Morgunblaðið - 06.09.1984, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984
Þingkosningarnar í Kanada:
Glæsilegur kosningasigur
mælskumannsins Mulroneys
Hörmuleg frammistaða forsætisráÖ-
herrans gerði honum leikinn léttari
í kosningunum í Kanada á þridju-
dag urðu einhver mestu umskipti, sem
orðið hafa í stjórnmálum þar í landi á
þessari öld. íhaldsflokkurinn bar sig-
ur úr býtum í öllum 10 fylkjum ríkis-
ins og jafnvel í Quebec, höfuðvígi
Frjálslynda flokksins, þar sem hann
fékk ekki nema eitt þingsæti af 75 í
síðustu kosningum.
íhaldsflokkurinn ræður nú 211
þingsætum af 282 og hefur ekki verið
hlutfallslega jafn sterkur síðan John
Diefenbaker sigraði með yfirburðum
árið 1958. Frjálslyndi flokkurinn hef-
ur nú aðeins 40 þingmenn, litlu fleiri
en Nýi demókrataflokkurinn, sem
hefur 30.
Ástæðurnar fyrir þessum stór-
sigri eru margvíslegar. Kanada-
menn voru orðnir leiðir á frjáls-
lynda flokknum og samfelldri
stjórn hans í 21 ár, leiðir á Pierre
Trudeau, forsætisráðherra, sem lét
af embætti í sumar eftir 15 ár, og
farnir að una illa stöðnuninni f
kanadísku efnahagslífi, miklu at-
vinnuleysi og stórkostlegum halla á
fjárlögum. Það, sem raunverulegum
þáttaskilum olli, voru þó mennirnir
sjálfir, John Turner, frambjóðandi
Frjálslynda flokksins, og Brian
Mulroney, frambjóðandi íhalds-
flokksins.
Þau mál, sem skipuðu öndvegið í
hugum kanadískra kjósenda á átt-
unda áratugnum, voru efnahagsleg
þjóðernishyggja, hverjir væru best
á verði gagnvart ímyndaðri eða
raunverulegri ásælni Bandaríkja-
manna, og reipdrátturinn milli
fylkjanna. Á níunda áratugnum
heyra þessi mál sögunni til.
Kanadamenn eru enn að glíma við
afleiðingar nærri tveggja ára
krepputímabils, þess mesta eftir
stríð, en á árunum 1981—82 minnk-
aði þjóðarframleiðslan um 6%. Á
síðasta ári jókst hún loks um 3,3%
en atvinnuleysið hefur samt ekkert
minnkað enn, er um 11%, og fyrir
bandaríska dollarann fást nú ekki
nema 76 kanadísk sent.
Sigurviss for-
sætisráöherra
Þrátt fyrir þessar staðreyndir
var John Turner bjartsýnn og sig-
urviss þegar hann tók við embætti
af Trudeau fyrir rúmum tveimur
mánuðum. Honum hafði tekist að
kveðja sér hljóðs á ný í stjórnmál-
unum eftir nokkurt hlé og þaö, sem
betra var, í skoðanakönnunum
hafði hann gott forskot á Brian
Mulroney, frambjóðanda íhalds-
flokksins. Þess vegna lét hann það
verða eitt sitt fyrsta verk í embætti
að boða til nýrra kosninga.
Fljótlega eftir að talning hófst varð
Ijóst, að Brian Mulroney yrði 18. for-
sætisráðherra Kanada. Hér fagnar
hann úrslitunum, en hann fylgdist
með talningunni í heimabæ sínura,
Baie Comeau í Quebee. AP
Mistök á mistök ofan
Það kom fljótt í Ijós, að kosninga-
barátta Turners var illa skipulögð
og framkoma hans sjálfs einkennd-
ist af einum mistökunum á fætur
öðrum. Hann keypti sér stuðning
Trudeaus í forsætisráðherraemb-
ættið með því að lofa að koma 17
vildarmönnum hans í góðar stöður
og þessi samningur reyndist honum
dýrkeyptur í kosningunum. I kapp-
ræðuþætti í sjónvarpi í júlí hamr-
aði Mulroney á þessu og sakaði
Turner um að hafa ekki haft bein í
nefinu til að standa gegn Trudeau.
