Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 45 Hver er blórabögg- ullinn 8. mars? eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Upp er kominn ágreiningur vegna fundarhalda 8. mars í nefnd þeirri sem ætlar að undirbúa að- gerðir á íslandi vegna loka kvenna- áratugar Sameinuðu þjóðanna árið 1985. 1 einfeldni minni hélt ég að fulltrúarnir í þeirri nefnd hefðu ekki sérstakan áhuga á að gera þennan ágreining að deilumáli á síðum dagblaðanna, heldur vildu reyna að leysa hann á réttum vettvangi. Ég hefði mátt vita betur Að strá salti í sárin Þegar þetta er skrifað hafa birst tvær greinar í Morgunblaðinu um þennan ágreining, önnur eftir Ás- dísi Rafnar blaðamann á Mbl. og hin eftir Jóhönnu Sigurðardóttur þingmann Alþýðuflokksins, en þær eiga báðar sæti í ’85-nefndinni. Báðar telja þær sig greinilega koma fram sem boðbera ljóss og friðar sem eigi enga ósk heitari en þá að konur sýni samstöðu um að- gerðir í ’85-nefndinni. Það kemur því óneitanlega spánskt fyrir sjónir að slíkir boðberar skuli strá um sig frjókornum sem þjóna ekki öðrum tilgangi en þeim að auka enn á sundurlyndið. Ef við notum þá samlíkingu að ’85-nefndin sé í sár- um, þá flýtir það tæpast fyrir bata hennar að strá salti í sárin. I báðum þessum greinum eru Samtök kvenna á vinnumark- aðnum gerð ábyrg fyrir því hvernig komið er, og þar með að blóra- böggli ’85-nefndarinnar, hvaða til- gangi sem það nú þjónar. Svo ein- falt er málið ekki og mættu fleiri líta í eigin barm s.s. framkvæmda- hópur ’85-nefndarinnar sem Jó- hanna Sigurðardóttir á einmitt sæti í. Hver klúðraði hverju? Ég ætla að reyna að gera langa sögu stutta. Forsaga þessa máls er sú, að í ágúst sl. mun hafa verið dreift blaði á fundi nefndarinnar með ýmsum tillögum varðandi að- gerðir á þessu ári. Þar eru m.a. nefndar þrjár dagsetningar sem „taka þurfi til sérstakrar athugun- ar“, þ.e. 8. mars, 19. júní og 24. október. Ekkert er hins vegar bók- að í fundargerð varðandi þessar dagsetningar og engar ákvarðanir teknar um aðgerðir þessa tilteknu daga. Það er því ekki rétt þegar Ásdís Rafnar segir að snemma hafi verið „ákveðið" að helga þessa daga samstarfi kvenna í ’85-nefndinni. Fyrst talið var að taka þyrfti þess- ar dagsetningar til „sérstakrar at- hugunar" þá hefði ekki verið óeðli- legt að þær kæmu til umræðu á fundum nefndarinnar í vetur. Svo var þó ekki, enda virðist sem 8. mars hafi verið gleymdur og graf- inn innan ’85-nefndarinnar þar til fyrir mánuði. { þessu gleymskunnar dái hófu nokkur samtök, að frumkvæði Samtaka kvenna á vinnumarkaði, undirbúning að baráttufundi 8. mars, enda mjög í takt við það sem verið hefur á undanförnum árum. Var sá undirbúningur kominn vel á veg þegar framkvæmdahópur ’85-nefndarinnar sendi frá sér bréf, dags. 13. febrúar, þar sem aðildar- samtökum nefndarinnar er til- kynnt um „hvatningarfund" sem nefndin hyggst standa að í Háskólabíói þann 8. mars. Hafði framkvæmdahópurinn þá sett á laggirnar undirbúningshóp fyrir fundinn án þess að ’85-nefndin hefði samþykkt að standa að að- gerðum þann dag, hvað þá að hún hefði hönd í bagga með hvernig að undirbúningi skyldi staðið. Það