Morgunblaðið - 06.09.1984, Side 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984
Firmakeppni KR
í knattspyrnu
Hin árlega firmakeppní KR í
utanhússknattspyrnu veröur háð
helgina 15. og 16. september og
laugardaginn 22. september.
Skráning þátttakenda stendur nú
yfir en þátttökutilkynningar veröa
aö hafa borist 12. september.
Keppnin er meö því sniöi aö sjö
leikmenn eru í hverju liði auk fjög-
urra skiptimanna og eru inná-
skiptingar frjálsar. Til aö vera
gjaldgengur í firmaliö veröur vlð-
komandi aö hafa starfaö hjá viö-
komandi fyrirtæki eöa stofnun í
minnst tvær vikur síöustu tvo mán-
uöina.
Athygli er vakin á því aö þátt-
taka er takmörkuö en allar nánari
upplýsingar veitir framkvæmda-
stjóri knattspyrnudeildar KR á
skrifstofu sinni í KR-heimilinu.
• Guömundur Steinsson er
markahæsti maöur 1. deildar
meö átta mörk. Tekst honum aö
skora í kvöld?
17. umferðin
hefst f kvöld
SAUTJÁNDA og næst síöasta
umferö 1. deildarinnar í knatt-
spyrnu hefst á Laugardalsvelli í
kvöld kl. 18.30. Þar mætast Fram
og Valur. Valur er eitt þeirra
þriggja liða sem örugg eru meö
sæti sitt í deildinni — en Framar-
ar berjaat fyrir lífi sínu. Þeir eru í
þriöja neösta sæti.
Hvert stig er því dýrmætt fyrir
bæöi liöin; Valsmenn eiga mögu-
leika á sæti í Evrópukeppni á
næsta keppnistímabili en nái Fram
aö sigra vænkast hagur þeirra
verulega og gætu þeir hugsanlega
hrist falldrauginn endanlega af sér
meö því.
Staöan í deildinni fyrir leikinn í
kvöld er þannig:
ÍA 16 112 3 29:16 35
ÍBK 16 8 3 5 19:16 27
Valur 16 6 6 4 22:15 24
Þór 16 6 3 7 24:23 21
Víkingur 16 5 5 6 25:27 20
Þróttur 16 4 7 5 17:17 19
KR 16 4 7 5 16:23 19
Fram 16 5 3 8 18:21 18
UBK 16 3 8 5 15:16 17
KA 16 4 4 8 23:34 16
Fyrstudeildarleikmenn stofna félag:
Kjósa besta leik-
manninn og einnig
þann efnilegasta
— hugsað sem hagsmunafélag
LEIKMENN 1. deildarliðanna í knattspyrnu hér á landi
hafa stofnað með sér félag. Hugmyndin að stofnun fé-
lagsins var aðallega byggð á veglegri uppskeruhátíð,
sem halda skyldi fyrir 1. deildarliðin — en einnig er
félagið hugsað sem hagsmunafélag 1. deildarleíkmanna.
Er félagið var stofnaö fyrr í
sumar var kjörin fimm manna
stjórn, sem í eiga sæti Vík-
ingarnir Ögmundur Kristinsson
og Heimir Karlsson, Sverrir
Einarsson úr Fram, Stefán Jó-
hannsson úr KR og Valsarinn
Grímur Sæmundssen. Heimir
og Ögmundur áttu hugmynd-
ina að stofnun félagsins.
Uppskeruhátíö sú sem
minnst var á, og á aö veröa
árviss viðburður. Þar veröur
krýndur Leikmaöur íslands-
mótsins og einnig efnilegasti
leikmaður ársins. Kjöriö fer
þannig fram aö tuttugu leik-
menn hvers félags hafa
atkvæöisrétt og ekki er leyfi-
legt aö greiöa leikmanni sama
liös atkvæöi.
Skv. heimildum Morgun-
blaösins er hugur innan raöa
knattspyrnumanna aö gera fé-
lag sitt aö sterku hagsmunafé-
lagi — og þaö sem fyrst og
fremst er í brennideplinum nú
eru tryggingamál leikmanna,
sem sums staöar a.m.k. virö-
ast hafa veriö í lamasessi. Fé-
lög sem þetta er íslenskir 1.
deildarleikmenn hafa nú stofn-
aö eru starfrækt í flestum
löndum Evrópu.
• Ögmundur Kristinsson annar
af frumkvöðlum aö stofnun fé-
lagsins.
Nauðsynlegt að styðja vel við
bak handboltamannanna strax
— rætt viö Gísla Halldórsson, formann ólympíunefndar.
