Morgunblaðið - 06.09.1984, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.09.1984, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 AF-símamynd. Hjóla til og frá kirkju John Zaccaro og Geraldine Ferraro, varaforsetaefni Demókrata- flokksins í Bandaríkjunum, koma hér hjólandi frá messu í Saltaire, Fire Island, sl. sunnudag. Um kvöldið fór Ferraro til fundar við Walter Mondale til að ræða kosningaherferð þeirra þessa vikuna. Nicaragua: Þrír skæruliða- hópar sameinast San Jo.se, Costa Ricn, 5. september. AP. ÞRÍR skæraliðahópar, sem berj- ast gegn stjórn Sandinista í Nic- aragua, hafa mynda með sér hernaðar- og stjórnmálabanda- lag og kalla sig nú Samninga- bandalag Nicaragua, að sögn eins skæruliöaleiðtogans. Hóparnir þrír eru lýðræð- issinnaða byltingarbandalagið (ARDE), lýðræðishreyfing Nicaragua (FDN) og Misura, hópur Miskito-, Suma- og Ramaindjána. Alfonso Robelo, stjórnmálaleiðtogi ARDE, sagði að nýja bandalagið hefði á sínum snærum um 15.000 manna herlið og á döfinni væri mikil árás, sem hann skilgreindi þó ekki nánar. Bæði ARDE, sem hefur að- setur á Costa Rica, og FDN hafa haldið uppi skæruliða- árásum á stjórn Sandinista og eru bæði studd af Bandaríkja- mönnum. Félagar í Misura- hópnum eru flestir frá Kyrra- hafsströnd Nicaragua og gengu þeir nú í lið með ARDE og FDN, sem sameinuðust í júlí sl. TASS: Bandarísk efna- vopn til Afganistan Segir hermenn hafa myrt Aquino Stjórnvöld í Washington hafa hingað til neitað öllum ásökunum um að þau aðstoði frelsissveitirn- ar í Afganistan í baráttu sinni gegn stjórninni í Kabúl, sem nýt- Manila, Filipseyjum, 5. september. AP. FORSETI lögmannafélags á Filips- eyjum segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að stjórnarhermenn hafi myrt Benigno Aquino, en ekki Rol- ando Galman, sem grunaður var. Segir lögmaðurinn að samsæri um morðið á Aquino hafi náð til hers- höfðingja í stjórnarhernum. Lögmaðurinn, Raul Gonzalez, afhenti 29 blaðsíðna skýrslu sína til sérstakrar rannsóknarnefndar í gær. Þar fer hann fram á að þeir hermenn, sem næstir stóðu Aqu- ino, þegar hann var skotinn til bana á flugvellinum í Manila 21. ágúst 1983, verði ákærðir fyrir morð. Hann vill að yfirheyrslunar fari fram í borgararétti, en ekki herrétti, eins og lög gera ráð fyrir. Niðurstöður Gonzalez eru svip- aðar þeim sem tvö önnur lög- mannafélög komust að, eftir að hafa hlýtt á yfirheyrslur í málinu. Lögfræðingur hersins skilaði skýrslu þar sem heldur fram skoð- unum stjórnarinnar að Galman hafi myrt Aquino samkvæmt skip- un frá kommúnískum yfirvöldum. Rannsóknarnefndin er skipuð fimm mönnum og bað hún um sér- stakar skýrslur frá lögmönnunum. Búist er við að hún birti niður- stöður sinar seinna í mánuðinum. Moskvu, 5. aeptember. AP. SOVÉZKA frétta-stofan TASS sak- aði Bandaríkin og bandamenn þeirra um að leggja afgönskum frelsissveitum til efnavopn til notk- unar í átökunum gegn stjórninni í Kabúl, í frétt, sem fréttastofan sendi frá Kabúl í gær. f frétt TASS er haft eftir afgönsku fréttastofunni Bakhtar, að „Washington heldur upptekn- um hætti og beitir sóðalegustu að- ferðum, þ.á m. fá andbyltingaröfl- in, úrþvætti mannfélagsins, misk- unnarlaus efnavopn, sem stiga- Coiiege station, Teias, 5. sept. ap. mennirnir nota gegn afgönskum BÓLUEFNI gegn sjúkdómnum borgurum". herpes sem hefur verið reynt á bú- ur stuðnings rúmlega eitthundr- aðþúsund sovézkra hermanna. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Washington sagði þessa nýj- ustu ásökun TASS vera „bull“. Bóluefni senn gegn herpes? 