Morgunblaðið - 06.09.1984, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.09.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 21 sýndi því fólki neina sérstaka samúð. Atlantshafsbandalagið lítur hreyfingu séra Gunnars horn- auga, vegna þess að hún grefur undan viðleitni þess að efla og viðhalda frjálsum (kristnum) samfélögum á Vesturlöndum og miðar beinlínis að því að auka áhrif Sovétríkjanna í þeim heims- hluta. Séra Gunnar Kristjánsson og skoðanabræður hans verða að svara afdráttarlaust eftirfarandi spurningu: Eruð þið samþykkir því eða ekki að hernaðarumsvif Sovétríkjanna séu höfuðupp- spretta þenslu í alþjóðastjórnmál- um í dag? Ef þið eruð því sam- þykkir, hljótið þið að styðja við- leitni vestrænna þjóða til að við- halda og efla þjóðlíf sem byggir á frelsi og mannréttindum. Þar með fellur mikill hluti friðarbardaga- áróðursins niður dauður og ómerkur. Ef þið eruð þessu ósam- þykkir, hafið þið skipað ykkur í sveit með þeim sem vilja vest- ræna, kristna menningu feiga. Fólk sem tekur þessa afstöðu er ótrúlega fjölmennt á Vesturlönd- um. En það ætti að íhuga siðgæð- islega ábyrgð sína á grunngildum mannlegs lífs og hvernig þessi af- staða samrýmist henni. Yfirlýsing „Friðarpáska“ „Friðarpáskar" létu frá sér fara áskorun „á Bandaríkin og Sovét- ríkin og önnur kjarnorkuveldi að gera samkomulag um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar og hefja kerfisbundna afvopnun. Meðan unnið er að slíku samkomulagi, ætti hvergi að koma fyrir kjarn- orkuvopnum eða tækjum tengdum þeim". Við yfirlýsingu þessa ber að at- huga það, að það er barnaskapur að ætla, að Sovétríkin taki í mál að stöðva kjarnorkuvígbúnað sinn. Það er alls ekki á döfinni að gera neitt samkomulag um slíka stöðv- un. Sovétríkin telja sig hafa ástæðu til að ætla, að sterk öfl á Vesturlöndum styðji utanríkis- stefnu þeirra og að með tilstyrk þeirra geti þau þrýst vestrænum ríkjum til að sætta sig við utan- ríkispólitísk og hernaðarleg um- svif Sovétríkjanna. Meðan svo er, koma þau ekki að samningaborði. Sovétstjórnin hefur að vísu alloft sezt að samningaborði, en ekki til þess að semja um eitt eða neitt, heldur til að kanna aðstæður til að þrýsta gagnaðiianum til að sam- þykkja hennar sjónarmið. Þannig eru það friðarhreyfingarnar og aðrar þær hreyfingar sem Sovét- stjórnin hefur velþóknun á, sem koma í veg fyrir að hin fróma ósk Friðarpáskayfirlýsingar sé raun- hæf. Ef Vesturveldin skrifuðu undir yfirlýsingu um, að þau kæmu hvergi fyrir kjarnavopnum eða tækjum tengdum þeim, á sama tíma og Sovétríkin vígvæðast af kappi, væru þau sjálf að gera stöðu sína óverjandi. En það er einmitt það sem Sovétríkin stefna að. Þau taka enga samninga í mál og enga vopnahjöðnun fyrr en það er hundrað prósent pottþétt að ríki utan Sovétríkjanna hafi enga aðstöðu til að hafa áhrif á það sem þar gerist eða á yfirráðasvæði þeirra. Það er „friðurinn" sem stefnt er að. Um allsherjarafvopn- un er tómt mál að tala. Raunhæf- ara væri að biðja Sovétríkin að leggja sjálf sig niður. Hlutverk þjóð- kirkjunnar Uppi er á íslandi stofnun, sem ríkið styður og verndar. Það er hin evangelísk-lútherska kirkja, sem er þjóðkirkja á íslandi. Yfirleitt fer lítið fyrir þessari stofnun, því að svo virðist sem hið upphaflega erindi þessarar stofnunar í heim- inn hafi annaðhvort gleymzt eða skolazt eitthvað til. Ætla mætti að þjóðkirkjan stæði í fylkingar- brjósti þeirra, sem berjast fyrir andlegu frelsi, réttindum manna og fyrir þjóðlegum verðmætum. En það fer frekar lítið fyrir því. Við heyrum frá prestum þægi- legar og hlutlausar ræður, því að kirkjan vill ekki blanda sér í póli- tík og sundra söfnuðinum. Með þessu móti hefur kirkjan sjálf