Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 27 Áfram barist á móti lokun náma Shemeld, Enghndi, 7. m»ra. AP. FORYSTUMENN breskra náma- manna hétu því í dag að berjast áfram gegn lokun náma þótt ákveðið hefði verið að hætta verkfallinu. Að- eins 4% námamanna hafa enn ekki komið til vinnu á ný. Á fundi framkvæmdanefndar námamannasambandsins var ákveðið að vinna áfram gegn lok- un náma og krefjast samninga við ríkiskolafélagið um það mál. Var þetta fyrsti fundurinn eftir að verkfalli lauk en illa þykir nú komið fyrir sambandinu, sem einu sinni var öflugasta í Bretlandi. Eru ekki síst fjármálin í miklum ólestri enda lögðu dómstólar hald á sjóði þess að hluta þegar Scarg- ill, formaður sambandsins, sinnti í engu dómskvaðningu. Langflestir námamenn eru nú komnir aftur til vinnu sinnar og í dag var unnið við allar námur i Skotlandi. Fyrsta fegurðarsam- keppnin frá byltingu Peking, 6. mara. AP. Æskulýðsfylking kínverska kommúnistaflokksins mun í kvöld efna til fyrstu fegurðarsamkeppn- innar, sem haldin hefur verið, síð- an kommúnisma var komið á i landinu fyrir 36 árum. Þykir þetta vottur um frjálslyndari afstöðu yf- irvalda til fyrirbæris, sem eitt sinn var talið til „borgaralegrar úrkynj- unar“. Tíu karlar og tíu konur munu spóka sig i tískufötum, syngja, dansa, leika á hljóðfæri, lesa ljóð og svara spurningum tíu manna dómnefndar í glæsisal í hinu íburðarmikla Hótel Kína i Kant- on í Suður-Kína. Viðstaddir verða 800 áhorfendur. „Keppendur geta klæðst að vild, nema hvað bannað er að vera i sundskýlum eða bikini- baðfötum," sagði Lisa Sheung, blaðafulltrúi hótelsins. Á mánudag tilkynnti utanrík- ismálaskrifstofa Quangdong- héraðs, að aðeins kínverskum fjölmiðlum yrði leyft að sækja samkomuna. Keppendur eru á aldrinum 21 til 28 ára, allir frá Kanton- svæðinu. Sigurvegararnir munu hljóta verðlaunagripi og „nokkra minjagripi“, að sögn Lisu She- ung, en enga peninga eða önnur verðmæti. KOMSTEINAF Lögregluþjónar í víkingasveit lögreglunnar í Los Angeles með 2ja mán- aða stúlkubarn í fangi sér. Barninu var bjargaö úr húsi í Watts-hverfinu eftir hildarleik. Allt bendir til að heimilisfaðirinn hafi útkljáð illdeilur á heimilinu með því að myrða konu sína og móður stúlkubarnsins og framið síðan sjálfsmorð. Er lögregluþjónarnir réðust inn í húsið eftir þriggja stunda umsátur fundu þeir aðeins kornabarnið lifandi. Brasilía: Sprenging í verk- smiðju drap tíu Rio de Janeiro, 6. mars. AP. Hnetuhýðingarverksmiðja í borg- inni Fortaleza sprakk í loft upp í kjölfariö á mikilli sprengingu í suðu- geymi i dag. Eldur læsti sig um allt og hver sprengingin rak síðan aðra. Sú fyrsta var þó langsamlega öflug- ust og þá létust flestir hinna 10 manna sem biðu bana. 45 til viðbót- ar slösuðust, sumir allmikið. „Þetta var hræðilegt, glóandi málmflísar þeyttust í allar áttir, allt að 15 metra, þetta varð á svipstundu að einum allsherjar vítisloga," var haft eftir verk- smiðjustarfsmanni sem slapp naumlega með minni háttar brunasár. Slökkviliðsmenn sögðu 8 hinna látnu hafa verið verk- smiðjustarfsmenn, en hinir tveir voru fasteignasalar sem höfðu skrifstofur sínar í áföstu húsi, en í því kviknaði eftir fyrstu spreng- inguna. Ástæður fyrir sprenging- unni voru ókunnar, en brunaverðir töldu skort á eftirliti hafa verið vítaverðan. Mikill kolafundur r á Norður-Irlandi BtllM, 7. marz, AP. TILKYNNT var í dag um meiriháttar kolafund á Norður írlandi. Kolin kunna að eiga eftir að draga verulega úr orkukostnaði í héraðinu, að sögn embættismanna. Kolaflekkurinn fannst nærri Crumlin á austurströnd vatnsins Lough Neagh. Er um að ræða mjúk mókol, sem eftir áratug ættu að geta séð fyrir þriðjungi raforku- þarfar N-írlands. Talið er að þarna leynist a.m.k. milljarður lesta af kolum. Að sögn embættismanna eru kol margfalt ódýrara eldsneyti við raf- orkuframleiðslu en olia, sem nú er notuð til framleiðslu raforku á N-lrlandi. Raforka á N-írlandi er 20% dýrari en í Englandi vegna flutningskostnaðar. Enska kolafyrirtækið Burnett and Hallamshire hóf kolaleit við Crumlin, sem er 20 km vestur af Belfast, í júlí í fyrra. í dag stóð til að brenna 200 lestum af kolum úr námunni í tilraunaskyni i orkustöð í Belfast. Vonast er til að reist verði raforkuver við námuna á næstunni. verðmæta sem standa undir þörfum einstaklinga og fjölskyldna. Eru þér ljós þau áhrif sem skyndilegt fráfall þitt myndi hafa á stöðu þinna nánustu? Verðtryggð líftrygging veitir fjölskyldu þinni vernd gegn fjár- hagslegum áföllum við óvænt fráfall þitt. Við bjóðum verðtryggingu allt tryggingartímabilið svo líftrygging- in heldur ætíð verðgildi sínu. Verðtryggða líftryggingu er hægt að taka annaðhvort sem einstaklingstryggingu, eða fyrir tvo eða fleiri aðila sem bera fjárhagslega ábyrgð sameiginlega. Hafðu samband við tryggingaráðgjafa okkar - þeir veita allar frekari upplýsingar. M'lIftrygging GAGNKVíMT TRVGGINGAFtLAG BRUNABÖTAFÉLAG ISLANDS Skrifstofur. Laugavegur 103 105 Reykjavík Sími 91 26055 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.