Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 51 Illa farið með „Veruleg samkeppni er medal kaupmanna í sölu á kjöti og kjötvörum. Neytendur eiga að fylgjast með verðlagningu þessara vara og láta þær verslanir njóta viðskiptanna sem selja bestu vörurnar, á sem hagstæðustu verði,“ segir bréfritari. marga Föstudaginn 1. mars sl. birtist pistill í Velvakanda Morgunblaðs- ins undir fyrirsögninni Illa farið með bændur. Ég tek svo sannar- lega undir það, sem þar kemur fram. Yfirleitt finnst mér farið illa með bændur. Þá er ekki síður farið illa með sjómenn. Ég get nefnt sem dæmi, a sjómenn fengu rúmar tvær krónur fyrir 1 kg af síld á síðustu vertíð. Þegar síldin hafði verið söltuð, lögð i tunnu og rétt yfir búðarborð í Reykjavík, þá kostaði 1 kg 75 kr. Þá má segja að illa sé farið með þá sem standa í húsbyggingum og þá sem þjást af tannpínu. { pistli þeim, sem vitnað er í hér að framan, kom fram að bændur verða að sætta sig við að fá fyrir 1 kg af kálfakjöti kr. 55—64 kr., sem síðan er selt á kr. 198 til kr. 520 hvert kg út úr verslun. í síðasta verðlagsgrundvelli frá 1. mars er gert ráð fyrir að bændur fái kr. 56 til 67 kr. fyrir 1 kg af ungkálfa- kjöti. f heilum skrokkum er þetta kjöt verðlagt í heildsölu á kr. 78 til kr. 91 á kg. Þetta er verðið sem Sexmannanefnd skammtar slát- urleyfishöfum og bændum. Nefnd- in hefur ekki áhrif á verðlagningu i smásölu. Ekki eru sömu reglur um verð- lagningu á innmat úr stórgripum hjá öllum sláturleyfishöfum. Yfir- leitt er verðið lágt og nokkrir slát- urleyfishafar treysta sér ekki til að borga nokkurn skapaðan hlut fyrir lifur og hjörtu stórgripa. Framleiðendur mega ef þeir vilja hirða innmatinn ef þeir geta nýtt sér hann. Sexmannanefnd verð- leggur ekki innmat stórgripa. Minnst er á folaldakjöt í pistlin- um. Þar stendur að það sé selt út úr verslun á 279—318 kr. hvert kg. En þá áttu bændur að fá 47 kr. fyrir hvert kg. Þetta var reyndar í janúar. Frá 1. mars eiga bændur að fá fyrir 1. flokks folaldakjöt kr. 73.67 á kg. Heildsöluverð í heilum skrokkum á þessu kjöti er kr. 90 hvert kg. Smásöluálagning er frjáls. Við verðlagningu á landbúnað- arafurðum er reynt að miða við það, að bóndinn fái sanngjarna greiðslu fyrir sína vinnu. Vinnslu- stöðvarnar eiga að fá það mikið fyrir vinnslu- og heildsölukostnað að ekki sé hætta á að lækka þurfi verð til bænda. Því miður gerist það nokkrum sinnum, að bændur fá ekki sitt, því vinnslu- og heild- sölukostnaður hefur orðið hærri en Sexmannanefnd hafði gert ráð fyrir. Síðan hafa framleiðendur sáralítil áhrif á verðið í smásölu. Þeir sem vinna að slátrun, heildsöludreifingu, eða mjólkur- fræðingar, tryggja sér ákveðnar tekjur, sem í mörgum tilvikum eru tvöfaldar á við þær sem bóndinn fær. Þessir aðilar fá alltaf sitt kaup, án tillits til þess, hvernig afkoma bænda er á hverjum tíma. Ef þeir sem starfa að vinnslunni gera óhóflegar kröfur, meiri en áætlaðar hafa verið við verðlagn- inguna, þá þarf að lækka greiðslur til bænda svo þessir starfsmenn þeirra geti fengið sitt. Veruleg samkeppni er meðal kaupmanna í sölu á kjöti og kjöt- vörum. Neytendur eiga að fylgjast með verðlagningu þessara vara og láta þær verslanir njóta viðskipt- anna, sem selja bestu vörurnar á sem hagstæðustu vérði. Agnar Guðnason, blaðafulltrúi bændasamtakanna Blind sjálfsbjargarviðleitni Velvakandi. Að prófessor dr. Tómas Helga- son skuli blanda sér í pexið um það hvort frjáls bjórsala á íslandi stuðli að auknum alkóhólisma eða ekki finnst mér jafngilda því og ef framleiðandi rafmagnsstólsins varaði við hengingum. Alkóhólismi er siðferðilegt niðurbrot sem vinna má gegn með fræðslu, en vegna þess að drykkju- maðurinn gerir sér ekki ljósa stöðu sína og berst gegn afskipt- um með allri þeirri tækni, klók- indum og blekkingum, sem hann ræður yfir og trúir afneitun sinni uns þrek hans stendur ekki lengur undir tilrauninni til að þykjast, þá er svo erfitt að koma fræðslunni til skila. Erfiðastur Þrándur í Götu