Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 8. MARZ 1985 19 hækkuninni, sem varð um áramót- in. Eftir þessu veit hann lítið, hvað gerðist í sama húsi og hann hefur vinnustað. Hitt vekur þó meiri furðu, að samkvæmt þessu kemur afleiðingin á undan orsök- inni, og fá menn máske doktors- gráðu út á það. Bezta afsönnunin á þeim þvættingi, að vextirnir valdi verðbólgu og standi í vegi fyrir hjöðnun hennar, er einmitt hin stórkostlega niðurfærsla hennar úr 130% niður í 13% eða þar um bil, án þess að vextir lækkuðu fyrr en í kjölfar verðbólgunnar. Sparnaðurinn Magni staðhæfir, að allar hag- fræðirannsóknir leggist gegn þeirri kenningu, að vextir verki til eflingar á sparnaði. Fróðlegt væri að sjá Magna gera grein fyrir, hverjar þessar „allar" rannsóknir eru. Heildarsparnaður, ásamt beinni fjárfestingu af tekjum, get- ur að sjálfsögðu verið ýmsu háður öðru en vöxtum og að því leyti neikvætt háður, sé vöxtunum beitt til samdráttar, svo að tekjuáhrifin (á bæði neyzlu og sparnað) verði yfirsterkari tilfærsluáhrifunum (frá neyzlu til sparnaðar). Um þetta segir Þorvaldur Gylfason, prófessor, í vandaðri grein; „Verð- bólga, vextir og efnahagslíf" í 3. hefti Fjármálatíðinda 1978: „Ekki er unnt með fræðilegum heilabrotum einum saman að skera úr því tvímælalaust, hvor eru sterkari, tilfærslu- áhrifin eða tekjuáhrifin. Ein- ungis tölfræðilegar rannsóknir geta skorið úr þessu atriði. Á síðustu árum hafa nokkrir hagfræðingar fengizt við rann- sóknir af þessu tagi, og hefur meirihluti þeirra komizt að þeirri niðurstöðu, sem gömlu hagfræðingarnir gerðu ráð fyrir, að vaxtahækkun glæði jafnan sparnað, en dragi úr neyzlu". Að vissu leyti er Magni þó að berjast þarna á röngum vígstöðv- um. Heildarsparnaður, skil- greindur sem mótsvörun heildar- fjárfestingar að frádregnum við- skiptahalla út á við, getur haft í sér fólgna mikla neyzlufjárfest- ingu og alvarlegt misvægi eða misvísun í innri samsetningu mið- að við brýnar þarfir og þróunar- tækifæri. Vextir af lánum þurfa að sjálfsögðu fyrst og fremst að stuðla að jafnvægi á lánamarkað- num sjálfum og beina fjármagn- inu í arðsamasta farveg. Það gera þeir því aðeins, að fullu raunvirði sé skilað aftur hið minnsta, enda heldur mismunun að öðrum kosti innreið sína með spillingu og sóun í eftirdragi. Magna er ekki vel við þessa niðurstöðu. Þó bregður fyrir skiln- ingsglætu, þegar hann víkur að hækkun innlána við það, að vextir leggist við þau. Þetta er einmitt mergurinn málsins, að verðtrygg- ing og verðbótavextir halda við raungildi innlánanna, og þarf eng- ar hagrannsóknir til þess að sýna fram á svo augljósa staðreynd. Slíkar uppbætur eru þó bestar í hófi að hans mati og vitnar hann til þess, að í „útlöndum" tíðkist að bæta þannig upp fé, sem hefur staðið óhreyft í eitt ár, enda algjör óþarfi annars. Þar hafa menn Salómonsdóminn, svo engu skeik- ar. Ef ég man rétt, eru þessi út- lönd Kanada, námsheimahagar Magna. En það eru víðar útlönd en í Kaupmannahöfn, eins og kerl- ingin sagði, og ekki fara spurnir af, að lagt sé upp úr þessu ráði í nokkrum stað öðrum. Skyldi nú líka vera, að þetta fari eftjr ein- hverju bitastæðara en duttlungum Magna. Bankareikningar eru, svo sem hann segir réttilega, við- komustaðir óráðstafaðs fjár. En hefur hann velt fyrir sér, hve miklu varðar, að friðsamt sé á við- komustaðnum. Hefur hann heyrt af alþjóðlegri reynslu, að svoköll- uð „leads and lags“ geti skipt sköpum um greiðslujöfnuð smærri sem stærri efnahagseininga, þ.e. hvort öllum hinum einstöku fjár- ráðstöfunum er flýtt eða seinkað. Jafnvel þótt það hræri lítt við þroskaðri siðgæðisvitund Magna, getur því reynst dýrkeypt að fara ránshendi um óbundið fé á við- komustöðum bankanna. Raunar þarf hann ekki að kvarta, þar sem framkvæmd verðtryggingar hefur verið svo ófullkomin, að frátöldum nokkrum mánuðum á umliðnu ári, að óskir hans um hressilega verð- bólguskerðingu óbundinna inn- lána hafa svo sannarlega verið uppfylltar. Frá útlöndum Frumleg, en eigi að síður vill- andi, er sú skýring Magna á vaxta- toppinum í Bandaríkjunum 1981, að þeir hafi orsakast af því, að vöxtum almennra sparisjóðsbóka hafi verið sleppt lausum. Hávextir þessa tíma voru afleiðing mark- vissrar beitingar peningastjórn- tækja og giltu einkum á skamm- tíma markaðspappírum og útlán- um. Takmarkanir á