Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 Magnaðar meinlokur — eftir Bjarna Braga Jónsson Dr. Magni Guðmundsson hag- fræðingur talaði í útvarp um dag- inn og veginn mánudaginn 25. febrúar. Hélt hann þar áður upp- teknum hætti að afflytja málstað verðtryggingar og raunvaxta- stefnu og úthúða þeim embættis- mönnum, sem er falið það erfiða hlutverk að stýra peningamálum í ölduróti íslenzkra efnahagsmála. Hingað til hef ég leitt spjall og skrif Magna hjá mér í trausti þess, að fólk hafi aðgang að hlut- lægum greinargerðum fræði- manna, en sumir leggja það út sem veikleika, svo að mál er að gera eina undantekningu. Ástæð- ur svarleysis hafa raunar fremur verið þær að maður veigrar sér við að hirta Magna fyrir svo einfaldar og augljósar meinlokur, sem hann gerir sig þráfaldlega sekan um, og sízt er vert að bera salt í sárið og auka á þá ofsóknarkennd. Aðferð Magna í ræðu og riti hefur verið til þess fallin að blekkja auðtrúa sálir. Þjóð, sem lifað hefur í sjálfsblekkingu verð- bólgunnar um langan aldur, og látið gefa sér með annarri hendi, það sem tekið er oft eftir króka- leiðum með hinni, gleðst gjarnan yfir hverjum falsspámanni, sem hjalar við hana um, að skolla- leiknum megi halda áfram. Og flestum þykir lastið bragðgott, einkum þegar áhrifa- og valda- menn eiga í hlut. Aðferð Magna er í stystu máli sú að slíta málsatrið- in úr rökrænu samhengi, heldur koma að þeim á víxl úr ýmsum áttum, beita fyrir sig hálfkveðn- um vísum kennisetninga, skil- greiningaratriða og tilvitnana, sem sjaldan standast nánari rýni, og alhæfa af einstökum dæmum úr takmarkaðri eigin reynslu. Einkum hefur Magna reynst drjúgt að bera fyrir sig fagnað- arboðskap Keynesismans, sem hann ber fram sem ný sannindi, enda þótt hálfrar aldar gamall sé og hafi verið til stöðugs endur- mats og að miklum hluta afskrift- ar síðustu áratugina. Um þetta er Magna nokkur vorkunn, þar sem hann var við framhaldsnám á síð- ustu velmegtardögum barnalegrar oftrúar á Keynesismann. Loks er það einkenni á málflutningi hans að taka aldrei til meðferðar tölu- legar staðreyndir um innlend pen- ingamál og þær röksemdir um stefnu og árangur, sem þeim eru tengdar. Hefur hann þannig ekki gefið færi á skoðanaskiptum, sem vænleg séu til árangurs. Vikjum nú að því, hvernig þessar veilur birtast í umræddu erindi. V axtaskilgreiningin Það þykir ekki fræðimannlegt að skýla sér á bak við skilgrein- ingar. Hugtök skilgreina menn og beita þeim eftir því, hvernig vand- inn er vaxinn. Volaire orðaði það þannig: „Viljir þú rökræða við mig, gerðu þá grein fyrir merkingu þeirra orða, sem þú not- ar.“ Magni er ekki sama sinnis og brigslar okkur um að við notum ekki hinn eina rétta stórasannleik í skilgreiningu vaxta. Vextir séu ekki aðeins raunvextir, heldur og vísitöluálag eða verðbótaþáttur vaxta, sem sé allt sem uppfærir nafnvirði skuldar. Hvílík stór- frétt! Allir, sem haft hafa fyrir að kynna sér upplýsingarit um vexti og verðtryggingu, kannast við, að öll slík uppfærsla er heimfærð undir hugtak nafnvaxta, nánar til- tekið sem ársávöxtun eða virkir vextir, svo að tryggt sé, að öll vaxtavöxtun innan ársins komi með í myndina. Ástæðan til þess, að menn leggja höfuðáherzlu á raunvexti fremur en nafnvexti er fyrst og fremst málefnislega til komin af þeirri ákvörðun íslenzku þjóðarinnar, sem bundin er í lög- um, að láta órétt verðbólgugróða á annan bóginn og eignaupptöku á hinn ekki viðgangast lengur, né heldur það sukk og þá spillingu, sem því fylgir. Svo að Magni telji sig ekki ógilda þennan ásetning löggjafans í krafti almennt viðurkenndra skilgreininga hagfræðinnar, er rétt að leiða tvo valinkunna fræði- menn til vitnis. Varla getur annan virtari né fremur dæmigerðan fulltrúa aldamótakynslóðarinnar og nýklassískrar hagfræði en Al- fred Marshall, prófessor í Cam- bridge. í hinu merka höfuðriti sínu Principles of Economics tek- ur hann skýrt fram, að