Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 56
 &eila siadfest ianstraiist Ofuð 10.00-2.00 FOSTUDAGUR 8. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Ný aðferð til blóð- flutninga til innyfla ÍSLENSKIR læknar björguðu lífi 65 ára gamallar konu á Landspítalanum með nýrri aðferð til að leiða blóð til innyfia eftir að hefðbundnar aðferðir höfðu brugðist. Aðgerð þessi hefur vakið athygli erlendis og meðal ann- ars frá henni sagt í tímaritum um vísindi. Aðgerðin var framkvæmd fyrir tæpum þremur árum. Sjúklingur- inn, 65 ára gömul kona, þjáðist af sjaldgæfum sjúkdómi, sem lýsti sér í því að tvær af þremur blóðæðum til þarma og lifrar voru stíflaöar. Af þessum sökum gat hún ekki melt þá fæðu sem hún neytti. Sjúklingurinn var fyrst sendur til London, þar sem hefðbundin skurðaðgerö var fram- kvæmd. Sú skurðaðgerð mistókst og var reynt að lagfæra það sem úr- skeiðis fór í annarri skurðaðgerð hér heima, en dugði ekki til. Það var þá sem þremur læknum á Landspít- alanum hugkvæmdist að taka hluta af blóðrásinni til hægri fótar og leiða til innyfla með því að koma fyrir gerviæð. Sú aðgerð tókst þann- ig að sjúklingurinn getur nú hugsað um sig sjálfur, þrátt fyrir að hann kvarti um þróttleysi. Sjá nánar á miAopnu, bls. 28/29. Drukknaði við köfun á Dalvík DALÐASLYS varð á Dalvík í gær- morgun er maður um fertugt drukkn- aði þar við köfun. Tildrög slyssins voru þau að unn- ið var að hreinsun leiðslu sem ligg- ur frá fiskeldisstöð, sem er á Dalvík og í sjó fram. Maðurinn var í kafarabúningi og vann við að hreinsa síur í leiðslunni, þegar slys- ið varð. Hann var ekki vanur köfun, en ekki er vitað nánar með hvaða hætti slysið bar að. Ekki er hægt að skýra frá nafni mannsins að svo stöddu. Maður fékk skot í lærið MAÐUR særðist á læri er skot hljjóp úr riffii í heimahúsi á Flateyri við Ön- undarfjörð í gærmorgun. Tildrög slyssins voru með þeim hætti, að tveir menn sátu að drykkju í heimahúsi. Húsráðandi vildi koma gesti sínum út, en hann var tregur til að fara. Sótti þá hús- ráðandi riffil og hugðist ógna gesti sinum til að yfirgefa húsið, en ekki vildi betur til en svo að skot hljóp úr rifflinum og í læri gestsins. Hann var fluttur í sjúkrahúsið á ísafirði, þar sem gert var að sárum hans, en húsráðandi var í gærkvöldi í gæslu lögreglunnar á ísafirði. Morgunblaðiö/ KAX. HVASSVIÐRI SUNNANLANDS Suðaustan hvassviðri gekk yfir landið í gær. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræð- ings var veðrið að snúa sér í gærkveldi, fyrst í sunnan og síðan suðvestanátt, sem hefði getað valdið erfiðleikum í höfnum suðvestan- og sunnanlands, en stór- straumsflóð var klukkan sjö í morgun. Trausti sagði að spáð væri suðvestanátt og éljum í dag sunnanlands, en björtu veðri norðaustanlands. Ekki yrði hvassara en 8—10 vindstig. Myndina tók Ijósmyndari Morgunblaðsins RAX af briminu í Grinda- vík um kvöldmatarleytið í gær, en þar gekk sjór yfir bryggjur, varnargarða og báta á tímabili. Spá góðu laxveiðisumri Fiskifræðingar Veiðimála- stofnunar telja allar líkur á að næsta sumar verði gott laxveiði- ár. Finnur Garðarsson, fiski- fræðingur, sagði blm. að þeir gerðu ráð fyrir að sumarið yrði ólíkt sl. sumri, þ.e. að í stað stórlaxagangna snemmsumars kæmu miklar smálaxagöngur þegar liði á sumarið. Taldi hann að veiðin yrði heldur treg í byrjun veiðitímabilsins en í júlí ætti hún að fara að glæðast og verða góð það sem eftir er vegna smálaxagangna sem þá væri búist við að skiluðu sér í árnar. Þessi sami árgangur ætti hinsvegar að skila sér sem stórlax sumarið 1986. Lækka vextirnir um næstu mánaðamót? Eðlilegt að taka vexti til endurskoðunar í mánuðinum, segir forsætisráðherra, og telur vel koma til greina að taka lánskjara- vísitölu úr sambandi fari verðbólga niður í 10—12% BIÍIST er við nokkurri vaxtalækkun um næstu mánaðamót. Forsætisráðherra sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann teldi eðlilegt að vextir yrðu teknir til endurskoðunar nú í mánuðinum, með hliðsjón af lækkandi verðbólgu og lækkandi lánskjaravísitölu. Steingrímur sagði að allar lík- ur væru á að verðbólguspá Þjóð- hagsstofnunar fyrir þetta ár myndi rætast, þannig að búist er við að hún verði á milli 20 og 25% á árinu. „Mér er sagt að allt bendi til þess að lánskjaravísi- talan verði miklum mun lægri í febrúar en hún var í janúar, en þá var hún um 35%,“ sagði for- sætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Dr. Jóhannes Nordal Seðla- bankastjóri sagði í samtali við blm. Mbl. í gærkveldi að með hliðsjón af þeirri þróun sem ver- ið hefði á verðbólgu, væri líklegt að vextir lækkuðu með vorinu, en ekki sagðist hann á þessu stigi geta sagt hvenær það yrði, eða hve mikið. Forsætisráðherra sagði að mjög mikið væri verið að vinna í vísitölumálum nú og sem flestir möguleikar væru skoðaðir. „Það getur vel verið að það sé skyn- samlegt frá sálrænu sjónarmiði að taka lánskjaravísitöluna úr sambandi," sagði forsætisráð- herra, „en ef svo fer sem hag- fræðingar spá, að kaupmáttur- inn eigi ekki að skerðast meira, þá er engin hagsbót af því fyrir launþega að taka lánskjara- Kennarar aftur tíl starfa? Mæli með því ef ég tel tryggingu kennara næga segir formaður HÍK „EF LOFORÐ fæst um sérstaka leidréttingu fyrir kennara þá mun ég mælast til þess við félagsmenn HÍK að þeir snúi aftur til starfa," sagði Kristján Thorlacius, formaður Hins islenska kennarafélags, í gær. Samninganefnd ríkisins og HÍK ræddu í gær um niðurstöður endurmatsnefndar, sem gerði út- tekt á starfi kennara. „Við erum að reyna að komast að einhverri niðurstöðu, en erum ekki enn á eitt sáttir," sagði Kristján. „Ef það verður hins vegar tryggt að kröfur kennara verða virtar, þá verður leitað til félagsmanna HÍK. Telji þeir trygginguna næga, þá munu þeir væntanlega snúa aftur til starfa. Sjálfur mun ég þá mæla með því, því það er ekki ann- að sjáanlegt en að fiest félög fari með sín mál um endanlega röðun í launaflokka fyrir Kjaradóm.“ Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði að viðræður nefndarinnar og HIK væru ekki enn komnar á það stig að samið verði eitthvert plagg sem tryggir kennurum að sérkröfur þeirra verði teknar til greina. „Samninganefnd ríkisins hefur hins vegar sagt það áður að tillit yrði tekið til þeirra upplýsinga sem fram kæmu í skýrslu mennt- amálaráðuneytisins og nú erum við að reyna að komast að niður- stöðu um túlkun skýrslunnar," sagði Indriði. „Ég geri mér engar hugmyndir um það hvort kennar- ar hefja störf aftur fljótlega. Samningamál nú snúast ekki ein- göngu um þá.“ vísitöluna í burtu. Mér finnst vel koma til greina, þegar verðbólg- an er komin niður á viðunandi stig, eins og 10 til 12%, að af- nema lánskjaravísitöluna. Það myndi auðvitað aðeins eiga við um nýjar skuldbindingar, því það væri ekki hægt að afnema hana aftur í tímann." Heimildir Morgunblaðsins herma að ráðamenn þjóðarinnar geri sér vonir um að lánskjara- vísitalan þegar hún birtist næst, um 20. mars, verði í kringum 25% á heilu ári. Þegar hún hafi verið birt megi búast við ákvörðunum um vaxta- breytingar þar sem hún ræður miklu um vaxtaákvarðanir. Jafnframt munu engar veru- legar verðhækkanir vera fyrir- hugaðar í bráð, þannig að sam- kvæmt sömu heimildum ætti lánskjaravísitala fljótlega að vera komin niður í um 12% á ári. „Við reiknum með því að vext- ir lækki töluvert nú bráðlega, þar sem verðbólgan er á hraðri niðurleið," sagði Valur Valsson bankastjóri Iðnaðarbankans í samtali við Morgunblaðið. „Það liggur í augum uppi, að það verða einhverjar vaxtabreyt- ingar, þegar verðbólgan fer að lækka verulega," sagði Matthías Á. Mathiesen viðskipta- og bankaráðherra í samtali við blm. Mbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.