leið- beinenda í ofdrykkjuvörnum er hin stórbrotna pillugjöf sérfræð- inga innan læknastéttarinnar og rangtúlkun á eðli alkóhólisma í þá veru að drykkjumaður sé ekki ábyrgur gjörða sinna. Fagnandi rekur drykkjumaður- inn því út úr sér tunguna í von um að pillan lendi á réttum stað. Og báðir dæsa, harðánægðir — pillugjafinn og pilluþeginn, því báðir eru réttlættir og báðir af sömu orsökum: blindri sjálfs- bjargarviðleitninni. Steinar Guðmundsson Þessir hringdu ... Notum pennann sem vopn V.hringdi Við vitum það allir íslend- ingar að inn í landið er smyglað eiturlyfjum og hér er stunduð eiturlyfjasala. Afleiðingarnar eru berlega komnar í ljós. Það er hrikalegt að missa bðrnin sín út í eiturlyfjaneyslu. Foreldrar hafa verið vanmátt- ugir gagnvart eiturlyfjasölum, þeir eru lævísir eins og krabba- mein. Draga þarf þetta mál fram í dagsljósið. Getum við ekki not- að pennann sem vopn gegn þess- um voða? Skrifum og látum í okkur heyrast. Mig langar jafnframt til að spyrja yfirvöld dómsmála um það hver dómurinn sé ef upp kemst um eiturlyfjasölu? Að ná blettum úr fatnaði Kona hringdi: Um daginn var spurt í Velvak- anda hvernig hægt væri að ná ryðblettum úr fötum. Ég kann gott ráð til þess en það er að kreista sítrónu yfir blettinn, strá salti yfir og láta það standa þannig í 12 tíma. Síðan er flíkin þvegin og þá á bletturinn að vera farinn. Einnig langar mig til að bæta hér við hvernig hægt er að ná bleki úr fötum en það hendir oft að blek hellist yfir fólk. Nægir að hella skyri yfir blettinn og láta það standa þannig í sólar- hring. Á þá bletturinn að vera horfinn. Athvarf fyrir kennara Faðir hringdi: í sjónvarpsfréttum 4. marz sl. var rætt um athvarf fyrir kenn- ara. Ég hváði því ég hélt að það væri eitthvað sem ekki væri brýn þörf á. Þá var það sonur minn sem kom með skýringu á þessu, sem hann hafði úr skólan- um, en hún er sú að „athvarfið væri fyrir kennara sem væru al- einir heima á daginn ..." Mér sýnist svo sannarlega vera búið að koma því inn hjá krökkum að kennarar séu eitt- hvað sem á bágt og á að vor- kenna vegna þess að þeir fá ekk- ert kaup... Þægilegar þessar eins lítra fernur Sigríður Helgadóttir hringdi: Hættum að lasta eins lítra mjólkurfernurnar sem hafa marga góða kosti. Til að mynda rúmast þær betur í kæliskáp, það hafa ekki allir aðstæður til að hafa þá stóra skápana. Oft eru börn, 8 til 9 ára, send eftir mjólk og þola þau illa að bera fjóra potta mjólkur. Sama er að segja um gamalt fólk sem ekki hefur neinn til að senda. Lofið okkur að hafa þægilegu eins lítra fernurnar áfram. Þá er einnig amast við litlu rjómafern- unum sem eru mátulega stórar og geyma rjómann vel. Það væri ekki gott að þurfa alltaf aö kaupa hálfpott af rjóma eins og hann er dýr. Skákkeppni framhalds- skóla 1985 hefst á Grensásvegi 46, föstudaginn 15. mars nk. kl. 19.30. Keppninni verður fram haldið laugardag- inn 16. mars kl. 13—19 og lýkur sunnudaginn 17. mars kl. 13—17. Keppt verður í fjögurra manna sveitum (fyrir nem- endur f. 1963 og síðar) og er öllum framhaldsskól- um heimil þátttaka í mótinu. Þátttöku í mótið má tilkynna í síma Taflfélags Reykjavíkur á kvöldin kl. 20—22, í síðasta lagi fimmtudaginn 14. mars. Taflfélag Reykjavíkur, Grensásvegi 44—46, Rvík, símar 83540 og 81690. RO Y AL SKYNDIBUÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragötegundir Ósvlknlr DACHSTEIN með tvöföldum saumum, nlö-sterkum gúmmlsóla, vatnsþóttrl relmlngu. Framlelddlr I Austurrlkl og sérstaklega geröir fyrlr mlklö álag og erflöar aöstæöur. Santis kr. 2.514, stærölr 36—47. Oetz kr. 1.748, stæröir 36—46. Flims kr. 1.890, stæröir 36—46, Achensee kr. 1.545, stæröir 36—46, Softy kr. 1.744, stæröir 36—46, Retz kr. 997, stæröir 36—46, Retz Kinder kr. 830, stæröír 30—35. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS. FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670 Fjallaskór DACHSTEIN der achuh der splttenklasse Softy Rotz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.