Morgunblaðið - 06.09.1984, Page 43

Morgunblaðið - 06.09.1984, Page 43
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 43 vissan hátt á sakborningsbekk. Því er það að mínu mati meiri- háttar afglöp hjá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu að gera að órannsökuðu máli varn- arræðu fulltrúa tannlæknakenn- ara að opinberri stefnu ráðuneyt- isins. Grein minni í Hollefni og heilsurækt fylgdi heimildaskrá og ég hefði með ánægju látið ráðu- neytinu í té allar þær heimildir sem ég hef undir höndum, sem sumar hverjar eru sennilega ekki til annars staðar hér á landi. Auk þess hef ég grun um að starfsfólk ráðuneytisins hafi ekki einu sinni hirt um að lesa greinina í Hollefni og heilsurækt, en fyrst eftir að hafa kynnt sér alla málavexti væri von til þess að ráðuneytið hefði getað haft eitthvað til málanna að leggja. í stað þess fær ráðuneytið fulltrúa tannlæknakennara til að dæma í eigin máli. Slíkt hefði ein- hverntíma þótt undarlegt réttar- far. Bandaríska rannsóknastofnunin sem áður var nefnd skipaði starfshóp til að rannsaka sömu hluti þar í landi og beðið var með opinbera yfirlýsingu. Hlutverk Heilbrigðis- og tryggingamáia- ráðuneytisins er að vinna að heil- brigði og velferð allra lands- manna, en ekki að verja vonlítinn málstað nokkurra tannlækna- kennara. Mál þetta ar of alvarlegs eðlis til þess að hægt sé að afsaka áðurnefnd vinnubrögð. Verði meiri skrif um þetta efni mun ég beita upplýsingum sem sanna mál mitt enn frekar, en lýk nú þessu skrifi með lokaorðum sænska málmtæringafræðingsins dr. Jaro Pleva í grein hans í tíma- ritinu Journal of Ortomolecular Psychiatry nr. 3 1983: „Rannsókn á tærðum amalg- am-tannfyllingum, sjúkdómsfrá- sagnir og skráðar, samanteknar heimildir, sýna að allar fullyrð- ingar um það, að amalgam sé stöð- ug og óuppleysanleg málmblanda eru á sandi byggðar. Vegna þess að kvikasilfurinnihald gamalla amalgam-tannfyllinga var í öllum tilvikum lægra en nýrra fyllinga og í sumum tilvikum ekkert á viss- um svæðum, hlýtur tæring að hafa valdið upplausn og uppgufun kvikasilfursins, en ekki hækkun þess, eins og stundum hefur verið haldið fram (Fraunhofer og Sta- heli 1972). Þekking á hinni flóknu uppbyggingu og tæringahegðun amalgams sýnir að óraunhæft er að líta á það sem stöðuga efna- blöndu. Jafnvel mjög óveruleg tæring væri óviðunandi þegar um jafn eitraðan málm og kvikasilfur er að ræða. Fyrir tannlækna sem annt er um að skaða ekki sjúklinga sína er nú ekki lengur ástæða til að vera í vafa. Ótalmargt bendir nú til þess að of margir verði að líða miklar þjáningar vegna þess að vísinda- legar rannsóknaniðurstöður hafa verið sniðgengnar. Einnig er full ástæða til þess að gerð sé fræðileg könnun á sambandi milli menn- ingarsjúkdóma og notkunar am- algams. Fyrsta spor í rétta átt væri að notkun á amalgami sam- hliða gulli og öðrum málum (stáli á spöngum fol. þýð.) verði stöðvuð nú þegar ... /Erar Jóhanaesson er síarfsmaður Raunrísindastofnunar Háskólans. fHKgtniÞ!iifrfö Metsölublad á hverjum degi! 5x í viku mán. — þriö. — miö. — fim. — fös. kl. 7.20. Sími 83730 JSB Vorum aö bæta nýjum plötum á útsöluna sem líkur nú um helgina Talk Talk Paul McCartney Blanc Mance gLANCMANG£ Saga Annie Murray ABC Æ \ Genesis Marillion John Lennon Paul McCartney High Life Milli tveggja eida Re-Flex Smiths Kaja Goo Goo Kraftwerk X>..... N € & ! *R£-FLEX mæmHa. * THEPOIITICSOFOANCING P ^ It • F,\ I1/ Gap Banc BAF BAND y Cliff Richard ATH.: HÖFUM LÍKA BÆTT VIÐ JAZZ 0G KLASSÍK. NÚ ER AÐ GRÍPA GÆSINA Á MEÐAN HÚN GEFST. FÁLKINN FÁLKINN FÁLKINN FÁLKINN Suðurlandsbraut 8. S. 84670. Laugarvegi 24. S. 18670. Austurveri. S. 33360. Póstkröfur. S. 685149.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.