Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 72SIÐUR B 56. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Walesa í 3 ára fangelsi? Varejá, 7. ure. AP. LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu í Póllandi, fékk í dag kvaðningu um að mæta í yfirheyrslu hjá saksóknara fyrir að hafa hvatt til óláta og að skipuleggja ólöglegar mótmælaaðgerðir. Walesa á að mæta á laugardagsmorgun klukkan 9.00 og hann á yfir höfði sér allt að 3 ára fangelsi ef hann verður sekur fundinn. Saksóknarinn i Gdansk, heimaborg Walesa, hafði varað hann við því að hann gæti hlot- ið allt að 5 ára fangelsisdóm ef hann léti ekki af ýmsu athæfi sem stjórnvöld flokka undir glæpsamlegt. Walesa hélt sínu striki og nokkrir samstarfs- manna hans í hinum ólöglegu verkalýðsfélögum hafa einnig verið boðaðir í yfirheyrslur fyrir svipaðar sakir. Chernenko fjarverandi Moakn, 7. mire. AP. KONSTANTIN Chernenko, æðsti ráðamaður Sovétríkjanna, var hvergi sjáanlegur er haldið var upp á hinn árlega baráttudag kvenna í Bolshoi- leikhúsinu í Moskvu í dag. Aðrir helstu ráðamenn landsins voru þar samankomnir. Fjarvera Chernenkos renndi fleiri stoðum undir þá vis-<u að hann á við alvarleg veikindi að stríða. Á samsvarandi degi fyrir ári, var Chernenko broshýr takandi á móti blómum frá litlum börnum, kyss- andi þau fyrir og klappandi á koll- inn. Leiðtoginn sást nýlega í tveim- ur sjónvarpspistlum og var þá las- legur í meira lagi. Það vakti at- hygli, að Michail Gorbachew sat á milli Nikolai Tikhonov forsætis- ráðherra og Andrei Gromyko utan- ríkisráðherra, en það þykir undir- strika að Gorbachew sé sá sem sæti Chernenkos hreppir. Lokasókn írana sögð vera á næsta leiti NikÓBÍa og Itaghdad, 7. mara. AP. ÍRANIR og írakar héldu í dag áfram mikilli fallbyssu- og eldflauga- skothríð á landamæraborgir hvors annars á sama tíma og talsmenn „Mujahedeen“, stjórnarandstæð- inga í íran, sögðust hafa eftir ónafn- greindum heimildarmönnum innan Iranshers, að Khomeini erkiklerkur myndi fyrirskipa stórfellda árás á fr- aka á næstu dögum. Mannfall varð all mikið í borgunum við landamær- in í dag og stríðsailar báðir létu sem vind um eyru þjóta hvatningar frá Sameinuðu þjóðunum að láta af skothríðinni. í yfirlýsingu þeirra Mujahed- een-félaga segja þeir að stjórnvöld í Teheran hafi undirbúið stórsókn nú síðustu mánuðina og hún hefði komið til framkvæmda fyrir mán- uði síðan ef stjónvöldum gengi ekki jafn illa að flytja til herdeild- ir og raun ber vitni. Segja Muja- hedeen-menn að stórsóknin sé nú yfirvofandi og hún muni hefjast sunnarlega á víglínunni. Þetta segja Mujahedeen-félagar vera leið Khomeini til að halda völdum, hann standi nú og falli með áframhaldandi stríði. írakar skutu á að minnsta kosti þrjár íranskar borgir, aðallega Dezful, þar sem 12 manns létu líf- ið og 123 særðust. franir svöruðu með því að skjóta af fallbyssum á Basra þrívegis og einu sinni á Þannig var umhorfs í verslunarsal Herties eftir að sprengjan sprakk. AP/Símamynd Hryðjuverk í verslun Dortmnnd, 7. mare. AP. ÖFLUG sprengja sprakk í verslun- arsal stórverslunarinnar Herties í Dortmund í dag með þeim afleið- ingum að 9 manns slösuðust al- varlega, tveir þeirra eru í lífshættu. „Rauði herinn“, arftaki Baader- Meinhof-hryðjuverkahópsins, lýsti ábyrgð á hendur sér og hótaði fleiri hryðjuverkum á næstunni. Sprengjunni hafði verið komið fyrir undir borði nærri pen- ingakössunum og talsverð ös var þar er sprengjan sprakk. Skömmu síðar hringdi síminn hjá dagblaði í borginni og maður sem kynnti sig sem Christian Klar