Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 til kl. 03 Hinir frábæru stuðarar KAKTUS leika. Aldreí betri. Húsiö opnaö kl. 19.00. Borðapantanir fyrir matargesti í síma 99-1356. Sjónvarp á barnum. í Jm Enginn aögangs- ; _ fyrir -00. £ Aögangseyrir eftir •''jkþ ® , f { kl. 22.00 kr. 170. ' '• V/ ■ —oJnuhóll— Athugasemd við túlkun Jó- hönnu Sigurðardóttur á ágrein- ingi vegna fundar 8. mars ?r SELFOSSI eftir Sigurlaugu S. Gunnarsdóttur Uppruni alþjóðlegs baráttudags kvenna er órjúfanlega tengdur bar- áttu verkakvenna gegn tvenns kon- ar undirokun: sem konur vegna kyns síns, og sem stétt vinnandi fólks vegna stöðu sinnar gagnvart framleiðendum og fjármálavaldi. — 8. mars 1857 gengu saumakon- ur í New York á götunum með kröf- ur um betri vinnuaðstæður og kosningarétt. — Arið 1871 tóku þúsundir kvenna þátt í götubardögum til jafns við karla, gegn kúgurunum í Frakklandi. Það var á dögum Par- ísarkommúnunnar, einnar mestu uppreisnar verkalýðsstéttarinnar í Evrópu. — I upphafi aldarinnar gekk gíf- urlegur fjöldi kvenna í verkalýðs- félög í Þýskalandi. Sósíalistinn Clara Zetkin, stofnfélagi Annars alþjóðasambands verkalýðsins (1889) virkjaði margar þessara kvenna í þýska Sósíalistaflokknum. — í mars 1917 var kröfuganga tugþúsunda rússneskra kvenna í Pétursborg gegn keisaranum. Árið 1910 tók Clara Zetkin frum- kvæði að því á alþjóðlegri ráð- stefnu sósíalískra kvenna í Kaup- mannahöfn, að samþykkt var að undirbúa árlega kvennadag sem al- þjóðlegan baráttudag. Árið 1921 gerði þing Þriðja alþjóðsambands kommúnista 8. mars að slíkum degi. I ár eru liðin 75 ár frá ráðstefn- unni í Kaupmannahöfn. 75 árum síðar njóta konur aðeins formlegra réttinda sem þjóðfélagsþegnar. Á vinnumarkaðnum eru þær í verstu störfunum. Þær eru lægst launað- ar. Iðngreinar þar sem þær eru fjölmennar lúta sérstökum upp- BPOADWAy Ekkí nokkru lagi Kkt er algeng sögn hjá fólki sem farið hefur í Broadway á hina stórkostlegu skemmtun með og stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar. Þessi skemmtun er svo sannarlega þess viröi aö mæta á — hvergi betri skemmtun og hvergi meira fjör. \\ iötunPar’ Pr‘n#l ttá Co ,venl Garden’ ítyrsia Breta- Stórhljómsveit Gunnars Þóröarsonar ásamt söngvurunum Björgvini Halldórs- syni, Sverri Guöjónssyni og Þuriöi Siguröardóttur leika svo fyrir dansi. Aögangseyrir eftir kl. 23.00 kr. 190. Minni fyrirtæki og stofnanir, þaö er góö hugmynd aö hakJa árshátíöina meö Rió i Broadway. Þar fær fólkiö kvöWverö og stórkostlega skemmtun fyrir lágt verö. REISUR Flug, gietmg 12 MMur og •dgAngumldi Frá Akureyri kr. 4451 Frá iMfiröi kr 4403. LáHió frekari upplfiingá á rikMkfHtlofiMi sagnarreglum sem skeröa hag þeirra. Mikill meirihluti íslenskra kvenna er á vinnumarkaðinum. En verkakonur njóta ekki fyrirgreiðslu fyrir börn sín í dagvistun. Innan skólakerfisins er verið að gera að- för að börnum vinnandi fólks. Stúlkur verða þar undir. Innan heilsugæslu er ráðist á almennan rétt samfélagsþegna til þess að halda heilsu. Konur yfirtaka sam- kvæmt hefð umönnun sjúkra, aldr- aðra og félagslega afskiptra. í dag hafa konur ekki formlega rétt til þess að ákveða hvenær þær vilja eignast börn, en með jöfnu millibili