Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1985 Jarðskjálfta- hætta á Ítalíu ristoia, ttalíu, 24. janúar. Al'. YFIR 100.000 manns í 14 þorpum í Apponnínafjöllum flúðu skelfingu lostnir af heimilum sínum í dag, eft- ir að almannavarnir á Ítalíu höfðu varað við því að stór jarðskjálfti kynni að vera yfirvofandi. Miklir skjálftar eru tíðir á þessum slóðum og er verið að gera ráðstafanir að koma skyndiþaki yfir höfuð fólksins, en því hefur verið ráðlagt að vera á varðbergi næstu 2—3 sólarhringa. Jarðfræðistofnun ftalíu mældi miðlungskippi á þessum slóðum í nótt og að fenginni reynslu er slíkt oft undanfari mikilla jarðskjáifta i þessum fjöllum. Telja jarðfræð- ingar að sá stóri muni koma á næstu 2—3 sólarhringum ef hann kemur á annað borð. Stærstu kippirnir í nótt og morgun voru 5 og 6 stig á svokallaðan Mercally- skala, en samsvarandi tölur á Richter-kvarða eru heldur lægri. Björguðu mannlausu skipi á Norðursjó Kaupmannahöfn, 24. janúar. AP. TÆPLEGA 600 tonna norskt strand- ferðaskip, Habe, sigldi með mikla slagsíðu um Norðursjó í nokkrar klukkustundir í gær, miðvikudag, eftir að áhöfninni hafði verið bjarg- að um borð í þyrlu, að sögn vakthaf- andi starfsmanns í miðstöð sjóslysa- varna í Danmörku. „Sem betur fer varð vélin elds- neytislaus," sagði hann. Habe var á leið til Noregs með járnfarm frá Danmörku, þegar slagsíða kom á skipið. Var kallað eftir aðstoð, þegar skipið var statt um 22 sjómílur vestur af Hirts- hals, sem er á norðvesturströnd Danmerkur. Sjóslysavarnirnar sáu svo um, að björgunarskipið Nordjylland var sent af stað frá Hirtshals, en þegar það var komið hálfa leiðina, hafði áhöfninni á Habe að eigin ósk verið bjargað um borð í danska björgunarþyrlu, sem kom- in var á vettvang, að sögn starfsmanns björgunarmiðstöðv- arinnar. Ham hafði hins vegar ekki hugmynd um, hvers vegna Norð- mennirnir drápu ekki á vélinni, áður en þeir yfirgáfu skipið. Mátti björgunarskipið Nordjylland elta Habe mannlaust í u.þ.b. tvær klukkustundir, áður en eldsneytið gekk til þurrðar og unnt var að taka skipið í tog. Var Habe dregið til hafnar í Skagen, sem er nyrst á Jótlands- skaga. Sprenging í Boeing-þotu Ij» l*az, Bólivíu, 24. janúar. AP. SPRENGJA sprakk á salerni aftast í Boeing 727-farþegaþotu sem var í áætlunarflugi milli La Paz og Miami í Flórída í dag. Einn farþegi lét lífid og leikur grunur á því að það hafi verið sjálfur sprengjuburðarmaður- inn. Flugmanninum tókst að lenda þotunni þrátt fyrir að miklar skemmdir hafi orðið í afturhluta hennar af völdum sprengjunnar. Sprengingin varð er aðeins fimm mínútur voru í lendingu og farþeginn sem lét lífið hafði farið inn á salernið um það bil fimm mínútum áður og hafði hann litla ferðatösku undir höndum. Það leikur því grunur á því að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk, en hvort hann ætlaði að fórna sjálfum sér í leiðinni eða að sprengjan sprakk af slysni er ekki vitað. Það er líka verið að athuga Möguleikann á því að sprengjunni hafi verið komið fyrir áður og far- þeginn verið hreinlega það ólán- samur að vera á staðnum er hún sprakk. Lávarðadeildin brezk útgáfa af „Dynasty" segir blaðið Times í London LoDdon, 24. janúar. AP. HIÐ sögulega upphaf á beinum sjónvarpsútsendingum frá lávarða- deild brezka þingsins fékk yfirlcitt lélegar undirtektir í brezkum blöð- um í dag. Kölluðu sum Lundúna- blöðin þetta sérvitra „sápuóperu", sem lofaði engu góðu um fram- haldið. Blaöið Times í London lýsti útsendingunni sem brezkri út- gáfu af sjónvarpsmyndaflokkn- um „Dynasty" með „mjög mörg- um skapgerðarleikurum. En söguþráðurinn var bæði laus í reipum og hlykkjóttur", segir blaðið. Blað kommúnista, Morning Star, tók svipaða afstöðu og kall- aði útsendinguna „sápuóperu með uppgjafaleikurum“. Blaðið Daily Express, sem er hægri sinnað, komst svo að orði: „Sjón- varpsvélarnar voru á röngum stað. Það sem máli skiptir, fer fram í Neðri málstofunni." Blaðið Financial Times, helzta fjármálablað Bretlands, var hins vegar á annarri skoðun og hrós- aði útsendingunni: „Utsendingin í gær leiddi í ljós, að áhorfendur hafa engu að tapa heldur allt að vinna með þessari nýjung." Talið er, að allt að 2 millj. áhorfenda hafi fylgzt með út- sendingunni í sjónvarpi. Lögreglan leitar