Morgunblaðið - 08.03.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.03.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 27 Áfram barist á móti lokun náma Shemeld, Enghndi, 7. m»ra. AP. FORYSTUMENN breskra náma- manna hétu því í dag að berjast áfram gegn lokun náma þótt ákveðið hefði verið að hætta verkfallinu. Að- eins 4% námamanna hafa enn ekki komið til vinnu á ný. Á fundi framkvæmdanefndar námamannasambandsins var ákveðið að vinna áfram gegn lok- un náma og krefjast samninga við ríkiskolafélagið um það mál. Var þetta fyrsti fundurinn eftir að verkfalli lauk en illa þykir nú komið fyrir sambandinu, sem einu sinni var öflugasta í Bretlandi. Eru ekki síst fjármálin í miklum ólestri enda lögðu dómstólar hald á sjóði þess að hluta þegar Scarg- ill, formaður sambandsins, sinnti í engu dómskvaðningu. Langflestir námamenn eru nú komnir aftur til vinnu sinnar og í dag var unnið við allar námur i Skotlandi. Fyrsta fegurðarsam- keppnin frá byltingu Peking, 6. mara. AP. Æskulýðsfylking kínverska kommúnistaflokksins mun í kvöld efna til fyrstu fegurðarsamkeppn- innar, sem haldin hefur verið, síð- an kommúnisma var komið á i landinu fyrir 36 árum. Þykir þetta vottur um frjálslyndari afstöðu yf- irvalda til fyrirbæris, sem eitt sinn var talið til „borgaralegrar úrkynj- unar“. Tíu karlar og tíu konur munu spóka sig i tískufötum, syngja, dansa, leika á hljóðfæri, lesa ljóð og svara spurningum tíu manna dómnefndar í glæsisal í hinu íburðarmikla Hótel Kína i Kant- on í Suður-Kína. Viðstaddir verða 800 áhorfendur. „Keppendur geta klæðst að vild, nema hvað bannað er að vera i sundskýlum eða bikini- baðfötum," sagði Lisa Sheung, blaðafulltrúi hótelsins. Á mánudag tilkynnti utanrík- ismálaskrifstofa Quangdong- héraðs, að aðeins kínverskum fjölmiðlum yrði leyft að sækja samkomuna. Keppendur eru á aldrinum 21 til 28 ára, allir frá Kanton- svæðinu. Sigurvegararnir munu hljóta verðlaunagripi og „nokkra minjagripi“, að sögn Lisu She- ung, en enga peninga eða önnur verðmæti. KOMSTEINAF Lögregluþjónar í víkingasveit lögreglunnar í Los Angeles með 2ja mán- aða stúlkubarn í fangi sér. Barninu var bjargaö úr húsi í Watts-hverfinu eftir hildarleik. Allt bendir til að heimilisfaðirinn hafi útkljáð illdeilur á heimilinu með því að myrða konu sína og móður stúlkubarnsins og framið síðan sjálfsmorð. Er lögregluþjónarnir réðust inn í húsið eftir þriggja stunda umsátur fundu þeir aðeins kornabarnið lifandi. Brasilía: Sprenging í verk- smiðju drap tíu Rio de Janeiro, 6. mars. AP. Hnetuhýðingarverksmiðja í borg- inni Fortaleza sprakk í loft upp í kjölfariö á mikilli sprengingu í suðu- geymi i dag. Eldur læsti sig um allt og hver sprengingin rak síðan aðra. Sú fyrsta var þó langsamlega öflug- ust og þá létust flestir hinna 10 manna sem biðu bana. 45 til viðbót- ar slösuðust, sumir allmikið. „Þetta var hræðilegt, glóandi málmflísar þeyttust í allar áttir, allt að 15 metra, þetta varð á svipstundu að einum allsherjar vítisloga," var haft eftir verk- smiðjustarfsmanni sem slapp naumlega með minni háttar brunasár. Slökkviliðsmenn sögðu 8 hinna látnu hafa verið verk- smiðjustarfsmenn, en hinir tveir voru fasteignasalar sem höfðu skrifstofur sínar í áföstu húsi, en í því kviknaði eftir fyrstu spreng- inguna. Ástæður fyrir sprenging- unni voru ókunnar, en brunaverðir töldu skort á eftirliti hafa verið vítaverðan. Mikill kolafundur r á Norður-Irlandi BtllM, 7. marz, AP. TILKYNNT var í dag um meiriháttar kolafund á Norður írlandi. Kolin kunna að eiga eftir að draga verulega úr orkukostnaði í héraðinu, að sögn embættismanna. Kolaflekkurinn fannst nærri Crumlin á austurströnd vatnsins Lough Neagh. Er um að ræða mjúk mókol, sem eftir áratug ættu að geta séð fyrir þriðjungi raforku- þarfar N-írlands. Talið er að þarna leynist a.m.k. milljarður lesta af kolum. Að sögn embættismanna eru kol margfalt ódýrara eldsneyti við raf- orkuframleiðslu en olia, sem nú er notuð til framleiðslu raforku á N-lrlandi. Raforka á N-írlandi er 20% dýrari en í Englandi vegna flutningskostnaðar. Enska kolafyrirtækið Burnett and Hallamshire hóf kolaleit við Crumlin, sem er 20 km vestur af Belfast, í júlí í fyrra. í dag stóð til að brenna 200 lestum af kolum úr námunni í tilraunaskyni i orkustöð í Belfast. Vonast er til að reist verði raforkuver við námuna á næstunni. verðmæta sem standa undir þörfum einstaklinga og fjölskyldna. Eru þér ljós þau áhrif sem skyndilegt fráfall þitt myndi hafa á stöðu þinna nánustu? Verðtryggð líftrygging veitir fjölskyldu þinni vernd gegn fjár- hagslegum áföllum við óvænt fráfall þitt. Við bjóðum verðtryggingu allt tryggingartímabilið svo líftrygging- in heldur ætíð verðgildi sínu. Verðtryggða líftryggingu er hægt að taka annaðhvort sem einstaklingstryggingu, eða fyrir tvo eða fleiri aðila sem bera fjárhagslega ábyrgð sameiginlega. Hafðu samband við tryggingaráðgjafa okkar - þeir veita allar frekari upplýsingar. M'lIftrygging GAGNKVíMT TRVGGINGAFtLAG BRUNABÖTAFÉLAG ISLANDS Skrifstofur. Laugavegur 103 105 Reykjavík Sími 91 26055 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.