338.890 erlendir háskóla- nemar í Bandaríkjunum WaNhinirtnn K. w>nt AP Washington, 5. sept. AP. FJÖLDI erlendra námsmanna við bandaríska háskóla jókst aðeins lít- illega á árinu 1983—1984, þeir eru nú 338.890 talsins, sem eru 2,7 pró- sent háskólanema í landinu. Frá þessu var skýrt í könnun sem var gerð á vegum þeirrar deildar banda- ríska menntamálaráðuneytisins, sem fer með málefni erlendra námsmanna. Richard Krasno, formaður deildarinnar, sagði að á síðustu tiu Adam Malik látinn Jakörtu, 5. september. AP. Þúsundir Indónesíumanna syrgðu í dag fyrrum varaforseta Adam Mal- ik, sem lézt í morgun 67 ára að aldri, eftir sex mánaða baráttu við krabba- mein. Malik var í fylkingarbrjósti þjóðernissinna ásamt Sukarno fyrrum forseta og Mohammad Matta fyrrum varaforseta er árum hefði tiltölulega mjög lítil fjölgun orðið á erlendum stúdent- um sem kæmu til framhaldsnáms f Bandaríkjunum, en áratuginn á undan hefði annað verið upp á teningnum. Hann sagði að hátt verðlag og skólagjöld myndu væntanlega ráða þarna mestu. Á árinu 1983—1984 komu flestir stúdentar frá Asíulöndum, en færri frá Afríku, Suður-Ameríku og Miðausturlöndum en undanfar- in ár. Alls stunda 132.170 háskóla- nemar frá Asíulöndum fram- haldsnám i Bandarfkjunum, flest- ir koma frá Taiwan eða 21.960. Krasno vakti athygli á því að árið 1980 hefðu rösklega 50 þús- und íranskir nemar verið við há- skólanám í Bandaríkjunum en væru nú 20.360. Þá kemur Nígería með 20.080 og síðan Malaysia með 18.150. Frá Miðausturlöndum voru 52.350 innritaðir á sl. ári, 52.350 frá Suður-Ameríku, 41.690 frá Afríku og frá Evrópu voru 31.860 háskólanemar. Langflestir nemanna eru f stjórnunarfræði, tölvuvísindum og stærðfræði. Af erlendum háskóla- nemum í Bandaríkjunum eru 30 prósent konur. Flestir útlend- inganna stunda nám í háskólanum i Florida og sfðan koma háskól- arnir í Texas og Wisconsin. fénaði hefur borið árangur og gæti orðið til mikillar hjálpar í að fínna bóluefni sem gagnað gæti mönnum. Þetta bóluefni gæti einnig dugað gegn ýrasum öðrum alvarlegum sjúkdómum, ef tekst að þróa það. Dr. Stewart McConnell, sér- fræðingur við Texasháskóla sagð- ist vonbetri eftir þessar rannsókn- ir en áður, en það hefur valdið mönnum miklum áhyggjum, að fram til þessa hefur ekkert bólu- efni dugað gegn herpes. McDonnel sagði, að vfsindamenn vildu ekki láta of mikið hafa eftir sér á þessu stigi, en nú yrði unnið af miklu kappi og út frá öðrum forsendum en fyrr. ERLENT leiddu Indónesíu til sjálfstæðis 1945, en áður var landið hollenzk nýlenda. Suharto Indónesíuforseti hefur ákveðið að útför Maliks fari fram á kostnað hins opinbera á morgun, fimmtudag, og að hann verði jarð- settur í grafreit, þar sem þjóðhetj- ur eru jarðsettar, suður af Jak- örtu. YSUBITAR í tómatssósu með skinku, papriku og olívum. Opið til kl. 19.00 í kvöld. ITiMiTiMiíi Armúla og Eiöistorgi. Hundurinn Ajax fékk ökuskírteini WupperUl, V-ÞýzkaUndi, 5. september. AP. LÖGREGLAN í Wuppertal í Vestur-Þýzkandi hefur gefið út ökuskírteini handa hundinum Ajax og verður það gilt til dauðadags Ajax „svo fremi hann verði ekki tekinn drukkinn undir stýri“ að því er fulltrúi lögreglunnar sagði. Þetta er f fyrsta og „væntanlega síðasta skipti" sem hundur fær ökuskírteini. Skírteinið var gefið út um helgina sem viðurkenning vegna þess að lögreglan í Wuppertal hefur lagt fram skerf til vöru- sýningar sem er að hefjast þar. Hundurinn Ajax, sem er 4 ára, klóraði síðan nafn sitt með klón- um á skfrteinið. Á sýningunni mun Ajax sýna hæfni sfna f að „handtaka" glæpamann, og leikur þjálfari hans glæpamanninn. Ajax á sfð- an að drösla glæpamanninn inn i lögreglubíl sem verður á svæð- inu. Fulltrúinn sagði að þetta væri að nokkru leyti spaug, en ekki yrði upplýst fyrr en á sýn- ingunni hvernig hundurinn bæri sig við að aka lögreglubflnum af stað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.