Morgunblaðið - 08.03.1985, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985
17
AÐALFUNDUR Parkisonsamtak-
anna á íslandi verður haldinn á
laugardag kl. 14 í húsi Sjálfsbjargar
Hátúni 10.
Á fundinum verða fyrst venju-
leg aðalfundarstörf. en síðan mun
Sverrir Bergmann læknir flytja
erindi um helstu lyf við Parkison-
veiki og notkun þeirra. Þá munu
sjúklingar og aðstandendur þeirra
segja frá reynslu sinni af þessum
lyfjum. Fundurinn er öllum opinn,
en nýjum félögum er bent á að
skrá sig sem fyrst.
(F'rétutilkynning)
Borgarhúsgögn
Hreyfilshúsinu viö Grensásveg,
símar 686070 og 685944.
rlttfHA
Morgunblaöid/Árni Sœberg
Mikill áhugi er á hrossarækt hér á landi ef marka má fúndarsókn á opnum fundi um hrossaræktarmál, sem
fræðslunefnd Fáks hélt á dögunura. Alls sóttu fundinn 240—250 manns og sést hér hluti fundarmanna.
Opinn fundur um hrossaræktarmál:
Mikilvægt að viðhalda fjöl-
hæfni ísienska hestsins
— sagði Þorkell Bjarnason ráðunautur
FRÆÐSLUNEFND HesUmannafé-
lagsins Fáks efndi til opins fundar
um hrossaræktarmál í Víkingasal
Hótel Loftleiða fimmtudaginn 28.
febrúar sl. Frummælendur voru
Þorkell Bjarnason, hrossaræktar-
ráðunautur, Haraldur Sveinsson,
Hrafnkelsstöðum, formaður Hrossa-
ræktarsambands Suðurlands, Grím-
ur Gíslason á Blönduósi, stjórnar-
maður í Félagi hrossabænda. séra
Halldór Gunnarsson í Holti, varafor-
maður Félags hrossabænda, og
Leópold Jóhannesson, Hraunbæ,
stjórnarmaður í Félagi hrossa-
bænda. Fundarstjórar voru Hákon
Jóhannsson, formaður fræðslu-
nefndar Fáks, og Guðlaugur Tryggvi
Karlsson.
Fundurinn hófst á því að Þor-
kell Bjarnason fræddi menn um
hvernig best væri að undirbúa
hross fyrir forskoðun vegna
Fjórðungsmóts hestamanna, sem
haldið verður í Reykjavík í sumar.
Þorkell vék síðan að hrossa-
ræktinni. Hann sagði m.a. að það
yrði að vera stefna hrossarækt-
enda að viðhalda fjölhæfni is-
lenska hestsins.
Á fundinum var mest rætt um
stefnuna í hrossarækt. Ekki voru
menn á eitt sáttir um hvort væri
réttara að stefna að blendings-
rækt eða stofnrækt. Þorkell
Bjarnason taldi að blendingsrækt,
sem að mestu hefur verið ráðandi
hér á landi á undanförnum ára-
tugum, hefði gefið góða raun.
Hrossin væru alltaf að batna og af
þeim sökum væri nú hægt að auka
kröfur til þeirra.
Páll Pétursson alþingismaður
tók undir þessa skoðun Þorkels.
Hann sagði að fólk vildi hafa
hrossin ólík, en það væri ekkert
vafamál að hrossin væru að batna.
Breiddin væri meiri og stefnan því
ekki alvitlaust. Hins vegar mætti
skyldleikarækta við hliðina á
blendingsrækt og taldi hann inn-
ræktun mikilvæga, þvi hún kæmi í
veg fyrir að verðmætir eiginleikar
týndust.
Skúli Kristjónsson i Svigna-
skarði sagði að menn mættu ekki
gleyma því að íslenskir hestar
væru allir af sama hrossakyni. Til
væru stofnar sem hefðu saman-
þjappað erfðaeðli. Hann taldi mik-
ið erfðarými vera í islenska
hrossakyninu. Skúli sagði að nú
væri uppeldi og tamning hrossa
betri en áður var og sýningar
vandaðri og færu batnandi.
Bogi Eggertsson sagði að ef
menn vildu fara út í stofnrækt
þyrfu þeir að byggja sláturhús við
hliðina á búinu vegna þess hve fá-
ir góðir einstaklingar kæmu út úr
slíkri ræktun. Hann sagði að
hrossin væru greinilega á uppleið
og taldi að blendingsrækt hefði
tekist vel hér. Bogi sagði að helsta
framtíðarverkefnið í hrossarækt
væri að koma upp sæðingarstöð og
mættu menn ekkert hika við það.
Séra Halldór Gunnarsson var á
öndverðum meiði. Hann taldi
þann árangur, sem orðið hefur í
ræktun hesta á íslandi, vera
stofnræktinni að þakka. En um
þetta atriðið þyrfti mikla umræðu.
