Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 13 BÆNDUR Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson John Berger: Pig Earth. Writers and Readers ('ooperative 1979. Á síðustu fimmtíu árum hafa franskar sveitir tekið miklum breytingum. Le paysan er orðinn le agriculteur, og þar með hafa hugmyndir manna breyst og einn- ig hugmyndir bændanna sjálfra um stöðu bóndans i samfélaginu. Það hefur lengi eimt eftir af skoð- un Napóleons mikla að bestu her- mennirnir kæmu úr sveitum og af annesjum. Frakkar töldu lengi að styrkur Frakklands byggðist á „óspilltri" bændastétt og að stétt- in væri einhvers konar bakhjarl og styrkur „heilbrigðs" þjóðlífs. Stjórnmálamenn stuðluðu að því að hygla stéttinni með ríkisaf- skiptum og styrkja þá atvinnu- hætti, sem héldu henni við lýði. 1920 var þeim bændum, sem gátu sannað að ætt þeirra hefði búið á sama skikanum í 500 ár, \ eitt heiðursmerki af landbúnað- arráðherranum. Ef 1000 ára bú- seta var sönnuð var bónda boðið til hádegisverðar af ráðherranum. Þetta minnir nokkuð á bændadek- ur meðal nasista, en „Blut und Erde“-hugmyndirnar skyldu vera mýta hins eilífa þýska bónda. Frönsk bændastétt, sem sjálfs- eignarbændastétt fæðist 1789 (Marx), þetta gerðist með þeim hætti að jarðeignir aðals og kirkju voru gerðar upptækar, hluta jarð- anna skipt milli franskra bænda, við arfskipti skiptust skikarnir niður í minni og minni einingar svo að á 2000 hektara svæði í Loire-dalnum eru 48.000 býli. Afstaða franskra stjórnmála- manna til franskra bænda eftir stjórnarbyltinguna og fram undir okkar daga, stafaði m.a. af því að þeir áttu sér rætur í bændastétt- inni, atkvæði bænda gátu skipt þá talsverðu í kosningum. Það varð að halda atkvæðamagninu lítt breyttu út um hinar dreifðu byggðir og meðan engin stór- kostleg breyting varð í atvinnu- og tækniháttum í landbúnaði var framleiðsla þessa mikla bænda- fjölda undirstaða mannlífs i Frakklandi. Með tæknivæðingu landbúnað- arins hefur orðið róttæk breyting á viðhorfum manna til bænda. 1931 vann helmingur Frakka við landbúnaðarstörf, nú vinna 8% Frakka þessi störf, til samanburð- ar vinna 25% Grikkja að þessum störfum en 4% Englendinga. Kveikjan að tæknivæðingunni var stóraukinn markaður og því fylgdi sérhæfing. Þar með var hrunin hin klassíska hefð, hvernig má nýta tiltekið landsvæði svo að þar geti lifað sem allra flestir og framfleytt sér á landsins gæðum. Sú kenning, að landbúnaður sé rekinn á þann hátt að sem fæstir framleiði sem allra mest magn er tiltölulega ný af nálinni. John Berger er Lundúnabúi að uppruna, fæddur 1926. Hann stundaði dráttlist og kennslu framan af, en hefur undanfarið búið með fjölskyldu sinni meðal franskra smábænda, sem margir hverjir stunda landbúnað að hætti forfeðra sinna og hugsa og skynja umhverfið á svipaðan hátt. Með- vitund þeirra er tengd reynslu bændakynslóðanna langt aftur í aldir. Inntakið í lífi þeirra var og er að skrimta, komast af, lífsbar- áttan var hörð, handverkfæri og orka eigin líkama og dráttardýra var undirstaða takmarkaðrar framleiðslu, en þeir skrimtu og áttu sér atvinnumenningu, sér- stæða bændamenningu. Þessi sér- leiki var forsenda þeirra sem sér- stakrar stéttar. Berger fjallar um þessi einkenni í skissu, smásögu og minningaþáttum. Hann lýsir franska smábóndan- um „le paysan" og þeim