Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 Á réttum , tíma Utaf punktinum sem skolaðist til í þriðjudagsgreininni um Stiklur Ómars, er vert að taka fram, að ég var ekki þar að ásaka einn aðila sérstaklega, allra síst handritalesarana, aðeins að benda á hve ritaður texti er viðkvæmur, merkingarlega séð, fyrir hinu minnsta hnjaski. En ekki fleiri orð um þennan fjandans punkt, sem velti svo stóru hlassi í fyrrnefndu greinarkorni, snúum okkur þess í stað að nýjum breskum heimildar- þætti er nefnist Lifandi heimur, en þáttur þessi kemur fyrir augu sjónvarpsgesta, á miðvikudags- kvöldum klukkan 20:40. Ég hefði nú frekar kosið að þáttur sem þessi kæmi ekki á skjáinn fyrr en síðar um kveldið, á eftir Herstjór- anum, en sá þáttur hefst ekki fyrr en klukkan 21:50. Ég byggi þessa skoðun mína á því, að þegar hafa verið sýndir hliðstæðir þættir og þessi nýi náttúrulífsþáttur Davids Attenborough og félaga hjá BBC. Má raunar gera ráð fyrir að marg- ir hafi þegar fengið sig fullsadda af „lífinu á jörðinni" einsog það blasir við Attenborough. Hins vegar er alltaf spennandi að fylgj- ast með nýjum leiknum fram- haldsþáttum á borð við Herstjór- ann. Tímasetningin mikilvœga Hjá stóru bandarísku sjón- varpsstöðvunum ABC, CBS og NBC er mönnum ljóst mikilvægi tímasetningarinnar, einfaldlega vegna þess að á þeim bæjum stíla menn uppá auglýsingar og auglýs- endur borga hæst verð fyrir vin- sælt efni sem sent er út á réttum tíma, það er þeim tíma er flestir sitja fyrir framan sjónvarpstækið. Hér hjá okkur virðist hins vegar ríkjandi hið göfuga viðhorf að troða hverskyns fræðsluefni á skjáinn á þeim dýrmæta tíma er fjölskyldan sest mett í sjón- varpsskotið að loknum kvöldverði. Ég held að þetta gæti allt saman breyst til betri vegar þegar einka- sjónvarpsstöðvar rísa hér til mót- vægis við ríkissjónvarpið. Þá er ég viss um að auglýsendur veiti hið nauðsynlega aðhald. Við skulum svo bara vona að hér rísi sem fyrst sjálfstæðar sjónvarpsstöðvar til mótvægis við Ríkissjónvarpið og ekki síður til mótvægis við myndbandafarganið. Þá er þess óskandi, að hinar nýju sjónvarpsstöðvar hafi mögu- leika á vandaðri dagskrárgerð í krafti auglýsingatekna. Þó mætti gjarnan slá þann varnagla í sam- bandi við auglýsingaumboð hinna nýju stöðva, að þeim verði alls ekki leyft að rjúfa dagskráratriði með auglýsingaefni. Slíkt gæti raunar með tímanum veikt mjög stöðu þessara stöðva, því einsog komið hefir í ljós í Bandaríkjun- um sækir almenningur þar nú mjög í myndböndin vegna þreytu á sírofinni dagskrá stóru sjón- varpsstöðvanna. Útvarpsleikritin En svo ég skilji ekki dagskrá Ríkisútvarpsins okkar alveg út- undan í þessari umræðu, þá vil ég þar sérstaklega víkja að rangri tímasetningu fimmtudagsleikrit- anna, en þau eru gjarnan send út klukkan 20:00. Nú er það svo að sumir eru með grenjandi barna- hóp, í öllum skúmaskotum, á þessu andartaki sólarhringsins og þurfa því að grípa til sérstakra ráðstafana hyggist þeir njóta fimmtudagsleikritanna. Ég veit aö þetta er einnig mikið vandamál fyrir margt barnafólk, sem vill komast á sýningar Þjóðleikhúss- ins og jafnvel í Iðnó. Væri ekki mögulegt, Jón Viðar, að flytja fimmtudagsleikritin aftur i dag- skránni um svo sem klukkustund? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Mezzoforte f Montreux ■I í kvöld kl. 21.15 15 verða sýndir rúmlega klukkustundar langir hljómleikar hljómsveitar- innar Mezzoforte sem hún hélt á hinni aðþjóðlegu djasshátíð í Montreux í Sviss árið 1984. Djasshá- tíð þessi er sem kunnugt er haldin ár hvert og vek- ur ætíð mikla athygl. Hljómsveitin Mezzo- forte skipa Gunnlaugur Briem, trommuleikari, Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleikari, Jó- hann Ásmundsson, bassa- leikari, og Friðrik Karls- son, gítarleikari. Auk þeirra lék Kristinn Svav- arsson, saxafónleikari, með þeim á hátíðinni en hann er ú hættur í hljómsveitinni og Hol- iendingurinn Jerome De Rjik lék á ásláttarhijóð- færi. Ráðgátan í Oberwald — ítölsk mynd ■i Föstudags- 35 mynd sjón- “ varpsins er ít- ölsk. gerð eftir leikritinu Þríhöfða erninum eftir Jean Cocteau, og nefnist Ráðgátan í Oberwald (II mistro di Oberwald). Myndin gerist í Evrópu á öldinni sem leið. Kon- ungshjónin þar bera svipmót af Elísabetu keis- aradrottningu Austurrfk- is og Lúðvík II Bæjara- konungi. Myndin hefst á því að drottningin unga verður vitni að því að kon- ungurinn eiginmaður hennar er myrtur. Ekkjan verður óttaslegin og flýr því hirðina og ferðast á milli halla sinna. Fjendur krúnunnar senda ungt skáld til höf- uðs drottningu og ber fundum þeirra saman í Oberwald-höll eina óveð- ursnótt. Drottningin held- ur í fyrstu að þar sé draugur konungsins kom- inn þar sem skáldið líkist honum furðanlega mikið. Hún áttar sig þó fljótlega og verða samskipti skáldsins og drottningar- innar ungu ólíkt vinsam- legri en til var ætlast. Leikstjóri er Michel- angelo Ántonioni en með aðalhlutverk fara Monica Vitti og Paolo Boancelli. Drottningin og skáldið. Halldór Laxness les Passíusálmana ■i Halldór Lax- 00 ness les nú ““ Passíusálmana í útvarpið. Um þá hefur skáldið m.a. sagt í { tún- inu heima: „Þegar ég var níu ára var ég settur til að lesa húslestra á Helga postillu Thordarsen á sunnudög- um og Passíusálma á föstukvöldum, og ég reyndi að hafa eftir þenn- an tón, eða réttara sagt, mér hugskotnaðist aldrei að hægt væri að lesa guðs- orð öðruvísi. Nú þykja Passíusálmarnir hlægi- legir ef þeir eru lesnir í réttum tón. Á únglíngsár- um mínum sumarpart í Barðastrandarsýslu 1921 heyrði ég enn sama hús- lestrarlag og í bemsku. Annars er einsog þetta lestrarlag á guðsorði hafi verið bannað af yfirvöld- um að viðlögðum kárínum um alt land í kríngum 1920 — en hver bannaði? Gamalt fólk úr sveitum hefur sagt mér að það ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum, eftir að það kom híngað suður uppúr 1920, og heyrði Passíu- sálmana lesna upphátt einsog hver önnur ljóð- mæli. Var fólk að guðlasta viljandi? Undarlegt hvernig eldforn lögmál geta þurkast út á nokkr- um misserum. Allir pass- íusálmalesarar útvarpsins híngaðtil hafa lesiö þessa föstusálma í tón sem hefði þótt óviðeigandi og ver- aldlegur, jafnvel synd- samlegur, þegar ég var að alast upp fyrir 1920. Jón Helgason hefur bent mér á að íslendíngar hafi skrifað klassískt meðan þeir lifðu á sauðfjárbú- skap. Eftir að sauðkindin var ekki leingur lífsnauð- syn frumstæðra manna einsog torfkofarnir sem þeir hírðust í, heldur orð- in úrelt búskaparvenja og leiður ávani, féll í gildi sú menníng sem hafði mótað málið. Um svipað leyti og fráfærur leggjast niður er ekki aðeins húslestrum hætt á íslandi, heldur missa menn hæfileikann til að lesa Passíusálmana upphátt, en fara að lesa þá einsog um væri að ræða eitthvert afbrigði af ljóðrænum kveðskap eftir Davíð Stefánsson eða mig.“ Hallgrímur Pétursson Halldór Laxness ÚTVARP FÖSTUDAGUR 8. mars 7.00 Veöurlregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25. Leik- fimi. 7.55. Daglegt mál. Endurt. páttur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöldinu áö- ur. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Morgunorð: — Sigurbjörn Sveinsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Agnarögn" eftir Pál H. Jónsson. Flytjendur: Páll H. Pálsson. Heimir Pálsson og Hildur Heimisdóttir (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Mér eru fornu minnin kær". Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn. (RÚVAK) 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 1220 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „Blessuð skepnan" eftir James Herriot. Bryndls Vlg- lundsdóttir les pýðingu sina (22). 14.30 A léttu nótunum. Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slödegistónleikar a. Öbókonsertlna I F-dúr op. 110 eftir Johann Kalliwoda. Han de Vries og Fllharmón- lusveitin i Amsterdam leika; Anton Kersjes stjórnar. b. Fiðlukonsert I D-dúr eftir Hubert Léonard. Charles Jongen og Sinfónluhljóm- sveitin i Liége leika; Gérard Cartigny stjórnar. 19.15 A döfinni. Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir I hverfinu. 12. Benjamln viðrar hundinn. Kanadlskur myndaflokkkur um hversdagsleg atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýð- andi Kristrún Þóröardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Sigurveig Jónsdóttir. c. Fagottkonsert I e-moll eftir Antonio Vivaldi. Karel Bidlo og Ars Rediviva-hljómsveitin leika; Milan Munchlinger stjórnar. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 18A5 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.55 Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Frá safnamönnum. Þáttur SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 8. mars 21.15 Mezzoforte. Hljómsveitin Mezzoforle leik- ur á alþjóölegri djasshátlö I Montreux I Sviss árið 1984. 22.35 Ráögátan I Oberwald. (II mistero di Oberwald.) It- ölsk sjónvarpsmynd gerð eftir leikritinu „Þrlhöföa ern- inum" eftir Jean Cocteau. Leikstjóri Michelangelo Ant- onioni. Aöalhlutverk: Monica Vitti og Paolo Bonacelli. Myndin gerist I Evrópu á öld- inni sem leið. Konungshjónin þar bera svipmót af Ellsa- betu keisaradrottningu Aust- um þjóðleg efni. b. Vor I Vatnadal. Þorsteinn Matthlasson flytur þátt er hann hefur tekið saman eftir æskuminningum Helgu Vet- urliöadóttur. c. Mannahvörf og morðgrun- ur. Úlfar K. Þorsteinsson les þriðja þátt. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.30 Kvöldtónleikar frá þýska útvarpinu. Sinfónluhljómsveit útvarpsins I Baden-Baden leikur. Stjórnandi: Nikolaus Harnoncourt. Sinfónla nr. 100 i G-dúr eftir Joseph Haydn. urrlkis og Lúövlk II. Bæjara- kóngi. Er sagan hefst hefur konungur verið myrtur en ekkjan hefur flúiö hiröina og feröast milli halla sinna. Fjendur krúnunnar senda ungt skáld til höfuös drottn- ingu og ber fundum þeirra saman I Oberwaldhöll. Sam- skipti þeirra veröa þó óllkt vinsamlegri en til var ætlast. Þýðandi Þurlður Magnús- dóttir. 00.45 Fréttir I dagskrárlok. 22.00 Lestur Passlusálma (29) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Ur blöndukútnum. — Sverrir Páll Erlendsson (RÚVAK). 23.15 A sveitallnunni. Umsjón: Hilda Torfadóttir (RÚVAK). 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 3.00. FÖSTUDAGUR 8. mars 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Siguröur Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ölafsson. Hlé 23.15—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.