Dregiö í happdrætti hennar á laugardag
„FYRIR TVEIMUR árum fór ólympíunefnd út í landshappdrætti sem gekk ágætlega — þjóöin tók því mjög
vel og styrkti þar meö tslenska íþróttamenn á Ólympíuleikana. Þegar sýnt var í vor aö handboltamenn
okkar ættu þess kost aö mæta til leiks þótti okkur sjálfsagt aö senda þá. Erfiö fjárhagsstaða nefndarinnar
leyföi þaö þó varla, þannig að fariö var út í nýtt happdrætti, sem staöiö hefur frá því í vor,“ sagöi Gísli
Halldórsson, formaöur íslensku ólympíunefndarinnar, er blm. Mbl. spjallaöi við hann í gær, en á laugardag
veröur dregiö í happdrætti nefndarinnar.
Gísli sagöi aö ólympíunefnd
heföi samþykkt aö greiöa ferðir og
uppihald fyrir handboltalandsliöiö
á leikunum, en ekki undirbún-
ingskostnaö nema happdrættið
gengi vel. .Nú er komiö aö loka-
dögum happdrættisins — það hef-
ur gengiö nokkuö vel, en þó ekki
eins vel og fyrra happdrættiö. Viö
vonum aö þeir sem eiga eftir að
greiöa miöa, sem þeir hafa fengið
senda, geri þaö svo viö getum
staöiö vlö skuldbindingar okkar
gagnvart handknattleikssamband-
inu.
Handboltamenn stóöu sig af-
bragösvel og tryggöu sér rétt til
þátttöku í úrslitakeppni HM 1986 í
Sviss. Þangaö til eru aöeins 17
mánuöir þannig aö á því ríöur aö
styöja vel viö bakiö á þeim þannig
aö þeir geti strax hafiö undirbún-
ing fyrir þá keppni. Takist liöinu aö
veröa meöal átta efstu í Sviss
tryggir þaö sér þátttökurétt á
Ólympíuleikunum í Seoul eftir fjög-
ur ár.“
Gísli sagöi aö enn vantaöi nokk-
uö upp á aö happdrættiö nú gengi
jafn vel og þaö fyrra — „en þetta
er eitt glæsilegasta happdrætti
sem boöiö hefur veriö upp á. Fjór-
tán úrvalsbifreiöir í boöi."
Ólympíunefnd hefur veriö
gagnrýnd fyrir fjölda aðstoöar-
manna og fararstjóra. Hvaö segir
þú um þá gagnrýni?
„Ólympíuleikarnir eru mun um-
fangsmeiri en menn grunar. Kepp-
endur nú voru um 8.000, liösstjór-
ar og fararstjórar um 4.000 og um
10.000 blaðamenn fylgdust meö
leikunum. Þess má líka geta aö ör-
yggisveröir voru um 40.000,
50.000 sjálfboöaliöar unnu viö
leikana og í launuðum störfum
voru um 18.000 manns. Menn
spyrja oft hvort rétt sé aö senda
svo marga fararstjóra og flokks-
stjóra, en þaö hefur sýnt sig aö
þeirra er mikil þörf. Og satt aö
segja höfum við alltaf veriö of fá-
liöuö. Þaö er kannski gott dæmi
um starf flokksstjóra aö lýsa einum
degi hjá siglingamönnunum. Þeir
voru tveir og meö þeim einn farar-
stjóri. Þeir kepptu í sjö daga og
stóö keppnin í tvo og hálfan tíma á
dag. Þeir voru eina klukkustund og
fimtán mínútur í bíl til og frá dval-
arstaö sínum niöur aö sjó, þar
þurfti síðan aö sjósetja, reisa segl
og ganga frá bátnum fyrir keppni,
síöan tók eina klukkustund aö
sigla aö rásmarkinu. Eftir keppnina
þurfti síöan aö ganga frá bátnum.
Þetta tók alls um tíu klukkustundir.
Oft þurfti aö dytta aö bátnum, og
þar sem aöeins einn flokksstjóri
var meö í feröinni uröu keppend-
urnir aö hjálpa honum viö þaö.
Keppendur frá öörum löndum
hvíldu sig allir meðan aðstoðar-
menn þeirra hugsuöu um bátana.
Þetta er lítiö dæmi um margþætt
starf aöstoöarmanna.
Einn daginn vildu þeir breyta
segli bátsins — töldu sig meö því
geta náö meiri hraöa. Þeir unnu
viö þaö frá því kl. átta um kvöldið
þar til kl. eitt um nóttina — kepp-
endurnir meö flokksstjóranum.
