Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 Líbería: Innheimta í hers höndum Monroviu, Líberíu, 7. mars. AP. SAMUEL Doe, rádamaður í Líberíu, tilkynnti í gær, að hann hefði skipað sérstakri sveit hermanna og lög- reglumanna að sjá um innheimtu fyrir tvö ríkisfyrirtæki sem eiga út- Lstandandi margar milljónir dollara. Sagði Doe í tilkynningunni, að lagt yrði hald á eignir einstakl- inga og fyrirtækja sem ekki borg- uðu refjalaust skuldir sínar við ríkisfyrirtækin, en þar er annars vegar um að ræða stofnun, sem greiðir fyrir viðskiptum innan- lands, og hins vegar ríkisolíufélag- ið. Á fyrrnefnda fyrirtækið 15 milljónir dollara hjá skuldunaut- um sínum, en hið síðarnefnda eitthvað minna. Kom ennfremur fram hjá Doe, að ekki yrði tekið mark á bréfum frá fyrri valdhöf- um þar sem kveðið væri á um af- slátt eða betri kjör. Sprengingar í Managua Managua, 7. mare. AP. NOKKRAR sprengingar í herbúðum í miðborg Managua í dag ollu gífur- legum eldsvoða, sem breiddist út til hersjúkrahúss. Daniel Ortega forseti sagði að sprengingarnar og eldsvoðinn hefðu valdið gífurlegu tjóni, en engan hefði sakað. Ríkisútvarpið hafði áður greint frá því að sprengingar hefðu heyrzt í borginni, m.a. sprenging nálægt olíuhreinsunarstöð í vest- urhluta höfuðborgarinnar. Út- varpið skýrði einnig frá eldsvoða nálægt olíuhreinsunarstöðinni. En fréttaritari AP, sem fór til olíumannvirkisins, skýrði frá því að þar væri allt með kyrrum kjör- um og tilkynnti að fréttin um eldsvoðann væri röng. Sprengingarnar virtust tak- markast við E1 Chipote-herbúð- irnar. Þar var sagt að heyrzt hefðu að minnsta kosti fimm sprengingar og það hefði leitt til þess að útvarpið hefði sagt frá ýmsum sprengingum víðs vegar um borgina. EI Chipote er við hliðina á víg- girtu byrgi Somoza einræðisherra, sem Sandinistar steyptu af stóli í júlí 1979. Ekki er vitað um orsakir sprenginganna, en rannsókn er hafin. IRA-MAÐUR GRAFINN AP/Símamynd Charles Breslin, félagi í IRA, var borinn til grafar fyrir nokkrum dögum, en hann féll fyrir breskum hermönnum ásamt tveimur félaga sinna. /Etluðu þeir þremenningarnir að veita hermönnunum fyrirsát. Fjöldi manns fylgdi Breslin til grafar og var kistan sveipuð írska fánanum. 24 biðu bana í um- ferðarslysi (■uadmlajara, Mexfkó, 7. febrúar. í G/ER rakst bensínflutningabfll á áætlunarbifreið með þeim afleiðing- um að 24 biðu bana og 10 slösuðust alvarlega, að sögn embættismanna. Vegalögreglunni tókst að stöðva leka úr bensíngeymi flutningabíls- ins, en fyrst var gripið til þess ráðs að flytja fólk á brott úr ná- grenni slysstaðarins. Áreksturinn átti sér stað ná- lægt borginni Tequila, um 56 km fyrir vestan Guadalajara, aðra stærstu borg í Mexíkó. Rannsóknarmenn hafa reynt að geta sér til um tildrög árekstrar- ins, þar sem bílstjóri áætlunar- bifreiðarinnar fórst, en bílstjóri flutningabílsins flúði af vettvangi. Kongressflokkurinn tryggir