Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 8. MARZ 1985 „B^inar falsanir til að blekkja húsbyggjendur" — segir Víglundur Þorsteinsson hjá BM Vallá um verðsamanburð talsmanns Steypustöðvarinnar Óss hf. „Talsmaður Steypustöðvarinnar Oss beitir beinum föisunum í viðtal- inu til að blekkja húsbyggjendur. Hann ber verðskrár okkar án allra staðgreiðsluafslátta saman við verð að frádregnum staðgreiðsluafslætti hjá Ósi, en eins og fra m hefur kom- ið í Mbl. er staðgreiðsluafsláttur BM Vallá hf. að minnsta kosti eins hár og hjá Ó8i,“ sagði Víglundur Þor- steinsson, forstjóri Steypustöðvar- innar BM Vallá hf. í samtali við blaðamann í gær þegar hann var inntur álits á verðsamanburði sem Kristján Guðjónssom markaðsstjóri Steypustöðvarinnar Óss, gerði í við- tali sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Hann komst þar að þeirri ■ niðurstöðu að húsbyggjandi gæti sparað sér 72 þúsund kr. með því að kaupa steypu af Ósi í stað BM Vallá hf. miðað við kaup á 150 rúmmetnim af steypu. „Þetta er þó ekki eina blekking- in í þessu viðtali," sagði Víglund- ur, „hann heldur því fram að ós hf. sé með mjög strangt innra og ytra gæðaeftirlit. Verkfræðingur fyrirtækisins stjórni innra eftir- litinu og Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins hafi eftirlit með ytra gæðaeftirlitinu. í samtali sem ég átti í dag við Hákon Ólafsson, forstöðumann Rann- sóknastofnunar byggingariðnað- arins, kom fram að sú stofnun annast ekkert ytra eftirlit fyrir Ós Kjartan Jóhannsson, um samskipti Jóns Baldvins og krataflokka á Norðurlöndum: „Er um samsafnaðan misskilning að ræða“ „ÉG HELD að það sé mikilvægt fyrir okkur að hafa mikii samskipti við aðrar þjóðir, og þá ekki síst Norðurlandaþjóðirnar. Ég lít ekki þannig á að það hefði verið íhlutun í innanríkismál okkar, ef Anker Jfgensen hefði talað á fundi hér á landi, ekki síst með það í huga að við þurfum líka að fá tækifæri til þess að koma skoðunum okkar á framfæri erlendis,“ sagði Kjartan Jóhannsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, er hann var spurður álits á þeirri snurðu sem virðist hafa hlaupið á þráðinn í samskiptum Alþýðuflokksins á ís- landi undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, við aðra krata- flokka á Norðurlöndum. „Varðandi umræðu um Norð- urlöndin sem kjarnorkuvopna- laust svæði, þá hefur það verið skoðun okkar í Alþýðuflokknum að við ættum að taka þátt í þeirri umræðu, vegna þess að þetta skiptir máli fyrir okkur,“ sagði Kjartan. Kjartan sagðist líta svo á að umræðan um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum væri eins konar tilboð um það að Norðurlöndin yrðu áfram kjarnorkuvopnalaus, svo framarlega sem það yrði til þess að draga úr spennu og hefði þau áhrif að Sovétríkin drægju úr vígbúnaði sínum á jöðrum þessa svæðis. Þetta sagði Kjartan að hefði verið skoðun alþýðu- flokksmanna og hann sagði auk þess að þetta væri skoðun jafn- aðarmannaflokkanna í Noregi og Danmörku. „Það hefur aldrei komið til umræðu í þeirra hóp, að hér yrði um einhliða yfirlýs- ingu að ræða,“ sagði Kjartan. Kjartan sagðist telja að þetta væri einnig skoðun Jóns Bald- vins, þannig að hann sæi ekki hvar stefnubreyting ætti að hafa orðið hjá einum eða neinum. „Virðist mér sem hér sé um sam- safnaðan misskilning að ræða,“ sagði Kjartan. Kjartan var spurður hvort hann teldi að ádrepur þær sem Jón Baldvin hefur sent krata- flokkum á Norðurlöndum, ættu eftir að hafa í för með sér minnkandi samstarf og kólnandi sambúð: „Ég ætla að vona að það verði ekki og ég vil ekki trúa því að það gerist. Við höfum átt ágæta samvinnu við þessa aðila. Það getur verið að misskilningur af þessu tagi sé erfiður um stundarsakir, en ég ætla að vona að það verði aðeins skamma hríð, ef svo verður." Bjarni P. Magnússon: „Stunda það ekki að rægja félaga mína“ „ÉG HEF skriflega yfirlýsingu um það að Sjónvarpið sagði þetta aldr- ei, enda gerði ég þetta ekki,“ sagði Bjarni P. Magnússon, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Al- þýðuflokksins er blm. Mbl. spurði hann hvað hefði búið að baki hjá honum er hann fékk útskrift af sjónvarpsþætti frá 11. desember sl. þar sem Jón Baldvin Hannibals- son formaður Alþýðuflokksins not- aði orðið „Finlandisering". í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Jóni Baldvin að hann hafi fengið upplýsingar í Sjónvarpinu þess efn- is að Bjarni hafi með ofangreind- um hætti komið útskrift þáttarins frá í desember á framfæri við Finna. Bjarni sagði að sl. þriðju- dagskvöld hefðu verið gestir hans framkvæmdastjóri Menn- ingar- og fræðslusambands al- þýðu á Norðurlöndum og núver- andi framkvæmdastjóri Nor- rænu jafnaðarmannahreyf- ingarinnar og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri sömu hreyfingar. Þeir hefðu farið þess á leit við sig að hann útvegaði þeim út- skrift Kastljóssþáttarins sem var á dagskrá sjónvarpsins þá um kvöldið, en þá voru þeir Ank- er Jorgensen og Jón Baldvin Hannibalsson gestir þáttarins. Það hefði hann gert, og væri sú útskrift með öllu óviðkomandi þættinum frá 11. desember sl. þar sem títtnefnd ummæli Jóns Baldvins um „Finlandiseringu" hefðu komið fram. „Fyrir mér vakti ekkert annað en það, að verða við ósk þessara vina minna. Ég ástunda það ekki að rægja félaga mína og vil það ekki,“ sagði Bjarni. vegna þess að þeir geta ekki hafið það fyrr en Os hefur komið sér upp innra gæðaeftirliti, sem þeir hafa enn ekki gert. Þeir eru því að hlaupa á undan sjálfum sér í þessu efni. Fyrst verið er að tala um gæða- eftirlit get ég nefnt að við rekum okkar eigin rannsóknarstofu sem annast allt gæðaeftirlit fyrirtæk- isins. Þar er verkfræðingur í fullu starfi og með honum starfar að- stoðarmaður. Að auki erum við í samvinnu við ráðgjafarverkfræði- stofu hér í bæ sem hefur eftirlit með okkar eigin innra eftirliti." Kristján segir í viðtalinu að ós telji sig vera með betri steypu en hingað til hafi verið í boði. Víg- lundur sagði um þá fullyrðingu: „Þetta eru stór orð eða gífuryrði sem þeir geta ekki staðið við. Meira að segja er verið að ýja að því að við seljum steypu með al- kalívirkni. Öll okkar framleiðsla byggir á steypublöndun sem er viðurkennd af byggingaryfirvöld- um og er öruggt að engin hætta er á alkalívirkni í henni. Þá er öll steypuframleiðsla skv. gæðakröf- um í íslenskum staðli. Þar eru ákveðnar kröfur til eiginleika og styrks steypunnar, allt eftir því til hvers á að nota hana. Við uppfyll- um ekki aðeins lágmarkskröfurn- ar, heldur gerum betur. í því efni má geta þess að okkar steypa er með loftinnihaldi umfram kröfur sem eykur frost- og veðrunarþol hennar. Samkeppnin í þessari grein hef- ur alltaf verið hörð og þann tíma sem ég hef starfað við þetta fyrir- tæki hefur svo alltaf verið,“ sagði Víglundur þegar hann var spurður hvort aukin harka væri að færast í samkeppni steypustöðvanna. „Þessi blaðaskrif nú segja þá sögu að nýtt fyrirtæki er að reyna að komast inn á markaðinn, en það hefur reynst því erfitt og er það því að reyna að vekja athygli á sér. En almennt um það þegar fólk er að bera saman framleiðslu fyrirtækjanna verður að hafa af- kastagetu þeirra í huga enda getur lítil afkasta geta stóraukið kostn- að kaupendanna í biðtíma við framkvæmdir. I þessu sambandi er rétt að hafa það í huga að af- kastageta BM Vallá hf. á klukku- stund er meira en tvöfalt meira en það sem Steypustöðin Ós getur af- kastað á hverri klukkustund," sagði Víglundur ennfremur. 