að margefl-
ing vígvélar Sovétríkjanna er lið-
ur í friðarbaráttu, en skilyrði fyrir
„stöðvun vígbúnaðarkapphlaups"
er einhliða afvopnun Vesturveld-
anna. Þingið samþykkti einróma
starfsskrá fyrir níunda áratuginn,
og þar má finna, að eyða skuli öll-
um tálmunum í alþjóðaverzlun.
(Það þýðir að Sovétríkin eiga
hindrunarlaust að geta hremmt til
sín alla þá vestrænu tækni sem þá
vantar til aukinnar friðarsóknar.)
En aðalatriði starfsskrárinnar var
skipulagning mótmæla gegn —
hverju? Innrásinni í Afganistan?
Nei. Gegn varnarviðbúnaði frjáls-
ra ríkja. Þar var efst á blaði
mótmælagöngur í höfuðborgum
Vestur-Evrópu í októberlok 1981.
Ekki var setið við orðin tóm.
Mótmælagöngur komust í tízku.
Og hver einasta þeirra var tíund-
uð í sovézkum fjölmiðlum sem
mikill sigur fyrir friðinn.
(Um friðarþing þetta má lesa
nánar í bók V. Búkovskys: The
Peace Movement and the Soviet
Union, útg. Coalition for Peace
2. grein
through Security, 27 Whitehall,
London.)
Hrakför
Sovétstjórnin taldi sig eygja
sigur á næsta leiti, þegar henni
hafði tekizt að láta Veraldarfrið-
arþingið samþykkja öll höfuðat-
riði utanríkisstefnu Sovétríkj-
anna. Úrslitaorrustuna skyldi
heyja haustið 1983. Fjölmennu lið-
ið skyldi boðið út. Það átti að
koma í veg fyrir, að ríki Vestur-
Evrópu hefðu uppi tilburði til and-
ófs gegn friðarsókn Sovétríkj-
anna. Með þeim sigri hefði tvennt
unnizt: Vestur-Evrópa hefði beygt
sig fyrir þrýstingi sovétvaldsins
og orðið háð því. Jafnframt hefði
samvinna Vestur-Evrópu og
Bandaríkjanna fengið á sig
brotsjó. Eitt höfuðatriðið var að
ná undirtökunum í pólitik Vest-
ur-Evrópu, en einkum þó í Vest-
ur-Þýzkalandi. Atlantshafs-
bandalagið yrði lamað, og hefði
lítinn þrótt til að mótmæla yfir-
gangi Sovétríkjanna, hvort heldur
væri í Evrópu, Afganistan eða
annars staðar.
t
Séra Gunnar Kristjánsson
„Friðargöngur séra
Gunnars og skoöana-
bræöra hans valda mik-
illi gleði austantjalds,
svo sem hér aö ofan er
frá sagt. Sovétstjórnin
lítur á þær sem stuðning
við sig og friðarvígbún-
að Varsjárbandalags-
ins.“
mrnmrnt
álíta, að yfirlýsingar hans séu
hugmyndafræði friðarhreyfingar-
innar.
Guðsmaðurinn birti grein í DV
hinn 25.10. ’83. Þar vindur hann
sér beint að efninu í fyrstu setn-
ingunum.
Hann lýsir yfir fylgi við „slök-
un“ hrakfallabálksins Willys
Brandt. Hún átti að hafa í för með
sér „nýtt friðartímabil“. Það er
semsé skoðun klerksins að með því
að moka tækni og öllu sem selja
má í hernaðargin Sovétríkjanna
megi tryggja frið. Ekki er sagt orð
um það hvernig sovétstjórnin ha-
gnýtti og hagnýtir sér aðganginn
að vestrænum mörkuðum, né
heldur er eitt orð um uppsetningu
SS-20-eldflauganna. Sú þögn talar
skýru máli. Það er ekki ótti við
utanríkisstefnu og vígvél Sovétr-
íkjanna, sem hratt klerkinum út í
friðarbardagann. Nei. Hann tekur
það skýrt fram, að það var ákvör-
ðun Atlantshafsbandalagsins frá í
desember 1979 um að vernda full-
veldi aðildarríkjanna sem olli því
að mótspyrnu var þörf — gegn
stefnu vestrænna ríkja, því að —
svo segir guðsmaðurinn — með
þessu „var Sovétríkjunum ... ögr-
að“. Gegn þeirri dauðasynd þurfti
að snúast. Hugmyndin er semsé
sú, að Vesturveldin megi ekki
bregðast við vígvæðingu og pólit-
ískum þrýstingi Sovétríkjanna,
því að þá gætu þau móðgast. Síðan
er því bætt við, að þetta hafi verið
„þróun á öryggiskerfi fælingar-
innar (ógnarjafnvægisins) í nei-
kvæða átt“. Þetta orðaknos er tor-
skilið. En víst þýðir það að við-
leitni Vesturlanda til að halda
uppi virðingu sinni er neikvæð.
Þróunin yrði þá líklega jákvæð, ef
viðbrögðin væru engin. Slíkt
stefndi í friðarátt.
Friðarhreyfingin komst í sviðs-
ljósið árið 1981 til að berjast gegn
ingarhættu? Um það hernaðar-
leyndarmál þegir presturinn.
Þá segir guðsmaðurinn: Við eig-
um að „efla elsku til óvinarins",
forðast „að draga upp af honum
grýlumyndir", mæta honum „með
kærleika". Þetta er ekki amalegt
tilboð. Við eigum að elska KGB,
mæta Rauða flotanum með kær-
leika, og efla traust okkar á Rauða
hernum. Það er enginn vafi á því,
að með þessari pólitík mun friður
brátt ríkja í öllum heiminum.
