Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 8. MARZ 1985 37 Minning: Ólöf Halldórsdótt ir - Neðri-Miðvík Fædd 9. mars 1896 Dáin 1. mars 1985 Bæn þína aldrei byggðu fast á brjóstviti náttúru þinnar í guðsorði skal hún grundvallast það gefur styrk trúarinnar. (Hallgrímur Pétursson.) í dag er kvödd hinstu kveðju í Bústaðakirkju amma mín og nafna, ólöf Halldórsdóttir, en hún lést þann 1. mars 1985 á öldrunar- deild Borgarspítalans eftir aðeins fjögurra vikna dvöl þar. Margar minningar líða gegnum hugann, en efst ber minninguna um ömmuna, sem var eins og góð- ar ömmur eru, alltaf heima tilbúin að hlusta, leiðbeina og taka á móti smáfólkinu í fjölskyldunni. Frá fjögurra ára aldri byrjar minningin um ömmu mína, sem alltaf hafði nóg pláss fyrir alla, gesti og gangandi. Um ömmuna, sem bakaði bestu brauðin, bestu pönnukökurnar og sem prjónaði hlýjustu sokkana og vettlingana og sem saumaði fallegustu hand- klæðin og þvottapokana fyrir litlu barnabörnin sín og alltaf mun lifa minningin um öll jólin og nýárs- dagsboðin. Minningin um dökkeygðu og dökkhærðu konuna, hana nöfnu mína, með heitu hendurnar sínar og fallega hárið. Margar voru ferðirnar til þeirra ömmu og afa yfir helgi og ekki urðu sögurnar og ævintýrin færri úr þeirri yndis- legu paradís, sem hún ólst upp í, sögurnar um hjásetur, huldufólk, laxveiði í ósnum, sögur af dýrum í marga ættliði og frásagnir af af langafa og langömmu og systkin- unum öllum. Þegar ég var níu ára var ég svo lánsöm að búa ásamt foreldrum mínum í þrjá mánuði í Steinagerði hjá ömmu og afa og var það timi, sem ég naut reglulega. Ég minnist þess að hafa legið í rauðum hund- um og síðan hettusótt þetta tíma- bil og þar sem móðir mín var úti- vinnandi kom það í hlut ömmu að hjúkra mér. Hvorki fyrr né síðar hef ég fengið betri aðhlynningu og næmni fyrir því hvernig mér leið og hvers ég þarfnaðist. Lóa amma eins og hún var köll- uð af langömmubörnunum til að- greiningar frá öðrum ömmum fæddist þann 9. mars 1896 í Neðri-Miðvík, Aðalvík í Sléttu- hreppi, yngst 15 systkina og fer hún einnig síðust þeirra. Hún var dóttir sæmdarhjónanna Halldórs Theófílussonar og Kristjönu Jónsdóttur. Á þessum stað og með þessu fólki ólst hún upp við mikið ástríki og eftirlátssemi eins og hún sagði alltaf sjálf. Sigurður Hallvarðsson, afi minn, frá Skjaldabjarnarvík, og Ólöf amma mín gengu í hjónaband þann 6. september 1919 eftir að hafa verið í festum nokkurn tíma. Bjuggu ungu hjónin fyrst að Görð- um i Aðalvík og þar fæddist fyrsta barn þeirra. 1921 fluttu þau með dóttur sína til Súðavíkur þar sem þau bjuggu í 23 ár og þar fæddust fimm börn til viðbótar en börn þeirra eru i aldursröð: Halldóra, Júlíana, Þorsteina, Ingunn, Þor- steinn og Kári, öll búandi i Reykjavík. Barnabörnin eru ell- efu, barnabarnabörnin eru fimmt- án og eitt langömmubarn og voru því komnir fimm ættliðir. Hjónaband ömmu og afa var af- ar farsælt og rikti ávallt gagn- kvæm virðing milli þeirra. Afi lést í febrúar 1977 og voru þau þá búin að vera i hjónabandi i 58 ár. 1944 fluttu þau til Reykjavikur og voru það mikil viðbrigði, en afi komst strax í fasta vinnu við smiðar en síðan i húsvarðarstöðu hjá Sveini Egilssyni og var þar i um tuttugu ár, eða meðan heilsan leyfði. Eftir 33 ár búsetu í Steinagerði var óhjákvæmilegt að frumbyggj- arnir i götunni kynntust og það ákaflega vel, allt var það eins og stór fjölskylda