ýtt sér út á spássíu þjóðlífsins. En það lifnaði yfir þjóðkirkj- unni, þegar henni barst upp í hendur friðarbardagaguðspjallið. Loks fannst leið til að ná til fólks- ins og auka vinsældir með því að styðja gott málefni. Nú skyldi stillt til nýs friðar. Stuðning til þess máls mátti fá frá Alkirkjuráði, Lúthersku heimssambandi og hollenzkum kalvínistum. Prestastefna íslands 1982 lýsti því yfir, að málefni friðar „sé ofar flokkssjónarmiðum". Hvernig þá? Er ekki styrjöld framhald af stjórnmálabaráttu — með öðrum ráðum en friðsamlegum? Og eru ekki flokkar til þess að heyja stjórnmálabaráttu? Er ekki friður spurning um tilhögun alþjóða- stjórnmála? Er ekki styrjöld um. það, hvort flokkar þeir sem stýra ríkjum megi drekkja erlendu fólki í blóði? Sjálfsagt eiga prestarnir við að friðurinn í hinni skínandi Jerúsalem sé ekki af þessum heimi og skyldur guðsríkinu sem er hið innra með yður. Eða hvað? I næstu setningu segjast guðsmenn- irnir vilja hafa samvinnu við stjórnmálaflokkana um friðarmál. Líklega til að ýta flokkunum upp fyrir flokkssjónarmiðin. Friður hefur endranær verið ræddur á samkundum presta, og sýnzt sitt hverjum. í reynd hefur séra Gunnar Kristjánsson verið málsvari og formælandi kirkjunn- ar um friðarmál. Hann hefur þýtt bók sem hefur að geyma friðaryf- irlýsingar hollenzkra kalvínista (Kirkja og kjarnorkuvígbúnaður). Þar er minnzt á Auchswitz og Hírósíma, en hvergi á Gúlagið. Þegar hugmyndafræði „Frið- arpáska" hafði verið gerð ljós, mátti skýrt greina að gervöll þjóð- kirkjan gerði hana að sinni með því sjálfur biskup landsins steig í stólinn og sagði Krist líf heimsins og þá, að öllum líkindum, einnig friðarbardagans. Með þessu var kirkjan tengd ákveðinni pólitískri hugmynda- fræði, sem er í flokkum en ekki ofar flokkum. Þessi hringferð kirkjunnar hefur vonandi orðið til að auka henni vinsældir. En var með þessu fluttur boðskapur um guðsríkið og þess réttlæti? Það var einu sinni uppi örbjarga seglasaumari og tugthúslimur sem kenndi í gegn lýðnum og olli uppnámi og óróa. Hann náði aldr- ei svo langt að fá brauð, ekki einu sinni hrökkbrauð. Það var hann sem sagði: Er ég þá nú að reyna að sannfæra menn eða Guð? Eða er ég að leitast við að þóknast mönnum? Ef ég væri ennþá að þóknast mönnum, þá væri ég ekki þjónn Krists. En þetta var fyrir löngu. Og það skolast margt til á langri leið. Um hlutleysingja og adra Því er oft haldið á loft, að ísland eigi að gerast hlutlaust ríki. En sjaldan er þess þá getið, hvað hlutleysi er. Hlutleysi getur verið með ýmsu móti. Ég get hér tveggja kosta. 1. Sá fyrri er að smáríki semji við stórveldi um það, að smáríkið brjóti aldrei gegn vilja stór- veldisins (t.d. með því að daðra við óvini þess). í staðinn heitir stórveldið því að nota ekki land smáríkisins til hernaðar gegn þriðja aðila. Stórveldið tekur þannig á sig ábyrgð á „hlut- leysi“ smáríkisins, sem þannig hyggst komast hjá því að flækj- ast í styrjaldarátök. 2. Seinni kosturinn er sá, að ríki lýsi því yfir, að utanríkisstefna þess sé óháð öðrum ríkjum og ríkjabandalögum og verndar sjálft hlutleysi sitt og viðheldur því með öflugum eigin her. Þessi her þarf þá að vera þáð öflugur, að hann geti upp á eig- in spýtur hrundið öllum hugs- anlegum tilraunum annarra ríkja til íhlutunar um málefni ríkisins, tilraunum til að tak- marka fullveldi þess eða vopn- aðri árás á það. íslenzkir hlutleysingjar hafa ekki, svo ég viti, mælt með seinni kostinum, enda er ísland ekki í stakk búið til að halda uppi svo öflugum her, sem til þarf að verja hlutleysi ríkisins upp á eigin spýt- ur. (Meðferðin á Landhelgisgæzl- unni sýnir, að íslenzka ríkið hefur ekki einu sinni hug á að halda uppi nauðsynlegri