Morgunblaðið - 06.09.1984, Page 42

Morgunblaðið - 06.09.1984, Page 42
* 42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 Kví kasíl fur eitr un úr tannfyllingum Athugasemdir við yfirlýsingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins eftir Ævar Jóhannesson Þ. 15. ágúst sl. var birt í fjölmiðlum yfirlýsing frá Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu um skaðleysi tannfyli- ingarefnisins „amalgam", vegna blaðaskrifa að undanförnu um hugsanlegar heilsuspillandi eitur- verkanir frá tannfyllingum úr þessu efni. Yfirlýsingin mun hafa verið tekin saman af Magnúsi R. Gíslasyni yfirtannlækni. íyfirlýs- ingunni er fullyrt, að efnið sé þrautprófað í 150 ár og að því sé algerlega úr lausu lofti gripið að efast um ágæti þess sem tannfyll- ingarefnis. Þar sem þessi yfirlýs- ing stangast algerlega á við ótal vísindarannsóknir í mörgum lönd- um er óhjákvæmilegt að gera at- hugasemd við hana. Höfundur þessa greinarstúfs hefur með höndum nokkrar er- lendar greinar um þetta efni, þ.á.m. þrjár greinar úr vísinda- tímaritinu „Journal of Ortomolec- ular Psychiatry", sem gefið er út í Kanada. Að útgáfu þess standa vísindamenn og læknar, þ.á m. hinn þekkti vísindamaður dr. Lin- us Pauling, sem tvisvar hefur hlotið Nóbelsverðlaun. Sá er þetta ritar endursagði hluta efnis þess- ara þriggja greina í tímaritinu „Hollefni og heilsurækt" 1,—2. tbls. 1984. Sú grein mun vera orsök þeirra skrifa í dagblöðum sem ráðuneytið telur sig vera að leiðrétta með yfirlýsingu sinni. Of langt mál yrði að rekja hér efni greinarinnar í Hollefni og heilsurækt, en lesendum er bent á að tímaritið fæst í lausasölu í heilsufæðubúðum í Reykjavík og á Akureyri. I stuttu máli má segja, að niður- staða vísindamanna þeirra er skrifuðu greinarnar í Journal of Ortomolecular Psychiatry sé sú, að nánast sé fullsannað að amalg- am í tannfyllingum geti í ýmsum tilvikum valdið langvarandi, hæggengri kvikasilfureitrun, sem lýst geti sér á ýmsan hátt með mismunandi alvarlegum einkenn- um, ailt frá þrálátum höfuðverk til alvarlegra lamana, sem stund- um minna á einkenni heila- og mænusiggs (MS). Einnig er bent á að vísindalegar sannanir fyrir skaðsemi amalgams voru næstum því borðleggjandi þegar á árunum um og eftir 1939, en voru af ein- hverjum annarlegum ástæðum sniðgengnar af þáverandi heil- brigðisyfirvöldum vestrænna þjóða. Bandariska tímaritið „Science Digest" birti í júlíhefti sínu nú í ár stutta grein um eitranir frá am- algam-tannfyllingum og vitnaði þar í rannsóknir við Iowa-háskóla, en skýrsla um þær rannsóknir var birt í tannlæknatímaritinu „Journal of Dental Reserach". Þar sannaðist að kvikasilfurmagn í blóði fólks óx í hlutfalli við fjölda amalgam-tannfyllinga í munni þess. 1 greininni í Science Digest er einnig sagt frá reynslu tannlæknis í Colorado, Hal Huggins að nafni. Hann segist hafa í starfi sínu fundið allt að 400 sjúklinga með kvikasilfureitrun frá tannfylling- um. Hann segir svo orðrétt í ís- Ienskri þýðingu: „Ég hefi með- höndlað sjúklinga með heila- og mænusigg og flogaveiki. 75% þeirra batnaði verulega þegar am- algam-tannfyllingarnar voru teknar úr munni þeirra." Bandaríska tannlæknafélagið staðhæfir þó, að ekki sé neitt sam- band milli amalgam-tannfyllinga og sjúkdóma, en viðurkennir samt að 5% fólks sé með ofnæmi fyrir kvikasilfri. E.t.v. finnst íslenskum heilbrigðisyfirvöldum eðlilegt og sjálfsagt að 5% þjóðarinnar þjáist af ofnæmissjúkdómum meiri hluta ævinnar vegna þess að vís- indalegar rannsóknarniðurstöður hafa verið hundsaðar. Vera má að tanniækninum sem samdi athuga- semd ráðuneytisins finnist 5% sjúklinga sinna ekki há tala, en Ævar Jóhannesson „E.t.v. finnst íslenskum heilbrigðisyfirvöldum eðlilegt og sjálfsagt að 5 % þjóðarinnar þjáist af ofnæmissjúkdómum meiri hluta ævinnar vegna þess að vísinda- legar rannsóknarnið- urstöður hafa verið hundsaðar.