Morgunblaðið - 06.09.1984, Side 33

Morgunblaðið - 06.09.1984, Side 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakið. Framtíð íslenzks landbúnaðar í Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda 1984 hefur kunngert stefnumótun í land- búnaði, sem vakið hefur at- hygli. Meginatriði hennar er að inniend búvara skuli full- nægja, eftir því sem tök eru á, innlendri eftirspurn, bæði til manneldis og iðnaðar. Fram- leiðsla umfram innanlands- þarfir verði sniðin eftir að- stæðum á erlendum mörkuð- um. Vert er að skoða þessa stefnumótun í ljósi frétta, sem fyrir liggja um tillögugerð formanna stjórnarflokkanna og snerta landbúnað. í fyrsta lagi fréttir um breytingar á verðlagskerfi búvöru á þann veg, að bændur fái framleiðslu sína staðgreidda, en vinnslu- stöðvar og afurðasölur lúti al- mennri verðlagslöggjöf. I ann- an stað verði stefnt að því marki að útflutningsbætur verði ekki greiddar á mjólk- urvörur eftir tvö ár og ekki á sauðfjárafurðir eftir fjögur til fimm ár. Stefnumótun Stéttarsam- bands bænda, sem sett er fram í sex liðum, hefur örugglega hljómgrunn hjá þorra þjóðar- innar. Hún tekur í aðalatrið- um tillit til efnahagslegra staðreynda í þjóðarbú- skapnum. Mikill meirihluti fólks gerir sér og grein fyrir því, að stétt verður að vinna með stétt, ef okkur á að takast að vinna okkur út úr þeirri efnahagskreppu, sem skert hefur lífskjör í landinu um sinn og rætur á í skertum þjóðartekjum, aflasamdrætti, verðfalli útflutningsfram- leiðslu, viðskiptahalla, erlend- um skuldum, rangri fjárfest- ingu og vannýttum tækifærum til verðmætasköpunar. Þessi kreppa hefur bitnað á bænda- stéttinni eins og öðrum. Hvergi munu lífskjör eins mismunandi innan einnar og sömu starfsgreinar og í hópi bænda. Hinsvegar orka sumar leiðir tvímælis, sem tíundaðar eru til að ná fram settum mark- miðum. Þar gætir um of ríkis- forsjár— og miðstýringarvið- horfa. En hægt er að taka undir ályktanir um eflingu hliðarbúgreina, hagfræðilegar rannsóknir, rannsóknir á vöruþróun og markaðsmálum, nýsköpun og aðlögun landbún- aðar að nýrri framleiðslu- stefnu og hagkvæmustu bú- stærð. Mergurinn málsins er að at- vinnuvegir landsmanna og hagsmunir strjálbýlis og t þéttbýlisjskarafet svd að ekki verður á» milli skiiii. Tilvist flestra kaupstaða og kauptúna í strjálbýli byggist að drjúgum hluta á úrvinnslu hráefna, sem landbúnaður leggur til, og verzlunar- og iðnaðarþjónustu við nærliggjandi sveitir. Þetta gildir einnig um fjölmarga út- gerðarstaði sem nýta gjöful fiskimið umhverfis landið allt. Þeir standa í raun öðrum fæti atvinnu og afkomu í landbún- aði. Mjólkur-, kjöt-, ullar- og skinnaiðnaður hafa mikla þýð- ingu fyrir atvinnuöryggi í þéttbýli. Á sama hátt er þétt- býlið sá markaður sem hagur landbúnaðarins byggist alfar- ið á. Af framangreindu leiðir að hagsmunir þéttbýlis og strjálbýlis fara saman um mjög margt, raunar flest. Það eru hinsvegar hvorki hags- munir bænda, sem framleið- enda, né þéttbýlisbúa, sem neytenda, að steinrunnið