Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 25 Aktuelt: Kalt milli kratanna Kaupmannahöfn, 7. mars. Frá Ib Bjornbak, fréttaritara Mbl. AKTUELT, blað danskra jafnaðar- manna, segir í frétt frá Reykjavík í dag, að ummæli Jóns Baldvins llannibalssonar hafi valdið því, að nú andi köldu milli hans og annarra leiðtoga jafnaðarmanna á Norður- löndum. Segir í fréttinni frá því, að Kal- evi Sorsa, leiðtogi finnskra jafnað- armanna, hafi ekki þegið boð flokksbræðra sinna á íslandi vegna þess, að Jón Baldvin hafi notað orðið „finnlandisering" um utanríkisstefnu Finna í sjónvarps- þætti í desember. Frá því er einnig skýrt, að Jón virðist hafa meðbyr hjá íslenskum kjósendum og er í því sambandi vitnað til nýlegra skoðanakannana. Önnur dönsk blöð gerðu þessum deilum engin skil í dag. ■ ■■ 1 \T/ , ERLENT, Veður víða um heim Lseg*t Hæst Akureyri 4 •kýjað Ameterdam 1 6 skýjað Aþena 8 18 heiöskírt Berlin 2 5 •kýjað BrUssel 3 9 þoka Chicago +7 2 ■kýjað Dublin 2 12 heióakirt Feneyjar 13 alskýjað Frankfurt 2 8 •kýjað Genf 1 8 skýjað Hong Kong 15 21 skýjaó Jerúsalem 5 13 heiðakirt Kaupm.hötn 0 2 snjðkoma Las Palmas 20 léttakýjað Lissabon 7 15 heiðskirt London 4 8 rigning Loe Angeles 7 16 •kýjað Luxemborg 4ekýjað Miami 23 25 skýjað Montreal +14 0 skýjað Moskva +17 +9 heiðakfrt New York +5 3 •kýjað Osló 0 2 •kýjað Parie 3 9 heiðakfrt Peking +5 0 akýjað Reykjavik 4 rigning Rio do Janeíro 20 34 akýjað Rómaborg 3 14 skýjað Stokkhðlmur +2 1 •kýjað Sydney 18 21 rigning Tókýð 4 10 skýjað Vínarborg 2 4 akýjað Pórshðfn 8 léttskýjað EKKIMEIRISTYRKI AP/Símamynd Reagan, Bandaríkjaforseti, beitti í gær neitunarvaldi sínu og kom í veg fyrír samþykkt frumvarps um aukinn styrk bandarískum bændum til handa. Sagði hann um frumvarpið, að það hefði aðeins aukin útgjöld í för með sér, en breytti engu fyrir bændur. Kanada: Stjórnvöld kynna áætlanir um aðgerðir gegn súru regni í GÆR tilkynnti Kanadastjórn nýjar áætlanir um aðgerðir gegn súru regni. Samkvæmt þeim verða settar strangari reglur um útblástur frá bifreiðum, auk þess sem varið verður yfir 200 milljónum dollara á næstu 10 árum í því skyni aö koma í veg fyrir mengun af brennisteinstvísýrlingi. „Þetta er metnaðarfyllsta áætl- un um umhverfisvernd, sem nokkru sinni hefur verið gerð í Kanada," sagði Suzanne Blais- Grenier umhverfismálaráðherra á fundi með fréttamönnum. Áætlunin miðar að því að draga úr mengun sem veldur súru regni um allt að 50% fyrir 1994. Verður hún því sterkt spil fyrir Brian Mulroney forsætisráðherra að hafa á hendi, er hann hittir Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseta að máli í Quebec 17.—18. mars nk. Kanadamenn halda því fram, að 50% súra regnsins, sem fellur í Kanada, eigi upptök sín í Banda- ríkjunum. Hafa þeir árum saman reynt að fá Bandaríkjamenn til samstarfs um kostnaðarsamar varnaraðgerðir. Bandarísk stjórnvöld segja, að frekari rannsóknir séu nauðsyn- legar til að tryggt sé, að varnarað- gerðirnar beri árangur. Lést eftir hörmuleg mistök Miami, Florida, 7. febrúar. AP. EIGINKONA og sjö börn blaðaljós- myndara, sem vegna slysni var sprautaður með sótthreinsunarvökva meðan á skurðaðgerð stóð, hafa samþykkt að leyfa læknum að af- tengja öndunarvélarnar, sem haldið hafa í honum lífinu síðan á mánu- dag, að sögn talsmanna sjúkrahúss- ins. Bob East, en svo hét ljósmynd- arinn, var 64 ára að aldri og hafði verið dáinn heiladauða frá því á mánudag. East lét af störfum fyrr á þessu ári eftir að hafa unnið í yfir 30 ár sem blaðaljósmyndari á Miami Herald. Hann missti meðvitund á föstudag, eftir að læknar höfðu gefið honum sprautu af sótt- hreinsunarvökva, sem þeir töldu vera mænuvökva, að sögn