“ hann viðurkennir að amalgam-of- næmi þekkist, en sé mjög sjald- gæft. Finnst honum ekkert at- hugavert við það að fólk sem treystir þekkingu hans og dóm- greind greiði honum fé fyrir að setja í munn þess efni sem orsakar ævilangt ofnæmi, sé ekkert að gert, aðeins vegna þess að það eru ekki nema 5% heildarinnar — svo Um fóstureyðingar: Nokkrar athugasemdir við mál- flutning Jóns Vals Jenssonar — eftir Sigurð H. Friðjónsson Jón Valur Jensson, guðfræðing- ur, hefur nokkrum sinnum geystst fram á síður Morgunblaðsins með æsingaskrif, nú síðast þann 14. ág- úst. Umræðuefnið er það, sem hann kallar „fósturdráp". Þetta nafn, sem hann notar er fullkom- lega einkennandi fyrir málflutn- ing hans. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurs staðar séð umræðu um þetta viðkvæma málefni, sem er jafn gegnsýrð fordómum og einstrengingshætti eins og skrif þessa guðfræðings frá ísafirði eru. Ég nefni örfá dæmi um mál- flutning Jóns Vals Jenssonar. Notkun orðsins „fósturmorð" finnst Jóni Val í víðsýni sínu ganga einum of langt. Orðið fóst- ureyðing virðist hann hins vegar álíta yfirklór og fagurgala einber- an — „fósturdráp" skal það heita, það hugtak virðist falla að rétt- lætisvitund hans. Ef einhverjum yrði á að spyrja hvort orð eins og „fósturdráp” höfði ekki einum um of til tilfinninga, og hvort það hljóti ekki af þeim ástæðum að trufla alla hlutlæga umræðu um málið, þá er því til að svara, að notkun þessa orðs er ekki nema einn anginn af málflutningi, sem því miður virðist vera alfarið af sömu rótum runninn. „Glæpur, sem aldrei er leyfilegur"; er hin hógværa Iýsing Jóns Vals á hinum „svívirðilegu" „fósturdrápum". , Það er ljóst af skrifum Jóns Vals Jenssonar, að þetta málefni hlýtur að vera honum afar hug- leikið, og hefur hann sankað að sér upplýsingum, er það varða, úr ýmsum áttum. Málflutningur hans er hins vegar með þeim hætti að ég sé ekki ástæðu til að elta ólar við hvað eina, sem hann tínir til. Undir lok greinar sinnar birtir hann hins vegar fullyrðingar, sem eru svo fjarstæðukenndar, að ég get ekki orða bundizt. Jón Valur Jensson skrifar: „Fóstrið hefur ekki verið spurt hvort það vilji lifa sínu lífi eður ei. Hins vegar vitum við, að það nýtur síns eigin lífs og að beita þeim hæfileikum, sem það öðlast stig af stigi í kviði móður sinnar (mörg dæmi þess hafa sannazt með rannsóknum, sbr. t.d. bókina The Secret Life of the Unb- orn Child eftir dr. Th. Verny geð- lækni).“ Það var og — hverju er til að svara? Ég þekki ekki þá bók, sem vitnað er til, né heldur höfund hennar dr. Th. Verny geðlækni, en hins vegar vil ég leyfa mér að full- yrða, að þessi yfirlýsing verður að teljast í meira lagi langsótt. Sá maður, sem leggur trúnað á slíkar fjarstæður segir ákveðna hluti um sjálfan sig, og það alveg án tillits til lærdómsgráða, sem hann kann að bera. Hvernig veit ég að þetta er fjarstæða? Ástæðan er einföld. Með- vitund og skynjun eru fyrirbrigði, sem eru tengd þroska miðtauga- kerfisins. Fóstureyðingar eru að- eins í undantekningartilvikum gerðar eftir meira en tólf vikna meðgöngu, en á þeim tíma er mið- taugakerfið enn mjög óþroskað. Tal um það, að fóstur á þessu stigi „njóti eigin lífs“ og „að beita þeim hæfileikum, sem það öðlast stig af stigi“ lýsir engu nema fáfræði og Sigurður H. Friðjónsson „Ég álít það fullkom- ið siðleysi að reyna með þessum hætti að sá fræj- um ótta og sjálfs- ásökunar í hugi ungra kvenna, sem ekki kunna að verja sig.