Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1986 eru farnir Þeir eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur Það gerðist hinn 1. mars sl., sem bjartsýnismenn höfðu í lengstu lög vonað, að gæti ekki gerst: Um 70% kennara við framhaldsskóla lands- ins, á fimmta hundrað manns, lögðu niður störf — gengu út. Eftir stóðu menntastofnanir í sárum, ráðvilltir og reiðir nemendur, sem þó höfðu lýst yfir fullri samstöðu og samúð með kennurum sínum. Þeir vissu, að kennarar gripu til þessa óyndisúrræðis sem óþrifa- ráðs, eftir að hafa árum saman tal- að fyrir daufum eyrum húsbænda sinna, íslenzka ríkisins, um bætt launakjör, vinnulaun, sem nægðu þeim og fjölskyldum þeirra til framfærslu. Ég hygg, að almenn- ingur, allir þeir, sem hafa á annað borð fyigst með þessum málum og gert sér far um að skilja samhengi þeirra, séu sama sinnis og nemend- ur. Engu að síður liggur nú þetta fólk, íslenzkir framhaldsskóla- kennarar, undir því alvarlega ámæli að hafa gerst brotlegir við landslög. Þeir brutu gegn þeirri ákvörðun menntamálaráðherra, Ragnhildar Helgadóttur, að beita lagaheimild til að framlengja upp- sagnarfrest þeirra um þrjá mánuði — til 1. júní nk. Sjálf vefengi ég ekki lagalegt réttmæti þessarar ákvörðunar menntamálaráðherra, né heldur vil ég mæla bót lögbrot- um sem slíkum. Hitt er engu að síður staðreynd, að þessi ákvörðun ráðherrans, og hvernig að henni var staðið, er ekki óumdeild og öll þekkjum við orðtakið „nauðsyn brýtur lög“. Líka er til í lagamáli hugtakið „neyðarréttur". Tvær nefndir Hér skal ekki dreginn í efa góður vilji menntamálaráðherra til að leysa þetta erfiða mál með viðun- andi hætti. Hún hefir marglýst því yfir, að hún og starfsmenn í ráðu- neyti hennar hafi að undnförnu „lagt nótt við dag“ til lausnar deil- unni, m.a. — og fyrst og fremst — með skipun tveggja nefnda. Önnur skyldi endurmeta störf og kjör ken- nara, hin vinna að gerð laga- frumvarps um lögverndun kennarastarfsins. En nefndirnar tvær dugðu ekki til að koma í veg fyrir „útgöngu„ 1. mars. Reiknast það kennurum sem mikið vanþakklæti. Skoðum það mál aðeina nánar. Án þess að vilja á nokkurn hátt gera lítið úr störf- um hinnar stjórnskipuðu „endur- matsnefndar", þá verður ekki sagt, að niðurstöður hennar hafi leitt neitt í ljós, sem ekki var vitað áður og hefir stöðugt verið klifað á í kjarabaráttu kennara á undan- förnum áratug — eða lengur. Þannig er þessi margumtalaða skýrsla fyrst og fremst staðfesting á vitneskju, sem þegar lá fyrir, einskonar opinber stimpill, sem vissulega má telja af hinu góða og ætti að styrkja málstað kennara, ef loksins yrði nú á þá hlustað. At- burðir síðustu daga gefa að vísu ekki tilefni til mikillar bjartsýni. Skýrslan mun girnileg til fróðleiks þeim, sem lítt voru kunnugir þess- um málum áður. Hún mun hins- vegar varla vera kennurum nein opinberun né heldur þeim mönn- um, sem hafa árum saman staðið, og standa enn, af hálfu ríkisins í samningum við kennara og hafa hingað til þverskallast við sann- gjörnum og rökstuddum kröfum þeirra um bætt launakjðr. — Það er hinsvegar lýðum ljóst, að störf ýmissa lausamanna fyrir íslenzka ríkið, sem refjalaust eru greidd tíföld laun kennara, eru meira metin en þess fólks, sem ver ævistarfi sínu í þjónustu þess. Lög um embættis- gengi kennara Að því er varðar hina nefndina, er menntamálaráðherra skipaði til að semja frumvarp til laga um lögverndun