bæði í gleði og sorg og vil ég því þakka þeim á nr. 12, 16,11 og 13 fyrir góða viðkynningu og eins öðrum, sem fluttir eru úr götunni. í gegnum árin hafa systkinin haldið þeirri venju að koma sam- an á fimmtudagskvöldum til afa og ömmu en við barnabörnin og fjölskyldur okkar frekar um helg- ar og mun nú þeirra stunda sárt verða saknað. Amma var mjög stolt af garðin- um sinum og var það orðinn fastur liður á sumrinu að halda garð- veislu einhvern góðviðrisdaginn og varð þá öll fjölskyldan að börn- um sem fóru í leiki, sungu og grill- uðu góðan mat. Var þá amma stolt að horfa yfir allan barnahópinn sinn. Alltaf fylgdist hún vel með, las mikið, prjónaði og saumaði út í stramma og dúka síðustu árin en þó voru dans og íþróttir hennar uppáhald enda eldheit stuðnings- kona Víkings, sem sannur íbúi Smáíbúðahverfisins. Fjölskylda ömmu minnar þakk- ar starfsfólki 6B Borgarspítalans fyrir alla þá góðu hjúkrun, sem þau veittu henni og einnig ein- staka hlýju og umhyggju við okkur aðstandendur hennar. Þetta er aðeins smábrot af minningu um góða og trúaða konu en það segist ekki allt á prenti. Eg og fjölskylda mín þökkum Ólöfu og kveðjum hér í dag eins og hún kvaddi okkur alltaf með þess- um orðum „guð geymi þig og Ólöf Halldórsdóttir fæddist 9. mars 1896 á Neðri-Miðvík, Aðal- vík, Sléttuhreppi. Hún lést 1. mars sl. nærri 89 ára að aldri. Hún verður lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns, Sigurðar Hallvarðssonar frá Skjaldbjarn- arvík á Ströndum, en hann lést 24. febrúar 1977, 86 ára að aldri. Amma og afi hófu búskap fyrir vestan og eignuðust 6 börn, 4 dæt- ur: Halldóru, Júlíönu, Þorsteinu og Ingunni, og 2 syni, þá Þorstein og Kára. Árið 1944 fluttust þau til Reykjavíkur frá Súðavík. Mjög erfitt var á þessum tíma að fá húsnæði, en það tókst með hjálp góðra manna. Fengu þau lítið hús- næði inni í Sogamýri. Þar var oft þröng á þingi enda margt í heim- ili. Auk þess var þar mikill gesta- gangur. Það voru mest vinir og ættingjar utan af landi. Öllum var tekið af sömu hlýjunni hjá Lóu og Sigga. Á þessum árum fæddist svo ég, fyrsta barnabarnið af 11. Ég varð þess aðnjótandi að dvelja hjá þeim með móður minni þar til for- eldrar minir stofnuðu heimili, en þá var ég 7 ára. Ég á margar góðar minningar frá þessum tíma. Amma passaði mig oft þegar móð- ir mín vann úti og urðum við því nátengdari en ella. Vart er hægt að hugsa sér betri ömmu en Lóu ömmu með sinn hlýja faðm og oft svaf ég „á milli“ í stóra rúminu. Hún kenndi mér mörg falleg vers og bænir og oft tókum við lagið því hún hafði sérstakt yndi af tónlist. Einnig kenndi hún mér gömlu dansana og var hún alla tíð létt á fæti og hún ljómaði öll þeg- ar hún sagði frá hvernig hún dansaði er hún var ung í sveitinni sinni. Oft fórum við amma í lang- ar gönguferðir ofan í Laugarnes til þess að kaupa inn og eins eftir að afi byrjaði að byggja húsið í Steinagerði 14 fórum við margar ferðirnar með mat og kaffi handa öllum þeim sem þar lögðu hönd að verki. Svo kom að því að þau fluttu í Steinagerði 14, en ég niður í bæ ásamt foreldrum mínum, þá sakn- aði ég ömmu mikið og urðu heim- sóknir mínar til ömmu mjög tíðar og gisti ég þar oft. Amma sauð bestu ýsuna og grjónagrautinn og bakaði bestu pökkukökur í heimi. Oft átti hún til að lauma að mér nokkrum krónum og ef hún vissi að mig langaði mjög mikið í eitthvað þá jafnvel töfraði hún það fram og sagði glettin