Morgunblaðið - 06.09.1984, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984
ÆSKAN ER KOMIN!
Meðal efnis er:
★ Glæsileg veggmynd
af Dúkkulísunum
★ Skemmtileg stunda-
skrá
★ Breakdans
★ Poppmúsik
★ íþróttir
★ Draumaprinsar og
prinsessur
★ Gagnvegir
★ Litmyndir af meistara-
flokkum Fram og Þróttar
Allir eiga samleiö
meö Æskunni
Áskriftarsími 17336
Pottþéttur
ferðafélagi
Borgarljós ásamt 18
öörum lögum á aöeins
kr. 399,-
u*t*tc
19 ferðalög
Bílsnælda ársins!
— Safn —
Drerfing Fálkjnn hf.
íslensk fyrirtæki geta notað
reynslu danskra starfsbræðra
eftir Steinar
Steinsson
DA-skólinn
Danmörk er þekkt sem land
góðra skóla og markvissrar stefnu
í fræðslumálum. Dönum er ljóst
að þekking og kunnátta skapa
verðmæti og að þær eru auðlindir
ekki síður en hráefni og orka. Þar
sem landið er fátækt af hráefnum
og orku eru mannleg þekking og
hæfni sett í öndvegi sem verð-
mætaskapandi öfl.
Auk skólanna er í Danmörku
mikið framboð af námskeiðum,
sem ætluð eru til eftirmenntunar
og endurmenntunar. Flest hafa
þessi námskeið það að markmiði
að auka hæfni og kunnáttu ein-
staklingsins og gera hann virkan
þátttakanda í dönsku atvinnulífi.
Þau tryggja ennfremur að starfs-
framlag einstaklingsins verði
traustur þáttur í verðmætasköpun
og samkeppnisstöðu í dönskum
atvinnurekstri og renni stoðum
undir trygga afkomu borgaranna.
Námskeiðin hafa í verulegum
mæli efnahagsleg markmið og
beinast því að aukinni þekkingu
og hæfni til að leysa af höndum
störf af meiri nákvæmni, aukinni
vandvirkni og með betri afköstum
en áður.
Hagnýting þekkingar
Vissulega er hráefni ekki trygg-
ing fyrir góðri afkomu nema
skilningur sé fyrir hendi að nýta
það rétt. Þó eru þekking og kunn-
átta engin trygging fyrir vel-
gengni nema þekkingunni og
kunnáttunni sé fylgt eftir á réttan
hátt.
Danska Vinnuveitendasam-
bandið ásamt ýmsum aðildar-
samtökum þess hafa gert sér ljósa
grein fyrir nauðsyninni að kveikja
neista, sem virkjar og breytir
þekkingu og tækni í áþreifanleg
raunverðmæti. í íslenskri fram-
leiðslu og þjónustustarfsemi er
mikil nauðsyn á að styrkja þau
viðhorf, sem stefna í sömu átt og
hjá danska Vinnuveitendasam-
bandinu. Það er ljóst að eigi að
kveða niður verðbólgudrauginn
fyrir fullt og allt þarf framleiðni-
aukningu, sem aðeins markviss
hagnýting þekkingar á öllum svið-
um getur tryggt og hér getum við
lært mikið af frændum okkar
Dönum.
Það var því áhugavert að kynna
sér þá námskeiðastarfsemi sem
rekin er í DA-skólanum (Dansk
Arbejdersgiver Skolen). Starfsem-
in fer aðallega fram á tveim stöð-
um í Danmörku, Arresöhöj á Sjál-
andi og Bögehöj á Jótlandi.
Verkaskipting á milli staðanna er
í höfuðatriðum sú að á Arresöhöj
eru haldin námskeið fyrir verk-
stjóra og rekstrarstjóra sem að
mestu annast daglegan rekstur
fyrirtækisins. Á Bögehöj eru
hinsvegar haldin námskeið fyrir
framkvæmdastjóra og aðra
starfsmenn fyrirtækja, sem fást
við stefnumörkun fram i tímann
hjá fyrirtækinu.
