Morgunblaðið - 14.02.1985, Page 18

Morgunblaðið - 14.02.1985, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Náttúrufræðasafn - Kjarvals- staðir náttúruvísindanna Vísindasafnift f Toronto í Kanada þykir mjög skemmtilegt og er geysivel sótt. — eftir Þór Jakobsson Miklir kuldar á meginlandi Evr- ópu og í Norður-Ameríku hafa gert mönnum lífið leitt undanfar- ið. íslendingar hafa hins vegar verið lánsamari og notið í ríkum mæli betra veðurs en þeir eiga að venjast á þessum árstíma. Veðurfar ræður miklu um lífsskilyrði dýra og manna — um samgöngur, atvinnuvegi og al- menna vellíðan. Veðrið er líka nátengt hafinu vegna margs konar víxláhrifa og óþarft er að minna á, hve snaran þátt sjórinn, og margt sem í honum býr, á í gangi þjóð- lífsins. Þannig eru margslungin tengsl milli hinna fjölbreytilegu loft- strauma sem líða yfir landið, hafs- ins umhverfis, landsins sjálfs og dýra og manna. Við erum háð náttúrunni þrátt fyrir iðnvæðingu og tæknilegar framfarir á mörg- um sviðum. í rauninni eru það öfugmæli að telja sig óháðan þeim gjöfum náttúrunnar, sem treyst er á í lífsbaráttunni. Það er því lífsnauðsyn íslensku þjóðinni að þekkja umhverfi sitt vel og stunda rannsóknir á nátt- úru lands síns. Hún þarf að hafa náttúruvísindin í hávegum. En vísindin eru ekki ill nauðsyn. Þau eru ánægjuauki og svala forvitni manna. Þannig á að kynna náttúr- una og rannsóknir á eðli hennar, náttúruvísindin, að þau auðgi anda manna og víkki sjóndeild- arhringinn. Það er mikilvægt að koma vísindalegum fróðleik á framfæri vítt og breitt, svo að öll- um gefist tækifæri til að fræðast hver á sína vísu. Ein öld eða tvær? Nokkuð hefur verið minnst á það í fjölmiðlum undanfarið, að tímabært væri að reisa náttúru- fræðasafn — eða vísindasafn eins og sumir áhugamenn vilja kalla staðinn. Hið íslenska náttúru- fræðifélag var stofnað til að koma safni á fót. En bráðum er liðin öld og ekki bólar á safninu. Líður önnur öld áður en safnið rís? Vonandi ekki, en húsið sprett- ur ekki upp úr jörðinni án tilstuðl- an áhugamanna og skilnings þeirra sem valdið hafa. Hér þurfa allir að leggjast á eitt, ungir sem aldnir, náttúrufræðingar, þeir sem sækja björg í bú í gróðurmold eða djúpum hafsins, kennarar, foreldrar og margir fleiri. Fengur yrði að því fyrir ferðaþjónustuna i landinu að geta boðið erlendum ferðamönnuin í veglegt náttúru- fræðasafn á höfuðborgarsvæðinu. Fyrr í vetur blés Náttúrufræði- félagið í herlúðra, hvatti menn til að hefjast handa og þoka málinu áleiðis. Undirtektir urðu góðar og hefur 10—12 manna hópur áhuga- manna komið saman alloft síðan og velt fyrir sér, hvernig væntan- legt safn skyldi verða að ytri og innri gerð. Ýmislegt er á döfinni til aft kynna hugmyndir hópsins al- menningi og stjórnvöldum. Ætlunin er að hafa safnið skemmtilegt þar sem nýjustu tækni er beitt til að koma upplýs- ingum á framfæri og lokka safn- gesti til þátttöku. Söfn af slíku „Sækjum í okkur veðriö og linnum ekki fyrr en risið hafa af grunni „Kjarvalsstaöir náttúruvísindanna'S ís- lenskri æsku og al- menningi til gagns og gamans. tagi eru komin víða erlendis og eru mikið sótt. Byrjum! í niðurlagi greinar sem ég skrif- aði í Félagsbréf hins íslenska