Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 38 8. mars: Andrés P. Matthías- son Haukadal 90 ára í litlu vinalegu herbergi á Hrafnistu í Reykjavík, situr fá- máll, grannholda, meðalhár öld- ungur og rýnir í bók við daufa skammdegisbirtuna. Sjónin er að- eins farin að gefa sig, en gleraugu notar hann ekki, það er bara óþarfi. Þó hann hafi átt nokkur, þá sá hann fjandakornið ekkert betur með þeim. Gigtarskömmin er aftur á móti hlaupin í hann og gerir honum lífið leitt, en teinrétt- ur eins og ungur íþróttamaður sit- ur hann nú þarna í armstólnum sínum undir glugganum, milli náttborðsins og sjónvarpsins, sem erfitt er að læra á. Það er alveg sama hvernig hann spilar á takk- ana, það vill bara engin mynd koma á skjáinn. Líklega væri best að gefa það einhverjum svo það angri hann ekki lengur. Annars má það svo sem vera þarna. Hann pírir augun svo þau mynda mjó strik í grófri húðinni, sem áður fyrr mátti þola marga salta gusuna, kalda og heita. Kop- arbrúnt varð hörundið á langri siglingu undir hvítum seglum suð- ur við miðbaug. Þá var gaman að lifa, fikra sig eins og loftfimleikamaður eftir ránum, himinhátt yfir dekkinu, fylgjast með flugfiskunum og há- körlunum fyrir neðan sig í löðrinu. Og þegar hann renndi sér stystu leið úr efstu rám niður á þiljur. Það lék enginn eftir „Islendingn- um“ eins og hann var kallaður um borð í „Sís“. Hann leggur varlega frá sér bókina á borðið. Rauður vasaklút- ur er borinn gætilega að vitunum, dimmur hljómur berst út í þögn- ina. Já — það er margs að minnast frá þessum árum. Hann hellir úr tóbaksbauknum á handarbakið, mótar mjóan hrygg úr brúnum kornunum. Jóhannes bróðursonur hans skráði víst þær minningar hérna um árið. Á örskotsstund er tóbakshrúgan horfin í báðar nasaholurnar á þessu myndarlega kónganefi. Maður hefur þó myndir af skút- unum hérna hjá sér. Hann lætur hálfopin augun líða yfir mynda- röðina á veggnum. Haukur hennar Huldu systur hans færði honum þessar myndir einu sinni. Já — Haukur og Dóra líta stundum inn til hans. Bókin er aftur komin milli sterklegra og sinaberra handanna. Það var víst í gær sem þau komu Sigrún systurdóttir og Sigurdór, aldeilis færandi hendi, koma reyndar mánaðarlega með vasa- peningana hans. Já — þau fylltu kæliskápinn, sem hún Nóa frænka gaf honum, með allrahanda krás- um. Það er svo gott að geta snarl- að á næturnar þegar hann verður andvaka. Hann á góða að, ekki vantar það, en sumir mættu nú láta sjá sig oftar, blessaðir. Látum okkur sjá, hvar var hann kominn í bókinni? Stór eyrun sýnast ennþá stærri þar sem hann situr þarna í daufri dagsbirtunni. Heyrninni fór að hraka fyrir nokkrum árum, en tæknin hefur bætt úr því. Heyrn- artækið setur hann stundum á sig, svona þegar nánir ættingjar koma í heimsókn. Það er óþarfi að vera með það dagsdaglega í eyrunum, engin er nú prýðin af svona appar- ati. Hárið, sem farið er að þynnast, faldar nú hvítu eins og öldurótið. Jafnvel ennþá finnur hann fyrir ólgu í djúprauðu blóðinu, sem vill þá lita á honum ásjónuna í hvítri umgjörðinni. Já — ljósa peysan. Liklega er hann búinn að vera of lengi í rúllukragapeysunni og sól- brúnu buxunum. Inn kemur myndarleg kona með brauð og kökur á diski, kaffibrúsa. — Gjörðu svo vel Andrés minn — hún kyssir hann létt á ennið. — Til hamingju með afmælið. Hann lítur á hana fjarrænum augum þar sem hún hverfur jafn hljóð- lega út og hún kom inn. Já — það er gott að vera hér á Hrafnistu hjá honum Rafni og mikið eru stúlkurnar góðar við hann og maturinn maður, eins og best verður á