„Ég átti ekki um annað að velja,“
svaraði Turner þá og Mulroney
gekk strax á lagið. „Þú gast hafnað
því. Þetta var rangt gagnvart fólk-
inu í þessu landi og þú áttir um það
að velja að segja nei.“
Óvirðing við konur
Turner fór illa út úr þessum
kappræðum og það átti ekki eftir að
batna fyrir hann. Einu sinni sakaöi
hann Mulroney um að hafa á prjón-
unum að segja upp störfum 600.000
opinberum starfsmönnum ef hann
kæmist til valda en Mulroney benti
honum þá á, að allir ríkisstarfs-
menn í Kanada væru ekki nema
500.000 talsins. Afdrifaríkastur
fyrir Turner var þó e.t.v. sá kækur
hans að vilja alltaf vera að klappa
konum á rassinn. Honum varð þetta
á í tvígang frammi fyrir alþjóð og í
annað sinnið var um að ræða Ionu
Campagnolo, formann Frjálslynda
flokksins. Þegar þetta gerðist stóð
Turner ekki mjög illa að vígi sam-
kvæmt skoðanakönnunum en nú
urðu snögg veðrabrigði. Áður
hafði hann notið stuðnings helm-
ings kanadískra kvenna en nú
hrapaði hann niður í 34%.
Mörgum fannst þetta mál vera
blásið upp úr öllu valdi og ekki
skipta máli þegar um væri að tefla
efnahagslega framtíð þjóðarinnar
en aðrir sögðu sem svo: Hvað gerist
ef Turner verður forsætisráðherra
og Elísabet drottning kemur í
heimsókn? Ætlar hann þá líka að
Honecker kveðst vilja
til Vestur-Þýskalands
Bandaríska geimferjan Discovery lendir í Edwards-flugstöðinni í Kali-
forníu í gær eftir velheppnaða fjögurra milljóna kflómetra ferðalag um-
hverfis jörðina. AP/ Simamynd
Discovery heim úr
vel heppnaðri ferð
KdwardH-herflujfvellinum, 5. september. AP.
GEIMFERJAN Discovery, sem
bandaríska geimferðastofnunin
sendi út 1 himingeiminn í miðri síð-
ustu viku, lenti heilu og höldnu á
Edwards-herflugvellinum f Kalif-
orníu í dag kl. 13.38 að íslenskum
tíma. Þá átti hún að baki fjögurra
milljóna km velhcppnað ferðalag um-
hverfis jörðina.
Um borð í geimferjunni voru sex
manns, þar af einn farþegi, sem
McDonel Douglas-verksmiðjurnar
greiddu kostnað af. Geimförunum
tókst að koma þremur fjarskipta-
hnöttum á braut umhverfis jörðu
og einnig mun lyfjaframleiðsla um
borð hafa tekist með ágætum.
Fréttaskýrendur segja að árang-
ur þessarar geimferðar sé mikill
sigur fyrir geimferðastofnunina,
en mistök f fyrri ferðum geimferja
og seinkun á því að Discovery
kæmist á loft í sumar höfðu vakið
efasemdir um tæknilega getu
starfsmanna stofnunarinnar.
Gámar nást
úr Mont Louis
A-Berlín, 5. september. AP.
ERICH Honecker leiötogi A-Þýzka-
lands sagði í viðtölum bæði við fyrr-
verandi utanríkisráðherra Japan og
vestur-þýzka vísindamenn í dag, að
hann mundi gera það sem í sínu valdi
stæði til að af heimsókn sinni til
V-Þýzkalands gæti orðið. Kvaðst hann
TILRAUNIR stjórnarandstöðunnar í
Chile til að lama allt þjóðlíf, mistókust
í dag, en þó virtu flestir Chile-búar
útgöngubann hersins að vettugi, eftir
að franskur prestur og þrír aðrir létu
líflð í gær, í tveggja daga mótmælaað-
gerð stjórnarandstöðunnar.
Rösklega 50 manns hafa slasast
og um 280 manns verið handteknir
vegna mótmælanna, sem eru þau út-
breiddustu á undanförnum sex mán-
uðum. Flutningabílstjórar lögðu
niður vinnu í dag, en ástæður verk-
fallsins voru þó taldar af efna-
hagslegum toga, fremur en pólitísk-
um.
Franski presturinn lést af skot-
sárum sem hann hlaut á skrifstofu
sinni á annarri hæð. Sjónarvottar
Kúbanir orðnir
10 milljónir
Meiíkébori;, S. sept AP.
FRÉTTASTOFA Kúbu skýrði frá
því í morgun, að í ágústmánuði hefði
íbúatala á Kúbu náð tíu milljónum
manna. Þessi tiðindi munu hafa bor-
ist þann 28. ágúst. Þá var talin ást-
æða til að taka fram að 32 prósent
þjóðarinnar væru fædd eftir bylt-
ingu Fidels Castro árið 1959.
ekki hafa hætt við heimsóknina, sem
fyrirhuguð var í september, heldur að-
eins frestað henni vegna „móðgandi
ummæla" í V-Þýzkalandi. Orð sín út-
skýrði hann ekki frekar, en austur-
þýzk yflrvöld sögðu í gær að hætt hefði
verið við ferðina vegna „opinbers
segja að lögreglusveitir, sem halda
áttu mótmælunum ( skefjum, hafi
skotið úr vélbyssum á byggingar í
grenndinni nokkru áður. Stjórnin
setti á útgöngubann í borginni frá
miðnætti til kl. 5 árdegis, meðan
lögreglan hreinsaði logandi vegar-
tálma sem unglingar höfðu sett upp
f kringum borgina. Tilmæli stjórn-
arinnar um að fólk héldi sig heima
við í dag voru ekki virt og héldu
flestir til vinnu sem áður.