milliliðakerfi, sem ekki hefur nauðsynlegt aðhald af verzl- unarsamkeppni, mati krókinn á beggja kostnað. Þetta kerfi, sem sjálfsagt þjónaði sínum tilgangi í upphafi, hefur ekki þróast til samræmis við aðra framvindu í frjálsum þjóðfé- lögum. Það hefur ekki skilað nægilegum árangri í þágu bænda, hvorki um markaðs- öflun erlendis né um hag- kvæma vörudreifingu innan- lands. Það hefur þvert á móti vakið upp margs konar óánægju neytenda, sem ekki hefur aukið neyzlu búvöru, stundum þvert á móti. Það hefur oftsinnis verið átylla fyrir áróður gegn bænda- stéttinni — og óráðskenningar um að leggja af búvörufram- leiðslu í landinu. Hver og einn getur séð í hendi sér, hvar við hefðum verið á vegi stödd með matvæli í þessu landi á tímum tveggja heimsstyrjalda, eða á álíka óróatímum í veröldinni, við slíkar aðstæður. Ársverk í frumframleiðslu búvöru hér á landi eru lang- leiðina í sjö þúsund. Mannár í úrvinnslugreinum eru rúm- lega þrjú þúsund. Þessar tölur eru úr greinargerð með tillögu til þingsályktunar um stefnu- mörkun í landbúnaði á sl. þingi. Þá eru enn ótalin önnur margfeldisáhrif frumfram- leiðslunnar í atvinnu lands- manna, m.a. sviði hvers konar opinberrar þjónustu og verzl- unar- og iðnaðarþjónustu. Landbúnaðurinn hefur því mikið vægi í þjóðarbúskapn- um. Hinsvegar verður hann að þróast, eins og aðrar atvinnu- greinar, til frjálsræðis og framfara, til að halda sínum hlut?f frartitíðin^ii. f j NIUNDA ELDGOSIÐ VIÐ KROFLU FRA 1975 Morgunblaðið/ Friðþjófur Helgason Kísilverksmiðjan varð fyrir skakkaföllum þegar sprungur mynduðust í Bjarnarflagi fyrir nokkrum árum. Nálægð umbrotasvæðisins er ógnvekjandi. Eldglæringar í hrauninu. Morgunblaðið/ Árni Sæberg. Morgunblaðið/ RAX. Eldvegurinn var um 9 kflómetra á lengd þegar hann var lengstur og talið að eldtungurnar hafi náð um 100 metra í loft upp og gosmökkurinn um 5 km Aðeins einn maður spáði fyrir um Kröflugosið Sagði við kunningja minn að nú fœri Krafla að gjðsa,“sagði Hjörtur Tryggvason yy BYGGÐIN við Reykjahlíð virtist svo skelfilega nálægt — svo lítil þegar blaðamenn Mbl. flugu yfir Mývatn á þriðja tímanum aðfaranótt miðvikudagsins og virtu fyrir sér elds- umbrotin í sínu ægiveldi. Víðáttumiklar hraunelfar streymdu fram, einkum til vesturs en einnig til suðausturs og norðurs. Eldtungurnar risu um 100 metra í loft upp. Bjarma sló á umhverfið og Gæsafjöll í vestri blöstu við okkur sem á degi. í austri var Kröfluvirkjun ekki langt frá Leirhnjúk, syðsta stað eldsumbrotanna. Hrauná rann í átt til virkjunarinnar og setti beyg að fólki um tíma, en áin stöövaðist eftir að hafa runnið um 300 metra. Gosið ákafara í byrjun Þessi ipynd pr tel^n un| sexly MorgunblaAið/ Friðþjófur Helgason sexlqytið í gærmorgun. Þá hafði verulega dregið úr krafti gossins. i ----- t —t—i--------------—E—J en fyrri Kröflugos Bjarminn frá eldstöðvunum blasti við okkur þegar við flugum yfir Hvalfjörð og flugstjóri Arn- arflugsvélar tilkynnti að hann sæi eldbjarmann 120 mílur undan Ingólfshöfða. Fólk á Snæfellsnesi