kennarastarfsins, þá hlýt ég, fyrir mitt leyti, að telja slíka lagasetningu næsta haldlitla og lítt aðkallandi á sama tíma og kennarar með fulla starfsmenntun og réttindi hrekjast unnvörpum úr starfi vegna óviðunandi launakjara og fyrirsjáanlegur er stórflótti úr stéttinni, ef ekki rætist úr þeim málum á næstunni. Það er því harla lftil ástæða nú til að óttast yfirvofandi ásókn í störf kennara en því meiri líkur, að réttindalausu íhlaupafólki fjölgi verulega í skól- um landsins, ekki síst úti í dreif- býlinu, sem hefir áratugum saman orðið að láta sér lynda það ástand. Jafnvel hér í Reykjavík gerir nú vart við sig skortur á fullmenntuð- um kennurum. Reyndar eru til innan við 10 ára gömul lög um embættisgengi kenn- ara, sem — með smávægilegum breytingum — ættu að gera nýja nefnd og nýja lagasetningu um þetta efni óþarfa, enda hefir menntamálaráðherra, mér vitan- lega, ekki enn lagt fram hið fyrir- heitna frumvarp á Alþingi. Þing- mannafrumvarp um sama efni, lögverndun kennarastarfsins, kom hinsvegar fram fyrr í vetur. Undarlegur hægagangur Það sem hér hefir verið sagt um þessar tvær stjórnskipuðu nefndir er, að ég tel, veigamikil skýring á því, að þær gátu ekki, þrátt fyrir góðan tilgang, komið í veg fyrir þá örlagaríku ákvörðun hins fjöl- menna hóps framhaldsskólakenn- ara að „ganga út“ hinn 1. mars. Þar kom fleira til. Talsmenn Hins ís- lenska kennarafélags, (HÍK) höfðu ítrekað lýst því yfir, að kennarar væru reiðubúnir til að falla frá þeirri ákvörðun og halda áfram kennslu, ef fyrir lægju af hálfu ríkisins ein- hver fyrirheit um verulegar leið- réttingar á launakjörum kennara. Þau fyrirheit fengust ekki önnur en loðin orð um, að samið yrði við HÍK um „hliðstæðar kjarabætur og í samningum við önnur aðildarfé- lög BHM,“ með sérstöku tilliti til álits endurmatsnefndarinnar, en það álit kom fram daginn áður en 1. mars rann upp. Hvers vegna í ósköpunum ekki fyrr en þetta? Og hversvegna leið öll sl. helgi án þess að hreift væri við samningaumræð- um eða nokkur gagntilboð kæmi frá ríkinu, sem gæti orðið grund- — eftir Finn Jónsson Varla hefur það farið fram hjá neinum, að mikill hluti þjóðmála- umræðu undanfarinna ára snýst um prósentur. Þetta á sér sína skýringu í verðbólguþjóðfélagi, en hitt er erfitt að skýra, að þjóð, sem alin er upp við þær aðstæður skuli ekki hafa náð betri tökum á hugtakinu prósenta en orðið er. í fjölmiðlum, jafnvel skýrslum frá opinberum stofnunum, má sjá hortitti hvað þetta snertir. Pró- sentutölur eru jafnvel ritaðar með aukastöfum, en það ætti að gefa til kynna vissa nákvæmni á því sem um er fjallað. I sömu dæmum er hinsvegar ekkert hirt um pró- sentustofninn og er þá til lítils unnið. Nýlegt dæmi af þessum toga er frásögn fjölmiðla af stöðvun framkvæmda við sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Vitnað var til úttekt- arskýrslu Iðntæknistofnunar á málum Sjóefnavinnslunnar hf. I fréttinni var því mikið hampað, að ráðgjafarkostnaður næmi 20% af heildarkostnaði framkvæmda, sem nú er lokið. Sjálfsagt er talan rétt reiknuð en varasöm að því völlur frekari umræðna og gefið HÍK tilefni til að slá af upphafleg- um kröfum, sem allir vissu að það var reiðubúið til. En það er eins og ekkert liggi hér á, þótt starf í fram- haldsskóhim lands- ins liggi nú í rúst. Það stoðar lítt, við þær alvarlegu aðstæður er nú hafa skapast að hafa uppi stór orð og ásakanir, þótt mönnum sé heitt