náttúrufræðifélags í nóvember síðastliðnum tók ég svo til orða: „Sækjum í okkur veðrið og linnum ekki fyrr en risið hafa af grunni „Kjarvalsstaðir náttúruvísind- anna“, íslenskri æsku og almenn- ingi til gagns og gamans." Já, það yrði sómi að slíku húsi hér í höfuðborginni, engu síður en Kjarvalsstöðum — og færi t.d. vel í Vatnsmýrinni í grennd við Nor- ræna húsið. En hálfnað er verk þá hafið er. Húsið þarf ekki endilega að þjóta upp eins og gorkúla. Tréð tekur að vaxa jafnt og þétt skömmu eftir gróðursetningu, ekki síst ef það fær góða aðhlynningu. Veljum okkur góðan stað fyrir náttúru- fræðasafn strax í vor og áður en langt um líður kemur að fyrstu skóflustungunni — og safnið tekur að rétta úr kútnum jafnt og þétt. Að öld liðinni mun það hafa dafnað lengi, þúsundum íslend- inga og erlendum gestum til gagns og gleði. Vísindin efla alla dáð, kvað Jónas náttúrufræðingur Hallgrímsson eins og kunnugt er. En safnið mun efla vísindin í landinu: þar munu verða mörg spurul augu og margir ungir gest- ir lokkaðir til ævistarfs í þágu vís- indanna. Dr. Þór Jakobsson reðuríræðingur er í varastjórn Hins íslenska nátt- úrufræðifélags og oddriti sam- starfs um rísindasafn. Hvers á íslenskur sam- keppnisiðnaður að gjalda? — eftir Sigurð Sveinbjörnsson Það hefur verið lenska í seinni tíð, þegar menn hafa rætt um þróun íslensks atvinnulífs að nefna iðnað sem þann burðarás, sem helst verði að treysta á í framtíðinni. Stjórnmálamenn, og jafnvel kerfismenn, hafa haft um iðnaðinn mörg fögur orð og tekið svo stórt upp í sig, að á hann verði að treysta ef atvinnulífið eigi að geta veitt fleiri áhugaverð og líf- vænleg störf á næstu árum og ára- tugum. Ekki er ætlunin að draga með þessu greinarkorni úr þessum frómu orðum, en þó verður ekki hjá því vikist, að mörgum okkar sem störfum í iðnaðinum í dag finnst eins og bilið milli orða og gerða breikki stöðugt. Þessu til áréttingar vil ég benda á dæmi, sem stendur mér og samstarfs- mönnum mínum næst. Samkeppnisfær framleiösla Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörns- sonar hf. hefur á undanförnum ár- um framleitt 350 togvindur í allar gerðir skipa. Þessi framleiðsla fyrirtækisins hefur að sjálfsögðu breyst í tímans rás enda kapp- kostar fyrirtækið að fylgjast vel með nýjungum á þessu sviði og ekkert til sparað í þeim efnum. Staðreyndin er líka sú, að í dag stenst þessi framleiðsla fullkom- lega erlenda samkeppni bæði hvað varðar verð og gæði. Áratugareynsla á þessu sviði ásamt með góðum starfsmönnum, víðtækri vélvæðingu og nútíma tækniþekkingu hefur stuðlað að þessum árangri. Ágæt samvinna við viðskiptavini hefur þar einnig haft sitt að segja. En þá spyrja menn, Hvað er þá að, úr því framleiðslan uppfyllir bæði kröfur um verð og gæði? Betri kjör erlendra aöila Þrátt fyrir næga eftirspurn og áhuga fyrir umræddum togvind- um hefur salan dregist saman hin síðari misseri. Og fyrirtækið, sem áður hafði nær 40 manns í vinnu, er nú með 20—25 menn. Ástæður fyrir þessari þróun — á sama tíma og framleiðslan stenst kröfur um verð og gæði — er einfaldlega sú, að erlendir sam- keppnisaðilar bjóða mun hagstæð- ari greiðslukjör en innlendum fyrirtækjum er gert kleift. Hvað varðar tæki eins og um- ræddar togvindur, þá bjóða hinir erlendu samkeppnisaðilar nú 85% andvirðis þeirra að láni til 3ja og 5 ára. Á sama tíma getum við aðeins vísað á hugsanlegt lán frá Fisk- veiðasjóði, sem gæti numið 50% Sigurftur Sveinbjörnsson „Ég þekki ekki til yfir- valda í nokkru ööru landi, sem bera ábyrgö á hag iönaöar og viö- skipta, sem hafa horft á slíka þróun líöast án þess að grípa til viðeig- andi ráöstafana.