Morgunblaðið - 06.09.1984, Page 31

Morgunblaðið - 06.09.1984, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 31 AP-simamynd. Verslun í eigu Indverja sést hér brenna til grunna, en mikid hefur verid um íkveikjur í óeirðunum sl. daga. Átök harðna enn í Suður-Afríku JóhuMnrbori;, S. æptember. AP. SPRENGJA sprakk fyrir utan dómshús í Jóhannesarborg snemma í dag og sagði lögreglan að um 145.000 svartir skólanemendur hefðu ekki mætt í tíma í dag, vegna mikilla mótmæla og uppþota í svört- um hverfum víða um S-Afríku. Óeirðirnar fylgja í kjölfar uppþot- anna á mánudag, sem voru þau verstu í átta ár, en þá létust 26 blökkumenn í átökum við lögreglu og um 300 særðust Lögreglumaður kom auga á sprengjuna sem komið hafði verið fyrir á sjöundu hæð dómshússins. Hann þusti til og kom sprengjunni út i garðinn fyrir framan húsið, þar sem hún sprakk skömmu síð- ar. Enginn slasaðist i sprenging- unni, en gluggar sprungu i öllum byggingum i grennd við dómshús- ið. Rétturinn sem hefur aðsetur í byggingunni dæmir oft i málum þeirra sem reyna að óvirða að- skilnaðarstefnu ríkisstjórnarinn- ar. Sprengjan sem sprakk var af þeirri gerð sem skæruliðar, sem mótmæla aðskilnaðarstefnunni, hafa mikið notað til þessa. P.W. Botha, fyrrverandi forsæt- isráðherra, var í dag kosinn for- seti Suður-Afríku á kjörfundi i Höfðaborg, samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá sem kom uppþotun- um af stað. í henni er fólki af blönduðum kynstofnum og af ind- verskum uppruna, gefin nokkur stjórnarréttindi, en ekki hinum svarta meirihluta. LAI^PAK 'ív O) co WmMMm m cn fg* Kr. 1.085 - S3 Fallegu stílhreinu lamparnir frá Massive. Fást í brúnum og hvítum lit. Skeifunni 8 — Simi 82660 Hverfisqotu 32 — Simi 25390 ðflPt ittumst Höllinni Við bjóðum alla velkomna á Heimilissýninguna og þar með upp á hressingu á básnum okkar í Laugardalshöllinni. Stúlkurnar okkar munu bjóða upp á SPRITE og FRESCA og e.t.v. er eitthvað smávegis í pokahorninu handa unga fólkinu. Sjáumst á Heimilissýningunni. Verksmiójan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.