í hamsi. Með engum rétti verður skuldinni skellt einhliða á kennara, sem hér eru einfaldlega að berjast fyrir tilverurétti sínum, skólanna og nemenda í senn. Sökin er þyngri hjá ríkinu, fulltrúum fjármála- valdsins, sem skortir þekkingu og skilning á eðli og mikilvægi mennt- unar og skólastarfs. Slagorð í tísku Stjórnmálamenn halda því mjög á lofti, að menntun, hugvit og þekking sé það sem skipta muni sköpum um framtíðar uppbyggingu atvinnulífs og lífskjara íslenzku þjóðarinnar, verði jafnvel ein helsta „útflutningsvara" okkar. Þetta er orðið einskonar tísku- slagorð, sem lætur vel í eyrum og víst má taka undir. En orðin ein eru til lítils nýt og dapurleg mót- sögn eru þessi orð við þau ótíðindi, sem nú eru að gerast í íslenzkum skólamálum. Eða á kannski mennt- unin, hugvitið og þekkingin að koma bara af sjálfu sér? Þurfum við kannski enga skóla, enga kenn- ara eða hafði maðurinn, sem mælti nýverið, að það væri alveg nóg að kenna börnum að lesa og skrifa — hafði hann rétt að mæla? Væri það rétta leiðin til að gera hin glæstu orð að veruleika? Árangurslaus bið „Hér er ekki um upphlaupsað- gerðir kennara að ræða, þótt þeir hafi með sér samtök" — segir í ágætri grein I Mbl. fyrir nokkru eftir Ólaf Oddsson, kennara við MR. Ástæða er til að undirstrika sérstaklega þessi ummæli. Kennar- arnir, sem „gengu út“ gerðu það ekki að vanhugsuðu máli, í ein- hverju æðiskasti. Þeir voru margir hikandi fram á síðustu stund en stigu loks skrefið eftir að hafa ár- angurslaust beðið eftir einhverjum vísbendingum frá viðsemjendum leyti, að nánast er tilviljun hver prósentustofninn er, þ.e. á hvaða stigi framkvæmdir voru stöðvað- ar. Síðan hefur verið deilt um hvort 20% sé óeðlilega há eða jafnvel lág tala og allt þetta án þess að hirða hið minnsta um hvað hún inniber þar að auki. Málsmeð- ferð sem þessi er því miður algeng og gefur tilefni til spurninga um af hverri þekkingu sé í raun fjall- að um hin mikilvægustu mál í fjölmiðlum og jafnvel á æðstu stöðum. Svipaða sögu og hér að ofan er að segja um frétt af rannsóknum vegna vatnsorkuframkvæmda. Fjölmiðlar ljóstruðu því upp, að búið væri að sóa heilum milljarði króna í rannsóknir og undirbún- ing vatnsaflsvirkjana. Þessi frétt var staðfest opinberlega og varð til að valda mikilli taugaveiklun í þingsölum og úti í kimum þjóðfé- lagsins. Afleiðingin lætur ekki á sér standa. Nú er virkjun fall- vatna aðeins af hinu illa þótt ekki séu nema fáir mánuðir síðan framtíðarvonir þjóðarinnar voru bundnar við orkusölu. Milljarður er vissulega há upphæð en segir ekki neitt þegar hvorki er hirt um hvað gert hefur verið fyrir hana né á hve löngum tíma henni var ráðstafað. Þetta er aðeins enn ein Sigurlaug Bjarnadóttir „Ég vara við þeirri skoöun, að aðgerðir framhaldsskólakennara nú séu pólitísk aðfór að núverandi ríkisstjórn. Þarna á hlut að máli fólk úr öllum flokkum, sem á einfaldlega sam- eiginlegra hagsmuna að gæta ... “ sínum, sem gæfu þeim vonir um kjarabætur, er gerði þeim kleift að halda áfram kennslustarfi. Og nú er skaðinn skeður. Hætta er á að margir hæfir og reyndir kennarar muni ekki snúa aftur til skólanna en taka upp önnur störf, betur launuð og meira metin. Þeir eru farnir. Spurningin á þessari stundu snýst því ekki aðeins um 1. mars og hvað verður um lok þessa skólaárs, Finnur Jónsson „Þetta er aðeins enn ein staðfesting þess að íslendingar kunna ekki enn að meta rannsóknir