Morgunblaðið - 06.09.1984, Side 49

Morgunblaðið - 06.09.1984, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 49 Er blaðafulltrúi Bún- aðarfélags íslands sjálfur „dellukarl“? — eftir Jón Á. Gissurarson Agnar Guðnason blaðafulltrúi Búnaðarfélags íslands ritar grein í Mbl. 30. ágúst sl. um hinn merka kartöfluþátt Grænmetisverslunar landbúnaðarins. Agnar blaðafulltrúi ætti að bera klæði á vopn er í odda skerst milli framleiðenda og neytenda. Þetta gerir hann ekki heldur heggur á bæði borð og velur mönnum herfi- legustu köpuryrði, svo sem „dell- ukarl“ og að hafa „svikið stétt- arbræður sína“. Lítið innlegg um skemmdar kartöflur virðist síbylj- an um „íhaldsöflin, hvar sem er að reyna að grafa undan frjálsum fé- lagsskap launþega og framleið- enda ... “ , nema sú staðreynd að SÍS hafði þarna hönd í bagga með innkaup á ótrúlega lágu verði, enda Finnar trúlega hent þeim á öskuhauga sína hvort eð var. (Grænmetisverslun landbúnaðar- ins hefur æ ofan í æ haft á boðst- ólum skemmdar erlendar kartöfl- ur er íslenskar þrýtur og þannig sýnt vanhæfni sína að annast þennan innflutning.) Óþurftarverk er að stimpla þá bændur svikara sem senda upp- skeru sína beint á markað. Athæfi þeirra er ekki saknæmara en svo að hinir háu kartöflufóðurmeist- arar Islendinga töldu það fyllilega samrýmast landslögum. Úttekt á almennum vitsmunum eða vanviti Jónasar DV-ritstjóra ætti blaða- „íslenzkir innfiytjendur hafa sannað hæfni sína með því að hafa óskemmda ávexti á boðstólum allt árið, og eru þeir þó miklu við- kvæmari en kartöflur. Látum þá annast inn- Hutning á kartöflum er innlenda framleiðslu þrýtur. Þeir byðu okkur ekki skemmda vöru enda hyrfu viðskipti til keppinauta þeirra.“ fulltrúi Búnaðarfélags íslands að eftirláta djúpsálfræðingum okkar, en af þeim höfum við yfrið nóg. Hvort Styrmir ritstjóri brosir eða ei kemur kartöflum hreint ekkert við. Við verðum víst að láta okkur lynda að eta íslenskar kartöflur meðan uppskera endist og það gamlar fram á haust er nágranna- þjóðir hafa löngu tekið að úða í sig nýjum. Hins vegar virðist engin nauð bera til að íslenskir kartöflu- bændur ráði því hvað er á boðstól- um er þeirra eigin framleiðslu þrýtur. Islenskir innflytjendur hafa Jón Á. Gissurarson sannað hæfni sína með því að hafa óskemmda ávexti á boðstólum allt árið, og eru þeir þó miklu við- kvæmari en kartöflur. Látum þá annast innfiutning á kartöflum er innlenda framleiðslu þrýtur. Þeir byðu okkur ekki skemmda vöru enda hyrfu viðskipti til keppi- nauta þeirra. Ég held að Agnar Guðnason sæmdi sér betur sem blaðafulltrúi SÍS en Búnaðarfélags íslands. Jón Á. Cissurasson er tyrrverandi skólastjóri Cagnfræóaskóla Aust- urbæjar. c~.-------------------------------. Áttu barn í grunnskóla? • kennslustundum • kennaraflóttinn eykst fækkar • hætta á fjöldaupp- • dregiö úr stuönings- sögnum kennslu Er starfiö í grunnskólum ekki sameiginlegt hagsmunamál foreldra og kennara? Kynntu þér hvaö er aö gerast og komdu á fundinn í Sigtúni fimmtudaginn 6. septem- ber kl. 17.00. Foreldrar! Við eigum samleið. Kennarafélögin. V_________________________________________^ „Lukkudagar“ Vinningsnúmer 1.631. ágúst 1984 1. 28593 11. 42383 21. 36735 2. 56859 12. 46450 22. 6578 3. 2378 13. 23735 23. 11233 4. 33703 14. 52197 24. 34642 5. 40761 15. 17148 25. 4036 6. 18359 16. 34032 26. 56900 7. 35702 17. 23190 27. 47624 8. 34295 18. 917 28. 27211 9. 3848 19. 50901 29. 5281 10. 6698 20. 55018 30. 572 31. 44880 Vinningshafar hringi í síma 20068. Vegagerð á Fjarðarheiði Sejðtafirði, 4. september. í sumar var unnið við vega- framkvæmdir á veginum yfir Fjarðarheiði, Seyðisfjarðarmegin, og annaðist Vegagerð ríkisins verkið. Vegarkaflinn frá Fjarðar- selsbrekku og upp fyrir Gufufoss var endurbyggður og eru nú brekkur allar mun minni á áður- nefndum kafla, auk þess sem veg- urinn var hækkaður til muna, sem koma ætti sér vel á snjóþungum vetrum. Þá er því aðeins ólokið að endurbyggja veginn á milli Neðri-Stafs og Efri-Stafs en sá áfangi verður byggður næsta sumar. Ólafur Mir. TVÖ 966 tilboð FRÁ VERSLUNINNI T0PPSKÓR-INN No. 1, mjúkt skinn, litur svart, kr. 1.099. No. 2, mjúkt skinn, litur svart, kr. 1.049. vtsa *É —SKðRQnf Amerícan 4^ veltusundi 1 Express 21212 ■ Fullkominn penni, búinn endingargóðum stáloddi, sem gefur jafna, mjúka skrift sem aldrei breytist hvernig sem honum er hallað. Og verðið innan við 30.- kr. Svartur, blár, rauður eða grænn frá ——7—í—í i ---------------;—r uni-ball ( f 2 fclTSUBISHI PENCIL CO„ LTD. JAPAN 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.