Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ1985 33 33. þing Norðurlandaráðs í Reykjavík Anker Jörgensen, Danmörku ismál Alþýðuflokksins á ís- landi." Anker sagði ennfremur, að yf- irlýsing Jóns Baldvins um utan- ríkismál Finna talaði fyrir sig sjálf. Varðandi það hvort mál þetta gaéti haft afleiðingar á samvinnu sosíaldemókrata á Norðurlöndum sagði hann. „Nei. Við vinnum saman á Norður- löndunum og við Jón Baldvin höfum átt saman fundi um ýmis málefni og þar á meðal um frí- svæði, síðast 19. janúar sl. í Osló. Mér skildist að hann væri sam- mála okkur í hinum flokkunum á Norðurlöndunum um þetta mál, en svo kemur í ljós þegar hann kemur heim að svo er ekki. Við hittumst aftur í haust og ræðum málið, og þá kemur þetta í ljós.“ Fulltrúar bræðraflokka Alþýðuflokksins á Norðurlöndum um yfirlýsingar formanns Alþýðuflokksins: Vona að hann verði varkárari í framtíðinni segir Erkki Liikanen, Finnlandi, sem segir Finna ekki láta bjóða sér slíkar yfirlýsingar Yfirlýsingar og blaðamanna- fundur Jóns Baldvins Hannibals- sonar formanns Alþýðuflokksins um skoðanir hans á öryggismálum o.fi. á Norðurlöndum hafa verið til ítarlegrar umfjöllunar í fjölmiðlum á Norðurlöndum. I hliðarsölum Þjóðleikhússins ræddu fulltrúar á Norðurlandaráðsþingi mál þetta í gær og mátti heyra erlendu full- trúana spyrja þá íslenzku margs í þessu sambandi. Blaðamaður Mbl. ræddi í gær við fulltrúa bræðra- fiokka Alþýðufiokksins í Finn- landi, Noregi og Danmörku vegna máls þessa. Ennfremur við Eið Guðnason fulltrúa Alþýðuflokks- ins á þinginu. 1‘ingmenn sænska Socialdemokratiska-flokksins vildu ekki tjá sig um málið. Svante Lundkvist landbúnaðar- og sam- gönguráðherra Svía, sem situr á þinginu fyrir flokkinn, sagði: „Um það mál hef ég alls ekkert að segja.“ Eiður Guðnason Alþýðuflokki sagði: „Ég neita því ekki að þær yfirlýsingar sem formaður Al- þýðuflokksins hefur verið að gefa undanfarna daga varðandi ýmsa einstaklinga, forvígismenn flokkanna á Norðurlöndunum og um þessi mál almennt eru mér ekki að skapi. Ég veit ekki til þess að það hafi orðið nein breyting á stefnu Alþýðuflokks- ins gagnvart Norðurlöndunum eða norrænni samvinnu. Ég tel óhjákvæmilegt, eftir það sem búið er að segja, að þessi mál komi til umræðu á réttum vett- vangi innan flokksins, bæði í þingflokki og flokksstjórn." Eiður var spurður, hvort hann hefði orðið var við að yfirlýs- ingar Jóns Baldvins hefðu haft neikvæð áhrif á samvinnu flokk- anna á þinginu. Hann sagði: „Ég held að þær hafi fyrst og fremst komið mönnum á óvart og í opna skjöldu. Menn eru ekki vanir svona yfirlýsingum í samstarfi sem þessu." Þá var hann spurður, hvort hann teldi stefnu Alþýðuflokks- ins þá sömu í dag og hún var í tíð Kjartans Jóhannssonar. Hann sagðist ekki vita til að neinar breytingar hefðu orðið á henni varðandi þessi efni. Hann var þá spurður, hvort hann teldi Jón Baldvin hafa talað gegn stefnu flokksins. „Það voru ekki mín orð, en mér finnst hann hafa tal- að heldur ógætilega,“ svaraði hann. „Óvenjuleg framkoma“ Gunnar Berge þingmaður norska Arbeider-flokksins sagð- ist ekki þekkja Jón Baldvin og því lítið geta sagt um málið, en bætti við: „Hann kemur þó nokk- uð óvenjulega fram miðað við það sem ég hef vanist." Varðandi yfirlýsingar Jóns um styrkjakerfi Norðmanna til sjáv- arútvegs sagði Gunnar, að