Morgunblaðið - 06.09.1984, Side 50

Morgunblaðið - 06.09.1984, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 t Astkær elginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, SIGMUNDUR ÁGÚST SIGFÚSSON, bifreiöastjóri, Hófgeröi 20, Kópavogi, andaöist á heimili sínu þriöjudaginn 4. september. Katrín Frímannsdóttir, Ingibjörg Ágústsdóttir, Gróa Ágústsdóttir, Marían Zak, Magnús Erlingsson, Ágúst Zan Zak, Ární Magnússon. t Faðir okkar, sonur minn og bróöur okkar, ÞORSTEINN NICOLAISON, Hátúni 4, lést í Landspítalanum 3. september. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Nicolai Þorsteinsson, Stefán Þorsteinsson, Grétar Karl Þorsteinsson, Óli Þorsteinsson, Sigríöur Ólafsdóttir og systkini. t Systir mín, SIGURBJÖRG GUDBRANDSDÓTTIR BÖRRESEN frá Gautsdal, andaöist laugardaginn 1. september i sjúkrahúsi í Noregi. Þorsteinn Guöbrandsson. t Systir mín, mágkona og móöursystir, INGIBJÖRG S. GÍSLADÓTTIR frá Seljadal, Smyrlahrauni 9, Hafnarfiröi, verður jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 7. septem- ber kl. 15.00. Guömunda Gísladóttir, Gísli Magnússon, Guörún Ágústsdóttir, Jarþrúöur Guömundsdóttir. t Útför eiginmanns míns og fööur okkar, PÉTURS JÖKULSPÁLMASONAR, verkfræóings, Kotárgeröi 23, Akureyri, veröur gerö frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hljóöfærasjóö Tónlistar- skólans á Akureyri og minningarsjóö Pálma Hannessonar rektors. Hrafnhildur Pétursdóttir og börn. t Faöir minn, tengdafaðir, afí og langafi, SIGURÐUR HALLDÓRSSON, Hrafnistu, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 7. september kl. 15.00. Þórdís Siguróardóttir, Haraldur Pálsson, Aóaisteinn Sígurósson, barnabörn og barnabarnabörn. Útför t ÞORVALDAR SKÚLASONAR, listmálara, fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 7. september kl. 13.30. Aöstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarfðr fööur okkar, ÞORSTEINS EINARSSONAR, Giljahliö. Gísli Þorsteinsson, Sigríöur S. Þorsteinsdóttir og fjölskylda, Árni Þorsteinsson og fjölskylda, Jón Þ. Þorsteinsson, Dýrunn Þorsteinsdóttír og fjölskylda. Minning: Vilborg Jóhannes- dóttir frá Geirshltö Fsdd 19. ágúst 1885 Dáin 24. ágúst 1984 Okkur langar að minnast, með nokkrum orðum ömmu okkar Vilborgar Jóhannesdóttur, sem við kveðjum í dag. Hún fæddist 19. ágúst 1885 að Skáney í Reyk- holtsdal, en var tekin í fóstur að Hæli í Flókadal, aðeins nokkurra daga gömul. Hún giftist Jóni Pét- urssyni frá Geirshlíð árið 1912 og bjuggu þau þar til ársins 1951. Eignuðust þau 6 börn og eru 5 þeirra á lífi. 1958 flytja þau til Reykjavíkur en þar bjuggu þau í húsi foreldra okkar og höfðum við því mjög náin og góð kynni við þau, en afi dó 1964. Þegar við lítum tii baka og minnumst þessara ára sem við bjuggum í sama húsi, þá geymir hugur okkar mynd af ömmu sem heilsteyptri og einlæglega trúaðri konu. Strax í bernsku eignaðist hún afgerandi trúarreynslu sem markaði spor í allt hennar líf eftir það. Augu hennar lukust upp fyrir þeirri miklu ábyrgð sem mannleg vera ber gagnvart Guði. Ætti hún að geta lifað lífi sínu að vilja hans og í samfélagi við hann yrði hún að eiga vissu um fyrirgefningu syndanna og náð Guðs. Og það voru ekki ófá skiptin sem hún sagði okkur frá þessu og lét í ljós þakklæti fyrir þessa náð hans. Henni voru Passíusálmarnir einn- ig kærir og kunni hún þá utanað. Einnig átti hún gott með að tjá hugsanir sínar í bundnu máli, og var það allt gert til að lofa Guð fyrir sköpunarverk hans og gjafir. Amma gerði sér fram um að lifa eftir boðskap Biblíunnar og ef- laust hafa allir sem hana þekktu orðið varir við það. Lestur þessar- ar helgu bókar var henni lífsnauð- syn, enda minnumst við þess að hún las