sér stórsigur Nýju Delhi, 7.m»ra. AP. KONGRESSFLOKKUR Rajiv Gandhis forsætisráðherra hélt áfram sigur- göngu sinni á Norður-Indlandi í dag og hann tryggði sér meirihlutann í tveimur fjölmennustu fylkjum Indlands. Þegar úrslit voru ókunn í aðeins örfáum kjördæmum hafði Kon- gressflokkurinn sigrað í átta fylkjum af 11 og í einu alrikisum- dæmi, þar sem kosið var til fylkis- þinga á laugardaginn og þriðju- daginn. Hins vegar galt Kongressflokk- urinn mikið afhroð í fylkjunum Andrah Pradesh og Karnataka á Suður-Indlandi og í smáríkinu Sikkim i Himalayafjöllum þar sem andstæðingar Kongress- flokksins hafa farið með völdin. Samkvæmt síðustu tölum hefur Kongressflokkurinn sigrað í 183 kjördæmum af 289 þar sem úrslit eru kunn í Bihar (alls er fylkis- þingið þar skipað 324 fulltrúum) og í 236 kjördæmum af 371 þar sem úrslit eru kunn í Uttar Prad- esh. Þar er kosið um 425 sæti í neðri deild fylkisþingsins. Kongressfíokkurinn fékk einnig þrjá fjórðu hluta atkvæða í fylk- inu Himachal Pradesh á Norður- Indlandi. Þar er fylkisþingið skip- að 68 fulltrúum og sigur Kon- gressflokksins á sér enga hlið- stæðu. Kongressflokkurinn hefur hald- ið velli og aukið fylgi sitt í fimm öðrum fylkjum: Gujarart, Madhya Pradesh, Maharaashtra, Rajasth- an og Orissa. Bandalag við annan flokk tryggði Kongressflokknum sigur í Pondicherry, fyrrverandi nýlendu Frakka. Kosningarnar voru fyrsti prófsteinninn á fylgi Gandhis síð- an hann tryggði sér 80% þingsæta í þingkosningunum fyrir tveimur og hálfum mánuði. Norður-Indland er gamalt vígi Kongressflokksins og hann hlaut jafnmikið fylgi þar, eða jók fylgi sitt, miðað við úrslit fylkisþing- kosninganna 1980. Hins vegar hef- ur fylgi flokksins minnkað nokkuð síðan í þingkosningunum í des- ember. Sænskir fjölmidlar fjalla um yfirlýsingar Jóns Baldvins: Segja Jón Baldvin hafa komið af stað slagsmálum Lumái, 7. marz_ Frá Pétrí Péturwyni frétUriUra Morgunbladsins. FJÖLMIÐLAR hér í Svíþjóó hafa gert grein fyrir yflrlýsingum Jóns Baldvins Hannibalssonar, for- manns Alþýðuflokksins, varðandi hin ýmsu mál er snerta bræðra- þjóðirnar á hinum Norðurlöndun- um og jafnaðarmenn sérstaklega. Útvarp og sjónvarp sögðu í gær frá viðbrögðunum á þingi Norður- landaráðs í Reykjavík. Talað er um hneyksli í sambandi við um- mæli Jóns um utanríkismál Finna. Greint er frá viðbrögðum Kalevi Sorsa og því að hann mætti ekki í kvöldverðarboð jafnaðarmanna í mótmælaskyni. Flest stærstu dagblöðin greina frá þessum atburðum í dag. Svenska Dagbladet segir frá inn- leggi Jóns í leiðara. Blaðið segir hann hafa komið mikilli ólgu af stað í röðum sósíaldemókrata. Dagens Nyheter segir í fyrirsögn að Jón Baldvin hafi komið af stað slagsmálum í röðum nor- rænna jafnaðarmanna. Hafi Islándsk s-ledare orsakar kalabalik Frán DWm utxttruU íl'S/'SVE'V.M'OA B*miAVlK.oawU* 8verl£* har eo atrtkee- mlslatw tom varken bOr •fter nr ■evjodmkm abAtar