sér fyndist það mál þess eðlis, að Norðmenn og fslendingar ættu að geta leyst það sín í milli, en ekki í gegnum fjölmiðla. Hann sagði ennfremur að hann teldi mál þetta af sömu ástæðum ekki eiga erindi á þing Norðurlanda- ráðs. Aðspurður um, hvort mikið væri fjallað um málið í Noregi sagði hann, að hann vildi ekki tjá sig frekar um þetta að öðru leyti en að yfirlýsingarnar væru óvenjulegar. Hann bætti við í lokin vegna umfjöllunar um styrki til sjávarútvegsins, að þar væru einvörðungu á ferðinni styrkir til að halda við búsetu á ákveðnu landsvæði og efnahagi sjómanna og ekki mætti rugla því saman við olíuvinnslu í Nor- egi. Hann sagði ennfremur, að dregið hefði verið úr þessum styrkjum á síðustu fjórum til fimm árum. Hann var í lokin spurður, hvort hann hygðist sækja fund Jóns Baldvins um þessi mál sem boðaður var á Lækjartorgi kl. 17 í gær: „Nei, það hef ég ekki hugsað mér,“ svaraði hann. „Innanríkismál Alþýðu- flokksins á íslandi“ Anker Jörgensen þingmaður Socialdemokrata-flokksins í Danmörku og fyrrverandi for- sætisráðherra sagði m.a.: „Við Jón Baldvin erum ósammála pg það er staðreynd málsins. Ég hafði gengið út frá því vegna til- lögu sem alþýðuflokksmenn á ís- landi lögðu fram á Alþingi, að samstaða væri þar eins og á Norðurlöndunum um að athuga möguleikana á kjarnorkuvopna- lausu svæði, en Jón Baldvin virð- ist ekki vera á sama máli. Þetta er spurning sem þeir verða sjálf- ir að svara. Þetta er innanrík- „Látum ekki bjóða okkur slíkar yfirlýsingar“ Erkki Liikanen þingmaður socialdemokratisa-flokksins í Finnlandi sagði m.a. að Finnar létu ekki bjóða sér yfirlýsingar um að varnar- og utanríkismál- um þeirra væri stjórnað af öðr- um, þ.e. Rússum. Þess vegna hefði forsætisráðherra þeirra og formanni flokksins, Sorsa, sárn- að yfirlýsingar Jóns Baldvins og látið vera að mæta í hóf Alþýðu- flokksins hérlendis. Hann líkti þessari yfirlýsingu Jóns Bald- vins við það að okkur íslending- um væri borðið upp á yfirlýs- ingar um að Bandaríkin stjórn- uðu hér öryggis- og varnarmál- um og við hefðum ekkert um þau málefni að segja. „Ég er viss um að íslendingum líkaði það ekki,“ sagði hann. Hann sagði ennfremur: „Við hljótum að virða undirstöðuat- riði í stjórnarfari hverrar þjóð- ar, ef við viljum vera í samvinnu við þær. Þessar yfirlýsingar, sér- staklega viðtalið við Jón Baldvin í sjónvarpinu, gengu þvert á það. Ég er þó mjög ánægður með að hann skyldi gefa út afsökunar- beiðni í gær. Við erum ánægðir með hana og ég vona bara að hann verði — hvernig á ég að orða það — varkárari í framtíð- inni í utanríkismálayfirlýsing- um sínum." Erkki Liikanen var spurður, hvort Finnar hefðu þá fyrirgefið Jóni Baldvini það sem þeir teldu að hann hefði gert á hlut þeirra. Hann svaraði: „Ég segi aðeins, að ég er ánægður með að hann skuli hafa sagt, að honum þætti leitt að hafa sagt þetta. Hver þjóð er mjög viðkvæm fyrir slíkum grundvallarmálum. Alþjóða- samvinna þýðir ekki að við séum að reyna að finna mál sem við erum ósammála um, fremur eig- um við að finna það sem við er- um sammála um.“ Fjölskylduferð: o .7. aprfl __ Sumarauki. Valkostir '9 6. mai. 20 dagar, 22 dagar, eða 42 dagar. FRÍTT fyrir börn að 6 ára aldri ! Dagflug 1 öllum ferðum. Umboö a Islanói tynr DINERS CLUB INTERNATKDNAL FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.