Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 Húsbyggjendur Byggingavörudeild Sambandsins boöar til bygQingavörusýningar í húsi verslunar- deildar, Holtagöröum (sama húsi og Mikli- garöur), frá kl. 13—17 dagana 9. og 10. mars. Bladburóarfólk óskast! Austurbœr Sóleyjargata Miöbær I Lindargata frá 40—63 Bergstaöastræti 1—57 ALLTAF Á LAUGARDÖGUM lesbok Situr þarna á sama steini ... Ólafur H. Torfason skrifar um söngfuglinn Edith Piaf í tilefni sýningar Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Piaf. Stórslys í lífríkinu fyrir 12 þúsund árum Hversvegna uröu þá aldauöa ýmsar tegundir stór- vaxinna spendýra? Ein skýring: Maöurinn var búinn aö finna upp hættuleg vopn. Sídasta hirdskáldiö og ung- verska söngkonan Jón Björnsson skrifar um Ásmund frá Skúfsstööum og Irmu Weile Barkany. Páll á Húsafelli sækir efniviöinn í giliö Páll sýnir um þessar mundir á Kjarvalsstööum og af því tilefni hefur Lesbók hitt hann aö máli. Vöndað og menningarleg helgarlesning AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Miöausturlönd: Fallast Israelar/Jórdan- ir/Palestfnumenn á að ræða framtíðarskipan og frið? UPPÁ síðkastið hafa teikn verið á lofti sem gætu bent til þess að ísraelar og Egyptar hygðust af fullri alvöru beita sér fyrir viðræðum, sem síðan leiddu til einhvers konar samkomulags varðandi Palestínumenn. Mubarak forseti Egyptalands hefur sýnt vilja tii þess að fundir verði haldnir hið fyrsta og hann hefur óskað eftir einhvers konar forsjá Bandaríkjamanna varðandi málið. Skiptar skoðanir eru svo um hvort Hussein Jórdaníukon- ungur eigi að sitja þessa hugsanlegu fundi og þá einnig hvort hann teljist talsmaður Palestínumanna. Shimon Peres, forsætisráðherra ísraela, hefur sagt, að hann sé hlynntur hugmyndum Mubaraks um viðræður milli full- trúa ísraels við sendinefnd sem í ættu sæti fulltrúar Jórdaníu og Palestínu- manna. ísraelar hafa löngum haldið því fram, að ekki kæmi til greina að leyfa Palestínumönnum að stofna eigið rfki, nánast inni í miðju Ísraelsríki. Aftur á móti má velta fyrir sér hvort ísraelar mikla ekki fyrir sér hættuna af slíku ríki. Arabaríkjunum hefur verið það ljóst og viðurkenna það beint og óbeint, að Ísraelsríki mun standa og að sundraðir herir Arabaríkjanna hafa ekki roð við þeim ísraelska. Innan ísraels er oft rifjuð upp samþykkt PLO um að endanlegt markmið væri að útrýma Ísraelsríki. PLO hefur þetta ekki lengur á stefnuskrá sinni eins og margsagt hefur ver- ið frá, þrátt fyrir áróður öfgaafla Hussein Peres innan ísraels gera menn sér grein fyrir því að hvorki óbreyttir Pal- estínumenn né samtökin PLO stefna að þessu lengur. Af ýmsum ástæðum, þar sem sú vegur þyngst að PLO veit að Ísraelsríki verður ekki upprætt. Styrkur Ísraelsríkis í Miðausturlöndum er svo mikill að það sýnir ekki vit- legt mat á aðstæðum að halda þeim áróðri lengur áfram. í bók- inni Arafat-terrorist or peace- maker, eftir Alan Hart, sem er nýkomin út og mun verða getið hér í blaðinu, segir, að gyðingar séu rjómi vestrænnar siðmenn- ingar á sama hátt og Palestínu- menn séu rjómi hinnar arabísku. Sadat forseti talaði um að hvergi í heimi yrði þvílíkur unaðsreitur og sá sem Palestínumönnum og ísraelum tækist að byggja upp saman. Æ fleiri raddir og hávær- ari heimta ekki aðeins frið, held- ur og réttlæti. Og réttlæti til handa landlausri þjóð. Hverjir ættu að skilja það betur en gyð- ingar? Peres hefur stungið upp á að slíkir fundir