Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 Hugmyndir um byggingu fisk- eldisstöðvar á Álftanesi EIGENDUR jarðarinnar Selskarðs á Álftanesi hafa áhuga á að reisa fisk- eldisstöð á eiðinu á railli Lambhúsa- tjarnar og Skógtjarnar á Álftanesi . Fyrirhugað stöðvarstæði er við Skógtjörn, vestan vegarins út Álfta- nes. Umsókn eigenda jarðarinnar um leyfi til að reisa fiskeldisstöð á þessum stað er til umfjöllunar hjá bæjarstjórn Garðabæjar, en Sel- skarð er í Garðabæ við hreppamörk Bessastaðahrepps. Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri í Garðabæ, sagði í samtali við blaðamann Mbl. að umsóknin hefði ekki verið afgreidd frá bæj- aryfirvöldum í Garðabæ. Hún hefði farið til umfjöllunar í skipu- lagsnefnd bæjarins sem hefði sent hana til umsagnar annarra nefnda bæjarins og fleiri aðila sem málið er talið varða. Sagði Jón Gauti að taka yrði tillit til ýmissa atriða við afgreiðslu málsins, svo sem náttúruverndarsjónarmiða og þess að fyrirhuguð staðsetning er alveg við hreppamörk Bessastaða- hrepps og í næsta nágrenni við forsetasetrið á Bessastöðum. Eigendur Selskarðs hafa látið fara fram talsverðar undirbún- ingsrannsóknir vegna byggingar fiskeldisstöðvar á þessum stað. Telja þeir það meginforsendu þess að reisa stöðina að fyrirhuguð borun eftir heitu vatni beri árang- ur. Ætlun þeirra er að ala lax í kerjum á landi. í þau verði dælt vatni úr Skógtjörn, það blandað með heitu vatni úr borholu, og frárennslinu verði síðan veitt út í Lambhúsatjörn. Þeir eru með hugmyndir um að byrja með til- tölulega lítilli eldiseiningu i tilraunaskyni með möguleika til stækkunar siðar. Álftanes séð til vesturs. Fiskeldisstöðin á að rísa á eiðinu milli tjarnanna, vestan vegarins, við Skógartjörn sem er fjær á myndinni. Lambhúsatjörn er nær á myndinni. TILSÖLU ★ Viröulegt hús í vesturbæ ★ íbúö eöa ffyrir atvinnustarfsemi ★ „Sjarmerandi“ einbýlishús, kjallari, hæó og hátt ris um 90 fm aö grunnfleti á rólegum staö í gamla vesturbænum. Falleg lóö. Mikiö útsýni. Góö bílastæöi. Húsiö getur hvort heldur er hentaö sem íbúöarhús eöa undir atvinnustarfsemi, s.s. skrifstofur, teiknistofur, félagsheimili o.fl. Fasteignaþjonustan Austurstræti 17, s. 26600 Þorsteinn Steingrímsson lögg. fasteignasali. 35300 35301 Birtingakvísl - raðhús Vorum aö fá í sölu raöhús á 2 hæöum, 72 fm grunnfl. Á neöri hæö: stofur, eldhús, þvottahús, geymslur. Á efri hæö: 4 herb. og baö. Bilskúr. Fýlshólar - sérhæð Vorum aö fá i sölu 120 fm sérhæö sem er 2 svefnherb., sjónvarpshol og stofa. Allt sér. Frábært útsýni. FASTEIGNA HÖLLIN =ASTEIGNÁVIÐSKIPTI MIÐ6ÆR-HÁALEtTlSeRAUT 58-60 SÍMAR35300&35301 Agnar Ólafsson, Arnar Sigurftsson Hreinn Svavarsson. Rækjuveri hf. á Bfldudal. Heimir Fjeldsteð og Pétur Geir Helgason starfsmenn ríkismats sjávarafurða, en þeir stjórnuöu námskeiði um rækjumat á ísafirði. Mornunbi./Oifar Ágústsson Rækjumatsnámskeið á ísafirði: Matíð misjafnt eft- ir byggðarlögum RÍKISMAT sjávarafurða hélt nám- skeið fyrir starfandi matsmenn og eigendur rækjuverksmiðja