Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 7 Þorsteinn Tómasson verður forstjóri RALA Framkvæmdanefnd '85 nefndar á fundi: Frá vinstri: Jóhanna Siguröardóttir, María Pétursdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Elín Pálsdóttir Flygenring og Lára V. Júlíusdóttir. Morgunblaðið/Júlíus Athugasemd frá framkvæmdanefnd ’85 nefndar: Rangfærslur bornar til baka MORGUNBLAÐINU hefur borizt athugasemd frá framkvæmdanefnd ’85 Nefndar, sem annast hefur und- irbúning að hátíðahöldum á alþjóð- legum baráttudegi kvenna, sem er í dag, en nefndin hefur m.a. annast fundahald í Háskólabíói í kvöld klukkan 20.30. Athugasemdir nefnd- arinnar eru við ummæli forsvars- manna Samtaka kvenna á vinnu- markaði, sem viðhöfð voru á blaða- mannafundi, og frásögn birtist af í Morgunblaðinu í gær. Að gefnu tilefni vegna ummæla forsvarsmanna Samtaka kvenna á vinnumarkaði o.fl. á blaðamanna- fundi 5. mars sl. skal eftirfarandi tekið fram: 1. Sameiginlegur fundur ákveðinn 8. mars Á fundi ’85 Nefndar hinn 28. ág- úst 1984 var ákveðið að 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna, skyldi vera einn þeirra daga á ár- inu 1985 sem aðildarfélög ’85 Nefndarinnar sameinuðust um. Á þeim fundi voru fulltrúar allra þeirra samtaka, sem nú standa að sérfundi í Félagsstofnun stúdenta og átti þeim því að vera fullljóst að til stóð að halda sameiginlegan fund. 2. Sérfundur ákveðinn Hinn 1. febrúar ákvað fram- Atburðurinn á Grettisgötu 19b: Konan laus úr haldi KONAN, sem úrskurðuð var á gæzluvarðhald vegna rannsóknar Rannsóknarlögreglu ríkisins, á voveiflegum dauða sextugs manns í íbúð að Grettisgötu 19b, hefur verið sleppt úr haldi. Konan bar við yfir- heyrslur, að til átaka hefði komið með hinum látna og 37 ára gömlum manni, sem úrskurðaður var í gæzlu- varðhald til 20. marz. Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir, en maðurinn hefur við- urkennt að hafa ráðist á hinn látna og skilið hana eftir meðvitundarlausan í íbúðinni. Hann neitaði í fyrstu, að til átaka hefði komið en breytti síðar fram- burði sínum. kvæmdanefnd ’85 Nefndar að gera tillögur um hvernig staðið yrði að fundahöldum 8. mars og leggja þær fyrir aðildarfélögin 23 til um- ræðu og ákvörðunar. Samtök kvenna á vinnumarkaði (einn þessara 23 aðila) sáu hins vegar ekki ástæðu til að láta fram- kvæmdanefndina vita af því, að samtökin hefðu í janúar sl. boðið sumum félögum i ’85 Nefndinni að standa að fundi 8. mars. Á fundi ’85 Nefndarinnar hinn 19. febrúar var ekki borin fram nein formleg tillaga um að fallið yrði frá fyrri ákvörðun um sam- eiginlegar aðgerðir 8. mars. Hins vegar varð niðurstaðan sú, að leit- að yrði sameiginlegrar lausnar þannig að ekki þyrfti að koma til tveggja funda þennan dag. 3. Dagskráin Framkvæmdanefndin og undir- búningshópur fyrir fundinn í Há- skólabíói hélt 3 fundi með full- trúum samtaka kvenna á vinnu- markaði. Samtökin lögðu fram 5 tillögur um dagskrárbreytingar og var fallist á 4 þeirra og Samtökun- um kynnt sú niðurstaða. Um þessa dagskrá, svo breytta, var síðan fjallað á fundi í ’85 Nefnd mið- vikudaginn 27. febrúar sl. Það er því rangt, sem haldið er fram, að framkvæmdanefndin hafi lagt fram fullmótaða dagskrá sem ekki fékkst hnikað til nema að litlu leyti. 4. Baráttufundur? Fullyrðingu um, að ágreiningur hafi fyrst og fremst verið um það hvort dagurinn (8. mars) skyldi vera baráttudagur eða ekki er al- gerlega vísað á bug. Megininntak dagskrár fundar ’85 Nefndar í Há- skólabíói er launamálin — baráttan fyrir bættum hag kvenna og launa- jafnrétti kynjanna. Samtök kvenna á vinnumarkaði gerðu það að úr- slitaatriði að Gladys Baez frá Nic- aragua flytti ávarp á fundinum i Háskólabíói, en á það eina atriði gátu fundarkonur ekki fallist. 