Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 The Bootleg Beatles ' The Searchers „Innrás sjöunda áratugarins frá Bretlandi á Broadway" The Tremeloes ÞEIR sem eru komnir i fertugs- aldurinn hafa eina ástæðu umfram íslendinga i öðrum aldri til að hlakka til sumarsins, því veitinga- húsið Broadway hefur ikveðið að líta til baka til sjöunda iratugarins og rifja upp tónlistina sem þi var efst i baugi, þegar Bítlaæðið tröll- reið hinum vestræna heimi. í þessu skyni hefur Broadway boðið til sin fjórum breskum hljómsveitum, sem koma til með að troða upp í Broadway í sumar fjórar helgar í röð. Allar eru þetta hljómsveitir sem störfuðu á sjöunda áratugnum og eru enn þann dag í dag starfandi. Fyrstir koma til landsins helgina 14./15. júní, hljómsveitin Tremeloes, en þeir komu hingað til lands með Brian Poole árið 1964. Helgina þar á eftir koma til landsins The Bootleg Beatles, en það er hljómsveit sem staelir gömlu góðu Bítlana í öllum efnum og hefur meðal annars tekið þátt í uppsetningunni á söngleiknum Beatlemania í West End í Lond- on. Helgina 27./28. júní koma Dozy, Beaky, Mick og Tich og 4./5. júlí The Searchers, en þeir komu til íslands 1965. Þess má geta að þeir urðu í öðru sæti á eftir Bítlunum í samkeppni árið 1963. Hljómleikaröðin hefur hlotið nafnið: „Innrás sjöunda áratugs- ins frá Bretlandi á Broadway". Hveragerði: Utfararþjónusta stofnuð Jón Helgi Hálfdánarson við nýja líkbflinn. Mbl./Sinrún Útfararþjónusta Suðurlands heitir nýstofnað fyrirtæki í Hveragerði. Eigendur fyrirtækisins eru hjónin Jón Helgi Hilfdinarson og Jóna Einarsdóttir, búsett i Heiðarbrún 16 í Hveragerði. Þau hjónin buðu til blaða- mannafundar í safnaðarheimili Hveragerðiskirkju og kynntu hina nýju starfsemi. Sögðu þau að þrjú ár væru liðin síðan þau fóru fyrst að huga að nauðsyn slíkrar þjón- ustu. Hefðu þau leitað eftir sam- vinnu við aðra og rætt við ýmis ráð og nefndir í sýslunni og pró- fastdæminu, en ekki náöist sam- staða um málið. Þau hefðu því að lokum ákveðið aö standa ein að stofnuninni. Pöntuðu þau nýjan líkbíl, sem er sérútbúinn til slíkra flutninga af gerðinni Toyota Land Cruiser, árgerð 1985. Bifreiðin er hvít að lit, klædd innan með svörtu klæði, ber skrásetningar- númerið X 79. Kostar hún á aðra milljón króna. Er þarna allt smekklega frágengið. Útfararþjónustan mun annast allt sem þarf til jarðarfarar, s.s. allt viðkomandi legstað, kistu, líkklæði, presti o.fl. eftir óskum aðstandenda hverju sinni. Er ætl- unin að þjóna Árnes- og Rangár- vallasýslum. Sagði Jón að sóknarpresturinn í Hveragerði, séra Tómas Guð- mundsson, hefði frá upphafi hvatt hann mjög til að ráðast í þetta fyrirtæki vegna brýnnar þarfar, þar eð margir ættu oft í erfiðleik- um með að annast sjálfir þann undirbúning, sem fylgir hverri út- för. Margir fleiri hefðu sýnt þessu áhuga og væru þau hjónin þakklát fyrir þann hlýhug. Jón gat þess að lokum að hann hefði nú þegar annast fyrstu útförina. Þau Jón Helgi og Jóna hafa búið í Hveragerði frá árinu 1958 og eiga þau tvö uppkomin börn. Hef- ur Jóna unnið í mörg ár á skrif- stofu heilsuhælis NLFl en Jón Helgi hefur síðastliðin 13 ár stundað bifreiðaakstur hjá Land- leiðum. Hann hefur verið með- hjálpari í Hveragerðiskirkju frá víxlu hennar árið 1972. óska ég þeim hjónum blessunar í þessu göfuga starfi, sem ég veit að þau eru manna best fær um að leysa vel af hendi. Sigrún Óslax hf. í Qlafsfirði stofnað: SÍS, KEA og veiði- félagið með GENGIÐ var frá stofnun fiskeldis- fyrirtækisins Óslax hf. í Ólafsfirói sl. mánudagskvöld en stofnfundi var frestaó á sl. ári vegna valdabaráttu meóal hluthafa. Samþykkt var aó hafa 5 milljón kr. hlutafé og aó þaó skiptist eins og fyrstu hugmyndir veiöifélagsmanna gerðu ráð fyrir. Eiga SÍS og KEA 40% Veiðifélag Ólafsfjaröarár 20% og aðrir aðilar 40% Fyrir fundinum lágu hlutafjár- loforð upp á 10 milljónir kr. og ef það hlutafé hefði allt verið tekið inn hefðu valdahlutföll ekki orðið eins og