er stundum sagt að miklu valdi sá sem upphafinu veldur og ég er ekki í nokkrum vafa um að hefði verið betur að málum staðið innan ’85-nefndarinnar, ekki síst fram- kvæmdahóps hennar, þá hefði sú staða sem við nú stöndum and- spænis ekki þurft að koma upp. Konur sem telja sig „skilja eðli þverpólitísks samstarfs" (sbr. grein Jóhönnu) ættu að vita að þegar um er að ræða að ná samstöðu milli 23 kvennasamtaka, sem hafa ólíkar skoðanir á því hvernig hag og kjör- um kvenna sé best borgið, þá þarf að standa vel og lýðræðislega að málum. Eðli 8. mars Þetta á ekki síst við þegar um er að ræða jafn viðkvæmt mál og 8. mars, sem er fyrir konur það sem 1. maí er fyrir verkafólk. Þann dag hafa kvenfrelsiskonur um allan heim notað til að berjast fyrir sín- um brýnustu hagsmunamálum og sett á oddinn kröfur um raunveru- legar kjarabætur. Þetta gerðu bandarískar saumakonur 8. mars 8. mars í grein Ásdísar Rafnar í Mbl. 5. mars sl. er talað og tíundað hverjir eigi aðild að svonefndri ’85 nefnd svo og hvert markmið kvennasam- starfsins þar sé. Vegna þeirrar greinar og vegna þess að rætt er um klofning í kvennahreyfingunni í fjölmiðlum vilja Samtök kvenna á vinnumarkaðnum koma eftirfar- andi á framfæri: 1. SI. haust ákvað ’85 nefndin að 3 dagsetningar yrðu fyrir einhverjar sameiginlegar aðgerðir, þ.e. 8. mars, 19. júní og 24. okt. Aldrei var rætt um, hvers konar aðgerðir það væru — alla vega ekki hvað varðar 8. mars. 2. 8. mars hefur frá upphafi verið baráttudagur verkakvenna og hér sem annars staðar hafa róttækar kvennahreyfingar verið merkisber- ar dagsins. Til að mynda hafa íhaldsöflin aldrei tekið þátt í bar- áttuaðgerðum þennan dag. 3. Svonefnd 5 manna fram- kvæmdanefnd ’85 nefndarinnar skipaði undirbúningsnefnd vegna hátíðarfundar í Háskólabíói 8. mars. Eins og fram kemur í grein 1857 þegar þær kröfðust betri vinnuaðstæðna og kosningaréttar, franskar konur sem börðust á göt- um úti í Parísarkommúnunni og rússneskar konur sem lögðu niður vinnu 1905 og 1907 til að mótmæla harðstjórn keisaravaldsins. Allir þessir atburðir urðu þess valdandi að ákveðið var á ráðstefnu sósíal- ískra kvenna í Kaupmannahöfn ár- ið 1910 að gera 8. mars að alþjóð- legum baráttudegi kvenna. Þó aðstæður kvenna hafi breyst til batnaðar frá árinu 1910 þá höf- um við enn fyrir miklu að berjast. Fiskverkunarkonur á íslandi standa t.d. andspænis því að þeim hefur verið hent út af launaskrá í annað sinn á rúmum tveimur mán- uðum. Kennarar, sem að stórum hluta eru konur, hafa gengið út úr framhaldsskólunum til að undir- strika kröfu sína um réttlát laun fyrir sitt þýðingarmikla starf, og allir launþegar standa andspænis því að þær kjarabætur sem þeir börðust fyrir i vetur hafa verið teknar ríflega af þeim aftur. Hvern skyldi það hitta verr fyrir en allan þann fjölda kvenna sem fyllir lág- launahópana? Allt þetta vildu þær konur, sem hófu undirbúning að fundi með Samtökum kvenna á vinnumarkaði þann 8. mars, leggja áherslu á og krefjast breytinga. Samstarfsreglur brotnar Það ætti enginn að þurfa að fara í grafgötur með það að íslenskar konur hafa ólíkar skoðanir á kjara- málum rétt eins og karlar. Eða dettur einhverjum í hug að halda að öll karlasamtök í landinu, þar með taldir stjórnmálaflokkarnir, geti staðið saman að fundi um Á.R. var sá fundur fyrst kynntur öðrum fulltrúum í ’85 nefndinni fyrir rúmum hálfum mánuði. Meirihluti fulltrúa vissi ekki af þessum undirbúningi. 