Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 23 DVERGRÍKI í DEIGLUNNI Jón Óttar Ragnarsson NÝTT — NÝTT Bjór án refja Stúkumenn heyja nú örvænt- ingarfulla baráttu fyrir málstað sínum og beita nú öllum brögðum, hika jafnvel ekki við að ráðast freklega og ómaklega að frétta- manni sjónvarps. Á sama tíma skrifar Stórstúka íslands Útvarpsráði dónalegt bréf og heimtar ekki aðeins nýjan sjón- varpsþátt, heldur tiltekinn frétta- mann og tiltekna andmælendur. Sem betur fer vísaði ráðið þess- ari ósvífnu kröfu umsvifalaust á bug, enda langlundargeð þjóðar- innar gagnvart yfirgangi einnar- kröfuhópa senn á þrotum. Jóhannesar þáttur Bergsveinssonar Innlegg Jóhannesar Bergsveins- sonar læknis stingur því óneitan- lega í stúf við skrif þessa ofstæk- isfulla hóps. Grein hans einkenn- ist af hófsemi og mannúð. Því miður gerir hann sig sekan um nær óafsakanlega vanþekk- ingu þegar hann byggir málflutn- ing sinn einkum á því að áfengis- neyslan hafi aukist síðustu ára- tugina. Staðreyndin er ekki aðeins sú að neyslan hefur staðið að mestu í stað síðastliðinn áratug, heldur er þetta einmitt sá tími sem neyslu- venjurnar breyttust til muna. Um þverbak keyrir þó þegar hann reynir að blása út þá stað- reynd að neyslan hafi aukist á síð- asta ári úr 3,23 lítrum af vínanda á mann upp í 3,30 lítra á mann. Síðasta vígið Staðreyndin er nefnilega sú að einmitt þessar tölur slá síðasta vopnið úr höndum stúkumanna. Þær sýna svart á hvítu að helsta röksemd þeirra í bjórmálinu er hrunin. Meginröksemd þeirra hefur ávallt verið sú að ný form áfengis (vín, bjór) mundu umsvifalaust leggjast við þá heildarneyslu vín- anda sem fyrir er í landinu. Staðreyndirnar liggja nú fyrir. Á tímabilinu 1973—84 jókst neysla á vínum úr 13% í 35%, eða um 22%. Árið 1984 bættist svo við ómælt magn af bjórlíki. Þrátt fyrir þessa gífurlegu til- færslu á áfengisvenjum í landinu varð heildaraukningin á neyslu vínanda á íslandi á þessu tímabili innan við 10%. Þrátt fyrir allt það nýjabrum sem fylgir nýjum áfengissiðum og þrátt fyrir afar ónákvæma verð- stýringu hins opinbera jókst neyslan um innan við 10% á þess- um 11 árum. Þegar haft er í huga að við erum að tala um aukningu úr u.þ.b. 3 lítrum í 3,3 lítra á mann á meðan aðrar Evrópuþjóðir eru með 4—25 lítra á mann, má átta sig betur á þessum tölum. Þar við bætist að áður en ís- lendingar fóru að neyta vína og bjórlíkis var aukningin ár frá ári miklu örari en nú og áfengisneysla er nær alls staðar að aukast. En þrátt fyrir að Islendingar eru með lægstu meðalneyslu áfengis á Vesturlöndum er tíðni áfengissýki jafnhá hér og í grann- löndunum. Lokaord Það er kaldhæðnislegt að ein- mitt þær tölur sem Jóhannes Bergsveinsson ætlaði að nota máli sínu til stuðnings, staðfesta að málstaður hans er hruninn. Eftir situr sú staðreynd að enda þótt íslendingar drekki minnsta magn vínanda á Vesturlöndum er tíðni drykkjusýki meðal þeirra svipuð og meðal grannþjóðanna. Það sem máli skiptir er nefni- lega ekki einhver smávægileg aukning í heildarneyslu vínanda, heldur fyrirbyggjandi aðgerðir gegn drykkjusýki í landinu. Besta fyrirbyggjandi aðgerð sem ég þekki er einfaldlega sú að beina neyslunni frá sterku drykkj- unum yfir á þá veiku. Hvað sem Jóhannes og stúkumennirnir segja, er sú tilraun í fullum gangi og bendir allt til þess að hún gangi þar að auki vel. minnir helst á útflutning skreiðar. íslendingar hafa aldrei kunnað að meta þá fæðu frekar en hugvit til rannsókna og þróunar. Þess vegna virðist best að losa sig við þetta allt út úr landinu. Þetta er því miður alröng stefna eina ferðina enn. Sem fyrr segir erum við sjálf- ir þróunarríki á sviði vísinda og rannsókna og veitir ekkert af að nota allt okkar hugvit í eigin þágu. Að öðrum kosti sitjum við eftir og verðum fyrr en varir