“ fordómum höfundar síns. Mér dettur ekki í hug eitt augnablik, að þessar ástæður nægi Jóni Val Jenssyni. Ef hann vill trúa því að jafnvel einstakar frumur séu „meðvitaðar" og skynji „þján- ingu“, hvað sem þau hugtök kunna að merkja í því samhengi, þá er honum það fullkomlega frjálst mín vegna. Ég læt mér nægja að benda á, að slík trú byggir ekki á neinum hlutlægum forsendum. Jón Valur Jensson veltir sér upp úr því, að ellefu vikna fóstur sé „afar næmt fyrir hinum þjáningar- fullu drápsaðferðum" (leturbreyt- ing SHF). Hlutlægar forsendur fyrir þessum fullyrðingum eru engar til, og í mínum huga er þetta óafsakanlegur málflutning- ur. Ég álít það fullkomið siðleysi að reyna með þessum hætti að sá fræjum ótta og sjálfsásökunar í hugi ungra kvenna, sem ekki kunna að verja sig. Jón Valur Jensson tekur miklar rokur yfir ímynduðum þjáningum nokkurra vikna gamalla fóstra. Hins vegar munu allir þeir, sem hafa kynnzt því hvílík raun fóst- ureyðing venjulega er þeim kon- um, sem á þá öngstigu rata, bæði vita og skilja, að það hugarangur, sem slík skrif munu valda þessum konum er afar raunverulegt. Slík skrif eru ekki aðeins með öllu ómálefnaleg, þau eru beinlínis skaðleg. Fyrir mér verður slíkur málflutningur ekki annaö en lág- kúra og ég harma, að slík skrif skuli hafa birzt í Morgunblaðinu. Kópavogi 16. ágúst 1984. Sigurður //. Friðjónsson er doktor í lííeðlisíræði og kennir rið lækna- deild lláskóla íslands. notuð sé prósentutala bandaríska tannlæknafélagsins, sem ólíklegt er að sé of há. Einnig mætti spyrja hvort íslenska almannatrygg- ingakerfið sé fúst til þess að greiða árlega háar fjárupphæðir fyrir tannviðgerðir skólabarna, vitandi það að 5% þeirra verði e.t.v. varanlegur baggi á trygg- ingakerfinu vegna ofnæmissjúk- dóma, auk ótal annarra sjúkdóma sem fjöldi rannsókna víðs vegar bendir til að amalgam-eitrun geti átt þátt í. Bandaríska rannsóknastofnunin National Institute of Dental Re- search hefur nú skipulagt starfs- hóp (workshop) til að ganga úr skugga um, hvort amalgam-eitrun sé jafn alvarlegt heilsufarslegt vandamál og ýmsar rannsóknir benda til. Afskipti Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins með yfir- lýsingu sinni eru með öllu óskilj- anleg. Tannlæknirinn sem samdi hana hefur ekkert til málanna að leggja nema það sem kennt hefur verið í tannlæknaskólum á Vest- urlöndum sl. 150 ár, að hans eigin sögn, þ.e. að amalgam sé skaðlaust og leysist nálega ekkert upp í munni fólks. Grein hans túlkar þó vel ríkjandi viðhorf meðal sumra, en þó ekki allra, kennara í tann- lækningum, sem að vonum fellur illa að viðurkenna mistök sín og reyna því að klóra í bakkann svo lengi sem kostur er. Staðhæfingar þeirra um óuppleysanleik amalg- ams stenst þó ekki einu sinni ein- földustu prófanir, eins og sýnt er fram á greininni í Hollefni og heilsurækt. Eins og skýrt er tekið fram í þeirri grein, álítur höfund- ur að ekki sé við tannlækna al- mennt að sakast, þar eð þeir hafi notað efnið í góðri trú, allsóvit- andi um skaðsemi þess, en nú er sú afsökun þó tæpast gild öllu lengur. óhjákvæmilega er þó I greininni þung ásökun á tann- læknaskóla, sem virt hafa að vett- ugi fjölda vísindarannsókna ára- tugum saman. Þeir eru því hér á Tölvumennt — 24 fræðslurit um tölvur KOMIÐ er út fyrsta fræöslurit- ið af 24 sem gefin verða út viku- lega á næstunni undir heitinu „Tölvumennt". Um er að ræða íslenzka þýðingu á erlendri blaðaröð, sem gefin hefur verið út í Englandi, Kanada, Ástralíu, Þýzkalandi og víðar. Blaðaröð þessi kennir und- irstöðuatriði tölvunarfræði með fjölda skýringamynda. Dregnar verða fram þær breytingar, sem þegar hafa orðið á daglegu lífi fyrir til- stilli tölvanna og hvers vænta megi í framtíðinni. Áherzla er lögð á að nota eingöngu ís- lenzk orð og heiti yfir allt sem viðkemur tölvunum, segir í frétt frá útgefanda. Blaðaröðin „Tölvumennt" verður samtals 480 blaðsíður af lesmáli og er litprentað. Sérstakar safnmöppur verða fáanlegar fljótlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.