vöxtum inn- lána hömluðu hins vegar aðlögun á almennum grundvelli, hvöttu til hvers konar nýjunga til þess að fara í kringum ákvæðin og voru í þann veginn að ganga af spari- sjóðunum dauðum (Savings and Ye*tmjmn»eyjum, 6. mara. NÆSTKOMANDI þriðjudag, 12. mars, verður liðið eitt ár frá því Guð- laugur Friðþórsson vann það fræki- lega afrek að synda í iand um þriggja sjómflna vegalengd eftir að báturinn Hellisey fórst austan við Eyjar. Þetta afrek Guðlaugs vakti heimsathygli á sínum tíma, enda ein- stakt þrekvirki að synda þessa vega- lengd í köldum sjó eftir að hafa horft á eftir fjórum félögum sínum í hafið eftir að bátur þeirra sökk. Nemendur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum ætla að minnast þess dags með því að þreyja Guð- laugssund I sundlauginni í Eyjum á þriðjudaginn. 22 nemendur ætla loan associations). Voru þessár óeðlilegu hömlur því afnumdar í áföngum frá 1980 til 1986. Mér hnykkti við, þegar Magni brigslaði peningastjórnvöldum hér um að stæla fordæmi Brasilíu, og værum við þar með á leiðinni beint út í víti 500% verðbólgu. Við erum raunar varla nógu kunnugir Brasilíu til þess að líkja eftir henni. Magna virðist hins vegar sama, hvorum megin Platafljóts hann heldur sig. Hagskýrslur kannast ekki við meira en um 200% verðbólgu í Brasilíu, en fram til 1983 innan við eða um 100%. Vextir á opnum peninga- markaði hafa þar haldið í við verðbólguna, og því kemur Bras- ilía tiltölulega lítt sködduð út úr þessum darraðardansi. Hins vegar voru seðlabankavextir gagnvart bönkunum ekki nema 40% fram á 3. ársfjórðung 1983, innan við fjórðung af verðbólgu. Þessi og aðrar veilur í fjármögnun og í stjórn tekjumála hafa magnað verðbólgu þar í landi, en þvert á kenningar Magna hafa seðla- þá að synda boðsund, þá vegalengd sem Guðlaugur synti, eða um 3 sjómílur. Hver nemandi mun synda 11 ferðir en sundlaugin i Eyjum er 25 m löng. Þeir munu synda í fötum. „Þessi hugmynd fæddist hjá einum af nemendum skólans. Allir urðu yfir sig hrifnir og ákveðið var.að hrinda þessu í framkvæmd. Guðlaugur var strax hlynntur þessu og hefur sýnt þessu fram- taki nemenda velvild," sagði Frið- rik Ásmundsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Eyjum, í samtali við Mbl. Friðrik sagði ennfremur að starfsfólk sundlaug- arinnar hefði tekið þessari hug- bankavextir síðan verið færðir til samræmis við verðbólgu og al- mennt hert tökin á ástandinu, enda hefur Brasilía skilað furðu góðum árangri að undanförnu. Lokaorð Lokaorð mín af þessu tilefni skulu vera þessi. Það þarf ekki eingöngu hagrænt vit til þess að komast út úr ógöngum verðbólg- unnar og forða þjóðarbúinu frá hruni sparifjár, lánstrausts út á við og fjármagnsmarkaðarins yfir höfuð. Það þarf miklu fremur sið- gæðislegan þroska og almenna þjóðfélagslega samheldni um þessi markmið, sem þrautalaust verður ekki náð. Það er því mikill ábyrgð- arhluti að véla um fyrir mönnum og magna óánægju með hlutskipti þeirra og bjóða þeim gull og græna skóga, þar sem við nánari athugun verður ekki annað fyrir en visnir stofnar og fölnað lauf. Bjarni Bragi Jóasson er adstoðar- hankastjóri Seðlabanka íslands. mynd mjög vel og fengi Guðlaugs- sundið forgang í sundlauginni þennan dag. „Strákarnir byrja sundið klukk- an 10 á þriðjudagsmorgun og verða trúlega að fram eftir degi. Við erum aðeins að minnast dags- ins með þessu og afreks Guðlaugs. Munum við ekki krefjast aðgangs- eyris né annars fjár,“ sagði Frið- rik. Stýrimannaskólanemar hafa stungið upp á því við Guðlaug Friðþórsson að hann syndi sjálfur fyrsta eða síðasta spölinn í boð- sundinu en hann hefur ekki gefið við því ákveðið svar, segist ætla að sjá til. - hkj Eyjamenn minnast afreks Guðlaugs Friðþórssonar Fyrir þá sem vilia vera latir og iatasérliöavel -O 0) O) _3 LL 'Q3 _Q oð O) 3 FJÖISKYIDA ÓSKAST Á BAT Flug & bátur er einn skemmtilegasti feröamáti sem Flugleiðir bjóða fjölskyldunni í ár. Með samvinnu Flugleiða og Blakes-bátaleigunnar hefur íslensku ferða- fólki opnast leiðir að nýstárlegu og þægilegu sumarleyfi. Flugleiðir og Blakes geta útvegað báta í Englandi, Skotlandi, írlandi, Hollandi, Frakk- landi, Grikklandi og Júgóslavíu. Leitið frekari upplýsinga á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum félagsins eða á ferðaskrifstofunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.