ræn- ingja hins unga Springer ZUrich, 24. janúar. AP. ALLT ER á huldu um eðli hvarfs hins 19 ára gamla Sven Axel Spring- er, sonarsonar blaðakóngsins vest- ur-þýska, Axel Springer, en hann kom í leitirnar í nótt eftir að hafa verið saknað í þrjá daga. Óljósar fregnir bárust um að honum hefði verið rænt og mikils lausnargjalds Var Mengele handtek- inn í Vínarborg 1947? krafist, en svissneska lögreglan hef- ur hafið leit að óþekktum ræningj- um. Axel Springer neitaði því af- dráttarlaust að nokkuð lausnargjald hefði verið reitt af hendi. Sven Axel hvarf frá heimavist- arskóla sem hann hefur stundað nám við í Ziirich og var málið allt hið loðnasta þegar í stað. Það vakti ekki minni athygli, að dag- blaðið Bild, sem er augasteinn Ax- el Springer með 5,5 milljón ein- taka upplag, greindi frá hvarfi piltsins inni í blaði og ekki með neinum sérstökum uppslætti, á sama tíma og öll dagblöð Vestur- Þýskalands slógu málinu upp á út- síðum, meira að segja hin íhalds- samari blöð. Þótti umfjöllun Bild gefa til kynna að Sven Axel hefði ekki verið rænt þrátt fyrir allt en á móti komu aðgerðir lögreglunn- ar sem telur einhverjar líkur á því að piltinum hafi verið rænt. Dagblað í Genf lét þó í ljós efa og ritaði m.a. eftirfarandi um málið: „Var Sven Axel í raun og veru rænt, eða var þetta einfaldlega ríki strákurinn orðinn dauðleiður á heimavistarskóla sínum?" New York, 23. janúar. AP. Kínverjar setja lög um loft- og hljóðmengun l’eking, 24. janúnr. AP. STrOFNIIN Simons Wiesenthal í Los Angeles segir að nýfundin skjöl gefi til kynna að foringjar úr handarísku leyniþjónustunni hafi handtekið stríðsglæpamanninn Josef Mengele, yfirheyrt hann og sleppt honum síðan í Vín 1947. Samkvæmt öðru skjali, sem stofnunin birti, virðist Mengele hafa sótt um kanadískan ríkis- borgararétt 1962. Mengele, sem stjórnaði fanga- búðunum í Auschwitz og hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á dauði 400.000 manna, mun hafa sézt síðast í Paraguay á síð- asta áratug. Stjórn landsins neitar því að hann sé þar, en frönsku „nazistaveiðararnir" Serge og Beate Klarsfeld, sem áttu þátt I handtöku nazistans Klaus Barbies, telja að hann sé þar enn. Fyrra skjalið er bréf dagsett 26. apríl 1947 frá fyrrverandi foringja úr leyniþjónustu banda- ríska landhersins, Ben J.M. Gorby, til yfirmanns gagn- njósnaþjónustudeildar hersins í Vín. Gorby sagði að komið hefði fram í yfirheyrslum að Mengele hefði verið handtekinn I Vín að því er Gyðingapresturinn Marv- in Hier skýrði frá á blaða- mannafundi á Manhattan. En hann sagði að ekki hefðu fundizt önnur skjöl, sem sönnuðu yfir- lýsingu Gorbys. Tilraunir til að finna Gorby hafa ekki borið árangur. Síðara skjalið var bandarískt svar við kanadískri fyrirspurn um mann að nafni Josef Menke, sem hafði sent umsókn um kanadíska vegabréfsáritun frá Buenos Aires. Hier sagði að í svarinu hefði komið fram að Bandaríkjamenn hefðu talið að „Josef Menke væri hinn illræmdi dr. Josef Meng- ele“. Hann sagði að ekki hefði fundizt nokkur vísbending um hvort Mengele hefði fengið að koma til Kanada eða ekki. Forsætisráðherra Kanada, Brian Mulrooney, sagði í bréfi til stofnunarinnar að rannsókn væri hafin í málinu. Hier harm- aði að Bandaríkjastjórn hefði ekki farið að dæmi kanadísku stjórnarinnar. Kínverjar hyggjast setja lög til höfuðs loft- og hljóðmengun og eiga þau að ganga í gildi þegar á þessu ári. Eru þau liður í víðtækri um- hverfisverndarbaráttu þeirra, að því er fram kemur í dag í dagblaði því sem hið opinbera gefur út á ensku. Blaðið hefur eftir Xu Hongtao hjá umhverfisvarnarráði ríkisins, að Kínverjar verði að „læra sína lexíu af Bhopal-slysinu" á Ind- landi. Verksmiðjur sem losa sig við mengunarvaidandi efni munu verða látnar sæta þungum sekt- um, að sögn Xu Hongtaos. „Núver- andi sektir eru svo lágar, að það er ekkert aðhald í þeim,“ sagöi hann. Kínverjar hafa þegar sett lög um verndun vatns og sjávar og hafa í undirbúningi lagasetningu um geislavirk efni og verndun villtrar náttúru. Hin opinbera Xinhua-frétta- stofa sagði að á síðasta ári hefðu verið höfð afskipti af 150 aðilum í 22 héruðum, þar sem talin var hætta á mengun. Einnig voru 30 ár og vötn hreinsuð af mengun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.