yfir- læknisins, dr. James Ryan Chandler. Verið var að gera skurð- aðgerð á East vegna krabbameins í andliti. Chandler kvaðst ekki hafa búist við, að East ætti möguleika á að ná sér. Sagði hann það „hörmu- lega lítið“, sem læknarnir hefðu getað gert fyrir hann. Eiginkona Easts, Tina East, ákvað á miðvikudagsmorgun að leyfa aftengingu öndunarvélanna „vegna þess að við getum ekkert annað gert“, sagði eitt sjö barna þeirra hjóna. Norsku A w • * á 1 • » Arasin a styrkja- stefnuna vekur athygli „Stefna Norðmanna í sjávarút- vegsmálum — einkum sú sem mótuð er af Verkamannaflokknum — er versta stefna sem hann þekk- ir. Hann hefur gert hríð að jafnað- armannaforingjunum Anker Jörg- ensen í Danmörku og Kalevi Sorsa í Finnlandi og utanrikisráöherra Palme, Lennart Bodström. Hér er ekki um neinn baráttuglaðan hægrimann að ræða heldur Jón Baldvin Hannibalsson, hinn nýja formann íslenskra jafnaðar- manna." Þannig hefst frétt Verd- ens Gang (VG), útbreiddasta blaðs Noregs í gær um það sem gerðist á blaðamannafundi Jóns Baldvins Hannibalssonar I Þjóðleikhúsinu í fyrradag. Norsku blöðin beina athygl- inni að ummælum Jóns Baldvins um það, hve styrkjastefna norskra stjórnvalda í sjávarút- vegsmálum sé hættuleg fyrir ís- lendinga og blöðin segja frá úti- fundinum, sem boðaður var af Alþýðuflokknum um þetta mál á Lækjartorgi í gær. I Aftenposten er vitnað til þeirra ummæla Káre Willochs, forsætisráðherra Norðmanna, |im* JKaa&Æ! Norge skuffer ReykJavtk: Gro Herlem Brundtland* partlkolle pi laland. lederrn for tslaoda Ap, raaer mot oor flakerlpolltikk. I akuffelae over at Ikke den lalaiM ke reeje-'ngen bar UU opp aaketi under Nord Rád, ar ban toradag et eget demonat uji«r,í*®áea ritiu ^lfi-íaSKaa: —U, r 9 "**•» vtaer ul a( det P-*- »$ d« U * s? i' SlSSí Isl kkauc port og vui rmg, Handrlskrig — Det er cn handelsKrig Norge ferer. med uhederli- ge midler. heter det t kn- tlkken Hannlbaltaon av- vtær normke pástonder om at flskerlBtetten Ikke pá- vlrkcr prla dlcr oppft6K« stAr bak kre.„ Det tosialdem- purtiet pá Mland oppalutning pá 0- ved stste valg. ir- dc sivte meningi , ,riot Qtette pá »iam að auðvelt sé að skilja áhyggjur tslendinga vegna þess hve mikið þeir eigi undir sjávarútvegi. Á hinn bóginn meti íslendingar áhrif norsku styrkjastefnunnar ekki rétt, þeir mikli þau fyrir sér. Norska stjórnin vilji draga úr þessum styrkjum en aðrar þjóðir verði að skilja hve mikla þýðingu þeir hafi fyrir byggða- stefnu og jafnvægi I byggð landsins. Blöðin hafa það eftir Jóni Baldvini, að það sé til lítils að vinna þorskastríð við Breta en tapa síðan í viðskiptastríði, sem Norðmenn heyi með óheiðarleg- um hætti. VG leitar álits Þorsteins Gíslasonar, fiskimálastjóra, sem segir að auðvelt sé að skilja reiði íslenskra sjómanna, en hins veg- ar verði menn að líta á athafnir Jóns Baldvins og skammir hans út frá flokkspólitískri baráttu heima fyrir. Þar hafi honum vegnað vel. „Hann er duglegur maður en ég held ekki að hann sé „maður framtíðarinnar" (frem- tidens mand) hér á íslandi," hef- ur VG orðrétt eftir Þorsteini. r i Öflugt teiknikerfi áörtölvur fyrir: Verkfræðinga, arkitekta og iðnaðarfyrirtæki. SÖLUAÐILAR: TÖLVÓSÚNAÐUR sf. ÖRTÖLVUTÆKNI sf MlKRÚW. BENCO TÖLVUTÆKI sf. KRISTJÁN Ó SKAGFJÖRO hf. HEIMILISTÆKIhf SKRIFSTOFUVÉLAR hf GlSLI J. JOHNSEN SmtAsJvegiS Ármúla 38 SlðumúlaG Bolholti 4 Gránulélagsqotu 4 Holmaslóó4 SaatumS Hverfisgolu 33 Sunnuhltð 200Kóp 105RvK 105Rvk 105RvK Pósthó«565 101 Rvk 105Rvk 101 Rvk 600 Aku Stml 73111 sími:687220 Sfmi:39666 Sími:21945 602 Aku Simi:24120 Siml:27500 Slml: 20560 Simi:9625004 e búnaöur EngihjallaS Pósthólt437 202Kópavogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.