yrðu í Banda- ríkjunum; ef það væri ekki fram- kvæmanlegt þá í Kairó. Athygl- isvert er, að Bandaríkjamenn tóku afar varfærnislega í þær hugmyndir um að slíkir fundir yrðu í Bandaríkjunum, en létu að því liggja að þeir væru reiðubúnir að hefja þátttöku í þeim síðar. Peres virtist ekki láta tregðu Bandaríkjamanna á sig fá og ítrekaði að hann væri fús til fundar. verja og Sovétmanna einnig sitja hana. Þetta hefur mælzt mis- jafnlega fyrir og innan Israels álíta margir að enn flóknara yrði að komast að niðurstöðu ef allir fyrrnefndir sætu fundinn. Um málið eru líka deildar meiningar Aftur á móti gætti þess í Jór- daníu að mönnum fannst áætlun Mubaraks ekki eins ljómandi og ætla hefði mátt. Jórdanir líta svo á að slíkir samningar myndu beinast að því að knýja þá til að gera sérstakan friðarsamning við Israela, en útiloka Sýrlendinga. Hussein Jórdaníukonungur er því mótfallinn. Jórdanir segja einnig að þetta gæti verið eins konar til- raun til að „ræna“ samkomulag- inu sem var gert milli Jórdaníu- konungs og Yassir Arafat, for- ystumanns PLO frá 11. febrúar. Ýmsir Palestínumenn sögðu að Mubarak Egyptalandsforseta væri varla mjög mikil alvara, hann væri fyrst og fremst að leika þennan leik til þess að blíðka Bandaríkjamenn og reyna að fá þá til að trúa á friðarvilja sinn. Hins vegar myndi Mubarak svo færa sér í nyt þann góðvilja sem þetta aflaði honum meðal æðstu manna í Bandaríkjunum og fá meiri hernaðar- og efna- hagsaðstoð. Mubarak Allt er þetta býsna flókið, eins og Miðausturlandamálin hafa verið um áratugi. Fjarri er því líka að meðal Palestínumanna og Jórdana sé eining eða almenn hrifning um samkomulag Jórd- aníukonungs og PLO-formanns- ins. Og stjórnvöld í Sýrlandi gagnrýndu það harðlega svo og ýmsar þær fylkingar Palestínu- manna sem eru andsnúnar Ara- fat. Aftur á móti vakti eftirtekt að stjórnvöld í tveimur af hinum svokölluðu hófsömu Arabaríkjum gerðu ekki athugasemdir við samkomulagið. Alsírstjórn lét þess einfaldlega aö engu getið og Saudi-Arabíustjórn leyfði að minnsta kosti birtingu innihalds þess í fjölmiðlum, þótt stjórnn gæfi enga opinbera yfirlýsingu. Utanríkisráðherra Israels, Yitzak Shamir, hafnaði hugmyndunum snarlega og komu viðbrögð hans ekki á óvart. Eftir skrifum í ísra- elskum blöðum að dæma eru þó mjög skiptar skoðanir um málið innan (sraels og langt í frá að Shamir tali fyrir hönd allra landsmanna. Amman-samkomulagið gerði ráð fyrir að býsna margir ættu aðild að ráðstefnunni, auk deilu- aðila myndu fulltrúar Breta, Frakka, Bandaríkjamanna, Kín- Arafat innan PLO. Utanríkisráðherra PLO, Farouk Kaddoumi, taldi óráðlegt að Jórdanir og Pal- estínumenn væru í einni og sðmu sendinefndinni á slíkum fundi, enda ekki nema sjálfsagt að Pal- estinumenn fengju að vera alvöru fulltrúar á ráðstefnu þar sem ætti að reyna að að ráða málum þeirra til lykta. I samkomulaginu er þess kraf- izt að Israelar hverfi á brott með herlið sitt og íbúa af þeim land- svæðum sem voru hertekin í sex daga stríðinu. Vitað er að Israel- ar eru ekki fáanlegir til að fallast á þetta. Hins vegar hefur þeirri skoðun vaxið fylgi innan Israels, að einhvers konar sambandsríki yrði stofnað fyrir Palestínumenn á Vesturbakkanum, sem lyti að nokkru yfirstjórn Jórdana. Svo er aftur spurningin um hvort Jórd- anir myndu fallast á það og ekki síður hvort Palestínumenn myndu sætta sig við þær mála- lyktir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.