Hvernig væri að guðsmaðurinn
beindi athygli sinni að trúbræðr-
um sínum sem veslast upp i
þrælabúðum og fangelsum austan
járntjalds fyrir það eitt að halda
fast við trú sína. Hvernig væri að
hann íhugaði orsakir hernaðar-
þenslu Sovétríkjanna? Eða þá að
hann gæfi gaum að því, að raun-
veruleg afvopnun Rauða hersins
ylli því að allt þjóðfélagskerfið
sem hann heldur uppi og byggist á
honum hryndi sem spilaborg. Nei.
Þetta væri að draga upp grýlu-
myndir.
Rúsínan í pylsuenda prestsins,
þessa ötula bardagamanns fyrir
kristindómi og elsku til óvinarins,
er þó þetta: „Baráttan er ekki milli
hugsjóna." (Hann feitletrar sjálf-
ur orðið „ekki“.)
Á hvaða plánetu lifir og starfar
klerkurinn? Eru Reynivellir svona
óralangt úti í himingeimnum? Um
hvað stendur deilan ef ekki um
það, hvort hugsjón frelsisins færi
að lifa í friði eða ekki? Um hvað
stendur deilan ef ekki um þá hug-
sjón, sem setur mannréttindi á
oddinn? Um hvað er deilt ef ekki
það, hvort þjóðir megi vænta þess
að sjálfstæði þeirra og fullveldi sé
virt? Um hvað er deilt ef ekki þá
hugsjón sem heldur fram rétti
manna tl lífs og starfa og fordæm-
ir þjóðarmorð í Kampútseu og
Afganistan sem verk hins illa?
■ ■*>***
mISP
>
r
[■#
máíiiáim - ! - ■- 'V
Ir ... .. .<*'
mP jwf-
Sovézkar innrásarsveitir f Afganistan
Ekki skorti, að fríður flokkur og
fjölmennur tæki þátt í mótmælum
haustið 1983. Friðarvinimir
streymdu út á göturnar. Þeim var,
að sjálfsögðu, alls ekki stjórnað
frá Moskvu, og voru, flestir, alls-
endis óháðir kommúnistum. En
þrátt fyrir góðan vilja og göfugt
markmið var hafizt handa við að
koma fyrir Pershing II-eldflau-
gum í Vestur-Evrópu, svo sem
ákveðið hafði verið.
Sovétstjórnin leit á þetta sem
ósigur, og þeim mun sárari sem
ekki varð annað sagt en að „frið-
arbardaginn" hefði tekizt vel og
farið eftir áætlun. Og hvernig sem
á því stendur hafa „friðarvinirnir"
einkar lítið þrammað um götur
núna í ár (1984). Kannski er ógnin,
sem falin er í sprengjunni, eitt-
hvað minni núna.
Um friðarvini íslands
Um nokkurt skeið hefur eflzt á
íslandi hreyfing svokallaðra „frið-
arvina“. (Nafngiftin gefur til
kynna að gagnrýnendur þeirra séu
„friðaróvinir".) Marg góðviljað
fólk hefur lagt lóð sitt á vogar-
skálarnar, sjálfsagt í þeirri trú, að
það stuðli með því að friði. Það er
ástæða til að athuga málflutning
friðarvina, á hverju hann byggir
og hvert hann leiðir.
Vígður maður og prestur þjóð-
kirkjunnar, Gunnar Kristjánsson
að nafni, er andlegur leiðtogi og
hugmyndafræðingur þessarar
hreyfingar. Maður þessi flutti
stefnuræðu „Friðarpáska“ í
Reykjavík 1984. Engar heimildir
eru fyrir því að máli hans þar hafi
verið mótmælt, og verður því að
hagsmunum Vesturlanda. Dálitið
skondin tilviljun er það, að hann
skyldi velja sér þennan tíma til að
blása í lúðra einmitt fyrir þessu
málefni.
Friðarhreyfingin er andsvar við
gereyðingarhættunni, — segir
sóknarpresturinn á Reynivöllum.
Hvaðan kemur hún? Svar: Hún á
sér rætur í offramleiðslu gereyð-
ingarvopna. Hvað veldur þeirri
offramleiðslu: 1. Uppsetning
meðaldrægra eldflauga í Vestur-
Evrópu. 2. Lífsviðhorf okkar
sjálfra. Hvaða lífsviðhorf? Þau að
„okkar menn eru reiðubúnir til að
leggja sköpunarverkið í rúst“ —
hvorki meira né minna. Þess er
ógetið hver hefur lýst þessu yfir,
enda erfitt að finna heimildir
fyrir því. En hvernig getur upp-
setning eldflauga valdið gereyð-
Boðandi orðsins hefur eitthvað
ruglazt í sínum katekismus.
I Friðarpáskaræðu segir séra
Gunnar: „Hin stóru hernaðar-
bandalög berjast bæði gegn frið-
arhreyfingunni, því að þau óttast
bæði hið sama“: vilja almennings
til sátta. Þessi ummæli eru röng.
Friðargöngur séra Gunnars og
skoðanabræðra hans valda mikilli
gleði austantjalds, svo sem hér að
ofan er frá sagt. Sovétstjórnin lít-
ur á þær sem stuðning við sig og
friðarvígbúnað Varsjárbandalags-
ins. Hitt er annað mál, að Varsjár-
bandalagsleiðtogar óttast fólk,
sem krefst raunverulegrar af-
vopnunar Varsjárbandalagsherja
°g geyma það bak við lás og slá.
En ekki hefur þess orðið vart, að
guðsmaðurinn á Reynivöllum