Steinar Steinsson
Innra frumkvæði
Binn öflugasti meiðurinn í
starfsemi DA-skólans í dag geng-
ur undir nafninu „fornyelse inde-
fra“ og er miðstöð hans í Bögehöj
við Ebeltoft. Það var því áhuga-
vert að kynna sér starfsemi DA-
skólans í Ebeltoft og þeim já-
kvæðu viðhorfum, sem þar ríktu.
Þessi sérstæði titill á námskeiðinu
er tilkominn sem ábending um
nauðsyn þess að í innra starfi
fyrirtækisins verði að vera fyrir
hendi frumkvæði, þekking og
hæfni til að tryggja afkomu fyrir-
tækisins og starfsmannanna þrátt
fyrir erfið ytri skilyrði. Reynslan
hefur kennt að ekki ætti að
treysta á að ríkisstjórnin og
stjórnmálamenn bæti ytri skilyrði
atvinnurekstrarins. Góðir stjórn-
málamenn hafa skilning á að búa
atvinnuvegunum góð skilyrði og
gera sér grein fyrir þýðingu hag-
vaxtar í framleiðslu og þjónustu-
greinum. En gallinn er bara sá að
góðir stjórnmálamenn eru sjald-
gæfir og biðin eftir að úr rætist á
því sviði getur orðið löng og ör-
lagarík. Því er nauðsyn að treysta
fyrst og fremst á sjálfan sig og
reyna að ná árangri við þær að-
stæður, sem fyrir hendi eru.
Uppbygging námskeiðsins
Þar sem Meistarafélag járniðn-
aðarmanna, Vinnuveitendasam-
band íslands og Iðntæknistofnun
hafa í sameiningu lagt grunn að
því að nálgast umrætt námskeið
er rétt að gera nokkra grein fyrir
því hér. Námskeiðið sækja minnst
tveir starfsmenn frá hverju fyrir-
tæki og er það gert til að auðvelda
hagnýtingu þeirra áætlana, sem
gerðar verða á námskeiðinu. Þá
skulu þeir og hafa á hendi stjórn-
unarstörf hjá viðkomandi fyrir-
tæki.
Það sem aðgreinir þetta nám-
skeið frá öðrum námskeiðum er að
námsefnið er ekki mótað í upp-
hafi. Ekki er stuðst við dæmi um
fyrirtæki sem á í erfiðleikum og
samdar tillögur um hvernig
standa beri að því að koma fyrir-
tækinu á réttan kjöl. Hér koma
menn með staðreyndir úr eigin
fyrirtæki, þeir skilgreina mark-
mið fyrirtækisins, lýsa rekstri
þess, skoða vankantana. dratra unn
Horgunblaiið/ Bæríng Cecilsson.
Hornsteinn í Stykkishólmskirkju
Hornsteinn var lagður í byggingu nýrrar kirkju í Stykkishólmi 19. ágúst sl. Við athöfn-
ina mæltu biskupinn yfir Islandi, herra Pétur Sigurgeirsson, og séra Gísli Kolbeins,
prestur í Stykkishólmi. Meðfylgjandi mynd var tekin við athöfnina í kirkjubyggingunni.
Tómstundaiðja ungmennæ
Piltar og yngri börnin horfa mest á myndbönd
Öldruð kona
fyrir bifreið
LAUST fyrir klukkan 14 á laugardag
varð öldruð kona fyrir bifreið á
Hringbraut, skammt fyrir austan
Ljósvallagötu. Konan, sem er 88 ára
gömul, fótbrotnaði og hlaut höfuð-
meiðsl en er ekki talin í lífshættu.
Maðurinn sem varð fyrir bifreið
á Hverfisgötu fyrir nokkru er enn
meðvitundarlaus en hann hlaut
alvarlega höfuðáverka. Maðurinn
er 67 ára gamall.
