Morgunblaðið - 06.09.1984, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984
27
Kjamfóðiirsjóður:
Tekjur sjóðsins 88,7 millj.
króna það sem af er árinu
Framleiðsluráð skuldar sjóðunum 38 milljónir
Á SÍÐASTA ári var greitt rúmiega
12 milljónum kr. meira úr Kjarn-
fóðursjóði en tekjur hans voru það
árið. Tekjurnar voru tæpar 112
milljónir kr., en gjöldin rúmlega
124 milljónir kr. Það sem af er ár-
inu 1984 eru gjöldin aftur á móti
39,5 millj. kr. minni en tekjurnar.
Á árinu 1983 voru tekjur
Kjarnfóðursjóðs af kjarnfóður-
gjaldi tæpl. 103 milljónir, þar af
voru 23,6 millj. ógjaldfallnar
skuldaviðurkenningar. Vaxta-
tekjur voru rúmar 9 milljónir.
Kostnaður við rekstur Kjarnfóð-
ursjóðs var 244 þúsund kr. á ár-
inu 1983. Aðrar stærstu greiðslur
voru: Greitt Áburðarverksmiðju
ríkisins, 40 milljónir; greiðslur
til mjólkurframleiðenda pr. lítra
mjólkur, 34,3 millj.; greitt sauð-
fjárframleiðendum pr. kg. kjöts,
1,—2. verðflokka 1982, 22,3 millj.;
greiðslur vegna vorharðinda, 11,4
milljónir; greiðsla vegna verð-
lækkunar á kindakjöti 1982/83,
11 millj.; greitt nautgripafram-
leiðendum pr. kg. kjöts, 1.—2.
verðflokka 1982; 4,2 millj.; gjöld
vegna alifuglaframleiðslu, 236
þúsund; gjöld vegna svínafram-
leiðslu, 116 þúsund. Höfuðstóll
Kjarnfóðursjóðs var jákvæður
31. desember 1983 um 38,4 millj.
kr. Eignirnar voru að mestu úti-
standandi hjá kjarnfóðurinn-
flytjendum, 31,4 milljónir, en 3,6
milljónir voru til á bankareikn-
ingum.
Samkvæmt yfirliti um stöðu
Kjarnfóðursjóðs frá 1. janúar til
27. ágúst 1984, sem lagt var fyrir
nýlegan aðalfund Stéttarsam-
bands bænda, hafa tekjur sjóðs-
ins það sem af er árinu verið 88,7
milljónir kr. Kjarnfóðurgjald var
87,1 millj., þar af 18,8 millj.
ógjaldfallnar skuldaviðurkenn-
ingar, og 1,5 millj. vaxtatekjur.
Tekjur ársins umfram gjöld það
sem af er árinu eru 39,6 millj.
Kostnaður við rekstur sjóðsins
var 310 þúsund. Aðrar helstu
greiðslur úr honum voru: Greitt
til mjólkurframleiðenda pr. lítra
mjólkur, 14,7 millj. kr.; greitt til
Áburðarverksmiðju ríkisins 12,1
milljón; greitt vegna nautgripa-
framleiðslu, uppbætur vegna
1983, 9,8 millj.; gjöld vegna
svínaframleiðslu, 500 þúsund;
framlag til júgurbólgurann-
sókna, 250 þúsund; framlag til
eggjahvíturannsókna 100 þús-
und; framlag til ófrjósemis-
rannsókna á kúm, 80 þúsund.
Eignir Kjarnfóðursjóðs 27. ág-
úst sl. voru 91,2 milljónir kr.
Stærsta eignin er 38 millj. kr.
skuld Framleiðsluráðs, 33,2 millj.
er inneign hjá kjarnfóðurinn-
flytjendum, 9 milljónir eru til í
banka, 4 milljónir útistandandi
hjá Sambandi eggjaframleiðenda
vegna uppbyggingar eggjadreif-
ingarmiðstöðvar og 7 milljónir af
eignunum eru í víxlum og
skuldabréfum.
Þegar líður að sláturtíð fer hagsýnt hússtjórnarfólk að
huga að sínum málum. Það væri góður leikur að koma
við í heimilistækjadeild okkar og skoða úrvalið þar.
Kæliskápar, frystiskápar og frystikistur. Þvottavélar,
þurrkarar, þeytivindur og uppþvottavélar. Eldavélar,
eldhúshellur, blástursofnar og örbylgjuofnar.
Einnig hrærivélar og handþeytarar. Kaffivélar, hita-
könnur og vöfflujárn. Rafmagnspottar, djúpsteikingar-
pottar, hraðgrill og rafmagnspottar. Straujárn og
gufujárn, jafnvel rafmagnshnífar og rafmagnsdósa-
opnarar.
Altt vönduð vara og traust vörumerki:
7MWSSI th°mson0
PHUIPf0ma* VtBR
SZEROWATT
Gieiftskikjör
1/3 kaupverds greitt við móttöku.
Afgangur á 6 mánuðum.
Erum til viðræðu um frávik á
greidsluskilmálum, sé þess óskað.
ZEROWATT
Þvottavélar verð 14.898
Staðgr.verð 13.935
Þurrkarar verð 12.943
Staðgr.verð 11.995
BAUKNECHT
Örbylgjuofnar verð 16.600
Staðgr.verð 15.770
/MIKLIG4RÐUR
MIKIÐ FYRIR UTIÐ