Hann sagði að hrossaræktarsam-
böndin og Stóðhestastöð Búnaðar-
félags fslands stuðluðu nú að
blendingsrækt og ef sú stefna væri
ekki rétt væru þeir búnir að eyði-
leggja íslenska hestinn, svo alvar-
legt væri það.
Árni Waag taldi að þar sem
hross hefðu einangrast væru bestu
hestarnir.
Leópold Jóhannesson sagði að
hver og einn yrði að mynda sér
eigin skoðun i þessum málum.
Best væri að ofnota ekki einn
stóðhest. Hann taldi nauðsynlegt
að hrossaræktarráðunautur kæmi
til bænda og hjálpaði þeim að
flokka hryssur sínar því ekki væri
rétt að nota sama hest fyrir allar
hryssurnar.
Mörg fleiri mál bar á góma.
Halldór Gunnarsson gagnrýndi
Búnaðarfélag íslands m.a. fyrir
það að einn maður væri látinn
dæma öll íslensk hross. Einnig
taldi hann ekki rétt að málum
staðið í sambandi við Stóðhesta-
stöð Búnaðarfélagsins og Ættbók
íslenskra hesta, sem gefin var út
árið 1982. Hann sagði að hún væri
félaginu til skammar, m.a. vegna
þess að þar var ekki getið 50
stóðhesta sem höfðu áður komið
fram.
Þorkell Bjarnason sagði að þó
að hann hefði einhver völd sem
hrossaræktaráðunautur kærði
hann sig ekki um einræði. Hann
sagðist heldur kjósa að vinna í
samvinnu við aðra og það gerði
hann. Þorkell sagðist ekki trúa því
að til væru menn sem vildu að
Stóðhestastöðin yrði lögð niður.
Þá svaraði hann Boga Eggertssyni
og sagði að sæðingarstöð yrði
rædd á Búnaðarþinginu (sem lauk
sl. sunnudag).
Jonas Jónsson búnaðarmála-
stjóri svaraði Halldóri einnig og
sagði m.a. að Stóðhestastöðin ætti
fullkominn rett á sér. Þar væru
aldir upp ungir stóðhestar og væri
því hægt að fylgjast vel með þeim
og bera þá saman. Síðar sagði Jón-
as Jónsson að öll ættbókarfærð
hross væru skráð í tölvur hjá Bún-
aðarfélaginu. Hann viðurkenndi
að þeir hefðu verið slakir við að
gefa út bækur.
Haraldur Sveinsson lýsti
ánægju sinni yfir því hve vel hafi
til tekist með Stóðhestastöðina,
sérstaklega vegna þess að þar
væri hægt að fylgjast með uppeldi
velættaðra fola.
Grímur Gíslason gagnrýndi hve
kosta þyrfti miklu til að fá hryss-
ur dæmdar í Ættbókina. Þar taldi
hann kostnað við tamningar mest-
an. Hann taldi að bændur, sem
ættu mörg hross, yrðu að þessu
leyti útundan og ræktunin kæmist
í hendur þeirra, sem ekki hefðu
aðstæður til a stunda hrossarækt.
Fundurinn, sem hófst kl. 20.30,
stóð til kl. 01.00 og bar mörg fleiri
mál á góma, sem ekki gefst kostur
á að rekja hér. Fundurinn var
mjög vel sóttur og komu alls um
240 til 250 manns. Fundarmenn
komu margir um langan veg, allt
norðan úr Húnavatnssýslu.
Færeyjar:
íslenskar kápur og
skór vekja athygli
ÍSLENSKUR fatnaður var
kynntur í Þórshöfn í Færeyjum
fyrir skömmu.
Það var skrifstofa Útflutn-
ingsmiðstöðvar iðnaðarins í
Færeyjum sem stóð fyrir þess-
ari kynningu. íslensku fyrir-
tækin, sem sýndu fatnað voru
Hlín hf. í Reykjavík sem sýndi
Gazella-kápur, Vinnufatagerð
íslands sýndi Vír-vinnufatnað,
Skóverksmiðjan Iðunn á Akur-
eyri sýndi Áct-skó, Lexa hf.
sýndi hálsbindi og Artemis-
undirfatnað og Henson sýndi
íþróttafatnað.
í fréttatilkynningu frá Út-
flutningsmiðstöð iðnaðarins
segir, að um 40 manns hafi
mætt á kynninguna, fata- og
skókaupmenn. 011 fyrirtækin
hafi fengið pantanir í vöru
sína, en sérstaka athygli hafi
Gazella-kápurnar og Act-
skórnir vakið.
Kynning á íslenskum mat-
vælum verður haldin í Færeyj-
um þann 17. apríl. Þau fyrir-
tæki, sem áhuga hafa á að taka
þátt í þeirri kynningu, eru beð-
in að hafa samband við Út-
flutningsmiðstöð iðnaðarins.
Aöalfundur Parkinson-
samtakanna á laugardag
Borgarhúsgögn
ný og breytt búð.
Vorum að fá nýjar sendingar af leðursófasettum
í háum gæðaflokki. Einnig fjölbreytt úrval
húsgagna í alla íbúðina.