4. SKV tóku ákvörðun um baráttu- fund 8. mars í jan. sl. og höfðu sam- band við kvennahópa innan „stjórnarandstöðuflokkanna" enda ætlunin að helga daginn launabar- áttu kvenna; gegn láglaunastefnu ríkisstjórnarinnar. Eftir að undir- búningur var hafinn fréttist af fyrirhuguðum Háskólabíósfundi og starfi undirbúningsnefndar. { seinni hluta febrúarmánaðar fóru síðan fram formlegar og óformleg- ar viðræður, þar sem reynt var að sætta sjónarmið. 5. Fyrstu drög að dagskrá Há- skólabíósfundarins gerðu ekki ráð fyrir umfjöllun um launamál kvenna. Slíkt gátu SKV ekki sætt sig við. Að auki eiga SKV þátt í komu Gladysar Baez frá Nicaragua ásamt mörgum verkalýðsfélögum og stjórnmálaflokkum. Töldum við mikinn feng, að þessi kona, sem er Ingibjörg Sélrún Gísladóttir kjaramál þann 1. maí? Af hverju þá konur þann 8. mars? Samstaða kvenna er vissulega mikils virði en það er ranghugmynd að halda að hún sé möguleg á öllum sviðum. Ef svo væri þyrftu konur ekki að skipuleggja sig í mörgum kvenna- samtökum. Kvennaframboðið taldi að þessi samstaða gæti tæpast orðið að veruleika þann 8. mars og þess vegna fórum við fram á það við ’85-nefndina, um leið og fréttist að hún væri að undirbúa „hvatn- ingarfund" þann dag, að hún frest- aði honum og héldi hann einhvern annan dag. Þessa ósk ítrekuðum við svo sl. laugardag en fengum þá endanlegt afsvar frá framkvæmda- hópi. Einhverjum kann að finnast að það sé eins og að fresta jólunum að fresta fundi ’85-nefndarinnar þann 8. mars. Svo er þó ekki því jólin eru hefðbundin hátíð í kristnu samfélagi en fæst þeirra samtaka sem standa að ’85-nefndinni eiga sér nokkra hefð varðandi 8. mars. Þau hafa einfaldlega ekki haidið þann dag „hátíðlegan" og má þeim því á sama standa hver dagsetning- in er. Þar sem þessar frestunar- beiðnir okkar voru ekki virtar þá sá Kvennaframboðið sér ekki fært að standa að fundinum í Háskólabíói en mun standa að baráttufundi í talsmaður kvennahreyfingar í sínu heimalandi, myndi ávarpa fslensk- ar konur á hinum Alþjóðlega bar- áttudegi verkakvenna, 8. mars. 6. Á síðasta fundi ’85 nefndarinnar hugðust fulltrúar SKV gera form- lega tillögu um að Gladys Baez yrði meðal ræðumanna í Háskólabíói. Slík tillaga fékkst ekki borin upp, þar sem ríkjandi viðhorf í nefnd- inni var, að ekki mætti koma til atkvæðagreiðslu. Hins vegar fór fram svonefnd „skoðanakönnun“ um drög að dagskrá undirbún- ingsnefndarinnar. 