Morgunblaðið - 06.09.1984, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 06.09.1984, Qupperneq 51
51 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 Myndmenntakennarar: Mótmæla skerðingu kennslustundafjölda MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Fé- lagi íslenskra myndmenntakennara. „Á fundi myndmenntakennara sem haldinn var 30. ágúst sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun: Myndmenntakennarar harma sparnaðarráðstafanir ríkisstjórn- arinnar í skólamálum. Fundurinn tekur undir áskorunarbréf for- manns Kennarasambands Islands til ráðherra, sem birst hefur í fjöl- miðlum og kveður á um skerðingu kennslustundafjölda samkvæmt viðmiðunarstundaskrá. Fundurinn varar eindregið við að sífellt sé verið að skerða kennslu í myndmennt." t Þökkum innilega vinsemd og samúö sem okkur var sýnd vegna andláts og jarðarfarar INGIBJARGAR MARKÚSDÓTTUR frá Arnarnúpi í Dýrafirði. Markúa Stsfánsson, Hulda Jónsdóttir, börn og barnabörn. Miðstjórn Alþýöubandalagsins: t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Kristínar Halldórsdóttur, Hólsvegi 11, Reykjavík. Halldóra Bjarnadóttir, Anna Bjarnadóttir, Bjarni K. Bjarnason, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Vörumarkaðurinn ht. Ármúla og Eiöistorgi. Hvetur til bar- áttu á kom- andi mánuðum Þensla á höfuðborg- arsvæðinu „mergsýg- ur sjávarútveginn" Á FUNDI midstjórnar Alþýðubanda- lagsins, sem haldinn var á Akureyri 2. september sl., var samþykkt „hvatning til launafólks“. Hvatt er til „órofa samstöðu launafólks í bar- áttu fyrir mannsæmandi kjörum og gegn afleiðingum stjórnarstefnunn- ar“, eins og segir í fréttatilkynningu frá miðstjórninni. Orðrétt segir í tilkynningunni: „Reynt er að nota vanda sjávar- útvegsins til að halda launum niðri, en vitaskuld er unnt að hækka laun þar eins og annars staðar með því að létta af sjávar- útveginum okurgjöldum banka og skipafélaga, svo dæmi séu nefnd.“ „Við skorum á launafólk að taka virkan þátt í baráttunni á kom- andi mánuðum, ella verður haldið áfram að þrengja að kjörum ykk- ar,“ segir í hvatningu Alþýðu- bandalagsins. „Fjármunir eru til í þjóðfélaginu og verðmætasköpun- in er mikil. Það er unnt með sam- stöðu að knýja fram breytingu á þjóðfélaginu launafólkinu í vil; það þarf pólitískt afl og einbeittan vilja til þess að koma þeim breyt- ingum í framkvæmd þannig að á íslandi skapist forsendur fyrir þjóðfélag mannúðar, jafnréttis og lýðræðis í stað sundrungar, sér- hyggju og valdboðs.“ Þá sendi miðstjórnin frá sér „Aðvörun vegna samningavið- ræðna við Alusuisse" og „kröfu um íslenska atvinnustefnu. Þar segir að „þensla á höfuðborgarsvæðinu og gróðasöfnun milliliða merg- sjúgi sjávarútveginn og aðrar framleiðslugreinar" og að „brýn þörf sé á nýrri byggðastefnu". Verkafólk í fiskiðnaði sýni samstöðu FÉLAG verkafólks í fiskiðnaði var stofnað 16. aprí sl. í fréttatilkynn- ingu sem Morgunblaðinu hefur bor- ist frá félaginu segir að hlutverk þess sé m.a. að efla samheldni verkafólks í flskiðnaði, að gæta hagsmuna verkafolks í fiskvinnslu gagnvart atvinnurekendum í sam- vinnu við stéttarfélögin, og að stuðla að verðmætaaukningu sjávarafurða, með aukinni vöruvöndum félags- manna við vinnu sína. í fréttatilkynningunni er verka- fólk í fiskiðnaði jafnframt hvatt til að standa saman um að fá kröf- um sínum framgengt, um átta stunda vinnudag og fuíla atvinnu allt árið. ORVAUDERÖVISAIW! Vanti hvað aniia i þig skólabækur, skólatöskur, ritföng eða inað sem að gagni kemur við námið þá ertu á réttum stað hjá okkur. Bókabnð V.MÁLS & MENNINGAFO LAUGAVEG118-101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240 - 24242
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.