á Vest- fjörðum hér á fsafirði í gær. 22 þátt- takendur tóku þátt í námskeiðinu frá fiestum rækjuverksmiðjunum á Bfldudal og við Djúp. Heimir Fjeldsteð og Pétur Geir Helgason frá ríkismatinu sáu um námskeiðið og fluttu ítarleg erindi um mat á rækju upp úr sjó svo og fullunninni. Jón Jóhannesson, for- stöðumaður deildar Hafrann- sóknastofnunar á fsafirði, flutti erindi um hreinlæti og aðbúnað á vinnslustað. Mikilvægasti þáttur námskeiðsins var að samhæfa störf matsmanna á hinum ýmsu stigum og kynna nýjar reglur um rækjumat. Fréttaritari Morg- unblaðsins hafði samband við nokkra aðila sem sóttu námskeiðið og luku þeir upp einum munni um að námskeiðið hefði verið mjög vel undirbúið og komið að miklum notum. Námskeiðið er hið fimmta í röðinni, en áður hafa verið hald- in 3 námskeið í Reykjavík og eitt á Akureyri og er reiknað með fleiri slíkum námskeiðum í Reykjavík í vetur. Óánægður með fjölgun rækjuverksmiðja Einn þátttakandinn á nám- skeiði Rikismats sjávarafurða á fsafirði var Gunnar Þórðarson, yfirverkstjóri hjá Rækjuveri á Bíldudal. Fréttaritari Morgun- blaðsins náði tali af Gunnari eftir námskeiðið og innti hann frétta af því og afkomuhorfum heima fyrir. Gunnar sagði að námskeiðið hefði verið mjög vel heppnað. Hann hefði sjálfur talið að hann hefði nú ekki mikið á svona nám- skeið að sækja eftir 14 ára störf við rækjuvinnslu, en hann hefur fiskmatsréttindi auk þess sem hann hefur sótt fjölda námskeiða áður, en sannleikurinn væri sá að hann hefði lært fjölda margt á námskeiðinu og vildi koma því á framfæri að nauðsynlegt væri að koma á viðlíka námskeiði fyrir þá sem veiða og verka hörpudisk. Hann sagði að leiðindaágreining- ur væri alltaf að koma upp við mat á hörpudiski og væri greini- legt að aðferðir við matið væru mjög misjafnar eftir byggðarlög- um og matsvenjum. Hann taldi að hreinskilin um- fjöllun um þessi viðkvæmu mál, eins og gert hefði verið á þessu námskeiði, gæti komið í veg fyrir leiðindi og ágreining við vinnsl- una. Hann sagði að vinnslan á síð- asta ári hefði gengið vel og veltan numið 71 milljón. Þó dyggði það varla til að endar næðu saman enda langt frá að vinnslugeta Rækjuvers væri fullnýtt. Hann sagðist því ekki skilja hvað það ætti að þýða að fara að setja upp rækjuverksmiðju á Patreksfirði, þar sem ekki væri einu sinni til mannafli til að vinna úr rækjunni. Ef Patreksfirðingar hyggðu á inn- fjarðarrækju á Patreksfjarðarflóa væri dæmið enn vonlausara þar sem bátur frá Tálknafirði hefur verið við veiðar á Patreksfjarðar- flóa og Tálknafirði undanfarin ár. Hann hefur lagt upp hjá Rækju- veri, sem er eina rækjuverksmiðj- an á sunnanverðum Vestfjörðum, og lætur nærri að aflinn af þessu svæði sé um 1% af hráefni því sem berst til verksmiðjunnar. Það er ekki að sjá að erfiðleikar séu í íslensku þjóðlífi," sagði Gunnar „þegar hægt er að leika sér svona með peningana." Að lok- um vildi Gunnar Þórðarson koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra sem að námskeiðinu stóðu og vonaðist til að mega