verða takmörkuð réttindi þeirra í þeim efnum fyrir árásum. Við sem stöndum að baráttu- fundi 8. mars undir kjörorðinu „gegn launastefnu ríkisstjórnar- innar", höfum lítinn áhuga á form- legum réttindum. Við tökum af- stöðu til hlutanna eins og þeir liggja fyrir. Við viljum verja konur gegn að- för ríkisstjórnar atvinnurekenda. Við viljum þessa ríkisstjórn feiga. Okkur er engin launung á því. Við viljum sigur til handa kennurum í baráttu þeirra. Við viljum breyta aðstæðum fiskvinnslukvenna. Við viljum gera lærdómana af verkfalli BSRB almenna: að það verði að berjast. Við viljum styðja og njóta stuðnings kvenna í öðrum löndum, eins og t.d. Nicaragua þar sem kon- ur berjast og deyja til varnar kyn- systrum sínum og löndum. Af þessum ástæðum getum við ekki samfylkt með konum sem styðja ríkisstjórnina. Það er ekki hægt að leggja slík ágreiningsmál á hilluna. Það væri niðurlæging fyrir kennara að taka höndum saman við menntamálaráðherra um málefni kvenna. Það er ósmekklegt að ætla að samfylkja ungum sjálfstæðum konum með Sjálfstæðisflokkskonum sem eru á móti frjálsum fóstureyðingum. Og það er villandi að gefa yfirlýsingar um réttindi kvenna í samvinnu við aðila sem eru virkir gegn slíkum réttindum. 8. mars er alþjóðlegur baráttu- dagur vinnandi kvenna. 1. maí er alþjóðlegur baráttudagur verka- lýðsstéttarinnar. Þetta skal í heiðri haft. Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir er Íuíltrúi Krennafylkingar Alþýðu- bandalagsins regna undirbúnings baráttufundar 8. mars. Hallur Helgason Dnnur Berg Elfarsdóttir Að vera ungur í Hafnarfirði í TILEFNI af ári æskunnar stendur Stefnir, félag ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, fyrir fundi sem er opinn öllu ungu fólki í Firðinum. Fundurinn er í hádeginu á morgun, laugardag, og verður þar tekin til umræðu sú aðstaða, sem ungu fólki er sköpuð í bænum til athafna á sviði íþrótta- og skemmtanalífs. Hvernig er að vera ungur Hafn- firðingur? Það er spurningin, sem leitað verður svara við á fundinum. Frummælendurnir koma báðir úr Flensborgarskóla. Þeir eru Hallur Helgason, formaður nemendafé- lagsins í skólanum, og Unnur Berg Elfarsdóttir. Að loknum framsögu- erindum eru opnar umræður. í fréttatilkynningu frá Stefni segir: Félagsaðild að Stefni er ekki nauðsynleg til inngöngu og vill Stefnir skora á ungt fólk að fjöl- menna á fundinn sem og aðra þá er láta sig málefni ungs fólks í Hafn- arfirði einhverju varða. Fundurinn verður haldinn í veit- ingahúsinu Gafl-Inn við Dalshraun á annarri hæð. Hann hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til klukkan tvö. Matarverð er aðeins 180 krón- Opiö hus hja MIR Opiö hús verður í félagsheimíli MÍR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 9. mars kl. 14. Gestir félagsins verða úr röðum starfsfólks sovéska sendiráðsins og munu þeir segja frá eigin reynslu og kjörum alls almennings í Sovétríkjunum á stríðsárunum 1941—1945. Einnig verður fjallaö um hópferö MÍR til Sovétríkjanna næsta sumar. Kaffiveit- ingar. Öllum er heimill aðgangur, en þeir sem hafa bókað sig í hópferðina eru sérstaklega hvattir til að koma. Stjórn MÍR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.