Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakið. Fylgi flokka og stjórnar Tilraun ísland Lesendum Morgunblaðsins hafa nú verið kynntir tveir þættir í nýlegri skoðanakönnun Hagvangs sem lúta að fylgi stjórnmálaflokkanna annars vegar og ríkisstjórnarinnar hins vegar. Þessi könnun gefur til kynna að mikil hreyfing sé á kjósend- um, einkum vinstra megin við miðjuna, þar sem Alþýðuflokk- urinn stendur fyrir hægri bylt- ingu. Það heldur að vísu áfram að saxast á fylgi Sjálfstæðis- flokksins miðað við fyrri kann- anir en stuðningur við hann er þó enn meiri en hann var i kosn- ingunum 1983. Þær tölur sem þessi könnun sýnir eru ekki staðfesting á fullyrðingum um, að Sjálfstæðisflokkurinn standi illa að vígi, reynsla er þó fyrir því að flokkurinn heimtir ekki allt það i kosningum sem kann- anir gefa honum í sinn hlut. Öðru máli gegnir hins vegar um hinn stjórnarflokkinn, Fram- sóknarflokkinn. Samkvæmt könnuninni er hann orðinn ann- ar minnsti flokkurinn og nýtur nær helmingi minna fylgis en hann hlaut í kosningunum 1983. Verður þessi niðurstaða ekki skýrð á annan veg en þann, að hún sé alvarlegt áfall fyrir flokk forsætisráðherra. Lítið fylgi Alþýðubandalags- ins, sem gert hefur kröfu til þess að vera öflugasti stjórnarand- stöðuflokkurinn, sýnir að flokknum hefur ekki vaxið ás- megin við að skipa sér ávallt í fylkingu með þeim er sýna mesta óbilgirni. Um þær mundir sem könnunin var framkvæmd bárust um það fréttir, að Fylk- ingarfélagar væru að sölsa und- ir sig nýjar valdastofnanir inn- an Alþýðubandalagsins. Framsóknarflokkurinn, Al- þýðubandalagið og Bandalag jafnaðarmanna eru þeir þrír flokkar sem fá minna fylgi sam- kvæmt könnuninni en í kosning- unum 1983. Alþýðuflokkurinn bætir mest við sig. Getur Jón Baldvin Hannibalsson unað vel við það, hve fljótt og vel kjós- endur bregðast við kalli hans um stuðning. Alþýðuflokksmenn hafa gert öflugt átak til að treysta stöðu sína en hins vegar hefur fremur hljótt verið um Kvennalistann. Þess vegna vek- ur það einna mesta undrun þeg- ar tölurnar eru skoðaðar, hve Kvennalistinn nýtur mikilla vinsælda. Hann er nú þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni. Með hliðsjón af því hvað helst hefur vakið athygli á Kvennalistanum, svo sem eins og afturhaldssemin í útvarps- málinu, mætti ætla að listanum hafi tekist að höfða sterklega til þeirra sem vilja hlut hins opin- bera sem mestan. Ríkisstjórnin rétt mer það að hafa meirihluta. Með hliðsjón af vinsældum Kvennalistans er at- hyglisvert að stjórnin er ívið vinsælli hjá konum en körlum. Hitt þarf ekki að koma eins mikið á óvart, að ríkisstjórnin sé óvinsælli í Reykjavík en úti á landi. í höfuðborginni er megin- þorri þeirra opinberu starfs- manna sem telja stjórnina hafa sýnt sér óvináttu. Þessar niðurstöður leiða varla til neinna skjótra breytinga i stjórnmálalífinu. Þær sýna hins vegar að fleiri þurfa að taka sér tak en alþýðuflokksmenn og þá sérstaklega framsóknarmenn og alþýöubandalagsmenn. Fróðleg- ast verður að fylgjast með því sem gerist í Framsóknarflokkn- um, hann hefur tæplega nokkru sinni staðið verr að vígi. Jón Baldvin og norrænir kratar Framganga Jóns Baldvins Hannibalssonar í tengslum við þing Norðurlandaráðs hefur vakið mikla athygli. Það er mjög óvanalegt að menn verði vitni að því, að alþjóðleg bræðrabönd toppkrata rofni með þeim hætti sem hér hefur gerst. Athygli út- lendinga beinist að Jóni Baldvin vegna þess að þeir eiga því alls ekki að venjast, að toppkratar gefi aðrar yfirlýsingar en þær sem nothæfar eru til að styrkja toppkrata í öðrum löndum. Ekkert af því sem Jón Baldvin Hannibalsson hefur sagt um kjarnorkuvopnalaus svæði, vopnasölu Svía, legu Finnlands við landamæri Sovétríkjanna eða mikilvægi Atlantshafs- bandalagsins fyrir Dani, íslend- inga og Norðmenn er tilefni til þess upphlaups sem varð hjá norrænum blaðamönnum á mið- vikudaginn. Hitt er fréttnæmt að það skuli hrikta í norræna