Morgunblaðið - 08.03.1985, Page 33

Morgunblaðið - 08.03.1985, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ1985 33 33. þing Norðurlandaráðs í Reykjavík Anker Jörgensen, Danmörku ismál Alþýðuflokksins á ís- landi." Anker sagði ennfremur, að yf- irlýsing Jóns Baldvins um utan- ríkismál Finna talaði fyrir sig sjálf. Varðandi það hvort mál þetta gaéti haft afleiðingar á samvinnu sosíaldemókrata á Norðurlöndum sagði hann. „Nei. Við vinnum saman á Norður- löndunum og við Jón Baldvin höfum átt saman fundi um ýmis málefni og þar á meðal um frí- svæði, síðast 19. janúar sl. í Osló. Mér skildist að hann væri sam- mála okkur í hinum flokkunum á Norðurlöndunum um þetta mál, en svo kemur í ljós þegar hann kemur heim að svo er ekki. Við hittumst aftur í haust og ræðum málið, og þá kemur þetta í ljós.“ Fulltrúar bræðraflokka Alþýðuflokksins á Norðurlöndum um yfirlýsingar formanns Alþýðuflokksins: Vona að hann verði varkárari í framtíðinni segir Erkki Liikanen, Finnlandi, sem segir Finna ekki láta bjóða sér slíkar yfirlýsingar Yfirlýsingar og blaðamanna- fundur Jóns Baldvins Hannibals- sonar formanns Alþýðuflokksins um skoðanir hans á öryggismálum o.fi. á Norðurlöndum hafa verið til ítarlegrar umfjöllunar í fjölmiðlum á Norðurlöndum. I hliðarsölum Þjóðleikhússins ræddu fulltrúar á Norðurlandaráðsþingi mál þetta í gær og mátti heyra erlendu full- trúana spyrja þá íslenzku margs í þessu sambandi. Blaðamaður Mbl. ræddi í gær við fulltrúa bræðra- fiokka Alþýðufiokksins í Finn- landi, Noregi og Danmörku vegna máls þessa. Ennfremur við Eið Guðnason fulltrúa Alþýðuflokks- ins á þinginu. 1‘ingmenn sænska Socialdemokratiska-flokksins vildu ekki tjá sig um málið. Svante Lundkvist landbúnaðar- og sam- gönguráðherra Svía, sem situr á þinginu fyrir flokkinn, sagði: „Um það mál hef ég alls ekkert að segja.“ Eiður Guðnason Alþýðuflokki sagði: „Ég neita því ekki að þær yfirlýsingar sem formaður Al- þýðuflokksins hefur verið að gefa undanfarna daga varðandi ýmsa einstaklinga, forvígismenn flokkanna á Norðurlöndunum og um þessi mál almennt eru mér ekki að skapi. Ég veit ekki til þess að það hafi orðið nein breyting á stefnu Alþýðuflokks- ins gagnvart Norðurlöndunum eða norrænni samvinnu. Ég tel óhjákvæmilegt, eftir það sem búið er að segja, að þessi mál komi til umræðu á réttum vett- vangi innan flokksins, bæði í þingflokki og flokksstjórn." Eiður var spurður, hvort hann hefði orðið var við að yfirlýs- ingar Jóns Baldvins hefðu haft neikvæð áhrif á samvinnu flokk- anna á þinginu. Hann sagði: „Ég held að þær hafi fyrst og fremst komið mönnum á óvart og í opna skjöldu. Menn eru ekki vanir svona yfirlýsingum í samstarfi sem þessu." Þá var hann spurður, hvort hann teldi stefnu Alþýðuflokks- ins þá sömu í dag og hún var í tíð Kjartans Jóhannssonar. Hann sagðist ekki vita til að neinar breytingar hefðu orðið á henni varðandi þessi efni. Hann var þá spurður, hvort hann teldi Jón Baldvin hafa talað gegn stefnu flokksins. „Það voru ekki mín orð, en mér finnst hann hafa tal- að heldur ógætilega,“ svaraði hann. „Óvenjuleg framkoma“ Gunnar Berge þingmaður norska Arbeider-flokksins sagð- ist ekki þekkja Jón Baldvin og því lítið geta sagt um málið, en bætti við: „Hann kemur þó nokk- uð óvenjulega fram miðað við það sem ég hef vanist." Varðandi yfirlýsingar Jóns um styrkjakerfi Norðmanna til