7. SKV sjá ekki ástæðu til að kynna dagskrá Haákólabíósfundar- ins fyrir hönd þeirra aðila, sem að honum standa, og óska þess, að Á.R. og félagar hennar láti hið sama gilda um fund okkar. Vænt- anlega eru allir aðilar fullfærir um að gera grein fyrir sínum fundum svo og aðrir að gera þar upp á milli. Samtök kvenna á vinnumarkaðn- um, kvennafylking Alþýðubanda- lagsins, kvennaframboðið í Reykja- vík og kvennalistinn standa sam- eiginlega að baráttufundi undir Félagsstofnun stúdenta ásamt Samtökum kvenna á vinnumark- aði, Kvennalista og Kvennafylk- ingu Alþýðubandalagsins. Mér hefur ætíð skilist að ’85-nefndin starfaði eftir þeirri meginreglu að samstaða skuli ríkja um allar hennar aðgerðir og að ekki væri hægt að framkvæma í nafni heildarinnar annað en það sem allir aðilar innan nefndarinn- ar væru sammála um. Nú hefur þessi regla verið brotin í tvígang. Fyrst með því að verða ekki við óskum um frestun og aftur með því að auglýsa fundinn i Háskólabfói i nafni heildarinnar, þ.e. ’85-nefnd- arinnar, þó öllum sé ljóst að heildin stendur ekki að baki honum. Ólík sjónarmiö Stjórnmálamönnum hættir oft til að sjá valdatafl og leikfléttur í hverju horni og sést þá gjarnan yf- ir innhald þeirra hluta sem átökum valda. Ekki hefur Jóhanna Sigurð- ardóttir farið alveg varhluta af þessum þankagangi þegar hún spyr hvort það hafi verið „meining frá upphafi af hálfu Samtaka kvenna á vinnumarkaði að láta á brjóta hvað sem það kostaði“. Ef þessi þanka- gangur er látinn ráða ferðinni má eins spyrja: Var það meining ein- hverra frá upphafi að knésetja Samtök kvenna á vinnumarkaði hvað sem það kostaði? Slikar spurningar þjóna litlum tilgangi og breiða einungis yfir þá staðreynd að það var tekist á um innihald funda þann 8. mars, m.a. í hverju samstaða kvenna skyldi fólgin og um hvaö hún ætti að snúast. Ennþá hafa engin samtök sagt sig úr ’85-nefndinni, mér vitanlega, og við skulum vona að til þess þurfi ekki að koma. En fundirnir verða tveir og ef- laust er mörgum konum vandi á höndum að velja. Það val á hver og einn við sig og það hlýtur að taka mið af því hvað konur telja brýnast i sínum málum í dag. Reykjavík, 6. mars. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er borgaríulltrúi Krennaframboðsins. kjörorðunum „8. mars — gegn launastefnu ríkisstjórnarinnar". Gegn réttindaleysi kvenna og at- vinnurekendasamningum er lögð áhersla á baráttumöguleika kvenna og alþjóðlega samstöðu. Að öðru leyti verður dagskráin eins og hér segir: Ávörp flytja: Bjarnfríður Leós- dóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Vilborg Þorsteinsdóttir, Wincie Jó- hannsdóttir, Anni G. Haugen og Gladys Baez. Ljóð verða flutt af Berglind Gunnarsdóttur, Ingi- björgu Haraldsdóttur og Sonju B. Jónsdóttur. Sif Ragnhildardóttir, Fjóla Ólafsdóttir, Tómas R. Ein- arsson o.fl. munu sjá um tónlistar- flutning og í lokin verður dansað við plötusnúning. F.h. Samtaka kvenna á vinnumarkaði, Margrét Pála Ólafsdóttir, Anni G. Haugen. Margrét Pila Ólafsdóttir og Anni G. Haugen eru í tengibópi SKV. - alþjóðlegur baráttudagur RESTAURANT Magnús og Jóhann skemmta gestum okkar í kvöld Smiöjuvegi l\Kópavogi. Föstudagur: Gömlu dansarnir 21—02. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur. Hin frábæra Kristbjörg Löve syngur. Nú veróur stanslaust fjör. Aög. 150 kr. Laugardagur: Lokað vegna einkasamkvæmis. Sunnudagur: Lokaö vegna einkasamkvæmis. íó Sími \ 46500. Vínveitingar ekki enn sem komiö er. Snyrtilegur klæönaöur. Aldurstakmark 18 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.