5. Ósk um frestun fundar Það er rangt sem haldið er fram í einu dagblaðanna, að fern sam- tök hafi dregið sig út úr samstarf- inu um 8. mars-fundinn vegna þess að framkvæmdanefndin varð ekki við málaleitan Kvenna- framboðs um frestun á fundi ’85 Nefndar. Þegar bréf Kvennafram- alverð 23,49. Um 14 lestir af afla Ögra seldust ekki og fara því í mjölvinnslu. Ýmir HF landaði 127,4 lestum í Cuxhaven. Heildarverð var 1.628.800 krónur, meðalverð 12,79. 47,7 lestir af aflanum seldust ekki á markaönum og fara því í fiski- mjölsvinnslu. Á mánudag seldi Ólafur Jónsson GK 151 lest í Bremerhaven. Heildarverð var 3.964.100 krónur, meðalverð 26,26. Sama dag seldi Keilir RE 86,8 lestir í Grimsby. Heildarverð var 2.667.900 krónur, meðalverð 30.74. Á þriðjudag seldi Engey RE 254,8 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 6.070.100 krónur, meðalverð 23,83. boðs barst nefndinni 3. mars, var ljóst að þrem samtök höfðu ákveð- ið að standa að sérstökum fundi í Félagsstofnun stúdenta. Þá var búið að taka endanlega ákvörðun um að halda fundinn i Háskóla- bíói, og sá framkvæmdanefndin því enga forsendu fyrir því að breyta þar um. Framkvæmdanefnd ’85 Nefndar harmar það, að forsvarsmenn ábyrgra félagasamtaka skuli beita fyrir sig rangfærslum eins og gert var á umræddum blaðamanna- fundi. 7. mars 1985. Framkvæmdanefnd ’85 Nefndar, Elín Pálsdóttir Flygenring, Lára V. Júlíusdóttir, María Pétursdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Sólveig Ólafsdóttir. Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að setja Þorstein Tómas- son, plöntuerfðafræðing, forstjóra Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins (RALA) í stað Gunnars Ólafs- sonar, sem lést fyrir skömmu. Þor- steinn hefur verið aðstoðarforstjóri RALA í rúmt ár. Þorsteinn er 39 ára að aldri, fæddur 17. júlí 1945 í Svíþjóð. Foreldrar hans eru Tómas heit- inn Tryggvason jarðfræðingur og Kerstin Tryggvason bankafull- trúi. Frá því hann lauk prófi frá háskólanum í Aberdeen í Skot- landi i plöntuerfðafræði árið 1970 hefur hann verið sérfræðingur í jurtakynbótum hjá RALA og auk þess starfað sem aðstoðarfor- stjóri stofnunarinnar frá því í ársbyrjun 1984. Hann hefur eink- um fengist við erfðarannsóknir á grösum og korni og kynbætt nýja stofna og afbrigði jafnframt því að vinna að fræræktarmálum. Dr. Björn Sigurbjörnsson, er í leyfi frá forstjórastörfum RALA til 1. febrúar á næsta ári en hann Þorsteinn fræðingur. Tómasson plöntuerfða- starfar í Vínarborg á vegum FAO, matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Þorsteinn verður settur til þess tíma. Þorsteinn Tómasson er kvænt- ur Sophie Kofoed-Hansen kenn- ara og eiga þau tvö börn. Útifundum frestað AFLÝSA varð vegna veðurs þeim tveimur útifundum sem boðað hafði verið til í gærdag. Var þar um að ræða útifund Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur um styrki hins opinbera í Noregi við sjávarútveg þar í landi og útifund framhaldsskólanema, þar sem vekja átti athygli á kjarabaráttu kennara og þeirri aðstöðu sem skapast hefur hjá framhaldsskólanemum. Fundur framhaldsskólanema hefur verið boðaður í dag klukk- an 16.00. Fiskmarkaðurínn í Þýskalandi: Mikið framboð veldur verðhruni ÓVENJU MIKIÐ framboð á Fiski í Bremerhaven og Cuxhaven í Þýzkalandi veldur nú því, að mjög lágt verð fæst fyrir ísfisk þar. Framboðið veldur því einnig, að ekki selst allur afli þeirra skipa, sem landa í þessum höfnum nú. Ögri RE seldi í gær 277,2 lestir, mest karfa, í Bremerhaven. Heild- arverð var 6.510.000 krónur, með- ÞYSKUR KOSTAGRIPUR FRÁ VOLKSWAGEN BÍLL SEM HÆFIR ÖLLUM FRAMHJÓLADRIHNN # SPARNEYTINN RÚMGÓÐUR ® ÞÆGLEGUR UPUR OG SNAR # ENDINGARGÓÐUR Verð frá kr. 386.000.- 6 ÁRA RYÐVARNARÁBYRGD [hIheklahf Laugavegi 170-172 Sími 21240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.