sá bjarma á austurhimni og frá Akureyri mátti greinilega sjá eldbjarmann. Menn voru sam- mála um, að i byrjun hefði gosið verið ákafara og meira en fyrri Kröflugos en létti þegar líða tók á nóttina og greinilegt var að gosið var í rénum. Datt ekki í hug að gos væri í aðsigi Það var á tíunda tímanum á þriðjudagskvöldið að menn urðu þess varir að umbrot voru í að- sigi. Fyrstur til þess að merkja það var Ármann Reynisson á skjálftavaktinni í Reynihlíð. „Greinilegt var að eitthvað var í aðsigi þegar vælan fór af stað, en þó datt mér ekki gos I hug. Vælan hafði oft látið í sér heyra án þess að gos fylgdi f kjölfarið," sagði Ármann í samtali við blaðamann Mbl. „En það var enginn vafi að landsig var hafið, hraðara og fetærraj í sniðum en áður og átærrai skjálftamælarnir fóru af stað. Eg gerði almannavarnarnefndinni viðvart og Páli Einarssyni þannig að menn gátu undirbúið sig undir það versta — gos. Það hófst svo þremur klukkustundum síðar," sagði Ármann. Veizla í Kröflu daginn sem gosið hófst Og iðnaðarráðherra, gamla Kröflunefndin og ýmsir frammá- menn orkumála á fslandi hafa ekki rennt grun í frekar en Ár- mann að gos væri í vændum þeg- ar þeir komu saman við Kröflu- virkjun á mánudag til þess að fagna því, að annar af tveimur hreyflum virkjunarinnar keyrði fyrir fullu afli í fyrsta sinn í stormasamri sögu Kröfluvirkjun- ar. í fyrsta sinn framleiddi virkj- unin 30 megawött og vonir stóðu til að Kröflueldar væru liðin tíð. Já, flestir voru búnir að afskrifa Kröfluelda, vísindamenn, heima- menn og ráðamenn, utan einn maður, Hjörtur Tryggvason, eft- irlitsmaður mæla við virkjunina. Aðeins Hjörtur Tryggvason spáði gosi Blaðamaður Mbl. hitti Hjört stuttlega að máli þremur klukku- stundum eftir að gos hófst. „Fyrir aðeins tveimur dögum sagði ég 1------\-----\---------------- við kunningja minn að nú færi Krafla að gjósa innan tíðar,“ sagði Hjörtur. Og hann reyndist sannspár. Hins vegar sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, stað- artæknifræðingur við Kröflu, að sem betur fer hefði gosið ekki nein áhrif á afköst virýunarinn- ar. „Áhrifa gætir á borholur á efra svæðinu. Þar jókst þrýsting- ur í borholum, en þær eru ekki tengdar við orkuverið," sagði Gunnar Ingi. Menn voru sammála um að gosið hefði verið stærra í sniðum fyrstu klukkustundirnar en fyrri Kröflugos, en þó var erfitt að átta sig á umfangi í náttmyrkrinu. Það setti beyg að fólki, sem fylgd- ist með hildarleiknum skammt frá Kröfluvirkjun þegar elds- umbrotin hófust í Leirhnjúk og fóru sunnar en áður hafði þekkst. Um tíma rann hraun til suð- austurs í átt að virkjuninni. Hamfarirnar voru miklar og hraunelfurin ógnvekjandi í nátt- myrkrinu og það setti beyg að fólki. En í birtingu voru menn sammála um, að í myrkrinu höfðu þeir miklað umfangið nokkuð fyrir sér. Logandi gaspyttar Blaðamenn Mbl. fóru vestur með hraunjaðrinum undir Gæsa- fjöllum í birtingu. Þá var farið að draga verulega úr gosinu og eldstöðvarnar mynduðu ekki samfelldan eldvegg, eins og gerð- ist