kratasamstarfinu. Kannski tekst Jóni Baldvin að vekja menn víðar en hér til umhugs- unar um það, hvernig norrænir toppkratar skipta um skoðun eftir valdaaðstöðu hverju sinni? Jón Baldvin Hannibalsson hefur heitið Finnum því að nota orðið „finnlandísering" aldrei oftar. Með hvaða orði hann ætl- ar að lýsa sjálfritskoðun af þessu tagi í framtíðinni kemur í ljós. Skal það áréttað að Finnar eiga síst skilið af íslendingum að hverfa héðan móðgaðir. - eftir Indriða G. Þorsteinsson Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum var yfirlýst af Svavari Gestssyni, formanni Alþýðu- bandalagsins, að gera þyrfti neyð- aráætlun til fjögurra ára vegna efnahagsástandsins í landinu. Þessi yfirlýsing var merkileg að því leyti, að hún var birt þegar Ijóst var að þáverandi ríkisstjórn var á förum, eins og dæmin sanna situr Alþýðubandalagið ekki í rík- isstjórnum eftir að efnahags- þróunin í landinu hefur snúist til verri vegar, heldur bíður færis eft- ir því að öðrum takist lagfær- ingar, svo hægt sé að taka aftur til við þá stórfelldu tilraun að koma á upplausnarástandi. Ríkisstjórn- armyndunin 1947 er dæmi um þetta. Þá tók stjórn Stefáns Jó- hanns Stefánssonar við völdum og mjög slæmum fjárhag lands- manna, sem kostaði ekkert nema erfiðleika, þó fram úr því væri komist. Engum manni var hamast meira á í Þjóðviljanum en forsæt- isráðherra, sem sat við það ásamt ráðherrum sínum að berja í efna- hagsbrestina, og jafnvel látið að því liggja að hann bæri líkt nafn og hundur í eigu varnarliðsmanna, sem Þjóðviljamenn uppgötvuðu að héti Sloopy Joe. Hvað kom Svavari Gestssyni til að tala um neyðaráætlun tií fjög- urra ára er enn óskýrt mál, nema honum hafi ratast óviljandi við- eigandi orð í munn, þegar hann sá að „stóra friið" hjá kommúnistum var að koma. Núverandi ríkis- stjórn hefur síðan setið við líkan vanda og Stefán Jóhann og hans stjórn á sínum tíma, og fengið litlu um ráðið. Augljóst var frá byrjun að lækkun verðbólgufárs- ins mátti ekki takast. Viðbrögðin hjá varðhundum ófarnaðarins voru svo snögg og markviss, að það var alveg Ijóst frá byrjun að stefnt var að áframhaldandi öng- þveiti í efnahagsmálum með verð- bólguna í stökkstöðu og hækkandi vexti. Forusta prentara, sem hefur ekki lengur yfir sér þann gamla glans lesningar og menningar sem hún hafði, var jafnvel svo óð að hún þjófstartaði árásinni á lífs- kjörin mánuði á undan öðrum. Svo komu hinir tilskipuðu. Nýlega kom betri helmingur kennarahjóna í sjónvarpið og vék sér undan því að svara hverjar tekjur heimilisins voru. En hún hélt því fram að þau langaði til að kaupa sér ýmislegt, og það væri nú ansi erfitt nema fá hærri laun. Ef þau hjónin hafa í allt hátt í sextíu þúsund króna tekjur á mánuði og það dugir ekki til þess, sem þau langar til að kaupa, mætti hugsa sér að þau fengju samtals hundrað þúsund krónur á mánuði. Engu að síður gætu þau lent í því að eiga ekki fyrir því sem þau langar til að kaupa, og þá mætti kannski hækka Iaun þeirra upp í hundrað og fimmtíu þúsund krónur á mán- uði o.s.frv. Yfirlýsingar um það, að fólk eigi ekki fyrir sjálfsögðum hlutum vegna þess hve laun þess séu lág geta verið réttmætar þeg- ar rætt er um allra lægstu taxta, jafnvel lægstu taxta kennara. En fleira kemur til sem ber að hafa í huga, þegar farið er fram á ótæpi- legar launahækkanir. Með al- mennum launahækkunum hækkar verðbólga og þar með neysluvarn- ingur. Vextir hækka og þar með afborganir af lánum. Stjórnvöld hverju sinni eru ekki af hreinum skepnuskap að halda niðri laun- um, heldur eru þau að reyna að gæta jafnvægis í þjóðfélaginu í heild og er það næsta vanþakklát- ur starfi. Auðvitað mætti leyfa sér mikið meira í þessum efnum ættum við von á því að þjóðartekjur — fram- leiðsla og útflutningur — tækju einhver risastökk á árinu. En því er ekki að heilsa. Við höfum búið við stórminnkaðar þjóðartekjur um sinn, eins og alltaf getur gerst hjá veiðiþjóð, erum skuldug upp fyrir haus, en þarf að sæta