sagði Rauða herinn bera ábyrgð á verknaðinum. Réttar- höld standa nú yfir, yfir hinum raunverulega Christian Klar fyrir morð og hryðjuverk. Lög- reglan leitar einnig tveggja manna sem sáust bauka við borðið, þar sem sprengjan var undir, rétt áður en hún sprakk. Hungurdauði vofir yfir sjö milljónum Súdana Khartoum, Súdan, 7. mars. AP. BANDARÍSKIR embættismenn sögðu milljón Súdana innan tveggja mánaða, leik ekki afstýrt. Súdanir eru 21 milljón talsins, hér er því um þriðjung þjóðarinn- ar að ræða. Það eru þurrkar og hungursneyð sem herja á fólkið eins og í nágrannaríkinu Eþíópíu og fleiri nærstöddum Afríkuríkj- um. George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið á ferðalagi um þurrkasvæðin að undanförnu, síðast var hann á leið í dag, að ef aðstoð bærist ekki til 7 yrði ómælanlegum mannlegum harm- til Níger, þar sem þurrkarnir hafa staðið í rúm þrjú ár og minnkað uppskeru um meira en helming. Bob Brown, forstöðumaður al- þjóðafyrirtækis í Súdan sem vinn- ur að uppbyggingu atvinnuvega sagði í dag, að fyrirsjáanlegt væri að gífurlegur matarskortur yrði, ekki bara í Súdan, heldur víðar í Afríku, á næstu mánuðum og eina vonin væri aukin aðstoð erlendra ríkja. „Það er möguleiki að bjarga einhverju ef aðstoð berst strax,“ sagði Brown. Er Bush hvarf frá Súdan, sagði hann að skilnaði á fréttamanna- fundi að yfirvöld í Súdan ættu að kappkosta að semja um frið við skæruliða sem berjast gegn stjórnvöldum, og að hefja olíu- vinnslu sem fyrst, en mikil olía er ónýtt í jörðu í landinu. borgina Mandali i sömu mund. Manntjón varð talsvert, en tölur voru þó ekki gefnar upp. Mörg hús beggja vegna landamæranna hrundu í sprengjuregninu. t Dezf- ul var stærsta sjúkrahús borgar- innar jafnað við jörðu, en sjúkl- ingar höfðu verið fluttir á öruggan stað. Við þetta má bæta, að írakar sögðust hafa skotið exocet-skeyt- um að olíuflutningaskipi skammt frá olíuhöfn írana á Kharg-eyju. Þessi árás fékkst ekki staðfest af öðrum en Irökum sjálfum og sögð- ust þeir hafa valdið umtalsverðu tjóni á skipsskrokknum. Misheppnuð ófrjósemisaðgerð: Eiga von á sex- burum Kittery, Maine, 7. marz. AP. Dick Perham, vélvirki í skipa- smíðastöð, sem í september gekk undir ófrjósemisaðgerð þar sem sáðrásir hans voru rofnar, sagð- ist í „sjöunda himni“ í dag eftir að hafa fengið staðfest að þau hjónin ættu von á sexburum í sumar. Eiginkona Dicks, Kim, á von á sér 28. júlí næstkomandi. Eiga þau hjón tvo syni fyrir, 2ja ára tvíbura. „í sumar eig- um við átta börn undir þriggja ára aldri,“ sagði Dick Perham í samtali við AP. Vitað er að fjórir sexburanna a.m.k. eru meybörn. Þegar um margbura er að ræða tengist það oft notkun frjósemislyfja, en svo er ekki um að ræða i þessu tilviki. Konan tók þó inn hormónalyf um það leyti sem hún varð þunguð, en talið er að ekkert samband sé á milli lyfjanna og margburanna. Læknar segja að skýra megi tilurð sexburana með því að getnaður hefði átt sér stað tvisvar eða þrisvar með nokkurra daga millibili. Dick Perham er 33 ára vélv- irki í skipasmíðastöð sjóhers- ins í Kittery við Portsmouth. Sáðrásir hans voru rofnar í september og var honum tjáð að hann yrði ekki ófrjór fyrr en að minnsta kosti eftir tvo mán- uði. Fór hann ekki í skoðun hjá lækninum, sem aðgerðina framkvæmdi, eins og til var ætlast, gerði einfaldlega ráð fyrir að aðgerðin hefði heppn- ast. Treysti hann og vinnufél- ögunum, sem töldu honum trú um að 8—10 vikum eftir að- gerðina þyrfti hann engu að kvíða, sú væri reynsla þeirra allra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.