Morgunblaðið - 06.09.1984, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.09.1984, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 34 „í fjötrum“ í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýn- ingar bandarisku kvikmyndina „í fjötrum“ (Chained heat), gerða af Vincent Mongol og Paul Nicolas. Myndin gerist í kvennafangelsi þar sem tvö þúsund konur afplána refsingu sina, en allar hafa þær hlotið langtímadóma fyrir alvar- lega glæpi. 1 fangelsinu er baráttan enn harðari en utan dyra. Þar gild- ir lögmál frumskógarins þar sem hinn sterki sigrar. Leikstjóri myndarinnar er Paul Nicolas en með aðalhlutverk fara Linda Blair, John Vernon, Sybil Danning og Sharon Hughes. Forsætis- ráðherra á opnum fundi FULLTRÚARÁÐ framsóknar- félaganna í Reykjavík gengst fyrir almennum stjórnmála- fundi á Hótel Sögu, í Átthaga- sal, í kvöld 6. september klukkan 20.30, aö því er segir í frétt frá Fulltrúaráöi fram- sóknarfélaganna í Reykjavík. Framsögumaður á fundin- um verður Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra. Mun Steingrímur fjalla um viðræður stjórnarflokkanna, útfærslu stjórnarsáttmálans á árinu 1985 og útlit og horf- ur í þjóðarbúskap Islend- inga. Að framsöguræðu lokinni verða almennar umræður og forsætisráðherra svarar fyrirspurnum fundarmanna. Sjötugur: Ásgeir Bjarnason form. Búnaðarfélags íslands Ásgeir Bjarnason i Ásgarði, formaður Búnaðarfélags íslands, og fyrrverandi Alþingisforseti er sjötugur í dag. Starfsfólk Búnað- arfélags lslands sendir honum og kenu hans, Ingibjörgu Sigurðar- dóttur, sínar bestu kveðjur og árn- aðaróskir i tilefni timamótanna. Ásgeir Bjarnason hefur gegnt svo mörgum trúnaðarstörfum fvrir sveit sína, hérað og alþjóð, að of langt yrði upp að telja í stuttri kveðju, og skal hér aðeins minnst á störfin fyrir Búnaðarfélag ís- lands en þvi hefur hann nú verið tengdur i þrjátiu og fjögur ár. Hann var kosinn á Búnaðarþing árið 1950, i stjórn Búnaðarfélags íslands 1967 og formaður þess hef- ur hann verið siðan 1971 og jafn lengi forseti Búnaðarþings. For- mannsstarfinu fylgir jafnframt seta í ýmsum stjórnum og nefnd- um sem vinna fyrir landbúnaðinn og bændastéttina. Þvi eru störfin sem Ásgeir hefur unnið á vegum Búnaðarfélags íslands fjölþættari og meiri en flesta mun gruna. Öll þessi störf svo og öll önnur störf á sviði félags- og þjóðmála hefur Ásgeir unnið af stakri prúð- mennsku, samviskusemi og ósér- plægni. Hann kemur hvarvetna fram sem hinn trausti, íhuguli bændahöfðingi og er sómi bænda- stéttarinnar og félagsskapar hennar i öllum sínum háttum og framgöngu. Gagnvart starfsfólki Búnaðar- félags íslands kemur hann fram af umhyggjusemi og vingjarnleik. Hann fylgist vel með störfum hvers og eins og sýnir þeim áhuga sem jafnframt er til hvatningar. Hann lítur oft við á skrifstofum ráðunauta og annars starfsfólks broshýr og alúðlegur og spyr hvernig gangi. Öllum sýnir hann sama áhuga og allir finna að störf þeirra eru metin. Með þessu stuðl- ar hann að góðum starfsanda, sem er ómetanlegur á hverjum vinnu- stað. Við minnumst fjölmargra ánægjulegra stunda með Ásgeiri og Ingibjörgu þar sem kímni Ás- geirs og gamansemi hefur lífgað upp hópinn, og vonumst við eftir því að eiga með honum margar fleiri á ókomnum árum bæði við störf og leik. Starfsfólk Búnaðarfélags íslands. Þessir skipsskrokkar bíða þess nú I Reykjavíkurhöfn, að Sólbakur EA dragi þá utan. Sólbakur EA dregur þrjú skip utan í brotajárnsvinnslu — hlýtur sjálfur sömu örlög að loknu þessu verkefni TVEIR skipsskrokkar liggja nú bundnir í Reykjavíkurhöfn og bíða þess að verða dregnir utan til niður- rifs og bræðshi málma úr þeim. Fyrirhugað er að togarinn Sólbakur dragi þá utan auk þriðja skipsins og verði það síðasta verkefni þessa gamla togara Útgerðarfélags Akur- eyringa. Það er Stálfélagið, sem keypt hefur þessi skip af Úreldingar- sjóði og skuldbundið sig til þess, að rífa þau niður. Sigtryggur Hallgrímsson hjá Stálfélaginu sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að skipin yrðu rifin erlendis vegna þess, að eins og væri borgaði sig ekki að gera það hér heima. Fyrirhugað væri að fara utan með fjögur skip, skrokkana tvo i Reykjavíkurhöfn, en þeir hefðu um tíma legið inni á Sundum, Sólbak frá Akureyri og ögmund frá Þorlákshöfn. Ekki væri enn ljóst hvenær af þessu yrði, en ákveðið að Sólbakur drægi hin þrjú skipin utan. Fiskmarkaðurinn í Grimsby: * 47,54 fyrir kíló af þorski TOGARINN Beitir seldi 123,2 lest- ir í Grimsby í gær og fékk mjög gott verð fyrir aflann, þrátt fyrir að hann færi ekki allur í fyrsta flokk. Sem dæmi má nefna að Beitir fékk 47,54 krónur fyrir kílóið af stórum þorski. Eins og áður sagði landaði Beitir NK alls 123,2 lestum. Heildarverð var 3.792.500 krón- ur, meðalverð 30,79. Aflinn var mestmegnis þorskur og fóru 55% hans í 2. gæðaflokk, en af- gangurinn skiptist nokkuð jafnt milli 1. og 3. gæðaflokks. Það skal tekið fram, að mjög litið var af stórum þroski í afla Beitis, en fyrir milliþrosk, sem mest var af í aflanum, fengust að meðaltali 34,93 krónur fyrir kílóið. Á þriðjudag lauk Viðey RE við að selja afla sinn i Cuxhaven. Alls seldi Viðey 265 lestir af karfa og ufsa. Heildarverð var 5.995.000 krónur, meðalverð 22,61. Þetta er dans fyrir stráka og stelpur, ungar stúlkur og herra og Jass fyrir konur á besta aldri. Kennslustaöir: Bolholt 6 Tónabær , Geröuberg Henný Þrekmiöstööin, Hafnarfiröi. Innritun er í Bolholti 6, símar 68- 74-80 og 68-75-80 daglega frá kl. 14—19. Afhending skírteina sunnudaginn 16. sept. í Bolholti 6, kl. 14—19. SPES! Jass-leikskóli fyrir 4—9 ára börn. Jass-dans Guffi — Mikki mús og Jóakim. Jass-ballet m.a. dansar úr „Fame“. Step- Tap-dans 6 ára og eldri. Akbrobatik. BREAK. DANSSTÚDÍÓ, ^ Fjölbreytt námskeið hefjast mánudaginn 17. september 1984. OKKAR DANSAR ERU Bolholt 6. Böð og sól á staðnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.