Þaö er náttúrulega ekki heppilegt
fyrir keppendur aö þurfa aö gera
slíkt. Viö þurfum aö losa keppnis-
fólkiö undan slíkum störfum í
framtíöinni."
Gísli gat þess aö á Ólympíuleik-
unum væri komiö upp litlu samfé-
lagi 140 þjóöa. „Allar þjóöir hafa
þar skrifstofu, og ég tel sýnt aö á
næstu Ólympíuleika veröi aö
senda menn meö viku fyrirvara til
aö undirbúa skrifstofuhald og sjá
til þess aö allt sé í röö og reglu
þegar hópurinn kemur. Viö komum
til Los Angeles kl 9 um kvöld og
þaö tók 6 klukkustundir aö komast
inn í Ólympíuþorpiö. Þaö stafaöi
m.a. af því aö viö höföum ekki sent
menn fyrr til aö ganga frá öllu. Þaö
vantaði t.d. rúm fyrir fjóra úr hópn-
um.“
Ert þú ekki á því aö árangur
íslendinga hafi verið mjög góöur
á leikunum?
„Jú, hann var einstæöur. Brons-
verölaun Bjarna, handboltalands-
liöiö í 6. sæti og Einar einnig i 6.
sæti í spjótkastinu. Þetta er gott
fyrir framtíö íþróttana í landinu.
Þaö er oft spurt aö því hvort við
eigum aö vera aö taka þátt í
Ólympíuleikunum. Ég tel þaö enga
• Gísli Halldórsson
spurningu. Viö eigum aö vera þar
meðal þorra þjóöa heimsins. Ég
held aö þess veröi ekki langt aö
bíöa aö allar þjóöir heims veröi þar
samankomnar og ég held aö þeir
sem ekki komu til Los Angeles séu
leiöir og sjái sig um hönd og komi
á næstu leika. Auglýsingagildi leik-
anna er einnig gífurlegt. Áætlaö er
aö um 2.500.000 manna horfi á
sjónvarpsútsendingar frá leikunum
og ég get nefnt sem dæmi aö
hálfrar mínútu auglýsing í sjón-
varpinu kostaöi álíka mikiö og allur
okkar kostnaöur viö þátttöku í
leikunum: um sjö milljónir krónal!
Auglýsingagildiö er því geysilega
mikið — meira en við getum kost-
að til á annan hátt jafn ódýrt."
Hvaö er framundan hjá Ólympí-
unefndinni?
„Númer eitt er aö gera yfirlit yfir
þaö hvernig okkur fórust verk úr
hendi. Viö förum gaumgæfilega yf-
ir árangur og aöstööu manna og
reynum aö sjá hvort betur er hægt
aö gera á einhverju sviði. Viö verö-
um einnig aö fara aö huga aö því
aö styöja og styrkja sérsambönd
fyrir næstu Ólympíuleika og hand-
boltamenn veröa þar fyrstir.
Keppnin i Sviss er í febrúar 1986.
Ég veit aö þeir hyggjast undirbúa
sig mjög vandlega en þaö kostar
mikiö fé. Þeirra ferðalög eru kostn-
aðarsöm en ekki verður hjá því
komist aö keppa viö margar þjóöir
á erlendri grund ef halda á liöinu í
heimsklassa."
Hvað segir þú um þær hug-
myndir aö senda fáa íþróttamenn
á leikana — þá sem eiga mögu-
leika á góöum árangri, og styrkja
þá enn frekar í undirbúningi sín-
um?
„I upphafi var meiningin aö
senda fáa keppendur til Los Ang-
eles — en mjög góöa. Því styrkti
ólympíunefndin einstaklinga í
fyrsta skipti. Talað var um aö
senda tíu menn en síöan atvikaöist
þaö þannig, aö fimmtán voru valdir
í júdó, frjálsar íþróttir, sund og lyft-
ingar. Á síöasta stigi undirbúnings
gafst handboltamönnunum síöan
kostur á aö fara og siglingarnenn
höföu staöiö sig svo afbragösvel á
mótum í Evrópu aö okkur þótti
sjálfsagt aö senda þá. Síðan bætt-
um viö þremur íþróttamönnum viö
sem dvöldu í Bandaríkjunum. Þau
höföu æft dyggilega þó þau heföu
ekki náö þeim heimsklassa sem
viö vildum. En þaö er stærsta von
íþróttamanns aö keppa á Ólympíu-
leikunum þannig aö okkur þótti
þaö sanngjarnt aö senda þau þar
sem þau voru ytra. Því fylgdi ekki
mikill kostnaöur."