“ andvirðisins. Að vísu er mögulegt að fá annað lán til viðbótar í gegn- um viðkomandi viðskiptabanka úr Útflutningslánasjóði. En í þeim efnum er alls ekki á vísan að róa, því bæði eru þessi lán í reynd á ábyrgð framleiðandans og eins hitt, að fjármunir á þeim bæ eru ekki alltaf til reiðu þegar til á að taka. Niðurstaðan er því sú nú orðið, að viðskiptavinurinn snýr sér að erlenda framleiðandanum — hann býður einfaldlega betri kjör. Á sama tíma hjala þeir aðilar hér á landi, sem eiga að sjá um að inn- lendum fyrirtækjum sé gert mögulegt að bjóða sömu kjör og samkeppnisaðilarnir, um nauðsyn á stóreflingu nýiðnaðar og að fyrirtækin herði sig þar að auki í sókn á erlenda markaði. Hver sefur á verðinum? Undanfarið hafa bankarnir keppst við að gera hosur sínar grænar fyrir sparifjáreigendum og sjá greinilega ekki eftir krón- unum í þeirri viðleitni. Þess væri óskandi að sami ákafinn gripi um sig hvað varðar fyrirgreiðslu í samkeppni, hvort heldur er á inn- lendum eða erlendum mörkuðum. Við, sem stöndum í þeim spor- um að þurfa að draga saman segl- in við framleiðslu samkeppnis- hæfra vara, og þurfa jafnvel að beina kröftum tæknimanna okkar að því að selja erlendar vörur af sama toga, hljótum að lýsa ábyrgð á hendur yfirvöldum, sem — þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar — hafa látið sig þessa þróun einu gilda. Hér er ekki einasta við banka að sakast; yfirvöld viðskipta- og iðn- aðarmála eiga væna sneið af þess- ari ókræsilegu köku. Ég þekki ekki til yfirvalda í nokkru öðru landi, sem bera ábyrgð á hag iðnaðar og viðskipta, sem hafa horft á slíka þróun líðast án þess að grípa til viðeigandi ráðstafana; ráðstafana sem duga til þess að framleiðsla, sem er að öðru leyti samkeppnis- fær nái fótfestu á mörkuðunum. Annar möguleiki er þó fyrir hendi, en hann er sá, að umrædd yfirvöld hafi ekki hugmynd um þá þróun sem rakin hefur verið í þessum fáu línum og eru aðeins eitt dæmi af mörgum. Ef sú er raunin er ekki seinna vænna að þau kynni sér ástandið og kippi því í liðinn. Að öðrum kosti verður sérhver rödd, sem þaðan heyrist um þýðingu íslensks iðnaðar — einkum samkeppnisiðnaðar — hjáróma í hæsta máta. Sigurður Sreinbjörnsson er for- stjóri Vélarerkstæðis Sig. Srein- björnssonar hf. Fræðslufundir fyrir kennara FJÓRIR fræftslufundir fyrir kenn- ara verfta haldnir í Kennslumiftstöft- inni, Ijiugavegi, á næstunni. Hinn 21. febrúar frá klukkan 15 til 18 verður fundur sem fjalla á um skipulagningu móðurmáls- kennslu. Næsti fundur verður 27. febrúar og þriðji fundurinn 5. mars frá klukkan 15 til 18. Þessir tveir fundir fjalla um myndgrein- ingu/myndlestur. Síðasti fundur- inn, fimmtudaginn 7. mars, verður tengdur talþjálfun og verður hann frá klukkan 15 til 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.