breyting- um sem gera hann nú að tækni- væddum framleiðanda markaðs- vöru í stórum stíl, magnfram- leiðslu, þar sem áhersla er lögð á sérhæfingu. Með tæknivæðingunni og magnframleiðslunni, sérhæfing- unni, hrynja menningarlegar for- sendur bændamenningarinnar, sveitamenningin er þar með dauð. En þó má enn finna dæmi um horfinn lífsmáta, og þá hefur Berger fundið í því samfélagi sem hann lýsir með svo miklum ágæt- um í þessum sögum og þáttum sín- um. Það má fjölyrða um gildi sveita- menningarinnar sem hluta menn- ingararfs þjóðanna, og hvort nokkur skaði sé skeður, þótt hún lognist út af. Ef menningarleg fjölbreytni er eftirsóknarverð, þá er það miður. Nú á dögum lifir meirihluti jarðarbúa af landbúnaðarstörfum, en samdrátturinn hefur orðið mestur í iðnvæddu ríkjunum og ef svo heldur fram sem horfir verða engir eiginlegir bændur til í Evr- ópu eftir svo sem 25 ár, samkvæmt kenningum hagfræðinga sem fjallað hafa um þessi efni. Fram- leiðslusamsteypur og hlutafélög munu magnframleiða landbúnað- arafurðir, eða afurðasölu og dreif- ingaraðilar ráða framleiðslu- magni og reka i rauninni landbún- aðinn, þótt frumframleiðslan sé að nokkru magni talin í höndum bænda, sem engu ráða um fram- leiðsluhætti né verð. Þeir sem eft- ir skrimta verða einhvers konar starfskraftar dreifingaraðila og framkvæðalausir sem stétt, þar sem verksmiðjubúin geta auð- veldlega annað því broti fram- leiðslunnar, sem enn væri í hönd- um þeirra. Verksmiðjubúin þarfnast mikils fjármagns, algjörlega tækni- væddur landbúnaður er háður orku og orkuverð hefur farið fremur hækkandi. Afurðir verk- smiðjubúanna eru ekki sambæri- legar hvað gæði snertir og minna tæknivæddra búa. Brestir í alþjóð- legu bankakerfi og hækkun orku- verðs og áburðarverðs getur skap- að slíka kreppu að þetta búskapar- form hrynji. Sá tími getur runnið upp að hin klassíska landbúnað- arstefna verði aftur ráðandi. Berger ritar ágætan sögulegan eftirmála, þar sem hann lýsir heimsmynd og lífsviðhorfum smá-bændastéttarinnar og ríkj- andi framfarahugmyndum og dregur sínar ályktanir af því. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Kynnum I Mjóddinni: ,00 ítalskan Grýtupottrétt 800 gr á AÐEINS Einstakt Ijúfmeti Nýlagað Don Pedró kaffi með kexi frá FRÓN: Café Noir Mokkakrem — Súkkulaði Marie Aldin ávaxtagrauta beirit á diskinn. íananar h.f.j'r„_rrti kynna Urval avaxi Kjörís gefur að smakka Hekla h.f. kynnir bíl ársins Frátnpartar 1 'IQ& niðursagaðir Lambalifur A Q00 “ 4 AÐEINS ■ S Lambakiöt _ . í 1/1 skrokkum ■ Æ •00 niðursagað ■ Prk8- Opið til kl. 19 í Starmýri og Austurstræti, til kl. 21 í Mióddinni AUSTURSTRÆT117 STARMYRI 2 Metsölublaó á hverjum degi! Auðlærð öflug ritvinnsla. I I íslenskt hugvit— (slensk hönnun. SÖLUAÐILAR. TÖLVUTÆKI sf Gránufélagsgótu 4 PÓSthótf 565 602 Aku. TÖLVUBÚNAÐUR sf Smiðfuvegi 8 200 Kóp Sími*. 73111 ÖRTÖLVUTÆKNI sf Ármúla 38 105 Rvk. simi: 687220 MlKRÓ hf. BENCO Siðumúla 6 Bolholti 4 105 Rvk. 105 Rvk. Simi: 39666 Simi: 21945 KRISTJÁN ó SKAGFJÖRÐ hf. HEIMILISTÆKI hf. SKRIFSTOFUVÉLAR hf GÍSLIJ. JOHNSEN HóknasJóð 4 Sætum 8 Hverfisgotu 33 Sunnuhlið 101 Rvk 105 Rvk 101 Rvk 600 Aku Simi 24120 Simr 27500 Simi 20560 Simi 96 25004 l-ft tagbúnaóury ^ EngihjallaS Pósthólf437 202 Kópavogur Simi: 91 - 4 62 88 cq
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.