því að lánsfjárlög séu enn sem fyrr hin einu og sönnu framkvæmdafjárlög landsins. Ef samfélagið stæði eðli- lega, en væri ekki komið á hættu- stig, mætti tala um það í fullri alvöru að bæta kjör fólks stórlega enda miðað við góðar þjóðartekj- ur, þyrfti sá kaupauki ekki að koma út sem vaxandi verðbólga og hækkandi vextir og verðlag. En nú virðist fólki orðið sama um þjóð- félag það sem það býr í. Það er komið út í einhvern örlagaslag, við „helvítis ríkið" sem á að sjá öllum fyrir lífskjörum upp á bíl, sólar- lönd og íbúðir eða hús við giftingu, sem að auki má ekki þýða neinn samdrátt í eyðslu. En ríkið er bara fólkið sjálft. Kaupkröfur þess eru bara hærri vextir, hærra verð og meiri verðbólga. Ríkið er engin gullkista í himnaríki, sem hægt er að opna á tyllidögum til að jafna út bankaskuldir. Og nú síðast hafa kennarar sagt upp störfum og raunar lokað framhaldsskólum í einhverju heiftaræði út af launum, sem þeir voru nýlega búnir að semja um í verkfalli BSRB. Skólafólk missir af stúdentsprófum sínum og ungl- ingar sitja eftir í námsönnum. í þetta sinn virðist eiga að „leið- rétta“ endanlega launastiga kenn- ara, enda er ekki hlustað á tilboð fulltrúa ríkisins. Og maður spyr: Hvi í ósköpunum var þetta ekki gert meðan helstu talsmenn launafólks, forusta Alþýðubanda- lagsins, var í ríkisstjórn? Þann tíma ríkti þögnin stóra i kjara- málum almennt af því ekki mátti móðga goðin; þau sem ætíð berjast fyrir rétti lítilmagnans eða þagði lítilmagninn í tíð fyrri ríkisstjórn- ar þótt hann væri launalaus. Og hvernig má það vera að kennarar eru nú að hamast við að semja um kaupið sitt við vinnuveitanda, sem þeir hafa ekki lengur? Vita þeir ekki enn að þeir hafa hætt störf- um? Ef maður er farinn af vinnu- stað og hættur skilur maður ekki eftir einn eða tvo fulltrúa til að semja um kaup þar sem maður ætlar ekki að vinna í framtíðinni. Eða er þetta bara grín handa unglingum sem missa prófin sín á þessu vori? Lífi sjúklings bjargaö með einstæðri skurðaðgerð „Við urðum að taka til okkar ráða“ segir Páll Gíslason læknir „Hún gengur til okkar reglulega ennþá og það er ekki annað að sjá en það sé allt í lagi með hana,“ sagði Páll Gíslason, læknir, í samtali við blm. Morgunblaðs- ins um líðan sjúklingsins, sem hann ásamt tveimur öðrum læknum á Landspítalanum, þeim Halldóri Jó- hannssyni og Ólafi Einarssyni, bjargaði með því að framkvæma skurðaðgerð með nýjum hætti. „Þetta kom upphaf- gerviefni. Við höfum nú lega til af því, að það kom rifa á æð til þarm- anna og sjúklingurinn var sendur út til London í skurðaðgerð. Þar tókst ekki að laga þetta og hún var að vesiast upp hérna hjá okkur, svoleiðis að við urðum að taka til okkar ráða. Þá datt okkur í hug dálítið önnur lausn en reynd hefur verið áður, sú að leiða blóðrásina alveg nýja leið til innyflanna á ann- an hátt en reynt hafði verið áður. Venjulega er reynt að gera við skemmdu æðarnar, en við tókum hluta af blóð- rásinni til annars fótar- ins og leiddum hana til lifrarinnar með æð úr gert svipaðar aðgerðir áður, en þá höfum við beitt sömu aðferð og þeir í London gerðu, en það gekk ekki í þessu til- felli," sagði Páll. Páll Gíslason Halldór Jóhannsson Ólafur Einarsson — Hafið þið fram- kvæmt samskonar að- gerð aftur? „Nei, við höfum ekki fengið tækifæri til þess, þó við höfum auðvitað haft þessa aðferð í huga, enda þessi sjúkleiki ekki algengur. Þetta var til- tölulega auðvelt og gekk mjög vel og sjúklingur- inn þyngdist strax um 8—10 kíló. Það er eins og með marga hluti þegar þeir hafa komið manni einu sinni í hug, þá skil- ur maður ekki af hverju þeir komu ekki upp í hugann fyrr.“ Páll sagði að þetta væri í fyrsta skipti, sem þessari aðferð væri beitt í heiminum eftir því sem þeir best vissu og þeir vissu heldur ekki til að henni hefði verið beitt sfðan, en um ár væri lið- ið. Þeir hafa skýrt frá þessari aðgerð í British Journal of Surgery.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.