lOctervjða. D«fi Miv«c tr ioswmr IkUaás MMUltimnnkrtiiik* parUUdtur Jon E**rf''LD Hmuútuáljurtn. Gt- ocns olikj MÍkKOiiurtsptúitáikM «U tmJkm pk júixm bmdctA* b*r fL»nnIb»lgJcm or»» m t» I ett cnðl* 1 iflfldlft úkr tvk/pnbtljdc grvpp ■ÞnUa Hpdæf tTcr arWbvt aír mo kknvmpaitTi tan. HjtanitwúMcn pmtMtjrmdtr oct JLrgmtumac ts*dv*rfcfl£ ctsp* pmáML. I «n TV Ántmrvji; uppgtKX Hjld - nibnloctfl hA «|t *o b&rnv* pnnW mn i Nvrd#c Laoeb&r vn ta) tadiottriaf «v beU Hurdvn. Fmlkfliií wcbjteukUif i Efj V, - |*vtk h«r ka)l*t drH» oeb «ra «e rtittrhvtBpoIituá mtáJ+st'Sing utnbirv cUásmin^mr mUm r%tt styrktc Am flockti taiiœiaj- •e. -Vár utniUMftol.bá kr aíBr- ándrmi, uodmrtWiy. BMnnibmlo- •cb ft’ir jCTurrmiirtam*. Lcldnó &r rrrUn ac kkrri' apncM ron, lik- kfltE Ktardtto I gtn hiúh«L Lnf«s vUl kodnt pk Lúándt kim-apmj- trtlnrt ftlJar modútolngmr. tiU Kvta. Rdtvt Juunmtrr trko Scvjvt- unlOQin. urdkrctWik dec dtuatkxtttuk* pKrtiU>d4ria. I Ott- tfcrfjdfi fijuu' dd mkflf» km ub&tmr mad kMnvtpm, mdm Jóni Baldvin tekist að komast upp á kant við formann danskra jafnaðarmanna út af friðarmál- um og kjarnorkuvopnalausum svæðum. Þá er sagt frá því að hinn nýi íslenzki flokksforingi hafi ekki gert það endasleppt þegar að Svíum kom. Hann hafi ásakað þá fyrir tvískinnungshátt i utanríkismálum og linkind gagnvart Rússum. Blöð jafnaðarmanna segja ekkert um þessar yfirlýsingar Jóns enn sem komið er, en ekki er vafi á þvi að Jón Baldvin Hannibalsson er nú þekkt nafn í Skandinavíu, ekki sízt meðal jafnaðarmanna. George Shultz: Örtölvan ógnar komm- únismanum Washington, 7. mars. AP. GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær, að kommúnistaríkin óttuðust ekk- ert meira en örtölvu- og fjar- skiptabyltinguna, vegna þess að í henni sæju þeir endalok skoðana- kúgunarinnnar sem kommúnism- inn byggðist á. I ræðu, sem Shultz hefur birt og ætlar að flytja í bandarísku vísindaakademíunni, segir hann, að kommúnistaríkin „óttist upplýsingabyltinguna jafnvel meira en hernaðarlegan styrk Vesturlanda". „Ef þekking er vald, þá er fjarskiptabyltingin beint til- ræði við kommúnismann, þá einokun hans á upplýsinga- streyminu og skoðanamyndun, þar sem hann ríkir,“ sagði Shultz. Shultz sagði, að kommúnista- ríkin ættu nú um það tvennt að velja að dragast enn frekar af- tur úr Vesturveldunum með því að halda aftur af nýrri tækni eða sjá alræðisvaldið gufa upp fyrir þessari sömu tækni. „Raunar má segja, að þau eigi ekki nema annan kostinn, þann síðari, því að það er ógjörningur að stöðva tímans rás og tækn- AP/Slmamynd KRÖFUGANGA íKAUPMANNAHÖFN Fyrir nokkrum dögum var efnt til fjölmennrar kröfugöngu í Kaupmannahöfn til stuðnings kröfum verkalýðsfélaganna um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir. Var göngunni stefnt til aðalstöðva vinnuveitendasambandsins og var myndin tekin við það tækifæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.