þegar fyrirgangurinn var mestur. Hitinn var kæfandi og eldar loguðu stöðugt þegar hraunið rann yfir gróðurinn. Loftið gekk í bylgjum yfir hraun- inu vegna hitauppstreymis og hvirfilstrókar stóðu upp á stöku stað. Ofsi hitauppstreymisins var slíkur, að strókarnir stóðu hundr- uð, jafnvel þúsundir metra í loft upp. Jörðin titraði undir fótum vegna gassprenginga og i einni sprengingunni tættist þúfa marga metra í loft upp. Það log- aði glatt í gaspyttum út um alla móa og upp eftir fjallshliðinni. Manni nokkrum varð á að kveikja á eldspýtu og henda frá sér þar sem hann stóð við gas- uppstreymi og kvað þá við mikil sprenging og þeyttist hann í burtu og var heppinn að sleppa óskaddaður frá ósköpunum. Texti: Hallur Hallsson. Helgi Bjarnason. Mývatnseldar 1724—1729 rifjaðir upp ÞANN 21. desember árið 1975 dag- inn eftir að gos hófst í Leirhnjúk, birtist í Morgunblaðinu grein um sögu Mývatnseldanna 1724—1729 undir fyrirsögninni „Eftir tveggja alda kyrrð er friðurinn úti við Mý- vatn“. Þar sem enn hefur komið upp gos við Mývatn þykir ástæða til að rifja upp lauslega þessa sögu. Árið 1724,17. maí, urðu snarpir jarðskjálftakippir við Mývatn, síðan kom upp mikill reykjar- mökkur norðaustan við Mývatns- fjöllin. Jarðskjálftarnir urðu svo harðir að hús hrundu og fólk við Mývatn flúði bæi sína. Þetta var sprengi- eða þeytigos og varð til í þessu gosi gígurinn Víti. Ekki varð tjón á mönnum né skepnum og rénaði gosið fljótt. Næsta ár, 1725, 11. janúar, brauzt út nýtt gos í Leirhnjúk, og var það,einnig KjÞeytÍKji 'S. Umhverf- is hnjúkinn mynduðust ótal gjár og týndist fénaður í þeim, en ekki menn. Næstu árin virðast ekki verða önnur gos, en skjálftar og sprunguhreyfingar haldast, og einhver ólga helzt áfram í gömlu eldstöðvunum. Það varð svo ekki fyrr en árið 1727 að hraun fór að renna úr pytti við Leirhnjúk, en ekki gerð- ist neitt meira fyrr en í apríl 1728, að í Leirhnjúk gaus á tveimur stöðum og hraunrennsli varð mik- ið, einnig urðu smágos í Hrossdal og Bjarnarflagi og hraun runnu þar. Þann 18. desember 1727 hófst aftur mikið eldgos í grennd við Leirhnjúk eftir nokkurt hlé. Þá rann hraunið svo langt, að aðeins voru einn til tveir km ófarnir til Reykjahlíðar þegar það stöðvað- T 1---f ist, og var fólk þar ferðbúið að flýja bæi sína. Mesta gosið í Leirhnjúk i þess- um Mývatnseldum hófst þann 30. janúar 1729. Þá rann hraunið niður í byggðina austan við Mý- vatn og tók með sér bæi, en rann í kringum kirkjuna í Reynihlíð, sem kunnugt er þann 27. ágúst sama ár. Hraunstraumurinn rann áfram með miklum krafti út i vatnið og drap þar silung. 1 lok septembermánaðar stöðvaðist loks hraunrennslið og þöktu þá hraunin um 35 ferkm. lands. Með- an á þessum eldum stóð týndist fénaður í stórum stíl, en ekki varð tjón á fólki, nema einum dreng. Talið var, að Mývatnseldum væri lokið í árslok 1729, en þó stóðu eftirhreytur af þeim til árs- ins 1746. Þetta er talið langvinn- asta gos sem komið hefur . t t M-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.