eftirbátar svonefndra þróunarríkja. Nú skyldi enginn halda að rann- sóknir séu stundaðar rannsókn- anna sjálfra vegna. Það eru mark- miðin sem öllu máli skipta, þ.e. stefnan að þróun auðlinda og efna til aukins verðmætis og hagkvæm- ari framleiðslu. Okkur er því nær að líta í eigin barm þótt ekki sé nema til morgundagsins. Við erum enn á því stigi að meta allt eftir magni. Það er e.t.v. eðlilegt meðal gullgrafara og veiðimanna en vilj- um við teljast siðmenntuð þjóð á hraðbraut vísinda og tækni verð- um við að temja okkur aðrar matsaðferðir. Til glöggvunar skal þess getið að unnt er að tugþús- undfalda nettóverðmæti hráefnis með þróun þess í efnaiðnaði. Oft og tíðum eru mörg stig í slíkri þróun og má leita þess þreps í þróunarstiganum sem best hentar aðstæðum og hagkvæmast sýnist. Okkur ber því skylda til að huga að aukinni verðmætasköpun sjáv- arafla og landbúnaðarafurða í stað þess að ganga sífellt nær auð- lindinni. Ekki má skilja orð mín að ofan svo að ekki skuli hugað að útflutn- ingi þekkingar. Þekking er ein- faldlega allt annað en hugvit. Við búum yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði nýtingar jarð- varma og fiskveiða. Þar erum við aflögufærir og ber að nota sér það. Nú er ört vaxandi skilningur á verðmæti þessara auðlinda víða í heiminum og er nauðsynlegt að hlúa að útflutningi þeirrar þekk- ingar, sem við höfum að þessu leyti umfram sumar þróaðar þjóð- ir. Samkeppni er minni á þessu sviði en mörgum öðrum. Vegna smæðar og fátæktar verðum við að leita uppi skörð í framleiðslu- heiminum og fylla í þau. En út- flutningur þekkingar er ekkert einfalt mál frekar en annar út- flutningur. Sölutækni skiptir þar sköpum, en hana höfum við varla þekkt nema af afspurn. Það kom á daginn nýlega við úttekt danskra markaðsfræðinga á útflutningi ullarafurða. Sölutækni getum við vel lært af Dönum en þeir eru meðal slyngustu sölumanna i heimi. Vert væri að huga ögn að þessu áður en teknar verða ein- hverjar kollsteypur, en sú íþrótt virðist falla landanum jafn vel og handknattleikur. Sennilega liggur þó ólíkt meiri þjálfun, rannsóknir og undirbúningur á bak við árang- ur íslenskra handknattleiksmanna en flest annað sem gert er hér. Finnur Jónsson er framkræmda- stjóri hjá Hönnun hf. og formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga. HÁRHÖLL S.H.S. og SNYRTISTOFA ÖNNU BERGMAN Sími14447 Sími 22353 Laugavegur 82, inngangur frá Barónsstíg, 2. hæö. Nýjustu línur frá London og Kaupmannahöfn. Veislumatur úr íslenskum kartöOum íslenskar kartöflur eru veislumatur. Bakaðar, fylltar, blandaðar, steiktar, heitar eða kaldar, - möguleikarnir eru ótæmandi, matreiðslan auðveld og þú kemur gestum þínum skemmtilega á óvart með ljúffengu og spennandi hráefni. Veislukartöflur _ • 500 g kartöflur • 125 g hvítlaukssmurostur • 1 dl rjómi • salt_ Skrælið kartöflurnar og skerið þær í þunnar sneiðar,_ Smyrjið eldfast mót, raðið kartöflusneiðunum í mótið og saltið milli laga. Hrærið saman hvítlauksosti og rjóma, hellið því yfir kartöflurnar. Hafið lok á mótinu, steikt neðst í ofni við 200°C í 45 mín. Síðustu 10 mín. er lokið tekið af mótinu svo rétturinn brúnist lítið eitt.__ Borið fram með steiktum kjötréttum. Islenskar kartöflur eru auöugar af C-vítamlni, einkum ef þeirra er neytt meö hýðinu. Þær innihalda elnnig B, og B2 vitamfn, nfasln, kalk, járn, eggjahvítuefni og tref)aefni. I 100 grömmum af fslenskum kartöflum eru aöeins 78 hitaeiningar. Til viðmiðunar má nefna að f 100 g af soðinni ýsu eru 105 he, kotasælu 110, soðnum eggjum 163, kjúklingum 170, nauta- hakki 268 og i hrökkbrauði 307. Notaðu íslenskar kartöílur næst þegar boðið er til veislu Grœnmetisverslun} I iandbúnadarins f Síðumúla 34 - Sími 81600 Metsölublad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.