á svip „sýslaðu ekki um það“ og klappaði á kinn um leið. Amma var fíngerð og falleg kona, með þeim falleg- ustu í sinni sveit, að sagt var. Hún hafði suðrænt útlit, dökkbrúneyg og dökkt þykkt hárið náði niður í hnésbætur þegar hún var ung. Man ég eftir henni vera flétta þetta fallega hár. Ömmu þótti gaman að gera handavinnu og bæði prjónaði og saumaði út nærri því til síðasta dags. Hún las líka mikið sér til skemmtunar og þá einkum ástarsögur. Amma fylgd- ist alltaf með okkur barnabörnun- um, leikjum okkar og störfum. Svo þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, sem er dóttir, kom ekki ann- að tl greina en að hún héti ólöf. Já, og barnabarnabörnin urðu fleiri eða alls 15. Eiga þau margar fallegar minningar um Lóu ömmu og Sigga afa í Steinagerði. Sér- staklega eru jólin þeim minnis- stæð, en þá komu allir saman og jólasveinninn kom með poka á baki úttroðinn af gjöfum sem hann gaf öllum, en fékk í staðinn kerti frá þeim, því þetta var jú kertasníkir. Já, amma var orðin langalangamma en ég er amma og mun ég segja mínum barnabörn- um frá minni ástkæru ömmu því aldrei mun ég gleyma henni „kónga-ömmu“ eins og frændi minn kallaði hana. Við systkinin og fjölskyldur okkar þökkum elsku ömmu fyrir allt sem hún var okkur. Amma mín kvaddi alltaf með þessum orðum: „Guð geymi þig.“ Við kveðjum hana með sömu bæn. Sigríður Stefánsdóttir Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróörarstöö viö Hagkaup, simi 82895. verndi". Ólöf S. Baldursdóttir + Móöir mln, ANNA GUDBRANDSDÓTTIR KROEGER (rá Loftaölum, andaöist 5. þ.m. á heimili sinu I Sarasota, Florida. Guóbrandur Chester Kroeger og ■ystkini hinnar lótnu. t Elginmaöur minn og faöir okkar, KÁRI GUÐJÓNSSON, rafvirki, Hagamel 28, andaöist 5. mars. Lillý Ása Kjartansdóttir, Kjartan J. Káraaon, Guöjón Káraaon. + Móöir okkar, tengdamóöir og fósturmóöir, SIGRÚN JÓNASDÓTTIR frá Húaavlk, Klapparatfg 4, Njaróvikurbæ, sem andaöist 2. mars siöastliöinn, veröur jarösungin fró Y- Njarö- víkurkirkju laugardaginn 9. mars kl. 16.00. Guðfinna Jónadóttir, Marteinn Siguróaaon, Helga Jónadóttir, Sigrún Sígmundadóttir, Sigrún E. Sigurjónsdóttir. + GUDMUNDUR G. HAGALÍN rithöfundur veröur jarösunginn fró Reykholtskirkju, Borgarfiröi, laugardaginn 9. mars kl. 14.00. Rútuferö frá Umferöarmlöstööinni i Reykjavik kl. 11.00 fh. Unnur, Sigriöur og Þór Hagalln. + NOI BERGMANN, Tacoma, Waahington, lést hinn 2. mars sl. Fyrir hönd systkina og annarra ættingja. Hilmar B. Þórhallsaon. + Faöir minn, EILÍFUR ÓLAFSSON, Nýbýlavegi 36, Kópavogi, lést þann 19. febrúar 1985. Útförin hefur fariö fram i kyrrþey. Oddný Elisa Eilifsdóttir. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, GUDNI ÞORSTEINSSON múrarameiatari, Selfoaai, veröur jarösunginn frá Selfosskirk ju laugardaginn 9. mars kl. 13.30. Eggert Guónason, Emma Guónadóttir, Guömundur Guðnaaon, Guófinna Guónadóttir, Áadla Guónadóttir, Benedikta Guónadóttir, Hulda Guönadóttir, Áageir Guönason, barnabörn Valborg Glaladóttir, Ágúat Eirfkason, Fjóla Guömundsdóttir, Jóna Vigfúsdóttir, Eövarö Torfaaon, Leifur Eyjólfason, Páll Árnason, Pálmi Jónsson, Þyrl Axelsdóttir, og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu við andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÁSGEIRS KRISTÓFERSSONAR, Bólataóarhlló 10. Fyrir hönd aöatandenda. Sigrlður Sigurjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.