Stjórnin hefur einnig fyrirskipað
ritskoðun hjá tveimur sjálfstæðum
útvarpsstöðum og tekið fyrir sölu
stjórnarandstöðudagblaðs. Mikið
hefur verið gengið á eftir forseta
landsins, Augusto Pinochet, til að
koma aftur á lýðræði f landinu og
sagði leiðtogi sex flokka lýðræðis-
bandalagsins, sem komu mótmæla-
aðgerðunum af stað, að mótmælin
sýndu að meirihluti þjóðarinnar
þráir aukið lýðræði. Hann sagði að
ritskoðuninni hefði verið komið á
einungis til að hylma yfir hina gíf-
urlegu þátttöku f mómælunum.
Stjórnarliðar segja hins vegar að
aðeins lítið brot „andlega bilaðra
manna,“ eins og Roberto Guillard,
hershöfðingi, komst að orði, hafi
tekið þátt f mótmælunum og þau
myndu engan árangur bera.
ágreinings" í V-Þýzkalandi um gildi
heimsóknarinnar, en ýmsir þingmenn
hafa lagst gegn heimsókninni. Sagði
Honecker að við núverandi kringum-
stæður væru eðlileg samskipti við
Bonn ómöguleg.
Leiötogi vestur-þýzkra vistfræð-
inga, sem dveljast í A-Þýzkalandi,
Jo Leinen, átti klukkustundar fund
með Honecker í morgun þar sem
Honecker lagði áherzlu á að ferð
sinni vestur yfir hefði aðeins verið
frestað um óákveðinn tfma en ekki
aflýst. Hafi Honecker sagt að
ákveöa yrði nýja dagsetningu er
hentaði báðum aðilum.
Þá sagöi Honecker við Yoshio
Sakurauchi fyrrverandi utanríkis-
ráðherra að hann vonaðist til að
eiga eftir að heimsækja V-Þýzka-
land, að sögn japanskra embætt-
ismanna. Sakurauchi er formaður
sendinefndar japanska þingsins,
sem heimsækir Sovétríkin og
A-Þýzkaland um þessar mundir, og
átti fund með Honecker og Oskar
Fischer í morgun.
„Ég hef fengið boð um að heim-
sækja V-Þýzkaland og ég vil þiggja
það boð, en það verður að jafna
ágreiningsefni áður en að heimsókn-
in verður að raunveruleika. Heim-
sóknin verður að bera árangur,“ er
haft eftir Honecker á fundinum með
Sakurauchi.
Háttsettir embættismenn f Bonn
telja skýringar á því að ekkert verð-
ur af heimsókn Honeckers nú hrein-
an fyrirslátt, hinn raunverulega
ástæða sé sú að látið hafi verið und-
an þrýstingi Sovétmanna.
Fjölmiðlar í A-Þýzkalandi skýrðu
aðeins frá þvf í dag að ferðin yrði
ekki farin nú, eins og fyrirhugað
hefði verið, en fjölluðu ekki nánar
um málið og engar yfirlýsingar voru
hafðar eftir Honecker. Sovézkir
fjölmiðlar fjölluðu ekki um málið f
morgun, utan þess að birtar voru
örstuttar fréttir um að hætt hafi
verið við heimsóknina.
Ontendr, 5. seplember. AP.
Björgunarmönnum tókst f morgun
að fjarlægja þrjá tóma gáma, sem
flutu út úr lestum flutningaskipsins
Mont Louis, sem sökk f Norðursjó 25.
ágúst sl. með 30 gáma af geislavirku
úrgangsefni.
Um borð í skipinu voru einnig 22
tómir gámar og hefur fjórum þeirra
verið bjargað, hinum fyrsta á
sunnudag. Áfram verður haldið
björgun tómu gámanna á næstu
fjöru, en óljóst er hvenær reynt
verður að bjarga geislavirka úr-
gangsefninu.
Mont Louis, sem er rúmlega fjög-
urþúsund lesta flutningaskip, sökk
19 km undan Belgfuströnd eftir
árekstur við Norðursjávarferju.
Liggur skipið á stjórnborðshliðinni
á 14 metra dýpi.
Útgöngubann
virt að vettugi
Santiago, Chile, 5. september. AP.