veiðifélagsmenn höfðu lagt drög að. Var þeim því hafnað. Þeir sem stóðu að hlutafjársöfnuninni utan SÍS, KEA og Veiðifélagsins, hafa, sumir hverjir a.m.k., talið að þetta fyrirkomulag tryggi SÍS meirihluta í félaginu með fulltingi þeirra aðila sem stjórna Veiðifé- laginu. Varð ágreiningurinn til þess að Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og a.m.k. tveir einstakl- ingar hættu þátttöku í stofnun fé- lagsins. Sveinbjörn Árnason bóndi á Kálfsá, formaður Veiðifélags Ólafsfjarðarár og stjórnarmaður í Óslaxi hf., sagði í samtali við blaðamann Mbl. að mikil verkefni væru framundan. Fyrst lægi fyrir meirihluta hjá stjórninni að skipta með sér verkum en brýnustu verkefnin væru að færa eldisstöðina út úr kaupstaðnum þar sem hún er núna. Sagði hann að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um framhaldið en sagði augljóst að möguleikar Ólafsfjarðarvatns fæl- ust einkum í hafbeit. Möguleikar til eldis í kerjum með dælingu á volgu vatni úr vatninu væru tak- markaðir svo og eldi á fiski í búr- um. Bjóst hann því við að einkum yrði hugað að hafbeitinni. í allt eru 32 hluthafar í Óslaxi. Stærstu hluthafarnir eru eins og áður segir SÍS, KEA og Veiðifélag Ólafsfjarðarár með 1 milljón kr. hver aðili. 9 aðrir aðilar eru með yfir 100 þúsund kr. hlutafé. Þeir eru: Hraðfrystihús Ólafsfjarðar, Magnús Gamalíelsson hf., Eim- skipafélag íslands, Olíufélagið Skeljungur, Fiskifélag íslands, ólafsfjarðarkaupstaður, Svavar B. Magnússon, Sæberg hf. og Andrés Kristinsson. í stjórn voru kosnir: Sigurður Jóhannsson frá KEA, Markús Stefánsson frá SfS, Svein- björn Árnason formaður Veiði- félags Ólafsfjarðarár, Þorsteinn Ásgeirsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss ólafsfjarðar og Ásgeir Ásgeirsson bæjarritari. Mýyatnssveit: Myndlistarsýning í Reynihlíð Mývatnssveit, 4. marz. SÍÐASTLIÐINN laugardag var haldinn í Hótei Reynihlíð myndlista- og minjagripasýning. Stóó hún frá kl. 14 til 18. Aösókn var mjög góð. Undanfarinn hálfan mánuð hef- ur Örn Ingi listamaður frá Akur- eyri, verið hér í sveitinni með námskeið. Það voru fullorðins- fræðslunefnd og nemendur á þessu námskeiði, sem efndu til þessarar sýningar á myndlista- og minjagripagerð. Alls voru sýndir á annað hundr- að munir, málverk, útskurðir, trésmíði og fleira. Það verður að segjast eins og er að þarna virðast nemendur hafa náð ótrúlega góð- um árangri á ekki lengri tíma. Margir smíðagripirnir voru prýði- lega unnir, svo og myndirnar. AIls tóku 20 nemendur þátt í þessu námskeiði. Kristján Kaffisala Dómkirkju kvenna á Loftleiðum NÆSTKOMANDI sunnudag, 10. mars, efnir Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar til kaffisölu á Hótel Loftleiðum, Víkingasal, og hefst hún kl. 3 að lokinni síðdegismessunni í Dómkirkjunni. Við þá messu prédikar biskups- frúin, Sólveig Ásgeirsdóttir, og Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperu- söngkona syngur einsöng, sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Strætisvagn fer frá kirkjunni að lokinni messu og aftur í bæinn milli kl. 4.30 og 5.00. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar vinnur mikið og gott starf, sem miðar að því að fegra og prýða Dómkirkjuna. Margar góðar gjafir hafa konurnar gefið Dóm- kirkjunni og notið til þess stuðn- ings vina sinna og velgjörðar- manna, sem hafa komið á basara og kaffisölur þeirra. Allur ágóði af kaffisölunni á sunnudaginn rennur til kaupa á nýju orgeli fyrir Dómkirkjuna, en orgelið er væntanlegt í haust og er áformað að vígja það 1. desember nk. Þetta verður fagurt og gott orgel og mun verða öllu tónlistar- lífi Dómkirkjunnar mikil lyfti- stöng. Ég vil því hvetja vini og velunn- ara Dómkirkjunnar að koma á kaffisölu Kirkjunefndarinnar á sunnudaginn og njóta þar þeirra góðu veitinga, sem þar verða fram bornar um leið og konunum er veittur stuðningur í góðu starfi þeirra fyrir Dómkirkjuna. Hjalti Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.