0 INNLENT Þingi Norðurlandaráðs lýkur í dag 33. þingi Norðurlandaráðs lýkur í dag, föstudag. Þingið hefur staðið yfir frá því sl. mánudag og fjölmörg raál verið rædd og afgreidd. Efnahags- og atvinnumál hefur borið hvað hæst. Mynd þessa tók Ölafur K. Magnússon Ijósm. Mbl. í rokinu og rigningunni í gær, en þá lá við að fánaborg ráðsins fyrir utan Þjóðleikhúsið fyki á brott. „Hryllileg mistök aö rjúfa samstöðu kvenna“ — segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir „ÞAÐ ERU hryllileg mistök að rjúfa samstöðu kvenna," sagði Að- alheiður Bjarnfreðsdóttir, formað- ur Starfsstúlknafélagsins Sóknar, í samtali við Mbl. um ákvörðun Samtaka kvenna á vinnumarkaði, Kvennaframboðsins í Keykjavík, Kvennafylkingar Alþýðubanda- lagsins og Kvennalistans að taka ekki þátt í hvatningarfundi Fram- kvæmdanefndar '85 þann 8. marz í Háskólabíói, en í þess stað efna til fundar í Félagsstofnun stúdenta sama dag. „Konur stóðu dyggilega saman að Kvennadeginum 1975. Þá komu saman konur úr fjölmörg- um pólitískum samtökum og störfuðu saman, þó ekki hafi það alltaf verið auðvelt. Útkoman var einhver minnisstæðasti dag- ur í sögu lýðveldisins þegar kon- ur fylktu liði þúsundum saman á Lækjartorg. Nú taka nokkrar konur sig út úr nefndinni og afleiðingin er sú, að við höldum tvo fundi. Ég vona að þetta sé aðeins brestur, sem hægt verði að bæta og hvet kon- ur eindregið konur til að standa saman, því það er forsenda þess að árangur náist i launa- og jafnréttisbaráttu kvenna," sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Sigrún Svanhildur Lilja Baráttufundur kvenna í Háskólabíói í kvöld JAFNRKTTI, framþróun, friður — eru kjörorð fundar, sem svokölluð '85 nefnd — samstarfsnefnd í lok kvennaáratugar efnir til í Háskólabíói í kvöld kl. 20.30. Ennfremur er kjörorð fundarins „Tökum höndum saman", en ávörp á fundinum verða tileinkuð baráttunni um launakjör kvenna og sam- stöðu um jafnrétti kynjanna. Á fundinum verður flutt ávarp Láru Júlíusdóttur og Anna Júlí- ana Sveinsdóttir syngur. Þá verð- ur flutt dagskrá: Launabaráttan, nokkrar staðreyndir í stöðunni fyrr og nú í launamálum kvenna. Leikkonurnar Helga Jónsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Áka- dóttir og Sigrún Valbergsdóttir flytja. Síðan verður dagskrárat- riði sem nefnist „Ákall um frið“. Ávörp flytja síðan um baráttu- mál dagsins: Guðríður Elíasdóttir, 2. varaforseti ASÍ, Margrét S. Einarsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags Islands, Sigrún Elías- dóttir, forseti Alþýðusambands Vesturlands, Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, varaformaður Verzl- unarmannafélgs Reykjavíkur, Svanhildur Kaaber, formaður Bandalags kennarafélaga, og Að- alheiður Bjarnfreðsdóttir, for- maður Starfsmannafélagsins Sóknar. Lokaávarp flytur siðan Sesselja Kristjánsdóttir iðn- verkakona. Þá verður lesið upp úr bók Önnu Sigurðardóttur um störf og kjör kvenna og fjöldasöngur verður. Fundarstjóri verður Lilja ólafs- dóttir. Húsið verður opnað klukk- an 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.