fræðikenn- ingar um vexti séu því aðeins gild- ar, að lánsfé sé endurgreitt með sama kaupmætti og lánið hafði upphaflega. Allt, sem í ritinu segir um vexti, sé með því fororði, að átt sé við raunvexti. Þetta styður hann dæmum og rökstuðningi í þá veru, að verðbólga eða verðhjöðn- un raski raunvöxtum frá því, sem tilætlað væri, og eigi þannig veru- legan þátt í að magna hagsveiflur. Hliðstætt þessu tók Keynes fram, að hann reisti kenningar sínar í General Theory of Employment, Interest and Money á forsendu ákveðinnar kaupeiningar (wage unit), er hann hugsaði sem grófa nálgun stöðugs verðlags og pen- ingagildis. Má enda ljóst vera, að ýmsar kennisetningar hans hafi hvorki merkingu né markmið án tengsla við raunverulegt verðgildi, svo sem kenningin um breytilegt hlutfall neyzlu og sparnaðar af mismunandi tekjuhæð eða um samband vaxta og afraksturs nýrrar fjárfestingar. Frá því að þessir heiðursmenn voru á dögum, hefur heimurinn upplifað miklu almennari og var- anlegri verðbólgu en þeir höfðu reynslu af, og því að vonum, að aukin og ákveðnari áherzla er nú lögð á verðbólguleiðréttingu og gildi raunvaxta. Er nú svo komið, að leikir sem lærðir fjalla í málefnislegu samhengi nánast einvörðugu um raunvexti, þar sem nafnvextir hafi út af fyrir sig enga þýðingu án tillits til verðbólgu. Þannig sagði Garret F. Bouton, bankastjóri Scandinavian Bank, sem hingað kom til fyrirlestra- halds fyrr í vetur, að almennt væru menn hættir að miða við annað en raunvexti og raunvaxta- mun, þegar fjallað væri um áhrif vaxta. Leiðum fram enn einn virtan heimildarmann á þessu sviði. Fyrir um 2—3 árum kynnti Magni hérlendis prófessor sinn frá Kana- da, Clarence L. Barber, og kom m.a. með hann í sérstakt viðtal við mig. Fór einstaklega vel á með okkur, enda kom í ljós, að prófess- orinn lagði í heimalandi sinu stund á nákvæmlega sams konar verðbólguleiðréttingar á rekstrar- og fjárhagslegum jöfnuði stofnana og efnahagsheilda og íslenzkar ha- gstofnanir hafa ástundað. Gaf hann mér grein eftir sig um verð- bólguleiðréttan fjárlagajöfnuð Bandaríkjanna, er birtist í tímar- itinu Challenge 1979. Þar sýndi hann fram á, að fjárlagahallinn var enginn í raunverulegum verð- mætum, þótt það gildi raunar ekki lengur. Seðlabankastjórar í Band- aríkjunum, sem ég hef talfært þetta við, báru í sjálfu sér ekki brigður á rök hans og aðferðafr- æði, enda þótt fleiri og að miklu leyti mótvæg atriði þyrftu að koma til fullrar leiðréttingar á jöfnuðinum. Frá því ég hitti þenn- an mæta mann, hefur mér verið óleyst undrunarefni, hvernig Magni getur rætt þessi mál af slíku skilningsleysi. Bágt á ég með að trúa því, að hann villi um fyrir mönnum gegn betri vitund, enda þótt því hafi verið skotið að mér. Verðbólguáhrifin Út frá sinni óvéfengjanlegu (!!) skilgreiningu heildarvaxta rótar Magni síðan upp miklu moldviðri ásakana um verðbólguáhrif vaxt- anna. Er hann þar í viðeigandi fé- lagsskap ýmissa atvinnuskrifara og óvandaðri stjórnmálamanna og sérhagsmunafulltrúa, sem hafa haldið fram sams konar röksemd- um út frá frumbernskulegum skilningi á rekstraruppgjöri og af- komumati við verðbólguskilyrði. Vextir komast að þeirra sögn langt upp fyrir laun í rekstrar- kostnaði fyrirtækja og eru þar með meginvaldur verðbólgunnar. Ýmsum þessara manna er vork- unn, en ekki Magna. Hann á að hafa nasasjón af verðbólgureikn- ingshaldi, enda hefur verið marg- reynt að leiða honum það fyrir sjónir. Segjum hið sama með orðum Atvinnuvegaskýrslna 1980—81 frá Þjóðhagsstofnun (nr. 28 í nóv. ’84): „Með tilkomu nýju skattalag- anna, sem komu til fram- kvæmda í fyrsta sinn við gerð ársreikninga fyrirtækja fyrir árið 1979, var meðal annars reynt að leiðrétta fyrir áhrif- um verðbólgu á fjármagns- kostnað fyrirtækja og þar með á afkomu þeirra. Áhrif verð- bólgu á fjármagnskostnað fyrirtækja koma m.a. fram í því, að skilin milli afborgana og vaxta geta orðið óljós. I nú- gildandi