sjáv- arútvegs sagði Gunnar, að sér fyndist það mál þess eðlis, að Norðmenn og fslendingar ættu að geta leyst það sín í milli, en ekki í gegnum fjölmiðla. Hann sagði ennfremur að hann teldi mál þetta af sömu ástæðum ekki eiga erindi á þing Norðurlanda- ráðs. Aðspurður um, hvort mikið væri fjallað um málið í Noregi sagði hann, að hann vildi ekki tjá sig frekar um þetta að öðru leyti en að yfirlýsingarnar væru óvenjulegar. Hann bætti við í lokin vegna umfjöllunar um styrki til sjávarútvegsins, að þar væru einvörðungu á ferðinni styrkir til að halda við búsetu á ákveðnu landsvæði og efnahagi sjómanna og ekki mætti rugla því saman við olíuvinnslu í Nor- egi. Hann sagði ennfremur, að dregið hefði verið úr þessum styrkjum á síðustu fjórum til fimm árum. Hann var í lokin spurður, hvort hann hygðist sækja fund Jóns Baldvins um þessi mál sem boðaður var á Lækjartorgi kl. 17 í gær: „Nei, það hef ég ekki hugsað mér,“ svaraði hann. „Innanríkismál Alþýðu- flokksins á íslandi“ Anker Jörgensen þingmaður Socialdemokrata-flokksins í Danmörku og fyrrverandi for- sætisráðherra sagði m.a.: „Við Jón Baldvin erum ósammála pg það er staðreynd málsins. Ég hafði gengið út frá því vegna til- lögu sem alþýðuflokksmenn á ís- landi lögðu fram á Alþingi, að samstaða væri þar eins og á Norðurlöndunum um að athuga möguleikana á kjarnorkuvopna- lausu svæði, en Jón Baldvin virð- ist ekki vera á sama máli. Þetta er spurning sem þeir verða sjálf- ir að svara. Þetta er innanrík- „Látum ekki bjóða okkur slíkar yfirlýsingar“ Erkki Liikanen þingmaður socialdemokratisa-flokksins í Finnlandi sagði m.a. að Finnar létu ekki bjóða sér yfirlýsingar um að varnar- og utanríkismál- um þeirra væri stjórnað af öðr- um, þ.e. Rússum. Þess vegna hefði forsætisráðherra þeirra og formanni flokksins, Sorsa, sárn- að yfirlýsingar Jóns Baldvins og látið vera að mæta í hóf Alþýðu- flokksins hérlendis. Hann líkti þessari yfirlýsingu Jóns Bald- vins við það að okkur íslending- um væri borðið upp á yfirlýs- ingar um að Bandaríkin stjórn- uðu hér öryggis- og varnarmál- um og við hefðum ekkert um þau málefni að segja. „Ég er viss um að íslendingum líkaði það ekki,“ sagði hann. Hann sagði ennfremur: „Við hljótum að virða undirstöðuat- riði í stjórnarfari hverrar þjóð- ar, ef við viljum vera í samvinnu við þær. Þessar yfirlýsingar, sér- staklega viðtalið við Jón Baldvin í sjónvarpinu, gengu þvert á það. Ég er þó mjög ánægður með að hann skyldi gefa út afsökunar- beiðni í gær. Við erum ánægðir með hana og ég vona bara að hann verði — hvernig á ég að orða það — varkárari í framtíð- inni í utanríkismálayfirlýsing- um sínum." Erkki Liikanen var spurður, hvort Finnar hefðu þá fyrirgefið Jóni Baldvini það sem þeir teldu að hann hefði gert á hlut þeirra. Hann svaraði: „Ég segi aðeins, að ég er ánægður með að hann skuli hafa sagt, að honum þætti leitt að hafa sagt þetta. Hver þjóð er mjög viðkvæm fyrir slíkum grundvallarmálum. Alþjóða- samvinna þýðir ekki að við séum að reyna að finna mál sem við erum ósammála um, fremur eig- um við að finna það sem við er- um sammála um.“ Fjölskylduferð: o .7. aprfl __ Sumarauki. Valkostir '9 6. mai. 20 dagar, 22 dagar, eða 42 dagar. FRÍTT fyrir börn að 6 ára aldri ! Dagflug 1 öllum ferðum. Umboö a Islanói tynr DINERS CLUB INTERNATKDNAL FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.