SHÍ mótmælir
skerðingu á kjör-
um námsmanna
6. fundur stúdentaráðs Háskóla
íslands, haldinn 23. ágúst, álvktar:
Með afstöðu sinni og augljósu
viljaleysi til að leysa fjárhags-
vanda Lánasjóðs íslenskra náms-
manna, ber menntamálaráðherra
ábyrgð á einni stærstu skerðingu
sem námsmenn hafa mátt þola til
þessa. Sú ákvörðun menntamála-
ráðherra að afnema víxillán til 1.
árs nema hefur gert áralanga rétt-
indabaráttu námsmanna að engu.
Er með ólíkindum hversu iðin nú-
verandi ríkisstjórn er við skerð-
ingar á kjörum þeirra er síst mega
við því. Það fólk sem mest þarf á
aðstoð LÍN að halda er fólkið sem
orðið hefur harðast úti í kjara-
skerðingu þeirri sem dunið hefur
yfir síðasta ár. Ákvörðun mennta-
málaráðherra er ein grófasta að-
för að LÍN og námsmönnum, sem
gerð hefur verið lengi, og stangast
á við þá grundvallarhugsun sem
liggur að baki LÍN, það er að allir
hafi jafnan rétt til náms, óháð
efnahag, búsetu eða kyni.
SHÍ mótmælir harðlega þessari
ákvörðun menntamálaráðherra.
Stúdentar hafa verið seinþreyttir
til vandræða, en við svo búið verð-
ur ekki lengur unað.
(Kréttatilkynning)
Umfangsmikil könnun á tóm-
stundavenjum og viðhorfum ung-
menna í efri bekkjum grunnskólans
í Reykjavík fór fram þ. 3. aprfl sl.
meðal nemenda 5., 7., og 9. bekkjar
grunnskólans í nær öllum skólum
borgarinnar og tók til 1.704 nem-
enda alls.
Þessi könnun er gerð að tilstuðl-
an samstarfsnefndar Æskulýðs-
ráðs og Fræðsluráðs Reykjavíkur í
samvinnu við Félagsvisindadeild
Háskóla íslands og er sambærileg
við könnun, sem gerð var vorið
1980.
Skýrsla um könnunina verður
lögð fram á opnum fundi í Menn-
ingarmiðstöðinni 'i Gerðubergi
iaugardaginn 8. september nk. og
munu þá þeir, sem að henni stóðu,
skýra hana og sitja fyrir svörum.
Ungmennin sem þátt tóku í
könnuninni fengu í hendur langan
og fjölbreyttan lista yfir tóm-
stundaiðju og var leitað svara um
hvort og hversu oft hver tegund
iðju væri ástunduð.
Sem dæmi um svör má geta
þess, að 10% heidarúrtaksins
kváðust horfa svo til daglega á
myndbönd af einkatæki. Ekki varð
vart við mikinn aldursmun á þeim
sem svöruðu þessari spurningu
játandi, en þó virtust yngstu bðrn-
in (5. bekkingar) horfa meira en
hin eldri og kemur það heim við að
þau eru einnig ákafari sjónvarps-
notendur. Drengir horfa einnig
nokkru meira á myndbönd en
stúlkur (12% á móti 8%). Sá hóp-
ur sem segist aldrei horfa á mynd-
bönd af einkatæki er miklu fjöl-
mennari og þar er einnig munur
milli kynja (38% pilta og 44%
stúlkna).
Kapalkerfin, sem urðu tilefni
svo mikilla umræðna fyrir ekki
ýkja löngu síðan, virðast nú vera
hverfandi þáttur í lifi ungmenna.
Einungis 4% segjast nota þau
daglega og nærfellt % hlutar
þeirra sem svöruðu segjast aldrei
nota þau.
Kynningarfundurinn um niður-
stöður könnunarinnar verður, sem
áður sagði, haldinn í Menning-
armiðstöðinni Gerðubergi laugar-
daginn 8. september. Hann hefst
klukkan 14.00 og er öllum opinn,
en auk þess verður til hans boðið
öllum aðilum sem tengjast æsku-
lýðs- og skólastarfi í borginni, auk
fjölmiðla.