hana kvölds og morgna. Húm þráði líka að hitta trúaða vini og njóta uppbyggilegra stunda með þeim. Sem dæmi um það hvað hún lagði á sig til þess, þá fór hún í fjölda mörg ár á hest- um frá Geirshlíð á kristilegt mót sem haldin hafa verið á hverju sumri í Vatnaskógi i Svínadal um árabil. Bænin var henni einnig nauð- syn, og eftir að hún hætti að geta unnið sagðist hún þó alltaf geta beðið. Hún bað mikið fyrir þjóð okkar og ráðamönnum og ekki síð- ur fyrir ættingjum sínum og niðj- um, sem hún bar á bænarörmum. Við erum Guði þakklát fyrir þann tíma sem hún notaði í bæn fyrir okkur og þá blessun sem okkur hefur hlotnast fyrir þær. Það er okkur ómetanlegt, því við vitum að Guð heyrir bænir. En nú er hennar starfi lokið hér á jörð, og við trúum því að nú hafi hún náð takmarki trúar sinnar og það er okkur til gleði í söknuðin- um. Guð er oss hæli og styrkur örugg hjálp í nauðum. Sálm. 46.2. Við kveðjum ömmu og blessum minningu hennar. Vilborg, Ragnhildur og Jón. „Þér hafið tekið á móti Kristni, Drottni Jesú. Lifið því í honum. Verið rótfastir í honum og byggið á honum, staðfastir í trúnni, eins og yður hefur verið kennt, og auð- ugir að þakklátssemi." Þessi orð Páls postula koma mér í hug, er ég minnist Vilborgar Jó- hannesdóttur frá Geirshlíð, sem látin er á hundraðasta aldursári. í nær heila öld hafði hún lifað, og ávallt vitnaði hún um það, að hún hafði tekið á móti Kristi, að líf hennar og lífsviðhorf voru byggð á honum. Alla sína löngu ævi var hún staðföst í trúnni og auðug að þakklátssemi, kærleika, góðvild og fórn. Vilborg Jóhannesdóttir var fædd á Skáney í Reykholtsdal, Borgarfjarðarsýslu, hinn 19. ágúst 1885. Foreldrar hennar voru hjón- in Jóhannes Gíslason og Guðrún Sigurðardóttir, er bæði voru borgfirzkrar ættar og af traustu bergi brotin. Vilborg var næst yngst af fimm börnum þeirra hjóna, en auk þess átti hún eina hálfsystur. Þau systkinin eru nú öll látin. Foreldrar Vilborgar voru fátæk og höfðu ekki jörð til ábúðar. Fað- ir hennar andaðist, er hún var á fjórða ári. Vilborg var aðeins þriggja vikna, er henni var komið í fóstur að Hæli í Flókadal til Þórðar Sigurðssonar, bónda þar, og konu hans, Ljótunnar Péturs- dóttur. Hjá þeim ágætu hjónum ólst hún upp, en fóstru sína missti hún, er hún var enn innan við fermingu. Hún mat fósturforeldra sína mikils og bar til þeirra þakk- ar- og ræktarhug. Hinn 29. maí árið 1912 giftist Vilborg sveitunga sínum Jóni Pét- urssyni í Geirshlíð í Flókadal. Foreldrar hans voru Pétur Þor- steinsson, óðalsbóndi í Geirshlíð, og kona hans, Anna Katrín Jóns- dóttir. Pétur andaðist, er Jón var átján ára, og tók hann þá við bústjórn með móður sinni. Þau hjón Jón og Vilborg bjuggu óslitið í Geirshlíð um 40 ára skeið, eða frá 1912—1951. Þeim búnaöist vel á þessari góðu og kostamiklu land- námsjörð, er þau sátu með sóma og rausn. Þau byggðu upp á jörð- inni, bættu hana og prýddu á margan hátt. Jón í Geirshlíð var góður og hagsýnn bóndi, traustur maður og vinfastur, hjálpfús og greiðvikinn. Og Vilborg var fram- úrskarandi góð, fórnfús og traust húsmóðir, er bar sivakandi um- hyggju fyrir heimili sínu og ást- vinum. Hún var hinn hlýi og góði geisli heimilisins, engill þess og verndarvættur. Heimilið í Geirshlíð var menningar- og rausnarheimili, umvafið birtu, kærleika og trú. Þau hjónin voru vinsæl og vinmörg og áttu hlýhug og þakklæti þeirra, sem hjá þeim dvöldust og þau áttu samleið með i lífinu. Minnast vil ég þess, að faðir minn var á heimili þeirra í vinnumennsku að mestu leyti um þrettán ára skeið í æsku og tengd- ist þeim böndum tryggðar og vin- áttu, sem aldrei rofnuðu. Hefur hann jafnan minnzt þeirra sem góðra hollvina sinna og