kosið. Hann var nú vanur ýmsu á sjónum þau sextíu ár sem hann stundaði bæði róðra og siglingar. Já — hann var mis- jöfnu vanur. Herða skal stálið I eldi svo það bíti. Þau voru stormasöm og erfið ár- in þegar þau Kristjana bjuggu saman, kreppuár, en mikið var hún góð kona og heitt elskaði hann hana Kristjönu. Hvað var blessuð konan að segja áðan? Til hamingju með... Er áttundi marz í dag? Hann rís hægt á fætur, gengur að dagatalinu sem hangir yfir rúminu hans. Hefur hann gleymt að rífa af? Það ber ekki á öðru. Honum verður litið á myndina af þeim Kristjönu saman, sem hang- ir við hliðina á dagatalinu. Kæra Kristjana. Hann snertir glerið. Þau voru ekki mörg árin sem þau fengu að njótast. Maðurinn með ljáinn sá fyrir því. Áttundi marz, það er fæð- ingardagurinn hans í dag, maður hefðu nú einhvern tímann lyft glasi á þessum degi, en það heyrir fortíðinni til, svo er þetta orðið svo dýrt. Bara að maður fengi bjórinn. Já — það var árið 1895, sem hann kom í þennan heim, vestur í Haukadal við Dýrafjörð var það. Hann tyllir sér aftur á stólinn. Bókin, sem hann var að lesa, hvílir á uppbúnu rúminu. Hún mamma, hún Marsibil Ólafsdóttir, hún var mikill kvenskörungur, sterk kona, eign- aðist fimmtán börn, fjögur létust reyndar í æsku. Það voru bara eðlileg afföll í þá daga. Rauði klúturinn er aftur kom- inn á loft, nú er hávaðinn enn meiri en áður. Hún Marsibil, eða þá hann pabbi, sem var allt í öllu í sveitinni. Faktor var hann, út- gerðarmaður, skólafrömuður, sat á þingi fyrir Vestfirðingana. Kunni ein sjö eða tíu tungumál. Hvernig hann talaði við frans- mennina í Haukadal. Það var hrein unun á að hlýða. Mörg er minningin frá bernsku- dögunum fyrir vestan. Hann fær sér aftur í nefið. Níutíu ár, það er langur tími. Er hann ekki elstur? Jú — hann er elstur af sínum systkinum, sem eftir lifa. Það er orðið honum nokkuð erf- itt að muna aldursröðina á þess- um stóra hópi, já — mjög svo erf- itt, en ellefu komust þau á legg. En hann gleymir seint þeirri stundu þegar ísaksen, gamli skútuskipstjórinn, kvaddi hann forðum. ísaksen hafði stungið að honum, svo lítið bar á, fimmpunda seðli að gjöf, tók óstyrkum hönd- um sínum um hans, segjandi að hann hafi þær sterkustu hendur sem Guð hafi skapað. Klappaði svo á handarbök hans að skilnaði. Já — gamli góði ísaksen. Hann seilist í Morgunblaðið sem liggur samanbrotið á borðinu. Stúlkan hafði vfst komið með það áðan. Hann breiðir úr blaðinu, flettir því og — já, 8. marz, hér stendur það svart á hvítu, það ber ekki á öðru. Heill þér níræðum. Frændi Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag hófst 22 para barómetertvímenningur og er staða efstu para þessi: Hörður Þórarinsson — Magnús Jóhannsson 65 Dröfn Guðmundsdóttir — Erla Sigurjónsdóttir 48 Hulda Hjálmtýsdóttir — Þórarinn Andrewsson 36 Bjarnar Ingimundarson — Þröstur Sveinsson 33 Kristján Hauksson — Ingvar Ingvarsson 32 Meðalárangur 0. Næsta spilakvöld verður á mánudaginn kemur kl. 19.30 í íþróttahúsinu við Strandgötu. Barómeterkeppnin stendur í 4 kvöld. Bridgefélag Reykjavíkur Nú er keppnin í aðaltvímenn- ingskeppni BR orðin verulega spennandi. Hjalta og Jóni Bald- urssyni dugðu ekki tæp 90 stig í plús til að halda efsta sætinu, því Aðalsteinn og Valur gerðu enn betur. Ekki er þó munurinn mikill. Reyndar eru nokkur pör til viðbótar innan seilingar við efsta sætið. Staða efstu para eft- ir 35 umferðir af 41 er þessi: Aðalsteinn Jörgensen — Valur Sigurðsson 445 Hjalti Elíasson — Jón Baldursson 444 Símon Símonarson — Jón Ásbjörnsson 410 Stefán