Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 41 Einar Þór Agn- arsson - Minning F«ddur 15. september 1960 Dáinn 1. mars 1985 Ég kem í auðmýkt Kristur hár og krýp, sem barnið smærri en smár. Ég þrái frið og þyrstur bið. Ó, miskunna þú mér. Þessa fallegu bæn, er sóknar- prestur okkar Patreksfirðinga, séra Einar heitinn Sturlaugsson prófastur orti, dettur mér í hug, að ég gæti lagt í munn míns elsku- lega frænda, Einars Þórs Agn- arssonar, sem nú er kvaddur svo ungur að árum, aðeins 24 ára gam- all. Hann er búinn að fá frið — lausn frá þeim þjáningum, sem hrjáð hafa hann um langt skeið, þjáningum, sem hafa lagt marga góða og greinda menn að velli um aldur fram. Því er sárt til þess að vita að svo góðar gáfur, sem Ein- ari voru gefnar, skyldu ekki fá notið sín. Baráttan var löng og ströng, þrátt fyrir einlægan vilja og mikla viðleitni til að standa uppréttur í ólgusjó lífsins. Ég hef oft hugsað til míns gamla vinar og heimilis- læknis, Jónasar heitins Sveinsson- ar, náfrænda Einars Þórs, er hann valdi titil á endurminningabók sína, „Lífið er dásamlegt", að við gætum öll sagt svona. En því mið- ur er því ekki til að dreifa. Margir góðir menn lögðu sitt af mörkum honum til hjálpar og biðjum við þeim guðs blessunar fyrir. Margar hugljúfar minningar hrannast upp, sem ekki gleymast. Um lítinn, glaðlyndan strák- hnokka, sem var kvikur á fæti, sérstaklega greindur og orðhepp- inn og fljótur til þroska. Guðs- neistinn lifir dauðann, annars væri lítill tilgangur með þessu lífi. Við stöndum eftir með stórar spurningar. Hvers vegna hann? Hvers vegna vegnar þessum vel, öðrum ekki? Þessi heilbrigður, hinn ekki? Hvers vegna eiga ekki allir sama lífsmunstur? Við trúum því, að tilgangur sé bak við allt þetta óréttlæti, sem okkur finnst. Blessuð sé minning elsku frænda míns. Ég bið guð að blessa hinn munaðarlausa vin, sem hér er kvaddur með Einari inn í Ijóssins heima þar sem þeir eru búnir að öðlast frið og blessun. Ég minnist orða bróður hans, sem sagði við mig: „Þeir áttu marga vini, sem kveðja þá núna og ef ljós kviknar hjá einum þeirra til hjálpar, þá er vel farið." Um leið og ég og mitt fólk vott- um foreldrum Einars Þórs og systkinum hans dýpstu samúð, þá leyfi ég mér fyrir þeirra hönd að senda hjónunum Kristjáni Frið- bergssyni og konu hans, frú Jó- hönnu, ómældar þakkir fyrir alla þá umönnun, hjálp og kærleik er þau hafa sýnt Einari Þór í gegnum öll árin. Sömuleiðis séra Arelíusi Níelssyni. Guð blessi þau. Sérstak- ar blessunaróskir til þín, elsku systir mín. Einar Þór Agnarsson fæddist 15. september 1960. Einn af fjór- um börnum þeirra hjóna, Elín- borgar Þórarinsdóttur (Bjarna- sonar fiskimatsmanns og Guð- mundínu Einarsdóttur frá Stakkadal, Rauðasandshr.) og Agnars Einarssonar (Jónassonar f.v. sýslumanns Barðstrendinga og h.k. Ragnheiðar Kristjánsdóttur frá Skarði, Skarðströnd). Þau hjónin Elínborg og Agnar slitu samvistum. Agnar giftist aftur hinni ágætustu konu, Ólöfu Björnsdóttur hárgreiðsludömu, sem hefur reynst þeim börnunum vel. Félagi Einars Þórs, Sturla Steinsson, var einstæðingur. Hann missti móður sína mjög ungur og stuttu síðar föður sinn. Hann varð því að heyja sína hörðu lífsbaráttu að mestu leyti óstuddur, a.m.k. án foreldrahlýju. Blessuð sé minning hans. Mér finnst vel viðeigandi að enda þessar fátæklegu línur með bæninni þeirra og okkar. Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Eisa H. Þórarinsdóttir Einar Þór fæddist í Reykjavík 15. september 1960 sonur Agnars Einarssonar og Elinborgar Þórar- insdóttur. Við fráfall frænda míns unga rifjast upp löngu liðnar stundir. Þegar Einar fæddist var ég ungl- ingsstelpa alls óvön svona lítilli mannveru. Hann varð mér strax mjög kær. Ég sá hann vaxa frá vöggubarni til lítils hnokka sem var fullur atorku og fjörs, við- kvæmni og væntumþykju. Atvikin höguðu því svo að Einar var tekinn í fóstur ungur að árum, fjarri foreldrum, eldri systkinum og öðrum skyldmennum. Seint verður sú gáta ráðin hvort ein eða önnur tilvik í lífi mannsins breyti þar öllu um lífsbrautina — ein- staklingnum til góðs eða ills — gæfu eða glötunar. Fram að unglingsárum Einars gat ég fylgst með honum, þar til hann fór sínar eigin leiðir. Þá var engum fært að fylgja honum eftir. Þeim sem vona og trúa, þegar dauðann ber að höndum, að bjart- ari og betri heimur taki við er það huggun harmi gegn. Von mín er sú að frændi minn Einar Þór sé nú loksins genginn þær brautir gæfu og friðar sem hann höndlaði ekki í þessum heimi. Blessun fylgi góðum dreng. Guðrún Sverrisdóttir Kirkjur á íandsbyggöinni Messur EGILSSTAÐAKIRKJA: Barna- messa sunnudag kl. 11 og messa kl. 14. Kaffisali að messu lok- inni. Sóknarprestur. HVAMMSTANGAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Sr. Guðni Þór Ólafsson. KIRKJIJHVOLSPRESTAKALL: Sunnudagaskóli^ í Hábæjar- kirkju kl. 10.30 og guðsþjónusta kl. 14. Foreldrar fermingar- barna taka þátt í guðsþjónust- unni. Auður Eir Vilhjálmsdótt- ir sóknarprestur. MELSTAÐAKIRKJA: Barna- messa kl. 14. Sr. Guðni Þór Ólafsson. SEY DISFJ A RÐARKIRK J A: Kirkjuskólinn á morgun, laug- ardag kl. 11. Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Organisti Sig- urbjörg Helgadóttir. Sr. Magn- ús Björnsson. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Dag- ur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 14. Jóhann Þorvaldsson fyrrv. skólastjóri predikar. Eftir messu er opið hús fyrir aldraða á vegum félagsmálaráðs. Æsku- lýðsfél. sjá um skemmtiatriðin. Verður einnig sýnd kvikmynd sem tekin var á sl. sumri í ferð út á Siglunes. Kaffiveitingar. Sr. Vigfús Þór Árnason. VÍKIJRPRESTAKALL: Á morg- un, laugardag kirkjuskólinn i Vík kl. 11. Barnaguðsþjónusta á sunnudag kl. 14 í Skeiðflatar- kirkju. Föstudagsguðsþjónusta næstkomandi fimmtudag 14. mars kl. 20.30. Sóknarprestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.