landamæra- vörzlu.) Athugum þá nánar fyrri kost- inn. Varla er hægt að gera ráð fyrir, að íslenzkir hlutleysingjar haldi að ísland geti verið „hlut- laust“ land og herlaust án allra samninga við nágrannaríkin og án allra minnstu tryggingar fyrir því, að „hlutleysi" þetta verði virt af öðrum ríkjum. Varla er nokkur maður svo grænn, að hann geti ímyndað sér þetta. Staða smáríkja í heiminum fer eftir því, hver að- staða þeirra er til að knýja stór- veldin til að viðurkenna fullveldi þeirra og sjálfstæði. Öryggisleysi eins ríkis skapar svokallað valda- tómarúm, og stórveldi geta ekki látið slíkt afskiptalaust, því að slíkt raskar öryggisjafnvægi við- komandi heimshluta. Island er mikilvægt fyrir öryggiskerfi Norður-Atlantshafs og þar með fyrir öryggi Evrópu og Ameríku. Yrði ísland „hlutlaust" og varna- laust, gætu stórveldin ekki látið það afskiptalaust. Þau myndu fylla upp í „tómarúmið", gæta ör- yggisjafnvægis. Setjum svo, að ísland væri „hlutlaust", herlaust, varnalaust og öryggislaust. Það ástand gæti ekki varað nema gerðir væru samningar við stórveldin um að þau virtu þetta ástand, tækju „ábyrgð" á þessu svokallaða „hlut- leysi“. Við hvaða stórveldi á þá Is- land að semja? Við það stórveldi sem innlimaði Eystrasaltsríkin og heyr nú grimmdarlegt stríð í Afg- anistan? Telja íslenzkir hlutleys- ingjar málefnum tslands vel borg- ið með því móti? Þeir vita vel að sovétstjórnin bíður með óþreyju eftir að þessi staða komi upp. Eða halda hlutleysingjar að Rauði flotinn sé á sveimi í kringum ts- land í algjöru tilgangsleysi og bara svona að gamni sínu? Ef ís- land semdi við Varsjárbandalagið um að taka ábyrgð á „hlutleysi" sínu, yrði það höfuðatriði samn- inganna að tsland héti því að haga sér í einu og öllu að vilja Sov- étríkjanna. Hér yrði að koma upp ritskoðun (afnema mannréttinda- kafla stjórnarskrárinnar) og taka úr umferð tafarlaust hvern þann sem segði eitt styggðaryrði um hið nýja fyrirkomulag og fangelsa þá sem berðust fyrir frelsi íslands. tsland yrði hluti af varnakerfi Sovétríkjanna og myndi þar með ógna öryggi Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Noregur kæmist í stórhættulega og allt að því von- lausa aðstöðu, með Rauða flotann við bæjardyrnar og hinn „hlut- lausa“ bróður, Svíþjóð að baki. Hlutleysi Finnlands yrði nafnið tómt. Er þetta óraunhæfur mögu- leiki? Alls ekki. En það getur eng- inn aðhyllzt hann nema hann sé gjörsamlega blindur á raunveru- leikann í kringum hann, þær raunverulegu aðstæður sem mynduðust í Evrópu að lokinni seinni heimsstyrjöld. Eða þá að viðkomandi hlutleysingi vilji í al- vöru að hann, eða niðjar hans, beri beinin í Síberíu. Afstaða okkar mótast ekki ein- göngu af því að horfast í augu við raunveruleikann. Hún hvílir einn- ig á þeim grunngildum, sem við höfum í heiðri. Hvaða ríki í heim- inum eru líklegust til að virða full- veldi smáríkja? Ef við viljum halda fast í hugsjón frelsis og virðingar fyrir einstaklingnum, sem sögur herma að hafi verið málstaður tslands í rúmar ellefu aldir, hljótum við að semja við þau ríki sem byggja á svipuðum grunni. Við myndum semja við þau ríki sem héldu þessum hug- sjónum á loft í seinni heimsstyrj- öldinni. En það þýðir, að fyrir- komulag og framkvæmd utanrík- ismála tslands yrðu með svipuðu móti og nú er. Dr. Arnór Hannibalsson er dósent í heimspeki rið Háskóla íslands. Eitthvað fynralla' Þ® Viö höfum fengið tii Rreakers. JJstateBrecíters" mœttásloðinn _NevvVork ,ö er okkar mottá Bandaríkjunum, New Vor okkar break dansara, beini Við noTum io"s»-- i íloOFalbYSSudrottning.n ixter og Runkvigiiii- Svæð^ opnað. f-gma!ud"„'ud m' SS _ Lokað kl. 23:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.