Morgunblaðið - 06.09.1984, Side 36

Morgunblaðið - 06.09.1984, Side 36
36 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 STERKT OG VANDAÐ! don cano Barna- úlpurnar eru góöar! Don Cano eru mjög vandaðar íslenskar kuldaúlpur úr bómull. Þær eru meö innfellda hettu í kraganum fást í fjórum litasamsetningum. Blátt og Rautt Grátt og Blátt Rautt og Grátt Grátt og Rautt Vetrarúlpur fyrir stelpur og stráka frá 6—12 ára ... og það er sama verð á öllum stærðum aðeins kr. 2.245.- Skólavörðustíg 14, sími 24520. Póstsendum um land allt. PORTVAL A Htemmtorg. Stmar 143S0 4 26090 Laugavegi116, sími 14390. Hermann Ragnar opnar dansstúdíó — flytur ásamt Módelsamtökunum í Bolholt 6 HERMANN Ragnar Stcfánsson danskennari opnar innan skamms dansskóla að nýju, en starfsemi dansskóla hans hefur legið að mestu leyti niðri undanfarin fimm ár. Skól- inn mun bera nafnið „Dansstúdíó Hermanns Ragnars" og verður með- al annars kennt í Bolholti 6, en hjón- in Hermann Ragnar og Unnur Arn- grímsdóttir hafa nýverið fest kaup á húsnæði þar. Unnur er, sem kunnugt er, framkvæmdastjóri Módel- samtakanna, sem ennfremur verða með starfsemi sína í Bolholtinu. Henný Hermannsdóttir, sem síðastliðið ár hefur dvalist í Danmörku við nám í dansi og kennslu, mun kenna við skólann og ennfremur er væntanleg innan skamms dönsk stúlka að nafni Joy Maria, en hún er atvinnudansari og sýningarstúlka. Unnur Arn- grímsdóttir sagði í samtali við blaðamann Mbl. nú fyrir skömmu að Joy Maria myndi setja upp sýn- ingar hjá Módelsamtökunum og leiðbeina á námskeiðunum þar. Varðandi hið nýja húsnæði dansskólans og Módelsamtakanna sagði Unnur, að boðið yrði upp á betri þjónustu en áður, aukna lík- amsrækt á námskeiðum samtak- anna, ljósalampa og sturtuaðstöðu fyrir þátttakendur á námskeiðun- um og nemendur Dansstúdíósins og myndbandasýningar sem verða í gangi allan daginn í anddyrinu. Þá tjáði Unnur Mbl. að Módelsam- tökin væru nú orðin aðili að al- þjóðlegum módelsamtökum og gæti það orðið til þess að hjálpa íslenskum fyrirsætum að koma sem það gæti orðið til þess að auka tískumyndatökur erlendra Danska stúlkan Joy Maria, sem verður sérstakur gestur Dansstúdíós Hermanns Ragnars og Módelsam- takanna f vetur. fyrirtækja hér á landi. I Dansstúdíói Hermanns Ragn- ars verður kenndur djassdans, stepp, akróbatik, auk sígíldu sam- kvæmisdansanna og barnadans- anna. Hermann Ragnar útskrifað- ist sem danskennari fyrir 26 árum og stofnsetti þá Dansskóla Her- manns Ragnars, en Unnur stofn- aði Módelsamtökin ásamt Pálínu Jónmundsdóttur árið 1967. Innrit- un á námskeið samtakanna og í Dansstúdíóið stendur nú yfir í Bolholti 6. Kjartan Lárnsson, formaður Ferðamálaráðs, afhenti Sigurði Sigurðarsyni, fjölmiðlabikarinn fyrir árið 1983. Ferðamálaráð íslands: Sigurður Sigurðarson hlaut Fjölmiðlabikarinn FJÖLMIÐLABIKAR Ferðamálaráðs fslands fyrir árið 1983 var afhentur í síðustu viku. Sigurður Sigurðarson hlaut bikarinn að þessu sinni, en hann var eigandi og ritstjóri tíma- ritsins „Áfangar" á árinu 1983. Tímaritið Áfangar hefur um fjögurra ára skeið fjallað um ferðalög um ísland og átt drjúgan þátt í því að kynna landsmönnum ferðamöguleika hér innanlands og í mörgum tilfellum um áður lftt þekktar sióðir, segir í fréttatil- kynningu frá ferðamálaráði. Að mati ferðamálaráðs hefur Sigurð- ur því unnið mjög lofsvert braut- ryðjendastarf i þágu islenskra ferðamála, sem ráðið vill viður- kenna og þakka með því að veita honum Fjölmiðlabikarinn fyrir árið 1983. Þetta er þriðja árið sem bikar- inn er veittur, en áður höfðu hlotið hann þeir Sæmundur Guðvinsson og Haraldur J. Hamar. (t)r frétUtilkynningu) Nýjung á íslandi: Píanóleiga með UMBOÐS- og heildverslunin Lamp- ar og gler hf. býður nú viðskiptavin- um sínum upp á nýjung sem nefnist leigukaupsamningur og felst í því að hægt er að leigja píanó með kaup- réttindum. Leigusamningur er minnst til 12 mánaða í senn og innan þess leigu- tima er hægt að breyta leigu- samningnum í kaupsamning. Kaupin geta orðið í staðgreiðslu- formi innan fyrstu 12 mánaða með 3% staðgreiðsluafslætti, en einnig kaupréttindum er hægt að semja um greiðsluskil- mála og gilda þá venjulegir bankavextir á hverjum tíma. 1 báðum tilfeilum dregst allt að 6 mánaða leiga frá kaupverðinu. Verð hljóðfærisins við undir- skrift fyrsta leigusamnings helst óbreytt þrátt fyrir framlengingu á leigusamningi eða hugsanlegar gengissveiflur. Mánaðarleiga með tryggingu er 2,2% af útsöluverði hljóðfærisins. (Úr frétU'ilkyniiingu)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.