koma á álíka námskeiði fyrir hörpu- disksmatsmenn sem allra fyrst. - Úlfar Alþýðusamband íslands: Mælir gegn frumvarpi um virðisaukaskatt Á FUNDI miðstjórnar Alþýðusam- bands íslands fyrir nokkru var ein- róma samþykkt eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um virðisauka- skatt- „í núverandi söluskattskerfi greiða fyrirtæki söluskatt af orku, fjárfestingarvörum og ýmsum að- föngum. Við upptöku virðisauka- skatts falla þessar skattgreiðslur niður að mestu og er í greinargerð með virðisaukaskattsfrumvarpinu gert ráð fyrir að í stað þess að greiða 24% af álögðum söluskatti muni fyrirtæki greiða 5% virðis- aukaskattsins. Þannig mun skatt- byrði atvinnurekenda léttast sem svarar Vs álagðs söluskatts. í fjár- lagafrumvarpi ársins 1985 eru söluskattstekjur áætlaðar um 10 milljarðar og sparnaður atvinnu- rekenda næmi því um tveimur milljörðum. Til samanburðar má nefna að á fjárlögum 1985 er gert ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga, að frá- dregnum barnabótum og persónu- afslætti, nemi 1.720 milljónum króna. Vegna sparnaðar atvinnu- rekenda við kerfisbreytinguna þyrfti álagningarprósenta að hækka úr 23 V4 prósenti i 29 pró- sent til að ná sömu tekjum af sömu vörum og þjónustu." „Upptaka virðisaukaskatts felur í sér verulega tilfærslu á skatt- byrði frá fyrirtækjum til neyt- enda. Af framansögðu er einnig ljóst að sú tilfærsla lendir með mestum þunga á lágtekjufólki, sem notar stórt hlutfall tekna sinna til kaupa á matvöru og I húsnæðiskostnað,“ segir í ályktun ASÍ. Þá segir í ályktuninni: „Skattatilfærsla frá atvinnu- rekendum til neytenda, sem nem- ur um 2 milljörðum, og almenn 3 prósent verðhækkun þar sem brýnustu nauðsynjar hækka um og hækkanirnar koma þannig þyngst niður á lágtekjufólki, sýn- ist ekki lausn á þeim vanda sem við er að etja í íslensku þjóðfélagi { dag. Auk þessa má hafa uppi ýmsar athugasemdir um fjölgun gjaldenda í virðisaukakerfi og miklar bókhaldskröfur, en ástæðulaust þykir að fara frekar út í þá þætti. Að athuguðu máli telur miðstjórn Alþýðusambands íslands því óhjákvæmilegt að mæla gegn því að frumvarpið nái fram að ganga. Alþýðusambandið telur brýnna úrlausnarefni að herða innheimtu söluskatts og tryggja betri skattskil almennt. Miðstjórn telur nauðsynlegt að aukin áhersla verði lögð á það af hálfu skattakerfisins að koma í veg fyrir undandrátt frá sölu- skatti. Mikil vinna í kerfinu fer í að elta uppi smáyfirsjónir í fram- tölum launafólks, meðan stórar fjárhæðir renna hjá í atvinnu- rekstrinum.“ Al-Anon fundur AL-ANON fjölskyldudeildirnar halda opinn kynningarfund Iaug- ardaginn 9. mars kl. 14.00 í Lang- holtskirkju, segir í frétt frá sam- tökunum. Þær eru alþjóðlegur félagsskap- ur aðstandenda alkohólista, sem hefur þróast í Bandaríkjunum og víðar síðastliðin 40 ár og hér á landi frá árinu 1972. Allir þeir sem tengjast alkohól- istum eða öðrum vímuefnaneyt- endum á einhvern hátt eiga kost á betra lífi eftir Al-Anon leiðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.