velgjörð- armanna. Vilborg Jóhannesdóttir var fá- gætlega vel gerð og vönduð kona og ein sú ágætasta manneskja, sem ég hef þekkt í lífinu. Hún var sanntrúuð og bænrækin kona, sem hafði reynt og fundið náð Guðs og miskunn í öllu sínu lífi. Hún vissi það og vitnaði um það, að trúin á frelsarann Jesúm Krist er sterkasti og göfugasti þátturinn I lífi mannsins og veldur mestu um það, hvernig honum tekst að una lífinu, mæta erfiðleikum þess og sigrast á þeim. Það var ávallt heiðríkja trúar og vonar yfir svip hennar og framkomu. Hún átti hlýtt og auðmjúkt hjarta og góð- vildin skein henni í augum. Vil- borg var kirkjurækin og lét sér annt um kirkju sína. Einnig sýndi hún starfi KFUM og K. áhuga og fórnfýsi. Í áratugi og allt fram á síðustu ár sótti hún almennu kristilegu mótin i Vatnaskógi á hverju sumri. Vilborg Jóhannesdóttir var fé- lagslynd og mannblendin. Hún var vel greind, skáldmælt og ritfær. Hún starfaði mikið og vel í Ung- mennafélagi Reykdæla og einnig I kvenfélagi sveitarinnar og lagði ávallt gott til mála. Vilborg fekk í Ungmennafélagið á þriðja fundi þess árið 1908. Hún skrifaði tals- vert í blað félagsins, Hvöt, og þar birtust nokkur ljóða hennar. Ég tilgreini hér siðasta erindið úr kvæðinu Áramótahugleiðing, sem sýnir vel hennar björtu og kristnu lífsskoðun. Hugur vor til hæða snúi, helgum Guði öll vor spor, breytast mun þá bitur vindur í bjart og sólríkt lífsins vor. Vilborg Jóhannesdóttir hóf hug sinn til hæða i lifi'sinu og starfi og helgaði Guði öll sín spor. Og hún átti blessun Guðs og þakkir manna á sinni löngu og fórnfúsu ævi. Allir áttu henni gott að gjalda. Svo var til dæmis með for- eldra mína og okkur systkinin. Mér hélt hún undir skírn á heil- agri stund. Og upp frá því vissi ég, að ég átti fyrirbæn hennar og hlý- hug. Þess er mér ljúft að minnast og þakka, þegar hún nú kveður líf- ið eftir svo langa og blessunarrika vegferð hér á jörð. Arið 1951 brugðu þau hjónin vilborg og Jón búi i Geirshlíð, en Pétur sonur þeirra tók við og bjó það af miklum dugnaði og rausn, unz hann lézt um aldur fram fyrir tæpum fimm árum. Önnur börn jieirra hjóna eru: Ljótunn, Anna Katrin, Guðrún, Sigriður og Jó- hannes, sem öll eru búsett i Reykjavík. Öll voru börnin vel gert og duglegt fólk, sem notið hafa vinsælda og komið sér vel áfram í lífinu. Vilborg og Jón fluttust frá Geirshlíð til Reykjavikur árið 1958. Fljótlega eftir það fluttu þau í íbúð í húsi Sigriðar dóttur sinnar og Ragnars Jónssonar manns hennar að Langholtsvegi 2 i Reykjavík. Og þar átti Vilborg heimili áfram eftir lát manns sins, er andaðist hinn 26. október árið 1964. Að Langholtsvegi 2 átti Vil- borg gott og hlýtt ævikvöld og naut i ríkum mæli umhyggju og fórnar dóttur sinnar og fjölskyldu hennar. Hún var vel ern, þrátt fyrir svo háan aldur, fylgdist með ðllu og hélt andlegum kröftum og reisn til hinztu stundar. í mai sið- astliðnum varð hún fyrir því óhappi að fótbrotna. Eftir það lá hún á Landspitalanum í Reykjavík og andaðist þar hinn 24. ágúst sl. Að leiðarlokum á hún alúðar- þökk okkar, sem nutum vináttu hennar og urðum henni samferða um lengri eða skemmri spðl hér i heimi. Við þökkum góðum Guði fyrir líf hennar og starf, vináttu, tryggð og fórn, og biðjum sál hennar fararheilla á eilífðarbraut. Far þú í friði, friður Guðs þig biessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt Blessuð sé minning góðrar og göf- ugrar konu. Jón Einarsson, Saurbæ. Nafn mis- ritaðist MISRITUN varð á fyrirsögn hér í blaðinu í gær. Hinn látni hét Hannes Hafsteinn Bjarnason en ekki Hannes Hafstein Bjarnason. Um leið og þetta er leiðrétt er beð- ist afsökunar á misrituninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.