Morgunblaðið - 06.09.1984, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984
45
Hvannasalat
Hvannastilkar eru góðir í salat
með ýmsu grænmeti, t.d. með
gúrkum og tómötum sem blanda
má saman í sýrðum rjóma, svo
eitthvað sé nefnt.
Hvannasúkkat
Fínir mjóir stilkar skornir í bita,
soðnir nokkrum sinnum í sykur-
legi og geymdir síðan í glerkrukk-
um. Notað sem súkkat á kökur,
sem sælgæti og fleira.
Krydd
Blöð hvanna eru góð sem krydd
klippt fersk í sósur og uppstúf.
Mjög góður graflax fæst með því
að láta ferskan fisk liggja í
hvanna- og rifsberjablöðum við
söltun.
Hvannafræ má nota sem krydd
á ofnbakaðan saltfisk. Úr hvanna-
fræjum má og gera „kapers", súr
kryddkorn. Óþroskuð fræ eru látin
standa í sjóðandi legi (einn lftri
vatn og 125 g salt) í einn sólar-
hring. Síuð upp úr og soðin í svo-
litlu af ediki með nokkrum hvítum
piparkornum í stutta stund. Kælt,
sett á krukkur með piparkornum.
Notað í ýmsar fiskisósur og fleira.
Mjólk og brennivín
Öl mun hægt að gera af hvönn
og hvannabrennivín má gera
þannig, að hvannastilkar og blöð
eru sett á glös með hreinum spíri-
tus og látið standa tvær vikur við
stofuhita. Hvannamjólk þykir
víða herramannsmatur t.d. í
Lapplandi. Hvannastönglar eru þá
soðnir í mjólk á sama hátt og gert
var með fjallagrös víða á Islandi.
Þegar notaðir eru hvanna-
stönglar til matar ber að varast,
að taka stóra úr sér vaxna stöngla,
sem eru trénaðir, heldur litla ný-
vaxna stöngla, en þá er alltaf
hægt að fá, því nýir sprotar vaxa
allt sumarið.
Milljónaiðnaður
Fyrr á öldum fengu menn í
Kóreu kraft úr ginseng-rótum,
sem þeir „veiddu“ samkvæmt sín-
um helgisiðum, með boga og örv-
um. í Norður-Kína sóttu menn
kraft og heilsu í þurrkuð ber scik-
isandra-runnans og Inka-indíán-
arnir í Perú héldu sér heilbrigðum
með camu-camu ávöxtum. En ís-
lendingar og aðrir Norðurlanda-
búar fengu kraft og viðhéldu
heilsu sinni til elliára með
hvönnum.
Ginseng-rótin hefur um langan
tíma verið framleidd og seld sem
hressingarlyf víða um heim og ís-
lendingar og aðrir Vesturlandabú-
ar kaupa ginsengrót fyrir mikið fé
árlega.
Það má ljóst vera að hvönn
stendur í engu að baki hinni verð-
mætu ginseng-rót, hvað varðar
eiginleika ýmiskonar og nýtingar-
möguleika. Á sama hátt og gin-
seng-rótin og aðrar fornar lækn-
ingajurtir eru nú undirstaða
milljónaiðnaðar víða um heim,
gæti hvönnin orðið okkur íslend-
ingum gullnáma.
Nóg er af hvönn út um allt land
og ef þörf krefur má auðveldlega
rækta hvönn á landi, sem friðað er
fyrir sauðfé. Einnig mætti hugsa
sér að hvannarækt gæti orðið
arðbær aukabúgrein bænda, með
öðrum búskap. En hvönnin yrði
síðan seld til stöðva, sem fullynnu
afurðir til útflutnings.
Vafalítið er til nægjanleg þekk-
ing í landinu í efnafræði og lyfja-
gerð til þess að framleiða sam-
keppnishæf heilsu- og lækningalyf
úr hvönnum og mörgum öðrum ís-
lenskum lækningajurtum. T.d. má
framleiða asperín úr mjaðarjurt.
Sala lækninga- og heilsulyfja er
sem áður sagði einhver arðbærasti
iðnaður, sem þekkist í heiminum í
dag, og þetta er iðnaður sem
mundi henta vel á íslandi og iðn-
aður, sem vafalítið gæti aukið
heilsu og tekjur landsmanna.
1‘orvaldur Fridriksson er íornleifa-
íræOingur, búsettur í Sríþjóð.
Heilsudýna gegn bakverkjum
í frétt frá fyrirtækinu Aqua Sport
í Randers í Danmörku segir að Bay
iacobsen hafi fundið upp og þróað
yfirdýnu, sem gefíst hafí vel fyrir
þá, sem líða vegna bakverkja og
verkja í vöðvum og liðamótum.
Fyrrnefnt fyrirtæki hefur tek-
ið að sér sölu og dreifingu á dýn-
um þessum á Islandi. Það mun
starfa í Danmörku fram á mitt
næsta ár, en þá hefja starfsemi
sína á íslandi. Eigendur fyrir-
tækisins eru Ragna Ragnarsdótt-
ir og Guðmundur Harðarson,
sundþjálfari.
Dýnuna á að leggja undir Iak
ofan á rúmdýnuna, en yfirdýnan
er 3 sm þykk. Hún er fyllt með
kúlum, sem einangra og nudda
vöðvana og dreifa þyngd líkam-
ans á dýnuna, segir í frétt frá
Aqua Sport.
VETRARSTARFIÐ HEFST 10. SEPT.
ASTA
JENNY
JAZZ—LEIKFIMI — JAZZ-DANS — JAZZ-BALLET
BJÓÐUM UPP Á SAUNA, NUDDPOTT, LJÓS OG STURTUR
OG SKEMMTILEGA SETUSTOFU.
JAZZ-LEIKFIMI: FYRIR KONUR Á ÖLLUM ALDRI
MIS ERFIÐIR TlMAR:
JAZZ-DANS: SPENNANDI TtMAR ALLTAF
EITTHVAÐ NÝTT.
JAZZ-BALLET: ERFIÐ OG MARKVISS ÞJÁLFUN
FYRIR STRÁKA OG STELPUR.
SOLVEIG
HAMARKS FJÖLD115 í TIMA
INNRITUN HAFIN í SÍMA
13880 FRÁ KL. 14 - 17
. ALLA VIRKA DAGA
ERUM Á BESTA STAÐ í BÆNUM
VIÐ HLEMM NÆG BÍLASTÆÐI.
JAZZ SPORtÐ
HVERFISGATA 105 SÍMI:13880
HÖFUM OPNAÐ FLEIRITIMA
ALMENNRI MÚSSIKLEIFFIMI
MORGUN - DAG - OG
EFTIRMIDDAGSTÍMAR
ALLTAF HEITT
Á KÖNNUNNI