skattalögum er málið leyst með þeim hætti, að allir vextir og öll gengis- eða vísitöluuppfærsla lána er færð til gjalda en á móti er reiknuð til tekna sú verðrýrnun allt- skuldanna, sem verður vegna almennra verðbreytinga. í reynd er þannig aðeins sá hluti fjármagnskostnaðar, sem er umfram áhrif almennra verð- breytinga, reiknaður til gjalda, þ.e. þeir vextir, sem eru um- fram verðbólgu (raunvextir). Ef um er að ræða peningalegar (óverðtryggðar) eignir, þá kemur verðbreytingafærsla til gjalda af þeim. Um birgðir gildir, að á móti verðhækkun þeirra af völdum verðbólgu kemur verðbreytingafærsla til gjalda, enda felst ekki neinn raunverulegur hagnaður í verðbólguhækkun birgða". Hér kemur fram, að skattalög leggjast á sömu sveifina, svo að ekki getur Magni borið fyrir sig skilning löggjafans í þessu efni. Sé til staðfestingar skyggnst í innviði þessara skýrslna, má taka rekstraryfirlit atvinnugreina árið 1981, þeirra sem samræmt yfirlit tekur til. Rekstrartekjur námu 30.261 m.kr., vinnsluvirði 10.416 m.kr. að markaðsvirði, en 8.396 m.kr. að tekjuvirði (að frádr. óbeinum sköttum en viðbættum framleiðslustyrkjum), þ.a. laun 5.661 m.kr. og vextir nettó 885 m.kr. eftir verðbreytingarfærslur. Vaxtagjöldin eru hér aðeins 10,5% Bjarni Bragi Jónsson „Ástæöan til þess, að menn leggja höfuö- áherslu á raunvexti fremur en nafnvexti er fyrst og fremst málefn- islega til komin af þeirri ákvöröun íslensku þjóö- arinnar, sem bundin er í lögum, aö láta órétt veröbólgugróða á annan bóginn og eignaupptöku á hinn ekki viðgangast lengur, né heldur þaö sukk og þá spillingu, sem því fylgir.“ af vinnslutekjuvirði, á móti launa- gjöldum 67%, en 2,9% af heild- arveltu á móti launagjöldum 18,7%. Sjávarútvegurinn er ekki með í þessu yfirliti, en hins vegar ál og kísiljárn. Tilsvarandi hlut- föll í sjávarútvegi 1981, veiðum og vinnslu, voru nettóvaxtagjöld 2,1% af heildartekjum eða 5,2% af vinnslutekjuvirði, en launagjöld með aflahlut 28% af heildartekj- um eða 71% af vinnslutekjuvirði. Hve auðvelt er að rangfæra þessar tölur um sjávarútveginn, sést á því, að gjaldfærðir vextir og geng- ismunur, fyrir verðbreytinga- færslu námu rúmum helmingi launagjalda og sjöföldum leiðrétt- um vaxtagjöldum. Leitt er að hafa ekki nýrri tölur að sýna. Þau leiðréttu hlutföll, sem hér eru birt, eru þó nokkuð stöðug milli ára, en óleiðrétt vaxta- og verðbótafærsla sveiflast hins vegar gífurlega með breyti- legri verðbólgu. Þess má geta, að Þjóðhagsstofnun leysir úr þessum vanda í samtíma rekstraryfirlit- um sjávarútvegs með því að reikna með 3% raunávöxtun stofnfjármagns og mismunandi endingartíma fjármunaflokka. Það er sérstaklega upplýsandi í þessu sambandi, að hlutur launa eða vinnutekna í víðtækasta skiln- ingi er gjarnan um 70—80% hreinna þjóðartekna í vestrænum löndum, en eigna- og rekstrartekj- ur um 20—30%, þar af arður fjár- eigna e.t.v. um helmingur. Hlut- fallsbreytingar launatekna hreyfa þannig margfalt meiri stærð en breytingar raunvaxta. Hlutföll þessi geta hins vegar verið tiltölu- lega stöðug þrátt fyrir mikla verð- bólgu, sem bætt er upp, svo að raunvextir haldist svipaðir. Heild- arlánafúlgan getur verið jafn há fjárhæð eða hærri en þjóðar- framleiðslan, svo að t.d. 100% verðbólga gæti leitt til verðtrygg- ingarbóta jafn hárra þjóðartekj- unum í heild. Að skilningi Magna og hans nóta hefðu þá allar þjóð- artekjurnar farið í vexti, enda þótt skýrum stöfum standi, að um þrír fjórðu þeirra séu launatekjur. Þarf ekki frekar vitnanna við, að viðhorf þessara manna er endi- leysa. Magni klykkti út með þeirri staðhæfingu, að gengisfellingin 20. nóvember hefði engan veginn stafað af kauphækkunum í byrjun þess mánaðar, heldur af vaxta- Kynning: Nýjung frá Holtabúinu Holdahænsnasnitchel Cosas appelsínur 49 Ótrúlegt úrval fermingargjafa © Vörumarkaöurinn hf. j MEIRA FYRIR MINNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.