Pálsson — Rúnar Magnússon 404 Ólafur Lárusson — Oddur Hjaltason 384 Einar Jónsson — Hjálmtýr R. Baldursson 374 Ásmundur Pálsson — Sigurður Sverrisson 371 Stefán Guðjohnsen — - Þórir Sigurðsson 326 Síðustu umferðirnar verða spilaðar sunnudaginn 10. marz og hefst spilamennskan kl. 13.30. Næsta miðvikudag hefst svo Board-a-match-sveitakeppni, sem er öllum opin. Þátttaka til- kynnist keppnisstjóra eða for- manni. Sigurður B. Þorsteinsson Bridgefélag kvenna Eftir 3 umferðir í Butler- tvímenningi er staða efstu para þessi: Aldís Schram — Soffia Theódórsdóttir 119 Guðrún Jörgensen — Erla Guðmunsdóttir 114 Ása Jóhannsdóttir — Kristín Þórðardóttir 111 Guðrún Bergsdóttir — Vigdís Guðjónsdóttir 110 Guðrún Halldórsson — Guðmunda 108 Véný Viðarsdóttir — Dúa Ólafsdóttir 107 Ingunn Hoffmann — Olafía Jónsdóttir 106 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ingunn Bernburg 103 Júlíana íseborg — Margrét Margeirsdóttir 102 Keppninni verður framhaldið næsta mánudag. Afmælishátíð félagsins verður haldin nk. laugardag 9. marz að Hótel Esju 2. hæð og hefst með borðhaldi kl. 12.00. Húsið opnað kl. 10.30. Þá verður spilamennska og eitthvað fleira. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Bridgedeild Rangæingafélagsins Eftir 9 umferðir í sveita- keppninni er staðan þessi: Lilja Halldórsdóttir 192 Gunnar Helgason 179 Gunnar Alexandersson 174 Sigurleifur Guðjónsson 169 Næsta umferð verður spiluð 13. marz í Síðumúla 25. Friðrik Wendel og Daníel Richter í húsnæði hinnar nýju verslunar við Hringbrautina. Reykjavík: Litahúsið — ný málningarvöruverslun VERSLUNIN Litahúsið var opnuð á Hringbraut 119 í Reykjavík í lok janúar. Verslunin er sérverslun með allar framleiðsluvörur fyrir- tækisins International fyrir hús og skip, auk verkfæra er tilheyra málningarvinnu. Eigandi Litahússins er fyrir- tækið Daníel Þorsteinsson og Co. og verslunarstjóri er Friðrik Wendel. Að sögn eigenda versl- unarinnar er boðið upp á ýmsar nýjungar á sviði málningarvara i henni. Má þar nefna plast- málningu, sem inniheldur herði sem gerir sérstaka blöndun herðis við málninguna óþarfa. Einnig eru á boðstólum lakk og micron botnmálning fyrir plastbáta. Margeir skýnr skákir sínar SKÁKSKÓLINN gengst fyrir fyrir- lestri og umræðum um afmælismót Skáksambands fslands í ráðstefnu- sal Hótels Loftleiða föstudaginn 8. mars kl. 20.00. Margeir Pétursson, alþjóðameistari mun flytja fyrirlest- urinn, en hann tefldi margar æsi- spennandi og athyglisverðar skákir á mótinu. Margeir mun fara yfir byrjanir og sýna úrslitaaugnablik viðkomandi skáka. Þá mun hann svara fyrirspurnum og ræða uppá- stungur áheyrenda. Er þess að vænta að margir af þekktustu skákmönnum landsins og aðrir sem fylgdust með mótinu mæti, og freisti þess að gagnrýna taflmennsku Margeirs og annarra þátttakanda. Aðgangur er ókeypis fyrir klúbbfélaga Skákskólans, en 100 kr. fyrir aðra. Hér er um nýjung að ræða í starfsemi Skákskólans, en slíkir fyrirlestrar og skákskýringar- fundir eru töluvert tíðkaðir er- lendis. Markmið skólans er það að nemendur og aðrir megi draga sem mestan lærdóm af mótinu og um leið að menn geti fengið svör við þeim mörgu spurningum sem vöknuðu á meðan skákirnar voru tefldar. Sérstakir gestir Skákskólans verða skákáhugamaðurinn Albert Guðmundsson, Friðrik ólafsson, stórmeistari og skrifstofustjóri Alþingis, skákjöfurinn Jóhann Þórir Jónsson ritstjóri tímaritsins Skákar og forseti Skáksambands- ins Þorteinn Þorsteinsson. Frétutilkjrnning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.