eða annan undirbúning framkvæmda. Að þessu leyti erum við eftirbátar siðmenntaðra þjóða.. heldur um framhaldið — næsta haust og á ókomnum árum, ef fram fer sem horfir nú, að kennarar verði — eina ferðina enn — sendir bónleiðir til íbúðar. Það á auðvitað við um kennara á báðum skólastig- um: við framhaldsskóla og grunnskóla. Ekki er á bætandi talnarunum um launakjör kennara eftir það sem á undan er gengið. En það seg- ir t.d. sína sögu, að ung hjón með tvö börn, sem bæði eru í fullri kennslu við menntaskóla geta að- eins með herkjum staðið undir kaupum á þriggja herbergja kjall- araíbúð — með aukavinnu utan skólans. Eða menntaskólakennar- inn, sem var að byrja að kenna árið 1972 og fékk þá 40 þús. kr. mánað- arlaun en í dag 24 þús. eftir 13 ára starfsreynslu. Það er nýlega upp- lýst, að gildi ísl. krónunnar er sem næst nákvæmlega það sama nú, ár- ið 1985 og 1972. Það er tvennt til Ég vil enn vitna til greilar Ólafs Oddssonar, er ég vara við þeirri skoðun, að aðgerðir framhalds- skólakennara nú séu pólitísk aðför að núverandi ríkisstjórn. Þarna á lilut að máli fólk úr öllum flokkum, sem á einfaldlega sameiginlegra hagsmuna að gæta og stendur því saman, hvað sem líður allri flokks- pólitík. Það mætti allt eins vel hugsa sér, að ýmsir í þessum hópi kennara hafi treyst sjálfstæðis- mönnum í ráðherraembættum menntamála og fjármála til að sýna meiri sanngirni og skilning í garð íslenskrar kennarastéttar en fyrirrennarar þeirra. — Nú væri því lag. Það væri illt, ef sjálf- stæðismenn brygðust því trausti — frekar en orðið er. Auðvitað er þetta ekki aðeins mál tveggja ráðuneyta, heldur allr- ar ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Væntanlega hefir verið rækilega um það fjallað í þingflokkum stjórnarflokkanna áður en þing- heimur tók sér vikuhlé frá störfum til funda með norrænum vinum í þjóðleikhúsi íslendinga, þannig að fljótlega eftir helgi verði hægt að taka af skarið. Augljóst er, að báðir aðilar verða að sýna sveigjanleik og sanngirni eigi þetta að ganga. Úti í skólunum, hálftómum — í lau.su lofti, ríkir óþolandi ástand, sem verður að linna. Sigurlaug Bjaraadóttirer er menntaskólakennari í Reykjavík. staðfesting þess að íslendingar kunna ekki enn að meta rannsókn- ir eða annan undirbúning fram- kvæmda. Að þessu leyti erum við eftirbátar siðmenntaðra þjóða, varla hálfdrættingar sé miðað við hlutfall af þjóðarframleiðslu. Framkvæmdir sitja í fyrirrúmi en minna hirt um undirbúning og af- leiðing er oft og tíðum röng eða ótímabær fjárfesting. Að þessu leyti skera rannsóknir vegna vatnsvirkjana sig þó úr hvað varð- ar vönduð og vísindaleg vinnu- brögð. Því er það ómaklegt f hæsta máta að ráðast á þá aðila með ás- ökunum um ofrannsóknir og ó- tímabæra fjárfestingu eins og gert hefur verið að undanförnu. Lítum frekar á raunasögu fisk- veiðanna og landbúnaöarins. Við höfum fjárfest í nýjum og af- kastameiri fiskiskipum á tímum þverrandi afla, en lítið sem ekkert hugað að verðmætaaukningu hans. Á sama hátt höfum við fjár- fest í auknum afköstum í landbún- aði um leið og landbúnaðarvörur hrannast upp eða eru fluttar til útlanda gegn greiðslu útflutn- ingsbóta. Ekkert hefur verið gert til að þróa landbúnaðarafurðir til meira verðmætis. Nýjasta hálmstrá þjóðarinnar er útflutningur hugvits. Það Um prósentur, útflutning þekkingar og sitthvað fleira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.